Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 49

Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 49
miklu, Sigurborg Fanney sem lést 1968 og Davíð Björgvin en hann lést árið 1930 aðeins tólf ára gam- all. Þau sem lifa bróður sinn eru Páll Vilhjálmur, Ingibjörg, Ólöf Hall- dóra, Daníel Baldvin og Vilborg. Guðni ólst upp á sveitaheimili þar sem efni voru ekki mikil. Frá blautu bamsbeini þurfti hann að sinna ýmsum störfum og vandist því fljótt iðni og vinnusemi. Á stríðsárunum fluttist hann í bæinn, stundaði fyrst verkamannavinnu en gekk svo til liðs við Lögregluna í Reykjavík. Snemma tók hann að fást við húsa- smíðar og var vel liðtækur við þær löngu áður en hann nam þá iðn, hafði meðal annars byggt æsku- heimili mitt. Trésmíðanáminu lauk hann síðan frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1959. Eftir það starf- aði hann við iðn sína, alveg þangað til hann meiddist á handlegg, en þá hóf hann störf sem húsvörður í Vogaskóla og vann við það hátt í áratug eða þar til hann komst á eftirlaunaaldur. Hann var þó ekki sestur í helgan stein því vinir og vandamenn héldu áfram að leita til hans ef eitthvað þurfti að byggja og bæta. Hann lá þá ekki á liði sínu við að rétta þeim hjálparhönd meðan kraftar leyfðu. Guðni hóf búskap í Kópavogi með eiginkonu sinni, Svövu Guðjónsdótt- ur, ættaðri úr Skagafirði. Mikil gleði ríkti er þeim fæddist sonurinn Björg- vin Þór. Einnig eignuðust þau annan son en misstu hann aðeins þriggja daga gamlan. BJörgvin Þór var því einkabarn þeirra Guðna og Svövu og ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna. í Kópavogi byggði Guðni, að mestu leyti einn, einbýlishús á Mela- heiði 19 sem varð heimili þeirra frá og með árinu 1970. Þar sem þau í fjölskyldu Guðna voru aðeins þtjú og við mæðgur bara tvær var sérlega mikið sam- band á milli þessara tveggja fjöl- skyldna. Ófáar eru þær ferðir um landið sem við mæðgur fórum með Guðna og fjölskyldu á sumrin þegar við Björgvin vorum börn. Þegar ég þurfti á pössun og næturgistingu að halda var ég ævinlega velkomin á Melaheiðina. Oft tóku þau mig líka með þegar þau fóru á skíði og ég fékk einnig að koma með þegar þau fóru að spila félagsvist með Skag- firðingafélaginu. Eitt var það líka sem þessar tvær íjölskyldur gerðu alltaf saman og það var að halda jólin. Til skiptis vorum við hjá þeim eða þau okkur á aðfangadagskvöld og á jóladag á hinum staðnum. Á jóladag var líka oftast með okkur afasystir mín, Guðrún María Teitsdóttir, en hún lést nú í sumar. Það er sárt til þess að hugsa að á jóiunum sem nú nálg- ast verði hvorki Guðni né Gunna með okkur. Áramótum eyddum við venjulega einnig saman. Guðni var þá vanur að skjóta upp flugeldum og þegar við krakkarnir höfðum ald- ur til máttum við líka. En alltaf var Guðni viðstaddur til að við færum okkur ekki að voða. Á' nýársdag var svo nýársboð á Melaheiðinni. Þangað voru öll systkini Guðna boðin ásamt börnum sínum og var þessa dags ætíp beðið með mestu óþreyju. Árið 1988 fæddist svo lítill sólar- geisli í lífi Guðna, sonarsonurinn Guðni Teitur. Björgvin Þór og Ás- dís, unnusta hans, bjuggu á Mela- heiðinni þar til síðastliðið vor og því gat Guðni fylgst náið með vexti og þroska litla nafna síns. Og það var FLUGLEIDIR iiÉ'ffi umniii •MORQUNBIABH) -ÞRIB3UÐAGDR 1. DESEMBER 199^------—-----------------------------------49 fátt sem Guðni afí vildi ekki gera fyrir litla kútinn. Guðni var alveg einstakt _ ljúf- menni, rólegur og traustur. Ávallt tók hann því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Hann var smiður af Guðs náð og allt virtist leika í höndunum á honum. Ef þurfti að dytta að einhveiju var gott að leita til hans því greiðasemi og hjálpfýsi voru ríkir þættir í fari hans. Hann var einnig mikill náttúruunnandi og þegar hann var á ferðalögum keyrði hann ævinlega rólega því hann vildi geta virt landið sitt fyrir sér og not- ið fegurðar þess. Tónlist skipaði stóran sess í lífi Guðna. Ungur lærði hann svolítið á orgel og eignaðist slíkan grip sem hann hafði mikla ánægju af að leika á. Hann hafði einnig góða söngrödd og tók mikinn þátt í kórastarfi, lengst með Skagfirsku söngsveitinni og nú síðast með Söngfélaginu Drangey. Og nú er Guðni, minn ástkæri frændi, horfinn frá okkur. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyld- unni sem ekki verður fyllt. Áfram mun hann þó lifa í hugum okkar og hjörtum. Við mæðgur viljum þakka honum hjartanlega fyrir allt og biðj- um honum Guðs blessunar. Elsku Svava, Björgvin Þór, Ásdís og Guðni Teitur, ykkur sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Magnea. Erfítt er að mæta því og sætta sig við þegar skyndilega kemur upp að náinn samferðarmaður sé hald- inn þeim sjúkdómi að ekkert annað sé framundan en að kveðja þennan heim og það innan skamms tíma. Þannig var það með Guðna bróð- ur minn. Sjálfur mætti hann áfall- inu með sinni alkunnu ró og æðru- leysi og kvartaði ekki í okkar eyru. Hann hlýtur þó að hafa átt erfítt tímabil og fundið sárt til þess að þurfa að skilja við elskulega íjöl- skyldu sem hann bar ávallt fýrir bijósti og lagði sig fram um að styðja sem best á allan hátt. Það var öllum sárt að sjá hinn dugm- ikla mann þurfa að láta undan hin- um skæða sjúkdómi og missa þrótt- inn dag frá degi. Við systkinin ólumst upp saman í leik og starfí og þrátt fyrir erfíða lífsbaráttu vorum við glöð og ham- ingjusöm og eftir að við fluttumst frá æskuheimilinu og leiðir skildu þá komum við ásamt fjölskyldum okkar oft saman á góðum stundum. Við leiðarlok þakkar öldruð móð- ir og við systkinin Guðna samfýlgd- ina. Hann var góður sonur og bróð- ir, hann var traustur og hjálpsamur og hann var sterkur hlekkur í ijöl- skylduhópnum. Guðs blessun fylgi honum í nýju umhverfi og blessun fylgi þér kæra mágkona og fjöl- skyldu þinni. Páll V. Daníelsson. + Útför RAGNARS JÓNSSONAR fv. skrifstofustjóra, Brautariandi 9, fer fram fré Bústaöakirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Kristfn Einarsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir, Gísli Heimisson, Jón Ragnarsson, Gyða Halldórsdóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Einar Ragnarsson, Gerður Pálsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, BRYNJÓLFUR JÓNSSON frá Broddadalsá, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00. Guðbjörg Jónsdóttir, Svava Brynjólfsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Viggó Brynjólfsson, Ardís Arelíusdóttir, Kristjana Brynjólfsdóttir, Gunnar Sæmundsson. + Sambýlismaður minn, faðir okkar og afi, KRISTINN KARLSSON múrari, Reykási 41, Reykjavík, verður jarðsunginn fré Árbæjarkirkju miðvikudaginn 2. des. kl. 13.30. Kristbjörg Haraldsdóttir, börn og barnabörn. + Eiginkona mín, MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 3. desem- ber kl. 10.30. Pálmi Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, Stóru-Borg, Grímsneshreppi. Svanlaug Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegt þakklaeti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AXELS ÞORKELSSONAR, Unufelli 31, Reykjavik. Sérstakt þakklæti til starfsfólks deildar 11-E, Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og alúð. Jóhanna Axelsdóttir, Kristján Ingimundarson, Axel Axelsson, Eva Pétursdóttir, Valdimar Axelsson, Anna Ágústsdóttir, Tryggvi Axelsson, Ingibjörg Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, unnusti og móðurbróðir, INDRIÐI EINARSSON, sem lést á Möltu 21. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Ás- kirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Félags einstæðra foreldra, Hring- braut 116, sími 11822. Stella Jóhannsdóttir, Arndís Einarsdóttir, Arna Guðlaug Einarsdóttir, Auður Albertsdóttir, Einar M. Vilhjálmsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför INGIBJARGAR VIGFÚSDÓTTUR, Laufásvegi 43. Halldór Vigfússon og aðrir vandamenn. + Þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og útför KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Káranesi f Kjós. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS BJÖRNSSONAR loftskeytamanns, Strandgötu 37, Akureyri. Áslaug Jónsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Halldóra Steindórsdóttir, Sævar Ingi Jónsson, Elín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Ólafur Halldórsson, Atli Örn Jónsson, Arnfríður Eva Jónsdóttir, Jón Már Jónsson, Unnur Elín Guðmundsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar ANDRÉSAR PÉTURSSONAR verða skrifstofur og birgðageymslur SÍF lokaðar í dag, þriðjudaginn 1. desember, frá kl. 12 á hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.