Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
Bilun í farþegaþotu suður af landinu
Flugmeimirnir sýndu mikla hæfni
- segja farþegamir, sem héldu ró sinni þrátt fyrir óþægilega reynslu
Keflavík.
FARÞEGAÞOTA af Airbus-
gerð frá bandaríska flugfélag-
inu Delta Airlines varð að lenda
á einum hreyfli á Keflavíkur-
flugvelli vegna vélarbilunar að-
faranótt sunnudags. Þotan var
á leiðinni frá New York til
Búdapest í Ungveijalandi með
128 farþega auk 10 manna
áhafnar. Almannavamir voru í
viðbragðsstöðu og sömuleiðis
slökkviliðið. Hvasst var þegar
vélin lenti og fór vindhraðinn
upp í 40 hnúta í mestu hviðun-
um. Vindurinn stóð beint á
brautina og gekk lendingin
áfallalaust. Onnur vél frá sama
flugfélagi kom síðar um daginn
með viðgerðarmenn og flutti
hún farþegana á ákvörðunar-
stað. Bilunin reyndist ekki eins
alvarleg og í fyrstu var talið
og eftir að viðgerð hafði farið
fram var hægt að fljúga vélinni
aftur til Bandaríkjanna á sunnu-
dagskvöldið.
Þegar flugmenn Airbus-vél-
arinnar tilkynntu um vélarbil-
unina um kl. 4 var hún stödd um
300 sjómflur suður af landinu og
45 mínútum síðar höfðu þeir lent
heilu og höldnu á Keflavíkurflug-
velli.
Okkur brá óneitanlega
Farþegamir virtust taka raun-
um sínum og óvæntri heimsókn
til íslands með mikilli stillingu.
„Okkur brá óneitanlega þegar til-
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Marie Hegedús til vinstri og bræðumir Richard og Henrik Bán-
házi.
kynnt var að við yrðum að lenda
á íslandi vegna vélarbilunar, en
flugmennimir sýndu mikla hæfni
við að lenda vélinni og við fundum
ekki annað en að um eðlilega
lendingu væri að ræða. Ég held
að það hafi verið vinstri hreyfíll-
inn sem var bilaður, en ég er
ekki viss,“ sagði dr. G. Kovacs,
sem er Ungveiji en búsettur í
Bandaríkjunum. Hann sagðist
vera á leið í stutt frí til síns gamla
föðurlands ásamt bandarískri eig-
inkonu sinni.
„Það er lítið hægt að gera ann-
að en taka lífinu með ró þegar
menn lenda í aðstæðum sem þess-
um. Okkur var vitaskuld órótt,
Dr. G. Kovacs ásamt eiginkonu
sinni.
Bandarísku Airbus-vélarnar frá
Delta Airlines á Keflavíkurflug-
velli. Nær er vélin sem bilaði,
en fjær er vélin sem kom til að
flytja farþegana áfram til Ung-
verjalands.
en þetta fór allt saman vel, sem
betur fer,“ sögðu bræðumir Ric-
hard og Henrik Bánházi. Þeir
sögðust vera frá Ungveijalandi
og vera að koma úr stuttu ferða-
lagi til Bandaríkjanna. „Þegar við
lögðum af stað frá New York
átti ég ekki von á því að lenda á
íslandi. Við höfum fengið ákaf-
lega góðar viðtökur hér og allir
vilja allt fyrir okkur gera, en ég
verð samt þeirri stundu fegnust
þegar ég get haldið ferðinni
áfram,“ sagði Marie Hegedús,
sem sagðist vera ungversk og
væri að koma frá því að heim-
sækja ættingja í Bandaríkjunum.
- BB
1 f "p1 A
1 - mm ■ H 1 | ll wr \ V J 1 LÍ)
5 i) A n
▲ Grindarefni 34 x 70 mm
▲ Spónaparket lakkað
▲ Baóvog Digital
▲ Sími
▲ Stormjárn
▲ Kópal Glitra 10 lítrar
Verö áöur Tilboð
m@ 105 94
m2@ 1.475 1.294
3.036 2.459
3.490 2.827
851 725
6.093 5.118
▲ Hörpuskin 4 lítrar
▲ Útiljósasería
▲ Litaðar Ijósaperur
▲ Fjöltengi
▲ Útikerti
▲ Gasgrill
Verö áöur Tilboð
2.581 2.168
2.450 1.985
75 59
271' 230
220 178
16.879 13.840
VERSLANIR
SKIPTIBORÐ 41000
BYKÖ
GRÆNT NÚMER
9 9 6 4 1 0 AJHmT
HAFNARFIRÐI
S . 5 4 4 1 1
BREIDDINNI
S . 6 4 19 19
HRINGBRAUT
S . 6 2 9 4 0 0
Óbeinar reyk-
ingar aukalík-
ur á lungna-
krabbameini
ÞORSTEINN Blöndal, yfírlækn-
ir á Heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík, vísar algjörleg á bug
þeirri staðhæfíngu Nicholas Far-
rell, blaðamanns á The Spectat-
or, að ekki sé marktækt sam-
band á milli óbeinna reykinga
og krabbameins. Sagt er frá
skoðun FarreU á forsíðu sunnu-
dagsblaðs Morgunblaðsins.
Aðspurður sagði Þorsteinn að
samanburður á niðurstöðum 10-12
bestu kannana á tengslum óbeinna
reykinga og lungnakrabbameins
hefði leitt í ljós að óbeinar reyking-
ur ykju áhættuna á þess konar
krabbameini um 40%. Til saman-
burðar væri áhætta sjálfs reykinga-
mannsins fímmtán til tuttuguföld
á við þann sem ekki andaði að sér
tóbaksreyk eða 2000%. Þorsteinn
bætti við að það styrkti niðurstöð-
umar að skammta- og verkunar-
samband væri á milli fjölda tjöru-
agna í loftinu og aukinnar áhættu,
þ.e því fleiri tjöruagnir sem væru
í loftinu því meiri væru líkurnar á
því að fólk fengi krabbamein.
Þorsteinn sagðist ekki hafa heyrt
getið um könnun sem Farrell segir
að sýni fram á að óbeinar reyking-
ar dragi úr bronkítis. Hann sagði
hins vegar að fullyrðiiigin væri hin
mesta vitleysa. Sennilega hefðu
skrif um skaðsemi reykinga farið
svo í taugarnar á blaðamanninum
að hann hefði ekki staðist /nátið
að skrifa grein þegar hann hefði
fundið könnun sem gæti gefíð til
kynna aðra niðurstöðu.
í samtalinu við Þorstein kom
fram að 4-5 krabbameinstilfelli eru
á ári hveiju rakin til óbeinna reyk-
inga á íslandi. Almennt verða 25%
krabbameinstilfella rakin til reyk-
inga en þess má t.d. geta að 1-2%
krabbameinstilfella eru rakin til
áfengisneyslu.