Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Flugleiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík Tvö félög sækja um TVÖ flugfélög, Flugfélag Aust- urlands og íslandsflug, sóttu um leyfí til áætlunarflugs á flug- Verðlagsráð Hækkun Flug- leiða samþykkt VERÐLAGSRÁÐ samþykkti í gær beiðni Flugleiða um 4,5% hækkun á far- og farmgjöldum í innan- landsflugi. Hækkunin tekur gildi 15. þessa mánaðar. Flugleiðir sóttu um hækkun m.a. vegna kostnaðarhækkana í kjölfar gengisfellingarinnar. Verðlagsráð samþykkti beiðnina í gær. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra var fallist á rökstuðning félagsins. Fullt fargjald báðar leiðir milli Akureyrar og Reykjavíkur hækkar um rúmar 500 kr. Fargjald með flug- vallarskatti fer úr 11.610 kr. í um 12.117 kr. Algeng afsláttarfargjöld, APEX-fargjöld með 50% afslætti, hækka úr 5.970 kr. í um 6.224 kr. leiðinni Reykjavík-Egilsstaðir- Reylyavík. Umsóknarfrestur um leyfið rann út um síðustu mánaðamót. Leyfið verður veitt með þeim skilyrðum að sæta- framboð verði ekki meira en 10% af heildarsætaframboði á umræddri flugleið í vetraráætl- un og sumaráætlun samkvæmt mati samgönguráðuneytisins. Flugleiðir hafa nú 90% af sæta- framboði á flugleiðinni Reykja- vík-Egilsstaðir-Reykj aví k. Um næstu áramót breytast sér- leyfi til áætlunarstaða í flugi í al- menn áætlunarleyfi, þar sem ár- legur meðálfjöldi farþega árin 1990 og 1991 var hærri en 12 þúsund farþegar. Á þeirri forsendu auglýsti samgönguráðuneytið eftir umsóknum flugrekenda um leyfi til áætlunarflugs á umræddri flug- leið. Flugráð mun fjalla um umsókn- imar á næstunni sem umsagna- raðili. Samgönguráðherra veitir í framhaldi af því leyfið. Hvolfþak yfir Árbæjarlaug Morgunblaðið/Þorkell Við sundlaugina í Árbæjarhverfí er verið að reisa hvolfþak yfir anddyri, miðasölu, veitingaaðstöðu og um 10 metra innilaug. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar deildarverkfræðings er búið að reisa grindina sem síðan verður glerjuð. Auk innilaugar verður 25 metra útilaug, vatnsgufu- bað, bamalaug og heitir pottar. Gert er ráð fyr- ir að laugin verði tekin í notkun vorið 1994 og er kostnaður áætlaður um 500 milljónir. Hönnuð- ir era arkitektamir Jón Þór Þorvaldsson, Bjöm Hallsson og Baldur Ó. Svavarsson. VEÐURHORFUR I DAG, 12. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Skagafirði er nokkuð kröpp 989 mb iaagð sem hreyfist austur og grynnist, en við Hvarf er að myndast lægð og kemur hún upp að landinu vestan- verður um miðjan dag á morgun. SPÁ: SA kaldi eða stinningskaldi og fer að snjóa Vestanlands í fyrramálið, en lengst af dagsins verður þurrt og nokkuð bjart eystra, þó má búast við lítilsháttar snjókomu SA-lands og A-lands síðta dagsins. Heldur kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: NA-átt, nokkuö hvöss á Vestfjörðum en haagari annars staðar. Snjókoma eða él N- og A-lands en úrkomulaust annarstsðar. Frost 1 -5 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: N- og NA-átt, hvöss um mestallt land. Snjókoma um norðanvert landið en skýjað með köflum syðra. Hlti nálaagt frostmarki. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: NA-átt, vfðast fremur haeg. Él um landíö norðaustan- vert en víða lóttskýjað annarstaðar. Frost 2-6 stig. Nýir veAurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. Q ' m :<á * m Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * r * * * * ' r * r * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, heil fjóður er2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Víða um land er veruleg hálka á vegum og á öllum vesturhluta landsins gengur á með éljum og víða er dálítill skafrenningur, Fært er um vegi í nágrenni Reykjavikur og austur um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfells- heiði, sömuleiðis um Suðurland og með suðurströndinni til Austfjarða og þar er viðast ágæt færð. Fært er fyrir HvalfjÖrð um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Fært er f Dali og Gufudalssveit um Heydal, en Bratta- brekka er ófær. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan tll Bfldudals. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og um Steingríms- fjarðarheiði tii Isafjarðar og Bolungarvíkur. Frá Isafirði er fært til Þingeyr- ar og Súgandafjarðar. Fært er um Norðurland, til Siglufjarðar, Ólafsfjarð- ar og Akureyrar. Frá Akureyri er fært til Húsavfkur og þaðan með strönd- inni til Vopnafjarðar. Fært er frá Húsavík í Mývatnssveit, Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi, Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +3 skýjeð Reykjsvik 0 haglél á síð.klst. Bergen 6 skýjað Helslnki 2 rigning Kaupmennahöfn 4 rigning Narssarssuaq +7 snjókoma Nuuk +5 snjðkoma Osló 4 léttskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn 4 akýjað Algarve 16 heiðsklrt Amsterdam 6 rignlng Barcelona 9 rykmistur Berlín 3 alskýjað Chlcago +2 heiöskfrt Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 5 skýjeð Glasgow 7 rigning Hamborg 3 rigning London B rign. 6 sfð.klst. LosAngeles 11 skýjað Uixemborg 1 alskyjaö Madrid 7 hoiðskírt Malaga 16 léttskýjað Mallorca 11 þokumóða Montreal 2 alskýjað NewYork vantar Orlando 11 heiðskfrt Paris 4 alskýjað Madelra 18 skýjað Róm 10 þokumóða Vín 2 alskýjað Washington 4 rignlng Winnipeg +15 skýjað Atlantsflug Vantar 10 milljónir til að rétta af stöðuna Starfsmenn Atlantsflugs eru enn á launaskrá en hafa ekki fengið greidd laun frá því í september. -----♦ ♦ 4 Landsvirkjun tekur 4,5 millj- arða erlent lán HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, undirritaði í gær í New York samning milli Lands- virkjunar og bandarískra lána- stofnana um lántöku að fjárhæð 4,5 milljarðar króna (72 milljónir bandaríkjadala) með skuldabréfa- útgáfu á lánamarkaði í New York. Skuldabréfakaupendumir eru fímm og kaupir Metropolitan Life stærsta hluta en JP Morgan Securiti- es Incorporated hafði umsjón með útgáfunni. Af heildarlánsfjárhæðinni eru 3,9 milljarðar lán til tíu ára og um 600 milljónir til 15 ára. Vextir af 10 ára lánshlutanum em 8% á ári en 8,27% á ári af 15 ára hlutanum. Lánsfénu verður varið til endurfjár- mögnunar eldri lána. Kvæðasafn Snorra Hjartarsonar komið út ÚT ER komið Kvæðasafn Snorra Hjartarsonar. Páll Valsson sá um útgáfuna og ritar ítarlegan inn- gang. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Snorra Hjartarsonar. Bækur hans ijórar em hér prentaðar í samræmi við síðustu gerðir þeirra, en þá hafði skáldið breytt ýmsum ljóðum frá fyrstu prentun. Einkum á það þó við um fyrstu bókina Kvæði. Á eftir ljóðabókunum fjórum em prentuð 26 þeirra kvæða sem Snorri Hjartarson skildi eftir sig þegar hann lést árið 1986. Um þau segir Páll Valsson í inngangi bókarinnar: „Um þessi síðustu ljóð Snorra er það að segja að flest bera þau höf- undi sínum glöggt vitni og eru að yrkisefni og aðferð eðlilegt og rök- rétt framhald síðustu bókar hans. Það er ljóst að dauðinn hefur orðið honum sífellt hugstæðari, en einnig hefur hann kappkostað að hnita form sitt enn frekar. Þó birtist okkur hér vel æðruleysi hans og þótt hönum sé oft dimmt fyrir sjónum lætur hann það ekki buga sig.“ í bókinni eru prentaðar þrjár ljós- Snorri Hjartarson myndir af Snorra Hjartarsyni og þrjú kvæði með rithönd hans. Þá er þar skrá yfir rit hans og það sem um_ hann hefur verið skrifað." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 308 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún kostar 2.880 krónur. ATLANTSFLUG vantar tíu millj- ónir kr. í nýtt hlutafé til að rétta af eiginfjárstöðu fyrirtækisins, en samgönguráðuneytið hefur gert jákvæða eiginfjárstöðu fyrirtæk- isins að skilyrði fyrir veitingu flugrekstrarleyfis. Halldór Sig- urðsson, stjórnarformaður Atl- antsflugs, segir að eigendur Bo- eing-vélarinnar sem félagið hafði á leigu, væru reiðubúnir að skuld- breyta um 30 milljóna kr. skuld Atlantsflugs í hlutafé, og því snerist málið um að ná inn tíu milljónuni kr. Halldór sagðist meta það svo að 40 milljónir kr. skorti í nýju hlutafé til að rétta af eiginfiárstöðu félags- ins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði Flugráð áætlað að fé- lagið þyrfti á milli 60 og 70 milljón- ir kr. um áramótin. Atlantsflug átti í sumar viðræður við á milli 25 og 30 aðila um hluta- fjáraukningu, en Halldór sagði að áhugi flestra hefði dvínað þegar fór að halla undan fæti. Enn ættp 3-4 stórir aðilar eftir að gefa endanlegt svar og sagði Halldór að þar væri um að ræða stóra aðila í inn- og útflutningi sem þyrftu á flugsam- göngum að halda. I I I I I I I I I 1 \ I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.