Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 1
88 SIÐUR B
285. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forystumenn Evrópubandalagsríkjanna á fundi í Edinborg
Bjartsýni ríkir
imi lausn á sér-
kröfum Dana
Edinborg. Reuter.
MEIRIHLUTI leiðtoga Evrópubandalagsríkjanna krafðist
þess í gær á fundi sínum í Edinborg, að Danir og Bretar
staðfestu Maastricht-samninginn ekki síðar en í júní á næsta
ári. Var haft eftir breskum embættismönnum, að það væri
„útilokað“. Veruleg bjartsýni ríkti í gær á að unnt reyndist
að finna í dag einhveija málamiðlun um Maastricht, sem
Danir gætu sætt sig við í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Það er ekki aðeins vinsamleg
ábending og heldur ekki nein hót-
Er alnæm-
isbarátt-
an töpuð?
Yaounde. Reuter.
KOMI ekki til aukin framlög er
stríðið gegn alnæminu tapað, að
minnsta kosti í ríkjum þriðja-
heimsins. Kom þetta fram á ráð-
stefnu i Kamerún í gær en sjúk-
dómurinn er farinn að valda sam-
félagslegu hruni á sumum svæð-
um í Afríku.
Jonathan Mann, yfirmaður
alnæmisstofnunar Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum, sagði á sjöttu al-
þjóðaráðstefnunni um alnæmi, að
um næstu aldamót yrðu allt að 110
milljónir manna, fullorðins fólks,
sýktir af alnæmi og að minnsta
kosti 10 milljónir barna. Á sumum
svæðum, tii dæmis víða í Úganda,
er venjulegt samfélagsmynstur
horfíð vegna sjúkdómsins og allt
bendir til, að sú verði þróunin í
öðrum fátæktarríkjum. Sagði
Mann, að ríku þjóðirnar væru búnar
að missa áhugann á þessum voða
nema hvað varðaði þær sjálfar.
un þegar við segjum, að öll aðildar-
ríkin verði að staðfesta Maastric-
ht-samninginn fyrir mitt ár. Við
getum einfaldlega ekki beðið leng-
ur,“ sagði Dieter Vogel, talsmaður
þýsku stjórnarinnar, í gær en hátt-
settir, breskir embættismenn
sögðu „útilokað" að standa við
þennan eindaga. Talsmenn ýmissa
annarra EB-ríkja, til dæmis
Frakklands, Spánar og Portúgals,
ítrekuðu hins vegar yfírlýsingu
Þjóðveija.
„Ákvörðun“ eða „yfírlýsing"
Talsmaður Frakklandsforseta,
Jean Musitelli, sagði í gær, að
búið væri að leysa „danska vanda-
málið“ að 80% en Danir vilja aðal-
lega vera undanþegnir sameigin-
legri mynt og sameiginlegri varn-
arstefnu. Um það er aftur á móti
deilt hvort hægt sé að afgreiða
dönsku undanþágurnar með
„ákvörðun" eða „yfirlýsingu“ eða
með öðrum orðum hvort nauðsyn-
legt verði að bera Maastricht-
samninginn upp að nýju á þjóð-
þingum aðildarríkjanna. Þá skiptir
einnig miklu hve lengi Danir eigi
að njóta undanþáganna.
Ekkert hefur miðað í deilunni
um fjárlög EB til aldamóta en
niðurstaða hennar getur ráðið
miklu um úrlausn annarra mála,
sem fyrir leiðtogafundinum liggja.
Uppþot í Jemen
vegna hungurs
ÓEIRÐIR og uppþot hafa verið í mörgum bæjum og borgum
í Jemen síðustu þijá daga og hafa að minnsta kosti 12 manns
látið lífið. Að sögn Guðrúnar Gísladóttur, sem býr og starfar
í höfuðborginni, Sanaa, er ástæðan fyrir ókyrrðinni gífurleg-
ar verðhækkanir og hungur í landinu.
Samkvæmt Reuters-tréttum
hófust uppþotin á miðvikudag
en hafa síðan breiðst út um land-
ið, meðal annars til Sanaa. Hef-
ur efnahagur Jemena stórversn-
að eftir Persaflóastríð en þá
studdu stjórnvöld íraka og olíu-
ríkin brugðust við með því að
hætta sínum rausnarlegu styrkj-
um.
Guðrún Gísladóttir, sem er
gift líbönskum manni, sagði í
gær í viðtali við Morgunblaðið,
að síðustu tvo daga hefði fólk
verið varað við að vera mikið á
ferli utandyra vegna ástandsins
en hún kvað uppþotin ekki hafa
komið sér á óvart. Á stuttum
tíma hefði gengi gjaldmiðilsins
fallið um helming, verðbólga
væri gífurleg og vaxandi hungur
meðal almennings. Þá væri spill-
ing mikil og hyldjúp gjá á milli
ríkra og snauðra.
Reuter
Beðið eftir gestunum
John Major, forsætisráðherra Breta, lét ekkert upp á sig standa í gest-
gjafahlutverkinu í gær og var því mættur tímanlega í gættina á Holyrood-
house í Edinborg þar sem leiðtogafundur EB-ríkjanna fer fram.
NATO er
reiðubúið
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
AÐILDARRÍKI Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, eru reiðu-
búin til „nauðsynlegra aðgerða"
til að koma á friði í Júgóslavíu
ef Sameinuðu þjóðirnar, SÞ,
æskja þess. Var þetta ein meg-
inniðurstaða fundar varnarmála-
ráðherra NATO í Brussel í gær.
Wörner lagði ríka áherslu á, að
allt frumkvæði í þessu máli yrði að
vera hjá Sameinuðu þjóðunum en
sagði að legðu samtökin fram beiðni
um aðstoð yrði brugðist við henni
með jákvæðum hætti. Richard
Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði hins vegar á
blaðamannafundi í gær, að hann
hefði efasemdir um árangur þess
að senda fjölmennan landher til
Júgóslavíu.
Af öðrum málum má nefna að
fagnað var þeirri ákvörðun flestra
Vestur-Evrópuríkja að tengjast
Vestur-Evrópusambandinu og
styrkja með því Evrópustoð varnar-
samstarfsins en lýst var áhyggjum
af-minnkandi framlögum til vamar-
mála. Rætt var einnig um góðan
árangur mannvirkjasjóðs NATO en
það veldur hins vegar erfiðleikum,
að framlög aðildarríkjanna til hans
hafa minnkað. Er gert ráð fyrir,
að skýrsla um sjóðinn verði lögð
fyrir fund varnarmálaráðherranna
í vor.
Sjá „Mið- og ...“ á bls. 37.
Valdabarátta Jeltsíns og fulltrúaþingsins harðnar enn
Reynt til þraut-
ar að ná sáttum
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
Iands, og Rúslan Khasbúlatov,
forseti fulltrúaþingsins, settust
að samningaborði í gær og eiga
með sér annan fund í dag þar
sem hugsanlega verður gerð
úrslitatilraun til að selja niður
deilurnar. í gær var meðal ann-
ars rætt um þá kröfu Jeltsíns,
að haldin yrði þjóðaratkvæða-
greiðsla um hver ætti að stjórna
í landinu, þingið eða stjórnin,
en á sama tíma samþykkti þó
þingið viðauka við lögin um
þjóðaratkvæðagreiðslur en
samkvæmt honum er bannað að
afnema æðstu stofnanir, t.d.
þingið, í slikri atkvæðagreiðslu.
Samþykkt þingsins virðist vera
enn ein atlaga harðlínumanna á
þingi að Jeltsín og stjóm háns en
litlar fréttir eru af fundi hans og
Khasbúlatovs í gær. Fyrir hann
var talið, að Jeltsín féllist á, að
Gennadí Búrbúlís, einn af nánustu
ráðgjöfum hans, og Andrei Koz-
yrev utanríkisráðherra létu af
embætti en gegn því, að Jegor
Gajdar, starfandi forsætisráð-
herra, yrði skipaður í embættið
og afturkölluð yrði heimild þings-
Reuter
Krossaður Lenín
Stuðningsmaður Jeltsíns heldur á
loft mynd af Lenín yfirstrikuðum.
Þúsundir manna hafa komið saman
á útifundi í Moskvu síðustu daga
til að lýsa yfir stuðningi við forset-
ann í átökum hans við fulltrúaþingið.
ins til að ráða skipun fjögurra
ráðherraembætta. Ákvörðun
þingsins í gær um þjóðaratkvæða-
greiðslur hefur hins vegar veikt
stöðu Jeltsíns í viðræðunum við
Khasbúlatov.
Aðeins Gajdar
Talsmaður Jeltsíns, Vyatsjeslav
Kostíkov, sagði það eitt um við-
ræðurnar í gær, að forsetinn hefði
ítrekað, að ekki yrði um annan
mann að ræða í forsætisráðherra-
embættið en Gajdar, að minnsta
kosti fram í apríl þegar þing kem-
ur aftur saman. Annar fundur
þeirra Jeltsíns, Khasbúlatovs og
forseta stjórnarskrárdómstólsins
verður í dag og fréttastofan ítar-
Tass eftir forsetanum, að þá kæmi
til „alvöru málsins".
María Sallíer, þingmaður og
stuðningsmaður Jeltsíns, sagði í
gær, að áföllin, sem forsetinn hefði
orðið fyrir á þingi, væru ekki al-
vond. „Eg hafði mínar efasemdir
um stuðning almennings við Jelts-
ín en þær eru horfnar. Rússar vita
nú, að þingið vill síst af öllu leyfa
venjulegum borgurum að tjá sig.“
Sjá „Eftir næturfund ...“ á
bls. 36.