Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
159
Evrópumeistaramót landsliða
Jóhann Hjartarson og
Kasparov náðu besta
árangri allra keppenda
Skák
Karl Þorsteins
ÍSLENSKA skáksveitin endaði í
9.-14. sæti á Evrópumeistara-
móti landsliða í Debrecen í Ung-
verjalandi, hlaut 9'/2 vinning af
36 mðgulegum. Frábær frammi-
staða Jóhanns Hjartarsonar
tryggði íslensku sveitinni viðun-
andi brautargengi á mótinu.
Jóhann náði, ásamt heimsmeist-
aranum Garrí Kasparov, besta
árangri á 1. borði. Báðir hlutu
6 vinninga í átta skákum. Það
þarf að rekja söguna allt aftur
til Ólympíumótsins í Varna árið
1962 til að finna jafn góðan
árangur hjá íslenskum skák-
manni í sveitakeppni, en þá
hlaut Friðrik Ólafsson gullverð-
laun fyrir árangur sinn á fyrsta
borði. Rússneska sveitin sigraði
á mótinu, hlaut 25 vinninga, en
sveit Úkraínu var í öðru sæti
með 22 Vi vinning.
8. umferð:
ísland — ítalia 2Vi — lVi
Jóhann Hjartarson — Arlandi 1—0
Margeir Pétursson — Godena 0 — 1
Jón L. Ámason — Pamo 1 — 0
Helgi Ólafsson — Tatai 'h — 'h
9. umferð:
ísland — Ilolland 2 ¥2 — IV2
Jóhann Hjartarson — Piket 1 — 0
Jón L. Árnason — V. derWi-'/z — 'h
Helgi Ólafsson — VanWely 'h — 'h
Hannes H. St. — Nijboer 'h — 'h
Á heildina litið er árangur ís-
lensku sveitarinnar viðunandi og í
samræmi við styrkleikaröðina fyrir
mótið. Árangur Jóhanns á 1. borði
er vitaskuld frábær og sannar svo
ekki verður um villst að hann er
á jiý kominn í röð allra fremstu
skákmeistara heims. Hann átti í
höggi við mjög sterka andstæðinga
í hverri umferð, fjórir andstæðing-
ar Jóhanns hafa t.d. yfir 2.600
Elo-skákstíg og fyrir frammistöð-
una hækkar Jóhann líklega um 15
Elo-skákstig. Því miður náðu aðrir
sveitarmeðlimir ekki að fylgja eftir
árangri Jóhanns. Jafnteflin vom
of mörg og herslumuninn skorti
til þess að vinna stærri sigra í ein-
stökum viðureignum. Hannes Hlíf-
ar má vel við una, hann vann eina
skák en gerði jafntefli í öðmm.
Hannes bætir nokkmm stigum í
sarpinn fyrir frammistöðuna í Evr-
ópumeistaramótinu og það er ein-
ungis tímaspursmál hvenær hann
nær tilskildum 2.500 Elo-skákstig-
um og verður útnefndur stórmeist-
ari. Jón L. Ámason vann tvær
skákir og tapaði einni fyrir Hell-
ers, þar sem hann missti niður
vinningsstöðu í tap. Margeir Pét-
ursson fékk 50% vinningshlutfall
á öðm borði en Helgi Ólafsson
byijaði mjög illa á mótinu og náði
aldrei að komast almennilega í
gang.
Rússneska sveitin sem var skip-
uð Kasparov, Bareev, Kramnik,
Dreev og Vyzmanavin hafði
nokkra yfirburði á mótinu eins og
raunar búist var við. Sveit Úkraínu
með þá ívansjúk, Beljavsky, Ro-
manishin og Eingorn varð í öðru
sæti og ensku skáksveitinni tókst
að komast í þriðja sætið á mótinu
með 3 ¥2 — 'h sigri á Armeníu í
síðustu umferð.
Lokastaðan á Evrópumeistara-
móti landsliða:
1. Rússland 25 v. af 36 mögul.
2. Úkraína 22'/2 v.
3. England 21 ¥2 v.
4. ísrael 21 v.
9.-14. ísland 19¥2
Hebden og Bönsch deildu
sigrinum
Stórmeistaramir Hebden frá
Englandi og Bönsch frá Þýska-
landi deildu sigrinum á minningar-
móti um Högna Torfason, sem lauk
á ísafirði á sunnudaginn. Þeir
hlutu báðir 8V2 vinning. Halldór
G. Einarsson varð þriðji, hlaut 6¥2
vinning. Sjö vinninga þurfti til
þess að ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli. Mótið sem var í
fimmta styrkleikaflokki FIDE var
að mörgu leyti mjög vel heppnað.
Frammistaða Halldórs Grétars og
Guðmundar Gíslasonar vakti
kannski mesta athygli því báða
skorti herslumun til þess að ná
áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli. Mikil barátta einkenndi tafl-
mennskuna í mótinu og er óskandi
að skákmótið á Vestfjörðum verði
aðeins hið fyrsta í röð skákmóta á
landsbyggðinni með svipuðu formi.
1.-2. Hebden 8 ¥2 v. af 11 mögu-
legum.
Bönch 8¥2 v.
3. Halldór G. Einarsson 6¥2 v.
4.-6. Björgvin Jónsson 6 v.
Maiwald 6 v.
Reinderman 6 v.
7.-8. Guðmundur Gíslason 5 ¥2 v.
Héðinn Steingrímsson 5 ¥2 v.
Króat. Armenfa Þýskal. Rúmenía Lettland Sviþjóð Ungv.land-B Ítalía Holland
Jóhann 1 1 14 14 14 14 1 1 6v.af8mög.
Margeir y2 14 y2 1 14 14 0 3y2af7
JónL y2 y2 1 14 0 1 14 4v.af7
Helgi 0 0 0 14 14 14 14 2v.af7
Hannes i y2 y2 14 14 14 14 4v.af7
2)4 2 2 2 214 114 2 2% 214 19)4
Spástefna Stjómunar-
félagsins fyrir 1993
HIN árlega spástefna Stjórnun-
arfélags Islands verður haldin á
Hótel Loftleiðum, í Höfða, 3. des-
ember nk. og stendur frá kl. 14
til 17. Erindi spástefnunnar eru
tileinkuð Sókn í íslensku atvinnu-
lífi 1993.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
mun gera grein fyrir hugmyndum
sínum um sóknarstefnu í íslensku
atvinnulífí árið 1993. Að loknu erindi
Davíðs Oddssonar ræða þeir Ás-
mundur Stefánsson, fyrrverandi for-
seti ASÍ, og Stefán Ólafsson, pró-
fessor við HÍ, um eigin hugmyndir
um sama efni.
Stjómunarfélagið hefur fengið
Chistian Mariager, fulltrúa hjá
McKinsey & Company, til að fjalla
um þær nýju leiðir sem aðrar þjóðir
hafa farið við stefnumótun í atvinnu-
málum, t.d. Danir, Japanir og Taiw-
anir. Christian hefur unnið við sams-
konar verkefni í Japan og Taiwan
síðastliðin tvö ár.
Þá verður lögð fram spá forsvars-
manna fyrirtækja og stofnana, sem
sérstaklega er unnin í tenglsum við
spástefnuna. Amar Jónsson cand.
oecon mun kynna samantektir.
Kynnt verður ný spá fyrirtækja um
þróun hagstærða á næsta ári s.s. um
hagvöxt, verðbólgu, launaþróun,
gengisþróun, vaxtaþróun og atvinnu-
leysi. Stöðugt fleiri fyrirtæki og
stofnanir vinna nú eigin áætlanir um
Fiskveiðisamkomulag EB og íslands:
Ekki hægt að semja
um afla upp úr sjó
- segir utanríkisráðherra
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að niðurstaða
samkomulags Islands og Evrópubandalagsins um gagnkvæmar veiði-
heimildar hafi í raun legið fyrir að mestu leyti í vor, og aldrei hafi
farið á milli mála að ekki væri hægt að semja um skipti á afla upp
úr sjó.
Samningaviðræðumar drógust á
langinn vegna kröfu íslendinga um
að samið yrði gagnkvæman afla upp
úr sjó, en ekki veiðiheimildir án til-
lits til aflabragða. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á
þessa kröfu.
„Þessi niðurstaða varð eins og allt-
af var við að búast,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, þegar hann var
spurður álits á samkomulaginu.
„Niðurstaðan lá reyndar fyrir í stór-
um dráttum 2. maí í Oporto [þar sem
undirritaður var samningur íslands
og EB um fiskveiðimál] þar sem tí-
unduð voru þau atriði sem þyrfti að
útfæra varðandi árlega framkvæmd
samningsins. í raun og veru fór aldr-
ei á milli mála, að við vorum þar að
semja um gagnkvæmar veiðiheimild-
ir en ekki að skiptast á veiddum tonn-
um upp úr sjó. Þetta var því aðeins
heimatilbúið vandamál," sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði ummæli stjómarand-
stöðuþingmanna, um að Islendingar
hefðu gefíð of mikið eftir á loka-
spretti fiskveiðisamningsins sl. föstu-
dag, því vera á misskilningi byggð.
„Þeim misskilningi að íslendingar
gætu komið eftir á og breytt samn-
ingum um veiðiheimildir í verslun
með fiskafla upp úr sjó. Það var klárt,
strax með erindaskiptunum í Oporto,
hvað verið var að tala um, þ.e.a.s*
veiðiheimildir. Það var ljóst frá upp-
hafi að þessu var ekki hægt að breyta
eftirá, þar sem það hefði kallað á
riftun tuga samsvarandi samninga.
Og útfrá íslenskum hagsmunum
er samkomulagið um skipti á veiði-
heimildum okkur hagstætt, að því
er varðar verðgildi 3.000 tonna af
karfa annarsvegar, og 30.000 tonna
af loðnu hins vegar. Og það er alveg
tryggt að það er gagnkvæmni í
samningnum, því ef hlutur Græn-
lendinga í veiðiheimildum loðnu verð-
ur ekki nægur til að íslendingar
geti veitt þau 30 þúsund tonn, sem
EB kaupir af Grænlendingum og
lætur okkur í té fyrir karfann, þá
hefur það bein áhrif til minnkunar
karfaveiðiheimilda EB. Þannig hefur
þetta legið fyrir frá upphafi og ann-
að er aðeins misskilningur," sagði
Jón Baldvin.
Þegar blaðamaður Morgunbiaðs-
ins spurði Jón Baldvin hvort hann
ætti með þessu við að Þorsteinn
Pálsson hefði misskilið málið, svaraði
hann: „Það erú þín orð en ekki mín.“
ofangreinda þætti. Stjómunarfélagið
hefur leitað til 70 fyrirtækja um
þetta efni og verða niðurstöður birtar
í samantekt á spástefnunni. Þessi
dagskrárliður hefur jafnan vakið at-
hygli enda hefur komið í ljós að spár
fyrirtækjanna hafa iðulega vikið frá
spám stjómvalda.
Spástefnunni lýkur með pallborðs-
umræðum þar sem þátttakendur eru
Brynjólfur Bjamason, framkvæmda-
stjóri Granda hf., Stefán Ólafsson,
prófessor við HÍ, Ásmundur Stefáns-
son, fyrrverandi forseti ASÍ, Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, dósent, og
Thomas Möller, forstöðumaður
rekstrasviðs hf. Eimskipafélags ís-
lands. (Fréttatilkynning)
Borgarspítali
Þagnarskylda starfs-
fólks spítalans áréttuð
JÓHANNES Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, hefur fyrir
hönd stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar sent starfsfólki spítal-
ans bréf þar sem þagnarskylda allra starfsmanna sjúkrastofnana borg-
arinnar er áréttuð. Aðspurður neitar Jóhannes að sérstakt tilefni sé
fyrir áréttingunni. „Hér er aðeins um að ræða almenna áréttingu,"
segir hann.
Jóhannes sagðist hafa sent bréfið út
í framhaldi af bréfi sem honum hefði
borist frá héraðslækni. Væri þar
greint frá því að margt benti til þess
að ásókn í fréttir væri að færast á
nýtt stig og fólki væri boðið fé fyrir
fréttnæmt efni. „Þá segir í bréfi hér-
aðslæknis að þegar starfsfólk heil-
brigðisstofnana eigi í hlut megi segja
að reynt sé að bera fé á starfsmenn
til að þeir bijóti þagnarskyldu sem
á þeim hvíli. Héraðslæknir hefur
þannig séð ástæðu til _að benda á
þetta og hefur rökstuddan grun um
að í nokkrum tilvikum hafi slíkar
aðferðir til fréttaöflunar borið árang-
ur. Af þessu tilefni segir svo, í niður-
lagi bréfins, að nauðsynlegt sé að
árétta þagnarskyldu allra starfs-
manna sjúkrastofnanna borgarinn-
ar.“ sagði Jóhannes.
Hann sagði að í bréfinu væri ekki
á nokkum hátt gefið til kynna að
starfsmenn Borgarspítala hefðu
brotið gegn þagnarskyldu. „Það er
ekkert sérstakt tilefni fyrir bréfritun-
inni. Ég tek það skýrt fram,“ sagði
Jóhannes að lokum.
Islendingarnir í Flórída
Akæran tekin fyrir
innan hálfs mánaðar
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MÁL íslendinganna tveggja, sem lausa. Lýsi þeir sig saklausa verður
sitja nú í varðhaldi í Flórída fyrir e'r”~ “ tAe:
•neintan ólöglegan innflutning á
hormónalyfjum og sölu þeirra, er
enn í biðstöðu.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvaða dag málið verður tekið fyrir,
er> samkvæmt reglum verður að fjalla
um fonnlega ákæru fyrir rétti fyrir
12. desember.
í þeim réttarhöldum verða íslend-
mgarnir, eins og allir aðrir ákærðir
sakamenn í Bandaríkjunum, spurðir
hvort þeir telji sig seka eða sak-
málið flutt fyrir kviðdómi, en játi
þeir sök sína fara slík réttarhöld
ekki fram og dómari ákveður refs-
ingu þeirra. Fyrst flytur saksóknari
þó mál sitt og veijendur sakborning-
anna telja fram þau rök, sem þeir
telja að geti mildað refsingu þeirra.
Ef íslendingarnir telja sig sak-
lausa munu réttarhöld í málinu senni-
lega fara fram í janúar. Lýsi þeir sig
hins vegar seka lýkur máli þeirra
sennilega fyrr.
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. desember 1992 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.329
’/2 hjónalífeyrir 11.096
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 29.489
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 30.316
Heimilisuppbót 10.024
Sérstökheimilisuppbót .: 6.895
Barnalífeyrirv/1 barns 7.551
Meðlag v/1 barns 7.551
Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns 4.732
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.398
Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 21.991
Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.583
Fullurekkjulífeyrir 12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 15.448
Fæðingarstyrkur 25.090
Vasapeningar vistmanna 10.170
Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.170 Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar 1.052,00
Sjúkradagpeningareinstaklings 526,20
Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri .. 142,80
Slysadagpeningar einstaklings 665,70
Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ... 142,80
I upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimil-
isuppbótar er 30% tekjutryggingarauki (desemberuppbót), sem greiðist aðejns í desember.
—efþú spilar til að vinna!
48. leikvika - 28. nóvember 1992 \
Nr. Leikur: Röðin:
1. Arsenal - Man. Utd. - - 2
2. Aston Villa - Norwich - - 2
3. Blackbum - Q.P.R. 1 - -
4. Ipswich - Everton 1 - -
5. Liverpool - Crystal P. 1 - -
6. Man. City - Tottenham - - 2
7. Nott For. - Southampt. - - 2
8. Oidham - Middlcsbro 1 - -
9. Shcff. Utd. - Coventry - X -
10. Wimbledon - Sheff.Wed. - X -
11. Bamsley - Charlton 1 - -
12. Derby - Tranmcre - - 2
13. Portsmouth - Millwall 1 - -
HcOdarvinningsupphæðin:
151 milljónir króna
13 réttir: 1.239.500 1 kr'
12 réttir: i 23.730 | kr
11 réttir: i 1.780 J
10 réttir: ■ i 520