Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 60

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 60
MORGVNBLAÐJÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Þorskeldið á Stöðvarfírði gengur vel Þyngd þorsksins hefur tvöfaldast á fjórum mánuðum TVEIR sjómenn á Stöðvarfirði hafa frá því í vor alið undirmálsþorsk í tveimur sjókvíum við bæinn og hefur þetta eldi gengið vonum fram- ar. Á síðustu fjórum mánuðum hefur þorskurinn í kvíunum tvöfald- að þyngd sína og segir Björn Björnsson fiskifræðingur, sem fylgst hefur með þessu eldi, að sá vöxtur sé mun betri en áíætlað hafði verið. Birgir Albertsson sjómaður, annar þeirra sem annast eldið, segir að þeir reikni rneð að slátra fyrstu þorskunum öðru hvoru megin við áramótin. Á milli 2 og 3 tonn af þorski eru nú í kvíunum. Greint var frá þessari tilrauna- starfsemi þeirra Birgis og Ingi- mars Jónssonar í Verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, í sumar. Þorskinn í kvíamar fengu þeir frá dorgurum við bryggjuna á Stöðvarfirði eða í róðrum hjá sér Mús skemm- ir messu- skrúðann Hvolsvelli. SÁ ÓVENJULEGI og leiði atburður átti sér stað í síð- ustu viku að mús, sem komst inn í skrúðhús Stórólfs- hvolskirkju, eyðilagði þrjá hökla. Að sögn Guðrúnar Ægis- dóttur sóknamefndarform- anns hefur músin sennilega komist inn um gat sem borað var á vegg skrúðhússins til að koma fyrir leiðslum inn í kirkj- una. Músin nagaði alveg nýjan hökul, sem vígja átti í mess- unni á sunnudag. Þá skemmdi hún einnig tvo aðra hökla, en annar þeirra var einnig alveg nýr og hafði aðeins verið not- aður einu sinni. „Sennilega verður hægt að lagfæra þá tvo hökla, sem skemmdust minna, en sá nýi fjólublái er líklega ónýtur eða verður ekki lagfærður nema með miklum tilfæringum," sagði Guðrún og bætti við að hún væri miður sín vegna at- burðarins, en ný hökull kostar um 40 þúsund krónur. Það er mál manna að nú sé óvenjumikill músagangur. Troða mýsnar sér víða inn í kuldanum, sem verið hefur undanfarið og virðast þær komast inn um smæstu rifur. SÓK DAGAR TIL JÓLA út í firðinum. Birgir segir að þó byijunin lofi góðu sé framhaldið óljóst. Þeir hafi fengið undirmáls- þorskinn ódýrt og einnig hafi fóðr- ið í hann fengist ódýrt, það er síld sem var orðin of gömul í beitu og ýmis afskurður sem ella hefði ver- ið hent. Hann eigi eftir að reikna út fjárhagshliðina á dæminu og þar að auki hafi þeir lent í því óhappi að saumspretta hafi komið á aðra kvína þannig að helmingur fiskanna sem þar var slapp út. Bjöm Björnsson fiskifræðingur segir að þetta sé eini staðurinn á landinu sem þorskur sé ræktaður í kvíum. „Þessi góði vöxtur á þorskinum lofar góðu um fram- haldið og gefur vísbendingar um að hægt sé að rækta þorsk á þenn- an hátt ódýrt,“ segir Bjöm. „Reynslan frá Noregi er svipuð, þar er þorskur ræktaður á þennan hátt, þ.e. undirmálsfískur, er veiddur og settur í kvíar. Tilraunir þeirra með seiðaeldi hafa ekki gef- ið góða raun því seiðin úr slíku eldi þykja of dýr í framleiðslu.“ Hátíðin nálgast Morgunblaðið/Júlíus Nú er jólamánuðurinn hafínn og þá hefst líka undirbúningur hátíðarinn- ar með kökubakstri, jólagjafakaupum og skreytingum. Elías Andri, þriggja ára, lét ekki sitt eftir liggja í piparkökubakstrinum og setti að sjálfsögðu upp viðeigandi höfuðfat. Kvóti Hagræð- ingarsjóðs Tilboðin streymdu inn í gær TILBOÐ í hluta af kvóta Ha- græðingarsjóðs streymdu inn í g^ær, en tilboðsfrestur rann út um miðjan dag. 30% af kvóta sjóðsins eru nú boðin til sölu eða liðlega þijú þúsund þorskigildi og er sjóðurinn skuldbundinn til að taka tilboðum í helming þess kvóta sem nú er boðinn til sölu. Að sögn Hinriks Greipssonar hjá Hagræðingarsjóði verður allur kvótinn seldur ef viðunandi tilboð fást. Það sem nú er boðið til sölu eru tæp 1.627 tonn af þorski, 515 tonn af ýsu, 757 tonn afufsa, 1.078 tonn af karfa, 282 tonn af grálúðu og 127 tonn af skarkola. Hinrik sagði að niðurstaða tilboð- anna liggi ekki fyrir fyrr en í dag, en þau verða tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðsins seinnipartinn. Húsbréf Avöxtunar- krafa lækkar ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði á föstudag um 0,05 pró- sentustig úr 7,90% í 7,85% hjá flestum verðbréfafyrirtækjunum. Ávöxtunarkrafan er farin að lækka aftur eftir að hafa verið á stöðugri uppleið undanfarna mánuði. Fjöldi fólks sem leitar hjálpar vegna fátæktar hefur margfaldast Hjálparstofnanir gefa matar- miða og kirkjan grípur inn í FJÖLDI þeirra sem leita til hjálparstofnana vegna fátæktar hefur margfaldast að undanförnu. Yfirleitt hefur talsvert verið um hjálpar- beiðnir fyrir jólin, en á síðustu mánuðum hefur fólk komið í æ meira mæli og telja talsmenn hjálparstofnana að straumurinn eigi eftir að þyngjast. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, segir fyrir- hugað að opna athvarf fyrir atvinnulausa í einu til tveimur safnaðar- heimilum í höfuðborginni og að í sumum söfnuðum sé nú rætt um hvernig nota megi líknarsjóði til að hjálpa fátæku fólki, til dæmis með matargjöfum. Biskupinn segir að henta myndi að hafa opið hús í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hvað landsbyggð- ina varði hafi hann skrifað próföst- um og beðið þá að athuga hvað hægt sé að gera. Viðræður kirkjunn- ar við fulltrúa ASÍ og VSÍ leiddu til þessa. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson segir nú í athugun að hafa athvarf í öðru safnaðarheimili í Reykjavík. „Þarna gæti fólk sem svona er kom- ið fyrir hist,“ segir hann, „og þarna yrði hæfur starfskraftur til að veita ráðgjöf og upplýsingar og reyna að finna einhveijar lausnir. Jafnframt hefur verið rætt að mynda vinnu- hópa, bæði í sjálfboðastarfí og fyrir atvinnurekendur að leita til vegna ýmiskonar verkefna. Við vonumst til að þessu megi koma á fót upp úr áramótum." Séra Jakob Hjálmarsson Dóm- kirkjuprestur segir presta fá sífellt fleiri hjálparbeiðnir frá fólki. Hann telur brýnt að samstarf takist með kirkjunni og hjálparstofnunum. Hjálparstofnun kirkjunnar ætti að hans mati að sinna stærri verkefnum og söfnuðir annast sóknarbörn í skammtímavanda. Rætt sé um breytta notkun líknarsjóða og hvort hægt væri að aðstoða fólk með matargjöfum eða innkaupakörfum. Þannig yrði best tryggt að pening- arnir kæmu að gagni. Jakob segir að á hveijum degi komi að minnsta kosti ein manneskja í kirkjuna til að leita aðstoðar vegna fátæktar. Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar segir að um 150% aukning hafí orðið milli ára í hjálparbeiðnum til stofnunar- innar. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs hafí 30 manns leitað aðstoðar en á þessu ári sé talan komin nærri 90 þó að erfiðasti mánuðurinn sé eftir. Jónas segir að alls konar fólk komi vegna peningavandræða, en mest sé um menn sem dottið hafi út úr venjulegu mynstri, verið í af- brotum, farið í meðferð vegna áfeng- is eða lyfja eða ekki fengið vinnu vegna örorku. Hann segist ekki verða mikið var við fólk sem hafi nýlega misst vinnu, það reyni vænt- anlega að bjarga sér með öllum ráð- um áður en það leiti eftir neyðar- hjálp. Jónas telur ástæður aukning- arinnar vera versnandi afkomu og viðbrögð kerfisins við óskum eftir hjálp. Mæðrastyrksnefnd veitti 460 manns aðstoð fyrir jólin í fyrra og þangað hafa að undanfömu komið mun fleiri en fyrir ári. Rauði kross- inn hjálpaði næstum 300 manns fyr- ir síðustu jól og segir Hólmfríður Gísladóttir allt benda til að talan verði mun hærri nú. í haust hafi fólki sem kemur og segist ekki hafa fyrir mat fjölgað jafnt og þétt. Hjálp- ræðisherinn kom um 300 manns til aðstoðar í fyrra og segir Anna Ósk- arsson að þangað hafí fólk verið að koma á liðnum mánuðum og hún hafi að undanfömu þurft að neita mörgum um aðstoð. Anna býst við enn fleirum í desember. Rauði krossinn hefur þjálpað um hundrað manns á þessu ári og segir Hólmfríður Gísladóttir að fyrir örfá- um árum hafi venjulega þurft að aðstoða 5-10 manns árlega. Hún segir talsvert um beiðnir frá fólki sem ekki fær atvinnuleysisbætur, eins og verktökum og undirverktök- um, fólki sem farið hafí í áfengis- meðferð og fólki sem duga ekki bætur til nauðþurfta. Hólmfríður segir að rætt hafí ver- ið að endurtaka bráðlega sameigin- lega jólasöfnun hjálparstofnana, svipað því sem efnt var til í fyrra. Fyrirhugað er að gefa út 5.000 króna matarmiða sem nota má í stór- verslunum. I fyrra var upphæðin 10.000 krónur en ákveðið hafí verið að lækka hana nú og hafa nafn fólks á miðunum til að sporna gegn hugs- anlegri misnotkun þeirra. » ♦ ♦--------- FN flýgnr til Grænlands FLUGFÉLAG Norðurlands hef- ur gert samning við Grænlands- flug um að fljúga fyrir félagið áætlunarflug til febrúarloka. Flogið verður milli Keflavíkur og Kúlusúk á Grænlandi. Fyrsta flugið verður á þriðjudag í næstu viku. Sjá nánar bls. 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.