Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 12
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 .....f 1 ■.‘j f )I; I i i A U>! AI)!! A, | f| KfAJi 1ríU! >ií(>M Risamarkaður i vestri Ameríka - eftir Jóhann J. * Olafsson Eins og flestum er kunnugt risu miklar deilur á vegum GATT á milli Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins, Frakka, sérstaklega vegna landbúnaðarmála. Þó að samkomulag sé nú í höfn eru enn viðsjár með mönnum. í ljósi þess- ara umræðna væri hollt að skyggn- ast örlítið fram í tímann og reyna að gera sér grein fyrir þróun mála. Síðan á dögum Rómarsáttmál- ans, þegar sex ríki, Frakkland, ítal- ía, V-Þýskaland, Holland, Belgía og Lúxemborg hófu hina löngu göngu í átt til sameiningar Evrópu í einn markað, hefur margt gerst. Viðskipti, hagsæld og friður hafa blómgast .og nú eru ríkin tólf, Eng- land, írland, Spánn, Portúgal, Grikkland og Danmörk hafa bæst við. Nútíðarmönnum finnst þessi þróun hafa verið bæði löng og ströng en eftirkomendur okkar munu furða sig á því hversu fljótt og vel þessi samruni hefur gerst. Enn er verið að efla þetta sam- starf með EES-samkomulaginu og nýlega sóttu Norðmenn um aðild að Evrópubandalaginu. En við erum ekki einir í heimin- um þótt fjölmennir séum Evrópu- menn. Fyrir vestan ísland er heil heimsálfa, Ameríka. Þar eru menn einnig að hugsa á svipaðan hátt. Nýlega var gerður samningur um Norður-Amerískt markaðssvæði Bandaríkjamanna, Kanadamanna og Mexikómanna (NAFTA). Það er með þróun þessa markaðar sem íslendingar þurfa að fylgjast sér- staklega vel með og bera hana saman við þróunina í Evrópu. Norður-Ameríku markaðinn byggja 344 millj. manna á 21,3 millj. ferkílómetra svæði þar sem 16 manns að meðaltali búa á fer- kílómetra. 319 millj. af þessum mannfjölda búa fyrir sunnan Kanada í mjög heitum löndum frá ea. 49. til 15. breiddargráðu eða á svæði sem myndi liggja á milli Parísar og Senegal fyrir sunnan Sahara í Afríku. Þessi lörid hafa mikla yfírburði til stórmarkaða fram yfir Evrópu eða gamla heiminn. 1. Löndin eru aðeins þrjú, Kanada, Bandaríkin og Mexíkó. 2. Aðeins þrjú tungumál mjög skyld eru töluð á svæðinu. Enska langmest, spænska og franska í einu fylki í Kanada, Quebeck. Mjög margir spænsku- og frönskumæl- andi menn tala ensku og margir Evrópa enskumælandi menn skilja spænsku. 3. Trúarbrögð eru ekki vanda- mál. 4. Stærsta landið, Bandaríkin, hefur stundað stórmarkaðshag- kerfi í 200 ár og er því mjög til- búið til þessarar þróunar. Það hefur leyst flest vandamál i þessu efni fyrir löngu og ekki verður breyting- in í hinum löndunum tveimur, sem eru risastór á evrópskan mæli- kvarða, jafn erfið og í gamla heim- inum. 5. Kanada og Bandaríkin eru með þróuðustu menningar-, iðnum og landbúnaðarlöndum heims. 6. í Mexikó búa 80 millj. manna sem tala eina vestræna tungu, spænsku, eru duglegt fólk en fá- tækt. Land þeirra er fjórum sinnum stærra en Spánn og liggur langtum sunnar á hnettinum. Landbúnaði Mexikó mun opnast risamarkaður í norðri. Landsmenn þurfa ekki lengur að skríða undir vírnet á landamærum til að vinna á banda- rískum búgörðum en rækta ávexti og grænmeti í eigin landi. Hag- kvæmni í landbúnaði mun flytjast sunnar á svæðinu. Þessar vörur munu stórlækka í verði og auka kaupmátt fólksins gífurlega. Stór- aukin fjárfesting í iðnaði mun hefj- ast í Mexikó þar sem ódýrt vinnu- afl er, og heppilegra að byggja upp gagnkvæm viðskipti á svæpinu en að standa undir uppbyggingu iðn- aðar í Asíu, sem Ameríkumönnum hefur stundum fundist um of á aðra hlið. Gagnkvæm áhrif yfir Atlants- „En tilgangur þessara skrifa er sá að benda mönnum á að hugleiða þann mun sem er á þró- un stórmarkaða í nýja og gamla heiminum. Mitt álit er það að þrór unin geti orðið mun hraðari og árangurs- ríkari í Ameríku af ástæðum sem þegar hefur verið bent á.“ hafið á milli gamla og nýja heims- ins hafa löngum verið mjög mikil. Aðilar Rómarsáttmálans sáu yfir- burði Bandaríkjanna í tveimur heimsstyrjöldum og vildu hagnýta sér kosti stórmarkaða og frjálsrar verslunar, þegnum sínum til friðar og hagsbóta. Árangurinn er þegar orðinn gífurlegur, svo mikill að nú eru Ameríkumenn að leika næsta leik til þess að dragast ekki aftur úr. í núverandi Evrópubandalagi (EB) eru eins og fyrr sagði 12 þjóð- ríki sem 338,6 milljónir íbúa byggja á landsvæði sem 2,3 millj. ferkíló- metra eða 144 íbúar á hvern fer- kílómetra. Þetta landsvæði er lítið stærra en Mexíkó. Þar eru töluð a.m.k. 10 höfuðtungumál. Þegar talað er um að færa þetta sam- starf enn frekar út með EES-sam- komulaginu. Á svæði EES búa 370 millj. íbúa á 3,68 millj. km2 eða um 100 íbúðar á hvern km2. Þessar þjóðir tala a.m.k. 14 tungumál. Allar þjóðirnar, sem bætast við eru mjög þróaðar og skyldar EB- þjóðunum svo líklegt er að 370 millj. manna markaður sé raun- veruleiki í náinni framtíð. Næsta skref í útfærslu stórmarkaðar í gamla heiminum væri samstarf við Eystrasaltslöndin, Austur-Erópu- ríkin og Tyrkland. Evrópa, án Rússlands, en ásamt Austur-Evr- ópu og Tyrklandi, er byggð 550 millj. íbúa á 5,89 millj. km2 svæði og íbúar eru u.þ.b. 94 á km2. Á þessu landsvæði eru töluð yfir 25 tungumál, múhameðstrú bætist við sem sterkt afl. Samstarf við þessi ríki verðar ekki tekin upp fyrr en smám saman á löngum tíma. Fyrst tala menn um inngöngu Ungverja- lands, Tékkóslóvakíu (sem nú er að skiptast í tvö ríki), Póllands og Eystrasaltslandanna. Önnur ríki eiga ennþá lengri útivist fyrir hönd- um. Suma dreymir um Stór-Evrópu sem nær frá Reykjavík í vestri, til Vladivostok í austri. Á þessu landsvæði, sem er rúm- ir 28 millj. ferkílómetrar búa nú um 830 millj. manna eða um 30 íbúar á ferkílómetra (ég tel Græn- land aldrei með). Ef þetta svæði er tekið til skoðunar verða lands- svæðin í nýja heiminum og þeim gamla eitthvað lík, þ.e. 21 millj. km2 og 28 millj. km2 en íbúar meira en helmingi fleiri í þeim gamla. Vandamálin í gamla heiminum myndu margfaldast. Tungumálin yrðu yfir 50, stafróf 5, trúarbrögð fleiri o.s.frv. Óvíst er hvaða stefnu ríki múslima í fyrri Sovétríkjunum myndu taka. 15 klukkustunda tímamunur er innan þessa svæðis, sem nær yfir meira en helming ummáls norðurhvels jarðar. Mér hefur verið tíðrætt um fólks- fjölda, flatarmál landa, trúarbrögð, tungumál og fjölda íbúa á ferkíló- metra. Þetta er fyrst og fremst Jóhann J. Ólafsson gert til þess að bera saman ýmsa þætti, hlutföll og stærðir, sem út af fyrir sig eru ekkert afgerandi. Inn í þessar hugleiðingar vantar tilfínnanlega samanburð á þjóðar- framleiðslu og margt fleira. En tilgangur þessara skrifa er sá að benda mönnum á að hugleiða þann mun sem er á þróun stór- markaða í nýja og gamla heimin- um. Mitt álit er þáð að þróunin geti orðið mun hraðari og árangursrík- ari í Ameríku af ástæðum, sem þegar hefur verið bent á. í Evrópu hefur stefnan lengst af verið sú, að menn af sömu tungu, trúar- brögðum og kynþætti byggju sam- an á afmörkuðum svæðum og leystu vandamál sín innan þessara marka. Þróunin frá þessu fyrir- komulagi er bæði löng og erfið. Ameríkumenn eru einfaldlega komnir miklu lengra og hafa ekki sömu vandamál. Landbúnaðarstefna Evrópu- bandalagsins er og mikil hindrun og erfið. Ekki svo að skilja að Ameríkumenn eigi ekki við vanda- mál í landbúnaði að stríða. Yfir- csoO’ Reykjavík1 Norður- Ameríski stórmarkaðurinn, Bandaríkin, Kanada, Mexíkó Ibúar, millj.: Flatarmál, millj. ferkm: ibúar á ferkm: EVRÓPSKI STÓRMARKAÐURINN I. Evrópubandalagið íbúar, millj.: 338,6 Flatarmál, millj. ferkm: 2,3 Ibúaráferkm: 144 II. Evrópu- bandalagið og EES Ibúar, millj.: 370 Flatarmál, millj. ferkm: 3,7 íbúaráferkm: 100 III. Evrópu- bandalagið, EES auk A-Evrópu og Tyrklands Ibúar, millj.: 550 Flatarmál, millj. ferkm: 5,8 Ibúar á ferkm: 94 IV. Stórevrópa með Síberíu, frá Reykjavík til Vladivostok Ibúar, millj.: 830 Flatarmál, millj. ferkm: 28 íbúar á ferkm: 30 ODYRAR JOLAGJAFIR ODYRAR JOLAGJAFIR leikfangaverslun Síbumúla 21 (Selmúlamegin) ÓDÝRAR JÓLAGJAFIR ÓDÝRAR JÓLAGJAFIR Hnfeffr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁDHÚSTORGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.