Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 46

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 ■rTrr'ywu'r. 'V'[. _• ■ i i ■ ■■ : í':j > .. V( ^!;— Minning Andrés Pétursson, fv. framkvæmdastjóri Fæddur 1. júlí 1924 Dáinn 22. nóvember 1992 Við lát Andrésar Péturssonar leitar hugurinn langt aftur í tímann til æskuáranna í Suðurgötu í Reykjavík. Við Andrés vorum jafn- aldrar og nágrannar og samband okkar svo náið, að við hittumst nær daglega. Foreldrar hans, Pétur Magnússon alþingismaður og síðar ráðherra og bankastjóri og Ingi- björg Guðmundsdóttir, bjuggu á Hólavelli með sinn stóra barnahóp og mátti segja um heimili þeirra, að allar leiðir lægju til Hólavallar. Okkur grönnunum var tíðförulla þangað en Hólvellingum til okkar. Þegar skóla lauk á daginn og lestri skólabókanna, fórum við Andrés oft saman í kvikmyndahús eða gengum niður að höfn og hugðum að skipaferðum. Grunaði okkur þá sízt, hve nátengt ævistarf Andrésar varð snemma hafinu og fiskveiðum. En Andrés lét okkur kunningjana um langskólanámið og hvarf sjálfur að loknu gagnfræðaprófi að vinnu hjá útgerðarfélagi Tryggva Ófeigs- sonar skipstjóra, er reyndist honum góður skóli. Eftir nokkur ár þar hélt hann til starfa hjá útgerðarfé- lagi Skúla Thorarensens. Eftir tíu ára starf hjá þessum tveimur at- hafnamönnum gerðist Andrés framkvæmdastjóri togaraútgerðar Sfldar- og fiskimjölsverksmijunnar hf. í Reykjavík 1955-1958 og í framhaldi af því framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa 1958-1965 með búsetu þar nyrðra, en þá hélt hann suður aftur, fyrst til Norðurstjömunnar í Hafnarfírði 1965-1968 og síðan til Útgerðar- stöðvar Guðmundar Jónssonar frá Rafnkelsstöðum í Garði 1968- 1975. Hafði hún staðið höllum fæti, og tókst Andrési að rétta hana við, enda þaulreyndur orðinn í glímunni við vanda útgerðarinnar á íslandi. Munu margir nú, bæði útgerðarmenn og sjómenn sunnan- lands og norðan, minnast röskra starfa Andrésar að málum þeirra og útvegum öllum í þágu þeirra, enda sýndu þeir honum margvís- legt traust, kusu hann í stjóm Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda 1955-1965 og í stjóm Lífeyr- issjóðs togarasjómanna 1958- 1965. En eftir slíku hefur hann eflaust ekki sótzt, svo hlédrægur sem hann var. Eftir þau störf, sem þegar hafa verið talin og verið hafa oft erfíð og erilsöm, gerðist Andrés starfs- maður Sölusambands íslenzkra fískframleiðenda og gegndi því starfí til æviloka. Andrés var gæfumaður í einka- lífí sínu, gekk tæplega þrítugur að eiga hafnfirzka stúlku, Svanhvíti Reynisdóttur vélstjóra í Hafnarfírði Guðmundssonar og konu hans Margrétar Skúladóttur. Bjuggu þau Svanhvít sér snemma fagurt heimili að Smáraflöt 41 í Garðabæ, þar sem Andrés undi hag sínum vel, svo heimakær sem hann var. Þótt fundi okkar bæri ekki oft sam- an á síðari árum, hittumst við nokkram sinnum á heimili þeirra og rifjuðum upp gamla daga eða veltum fyrir okkur gangi mála í samtíðinni. Hann var þar hinn glöggskyggni áhorfandi, er fróð- legt og skemmtilegt var að ræða við, enda kunnugur mörgu og mörgum eftir áratuga starf við aðalatvinnuveg þjóðarinnar. Böm Andrésar og Svanhvítar era fímm, tvær dætur og þrír syn- ir, og bamabörnin era orðin tíu. Eldri dóttirin, Margrét, er meina- tæknir og hin yngri, Ingibjörg, nemi í hjúkranarfræðum og kunn að fræknleik í handknattleiksliði Stjömunnar í Garðabæ. Einn sonur þeirra hjóna, Andrés, hefur gerzt athafnamikill útgerðar- maður, og annar, Sverrir, er stýri- maður á fískiskipi. Hinn þriðji, Pétur, er einn af frammámönnum í hinu kunna byggingavörafyrir- tæki Byko. Þungur harmur er kveðinn að Svanhvíti og bömum hennar, og við allir vinir þeirra söknum vinar í stað og vottum nú Svanhvíti og fjölskyldunni innilega samúð við fráfall hins góða og trausta drengs, Andrésar Péturssonar. Finnbogi Guðmundsson. Það vora dapurleg tíðindi, sem mér vora færð sunnudagsmorgun- inn 22. nóvember, þau, að vinur minn, Andrés Pétursson, hefði and- aðst þá um morguninn. Því dapur- legri og óvæntari voru þau, að ég vissi ekki annað en hann hefði að undanfömu, svo sem jafnan áður, verið við bestu heilsu. En það sann- aðist hér enn sem fyrr, að um það verður ekki spáð hver lendir næstur í ljáfari hins slynga sláttumanns, né heldur hvenær það verður. Sterk löngun hvetur mig til þess að skrifa nokkur orð um Andrés, þótt mér takist vart að láta þau tjá þann hug, sem á bak við býr, né heldur að fjalla um hinn látna eins og verðugt væri. Ætt og upprana Andrésar ætla ég ekki að rekja þar sem ég tel víst að aðrir verði til þess úr hinum fjölmenna frændgarði hans og vinahópi, sem á þeim kunna betri skil en ég. Sama er að segja um lífshlaup hans, utan þeirra ára, sem hann dvaldi og starfaði hjá okkur á Akureyri. En þess tíma vil ég sérstaklega geta vegna þeirra nánu kynna, sem við áttum meðan við voram samstarfsmenn hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. Tildrög þeirra kynna vora þau, að ég hafði ráðist framkvæmda- stjóri hjá félaginu á öndverðu ári 1958 eftir að miklir erfíðleikar í rekstri félagsins höfðu valdið leið- indum og pólitískum deilum svo að við lá á tímabili að félaginu yrði jafnvel slitið af þeim sökum. En Akureyrarbær tók þá af skarið um það, að rekstri skyldi haldið áfram, og í sambandi við það var ég ráð- inn, eins og fyrr greinir. Þá vora vinstri flokkar í meirihluta í bæjar- stjórn og var ég talinn tilheyra þeim armi. En þegar á árið leið töldu hægri öflin að þau ættu að hafa sinn fulltrúa einnig við fram- kvæmdastjórn, eins og tíðkaðist í Reykjavík um þær mundir, og fóra að líta i kringum sig eftir manni í starfið. Var þeim þá bent á mjög álitlegan, ungan mann, sem stjórn- aði hefði togaraútgerð í Reykjavík um nokkurt skeið og með góðum árangri. Sá maður var Andrés Pét- ursson og lét hann til leiðast að "koma til félagsins. Ég var vel sáttur við þetta fyrir- komulag, að framkvæmdastjórar yrðu tveir, og strax á fyrsta fundi okkar Andrésar fór mjög vel á með okkur og gerðum við þá þegar með okkur óformlegan sáttmála þess efnis, að vinna sem best saman fyrst og fremst með velferð félags- ins að leiðarljósi og láta ekki flokks- pólitísk sjónarmið ráða gerðum okkar meðan við hefðum vald á því. Gerðum við svo með okkur nokkuð skýra verkaskiptingu í stór- um dráttum, en gegndum að sjálf- sögðu verkum hvor annars þegar með þurfti. Ég ætla ekki að orðlengja það að við störfuðum þannig saman um sex ára bil að ég minnist þess ekki að nokkru sinni kæmu upp nokkur þau vandamal eða erfiðleikar okkar í milli sem við leystum ekki auð- veldlega í einlægni og vinsemd. í mínum huga er allt samstarfíð við Andrés með miklum ágætum og það svo að ég hefði ekki á betra kosið. En örlögin höguðu því svo að Andrési bauðst álitlegt fram- kvæmdastjórastarf fyrir sunnan, hjá stóra, nýstofnuðu fyrirtæki sem hann fékk áhuga á og varð dvöl hans hér nyrðra því ekki lengri. Hann hafði aflað sér mikilla vin- sælda á Akureyri og kvöddum við hann því með söknuði. En því betur tókst að fá annan ágætan mann hér heimafyrir sem tók við starfí Andrésar. Um persónugerð Andrésar Pét- urssonar gæti ég viðhaft mörg iofs- yrði. Hann var svo sannarlega þétt- ur á velli og þéttur í lund. Hann var óvenjulega vel að manni og ekkert fýsilegt að fá hann á móti sér ef til átaka kæmi og er mér ekki granlaust um að það hafí oft komið sér vel á þessum tímum þeg- ar mannekla var mikill og oft á tíðum torvelt að kollheimta skips- höfnina til þess að geta komið tog- ara af stað til veiða á réttum tíma. En þeir tímar era löngu liðnir, sem betur fer. Andrés var maður mjög glað- lyndur og í vinahópi hrókur alls fagnaðar. Hann gat verið dálítið ör í skapi þegar honum þótti ástæða til, en jafnframt var hann dreng- lundaður og hreinskiptinn við hvem sem var að eiga. Hann kunni að njóta lífsins í því hófi sem ákjósan- legast er. Á þessum Akureyraráram bund- umst við Andrés og fjölskyldur okkar traustum vináttuböndum, sem haldist hafa síðan, þótt sam- fundir hafí að sjálfsögðu orðið strjálli síðari árin vegna fjarlægðar okkar í milli. Öll þau kynni vora björt og hlý og munu lengi lifa í minningunni. Að leiðarlokum vil ég tjá Andr- ési innilega þökk mína fýrir þá ágætu og elskulegu samvinnu og öll samskipti, sem við áttum í starfí okkar og utan þess. Blessuð sé minning hans. Við Sólveig og fjölskylda okkar sendum Svanhvíti og bömum henn- ar hlýjar samúðarkveðjur og þökk- um trausta vináttu og alúð fyrr og siðar. Gísli Konráðsson. Kveðja frá SÍF í dag kveður starfsfólk Sölusam- bands íslenskra fískframleiðenda einn af samstarfsmönnum sínum, Andrés Pétursson, hinstu kveðju. Svo óvænt, án nokkurs fyrirvara, hvarf hann á braut, að okkur setti hljóða. Ég var staddur í forsætis- ráðuneytinu sunnudagskvöldið 22. nóvember sl. þegar mér bárast Sigríður Steingríms- dóttir — Minning Fædd 11. september 1927 Dáin 24. nóvember 1992 Sigríður Steingrímsdóttir kaup- kona andaðist þriðjudaginn 24. nóv- emnber sl. eftir þungbær veikindi. Hún fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1927 og var því 65 ára er hún lést. Sigríður var dóttir Steingríms Bjömssonar, skrifstofustjóra hjá Nóa hf. í Reykjavík, og konu hans, Emilíu Kristínar Bjamadóttur. Þau hjón vora bæði börn landskunnra presta. Steingrímur (1904-1963) var sonur séra Björns Þorlákssonar, alþingismanns og prests á Dverga- steini í Seyðisfírði, og konu hans, Bjargar Einarsdóttur frá Stakka- hlíð í Loðmundarfirði, en Emilía (1901-1978) var dóttir séra Bjama Þorsteinssonar, tónskálds og prests á Hvanneyri í Siglufirði, og konu hans, Sigríðar Lárusdóttur Blöndal frá Komsá í Vatnsdal. Börn þeirra Steingríms og Emilíu vora tvö, Bjami, efnaverkfræðingur (1926- 1988), og Sigríður, sem hér er minnst. Að loknu bamaskólanámi gekk Sigríður í Kvennaskólann í Reykja- vík. Hún hafi góðar námsgáfur, átti m.a. auðvelt með að læra tungumál, og var hög á hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún réðst síðan til starfa hjá Fiskifélagi ís- lands, en árið 1948 fór hún til út- landa til frekara náms. Bjami bróð- ir hennar var þá farinn til náms í Bandaríkjunum eins og margir ís- lenskir námsmenn á þeim árum. Þangað hélt Sigríður einnig. Hún fór alla leið til Berkeley í Kalifor- níu. Þar var hún tæp þijú ár og lærði handíðir, einkum saumaskap og teikningu, en vann jafnframt fýrir sér við ýmis störf sem til féllu, t.d. um tíma í verksmiðju við fram- leiðslu á ljósaperam. Þetta var henni lærdómsríkur tími. Þegar hún kom heim aftur réðst hún á ný til Fiskifélags íslands, en svo til frægrar nefndar sem sett var á Iaggimar um skeið til að ráð- stafa svonefndum bátagjaldeyri. Síðan fór Sigríður til starfa í skrif- stofu Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Þar vann hún rúma tvo áratugi og hafði m.a. með höndum erlend bréfaviðskipti. Hvarvetna var atorka hennar og starfsfæmi rómuð. En hugur Sigríðar hafði lengi staðið til verslunarreksturs. Árið 1971 kom hún á fót kvenfata- og tískuverslun í Hafnarstræti 19, sem hlaut nafnið „Daman“. Hún fékk til liðs við sig Ásu Jónasdóttur, en leiðir þeirra skildu, og rak Sigríður síðan veslunina ein. Hún fluttist í Lækjargötu 2, og nú munu flestir borgarbúar kannast við Dömuna á þeim stað. í kaupmennsku sinni kunni Sig- ríður þá list mörgum öðram fremur að reisa sér ekki hurðarás um öxl, þótt vel gengi á stundum, og að láta nákvæmni og festu sitja í fyrir- rúmi. Það reyndist henni vel. Hún hafði lag á að útvega sér góð versl- unarsambönd í útlöndum. Meðal þeirra var umboð fyrir fínnska fyrir- tækið Finnwear. Vörar frá því fyrir- tæki era víða vel metnar. Sigríður Steingrímsdóttir giftist ekki. Árið 1953 eignaðist hún dótt- ur, Sigrúnu, með Jóni Abraham Olafssyni lögfræðistúdenti, síðar sakadómara. Sigrún ólst upp með móður sinni og var mjög kært með þeim mæðgum. í bemsku Sigrúnar varð sú ógæfa í fjölskyldu Sigríðar að Steingrímur faðir hennar lamað- ist og var rúmfastur það sem eftir var ævinnar, sjö ár. Varpaði það skugga á líf fjölskyldunnar. Sigrún var oft á heimili afa síns og ömmu, og var telpan sem ljósgeisli í lífí þeirra. í áratugi átti Sigríður ástvin, Sigurð Gíslason tæknifræðing. Reyndist hann Sigríði frábærlega vel svo og fjölskyldu hennar og vinafólki. Við Kristín, kona mín, kynntust Sigríði og eignuðumst vináttu henn- ar þegar kærleikar tókust með Sig- rúnu dóttur hennar og Áma, yngsta syni okkar. Þau gengu í hjónaband árð 1974 og eiga nú fjögur böm, Sigríði Ástu, Steingrím, Einar Bald- vin og Emil. Sigríði var mjög annt um bamaböm sin og það var henni lífsfylling að sjá þau vaxa úr grasi. Sigríður Steingrímsdóttir hafði sterkan persónuleika. Það var ekki einungis fríðleiki og höfðingleg reisn sem einkenndi hana í mínum augum, heldur einnig hæverska og prúðmannieg framkoma tengd trúnaðartrausti. Hjá henni fór sam- an hlédrægni og mikill viljastyrkur. í langri baráttu við erfiðan nýrna- sjúkdóm reyndi mjög á andlegan styrk hennar. Hann brást ekki. Við Kristín kveðjum góða konu og þökkum vináttu hennar á tveg-gja áratuga samleið með fjöl- skyldu okkar. Einar B. Pálsson. Sigríður Steingrímsdóttir kaup- kona í Dömunni lést á Reykjalundi 24. nóvember sl. eftir langa og erf- iða baráttu við veikindi. Hún stjóm- aði versluninni af spítalanum af hörku og dugnaði fram á hinstu stund. Við reksturinn naut hún ómetanlegrar hjálpar þeirra Hrafn- hildar og Kristveigar. Sigríður var ekki fljóttekin en var traustur og mikill vinur þeirra sem eignuðust vináttu hennar. Það var Sigríði mikil gæfa að hafa eignast dótturina Sigrúnu, vin- konu mína, en hún var einkabam hennar. Mikið og kærleiksríkt sam- band var með þeim mæðgum og var Sigrún óþreytandi við að að- stoða móður sína og liðsinna í erfið- um veikindum hennar. Sigrún er gift Árna Einarssyni og eiga þau fjögur böm, Sigríði Ástu, Stein- grím, Einar Baldvin og Emil. Barnabömunum var Sigríður, „amma kralli“, góð og skemmtileg amma. Það var Sigríði mikil tilbreyting frá erfiðri sjúkrahúsdvöl hvað Sig- rún tók hana oft heim til sín svo hún gæti notið þar samvista við ömmubörnin og fjölskylduvini. Vinur hennar um langt árabil var Sigurður Gíslason, Sisi, og var vin- átta þeirra henni mikils virði. Þá veit ég að þær mæðgur, Sigríður og Sigrún, mátu mjög mikils þá frábæra umhyggju sem Sveindís Þórisdóttir, Svenný, sýndi Sigríði í veikindum hennar og var hún Sig- ríði mikill gleðigjafí. Elsku Sigrún mín, ég votta ykkur öllum samúð mína við fráfall hetj- unnar Sigríðar Steingrímsdóttur. Helga Gísla. Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvfla sig og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða í kringum þig. (Þorsteinn Erlingsson) Við andlát kærrar vinkonu hrannast upp ljúfar endurminning- ar og efst er í huga þakklæti fyrir allar samverastundimar. Fyrir um það bil 40 áram stofn- uðum við saumaklúbb. í þeim hópi voru æskuvinkonur hennar á Fjöln- isveginum og aðrar sem bættust við,_ nánast af einskonar tilviljun. Á góðum stundum var mikið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.