Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 39
seer agaMagaci .r HiroAauiaia4 GiaAja/jjQHQM MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 1. DESÉMBER 1992 88 39 Fjögurra vetra hryssa undan Ljóma frá Björk sem John hyggst byija að temja í vetur, myndarleg og hreyfingafalleg. Són frá Hólum er að mati John Siigers besta ræktunarhryssan í stóði hans en hún hefur hlotið 1. verðlaun. Nú fylgir henni af- kvæmi Þjálfa. væri hægt að slá einu sinni því eftir fyrri slátt skrælnaði allt og var ástandið víða það slæmt að gefa varð hrossum og reyndar öðr- um grasbítum hluta af sumrinu. Sprettan byijar í apríl og í sæmi- legu ári er gras að spretta jafnvel út nóvember. Arðbærir pulsuhestar Eftir að hafa skoðað þá stóð- hesta sem voru heimavið var farið norður fyrir Álaborg þar sem þeir Ljómi og Hagalín voru í tveimur stórum hólfum á danska vísu með hryssum. Á þessum stað er rekið það sem kallað er „sommerland" með stórri sundlaug og vatnsrenni- brautum og margskonar leiktækj- um þar sem íjölskyldur koma og dvelja við leik. Einnig er rekin þarna hestaleiga með 45 íslenskum hestum. Er farin ákveðin rúta og ganga hestamir þetta nánast sjálf- krafa og allt á feti. Þegar fyrsti hesturinn stöðvar staðnæmist öll halarófan og þegar sá fyrsti fer af stað fylgja hinir eftir eins og um járnbrautarlest væri að ræða. Sagði John að þama væri komið hlutverk fyrir pulsuhestana eins og Danirnir kalla truntumar. Sagðist hann vita um fleiri hliðstæðar hestaleigur og taldi hann þetta hið besta mál. „Það er aldrei farið upp af fetinu, þettá er allt óvant fólk, mestmegnis krakkar, sem ekki vilja fara hraðar og hestarnir fálla vel inn í þetta, rölta í rólegheitum og skila ágætum arði, hestar sem ann- ars væm alls staðar til vandræða og enginn vildi eiga,“ sagði John ennfremur. John temur öll hrossin sjálfur sem koma út úr ræktuninni auk þess sem hann tekur hross til tamn- íngar og þjálfunar. Hann tekur ekki mikið þátt í almennum mótum en mætir með hross í kynbótadóm og sýnir þau þá sjálfur. Þá er stór hluti af starfi hans að járna fyrir hesteigendur. Segist hann þó nær eingöngu vera í íslenskum hrossum og svolítið í minni hrossakynjum. Telur hann best að eftirláta þeim skólagengnu stóru hestana. Það er langur vinnudagurinn hjá John Siiger og unnið er eitthvað flesta daga. Hann fer reglulega til íslands bæði til að fylgjast með hvað er að gerast í hrossaræktinni hér á landi og einnig til að kaupa kyn- bótahross. Sagðist hann leggja áherslu á að endurnýja stóðhesta- kostinn reglulega. „Það em tæp- lega kynbætur í því að nota sama stóðhestinn mörg ár í senn því við verðum að gera ráð fyrir að fram komi árlega nýir og betri stóðhest- ar og vafasamt fyrir þá sem vilja setja markið hátt að nota þá gömlu of lengi,“ segir John Siiger. BLUP-ið ekki fullkomið Ekki var hægt að skilja svo við þennan stóðhestakóng Danmerkur að ekki fengist álit hans á BLUP- inu. „Ég held að það sé í lagi að hafa BLUP-ið með til hliðsjónar í ræktunarstarfinu. Það er ekki hægt að setja allt sitt traust á það og treysta því blint. Við höfum fylgst með þvi í Danmörku hvemig sprenging varð í nautgripa- og svínarækt með tilkomu svona kyn- bótamats á ræktunargripum. Mjólkurframleiðslan nánast tvö- faldaðist á tíu árum. Ég held að óhætt sé að nota það í afkvæma- dómum á mikið notuðum eldri stóð- hestum sem hafa mikinn frjölda afkvæma á bak við tölurnar líkt og þið gerið á íslandi nú. BLUP-ið er ekki fullkomið en sjálfsagt er það besti kosturinn og sá eini fyrir utan gamla kerfið ykkar sem völ er á í dag. Veikleiki BLUP-sins er sá að gera má ráð fyrir að léleg- ustu afkvæmin komi ekki fram í dómi og þar með gefur það ekki fullkomlega rétta mynd af styrk- leika kynbótagripsins en þessi veik- leiki er enn meiri í gamla kerfinu," sagði John Siiger Hansen að end- ingu. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN S tó rbo rsarve rð Verð kr. 2.995,' Stærðir: 36-41. Litur: Svartur. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. v Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. J Fræðslufundur hjá Fáki um hrossatölvubanka Jónas Kristjánsson sýnir hrossa- tölvubanka á fræðslufundi Fáks fimmtudaginn 3. desember kl. 20.30 í félagsheimili Fáks Víðdal. Á fundinum varpar hann mynd- um af tölvuskjá á sýningartjald. Öllum hestamönnum heimill að- gangur. Ókeypis fyrir félagsmenn Fáks. (Fréttatilkynning) m Gódan daginn! Auglýsing um markaðsútboð samvinnuhlutabréfa Útgefandi: Nafnvirði hlutabréfa: Gengi: Sölutímabil: Upplýsingar: Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri. 50.000.000 krónur. 2,25. L desember 1992 - 28. febrúar 1993. Útboðslýsing liggur frammi hjá aðal- söluaðilum og einnig í afgreiðslum Búnaðarbankans, sparisjóðanna og verðbréfafyrirtækja. Umsjón með útboði: KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtæki Kringlunni 5, 103 Reykajvík, sími (91)689080. Aðrir aðalsöluaðilar: ééwKAUPÞ/NG NORÐURLANDSHF Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri sími (96)24700. VlB @ Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Ármúla 13A, 108 Reykajvík, sími (91)681530. WHWBR£fAW8SKIPn V/ SAMVINNUBANKANS Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, sími (91)688568.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.