Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 17

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 17
MORGUNBLAMÐ LAUGARDAGUR; 12. ,D£SEMBER 1&92 %1 Björn Bjarnason „Haukur Helgason kýs að skipa sér í flokkmeð einangrunarsinnunum í Alþýðubandalaginu. Af Morgunblaðsgrein hans ræð ég, að hann geri það ekki á málefnaleg- um forsendum." Slæmur málstaður Með þessa forsögu í huga kom mér nokkuð á óvart að lesa grein eftir Hauk Helgason, sem birtist hér í blaðinu 10. desember. Hauk- ur var einmitt sérstakur ráðgjafí Lúðvíks og kom nálægt samnings- gerðinni við EB 1972. Hefði mátt ætla, að hann hefði við þau störf áttað sig á gildi samninga íslands við Evrópubandalagið um verslun og viðskipti. Haukur Helgason kýs að skipa sér í flokk með einangrunarsinn- unum í Alþýðubandalaginu. Af Morgunblaðsgrein hans ræð ég, að hann geri það ekki á máfefna- legum forsendum, því að greinin er í raun ekki annað en rang- færsla og afbökun á útdrætti úr grein eftir mig, er birtist í Stak- steinum Morgunblaðsins. Það er rangt hjá Hauki Helga- syni, að íslenskt löggjafarvald sé framselt með EES-samningnum. Hvergi er þess til dæmis getið í lögfræðilegum greinargerðum til Alþingis. Meirihluti þeirra lögfræð- inga, sem sent hafa Alþingi skrif- legar álitsgerðir, telur EES-samn- inginn samrýmanlegan íslensku stjórnarskránni. Það er rangt, að sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn hafi ekki litið á síðustu alþingiskosning- ar sem átök um afstöðuna til EES. Að halda öðru fram eins og Hauk- ur gerir er ekki blekking heldur hrein fírra. Hvað sem útúrsnúningum Hauks Helgasonar líður er ljóst, að íslendingar geta sagt skilið við EES með eins árs fyrirvara. Haukur Helgason ætti síðan manna best að muna eftir því, að krafa EB um veiðiheimildir í ís- lenskri lögsögu á ekki rætur að rekja til aðildar íslands að EES, heldur til fríverslunarsamningsins við EB, sem hann og Lúðvík Jós- epsson stóðu að 1972. Þá hófst deila milli EB og íslands, sem nú hefur verið leyst á einstaklega far- sælan hátt með samningi um skipti á gagnkvæmum veiðiheimildum. Af þessu geta lesendur greinar Hauks Helgasonar ráðið, að hann fer með staðlausa stafí, þegar hann sakar mig um ósannindi og blekk- ingar. Því miður lætur hann stjórn- ast af sama hugarfarinu og réð í Sósíalistaflokknum fyrir 30 árum, þegar tilgangurinn helgaði meðal- ið. Kastar þó fyrst tólfunum, þegar slíkir menn telja sig geta vitnað í Bjarna Benediktsson máli sínu til stuðnings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjnvík. Prestar auka að- stoð við bágstödd sóknarbörn sín Dómkirkjusöfn- uður útbyr 4.000 kr. innkaupalista PRESTAR á höfuðborgarsvæðinu hyggjast leggja aukna áherslu á aðstoð við bágstödd sóknarbörn sem til þeirra leita. Þetta var að- alniðurstaða mánaðarlegs fundar þeirra nú í vikunni. Líknarsjóðir hafa verið til hjá mörgum söfnuð- um og yfirleitt verið notaðir til að aðstoða illa stadda á aðvent- unni. Víða stendur nú til að breyta hlutverki þeirra, þannig að hægt sé að hjálpa fólki á öðrum árstím- um. Annars staðar er verið að safna í sérstaka hjálparsjóði og má til dæmis nefna Dómkirkju- söfnuð þar sem fundað var á þriðjudag um fyrirkomulag að- stoðar. Framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar, Jónas Þórisson, kom á fund presta á mánudag og rætt var hugsanlegt samstarf um aðstoð við fólk í þrengingum. Söfnuðirnir sjálfír eiga að sögn séra Jakobs Hjálmars- sonar Dómkirkjuprests best með að veita sóknarbömum bráðaaðstoð, en umfangsmeiri vandræði verða tíðum betur leyst hjá Hjálparstofnun eða öðrum sem hlut gætu átt að máli. Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisher- inn, Rauði krossinn og Hjálparstofn- un kirkjunnar veita efnalitlu fólki sem fyrr aðstoð fyrir jólin, en nú hafa þessar stofnanir sameinast um að deila út 5.000 króna matarkortum til að versla fyrir í stórmörkuðum. Útdeilt hefur verið úr líknarsjóði Árbæjarkirkju á þessum árstíma um árabil og segir séra Guðmundur Þor- steinsson dómprófastur að aðstoð sé veitt mun víðar. Til dæmis í Grafar- vogi, Laugameskirkju og Hjallasókn í Kópavogi. í Árbæjarsókn hafi verið reynt að hjálpa fólki'sem orðið hafi fyrir þungum áföllum; missi fyrir- vinnu eða alvarlegum slysum. Prestar finni að nú sé þörfin brýnni en áður. Séra Karl Sigurbjörnsson í Hall- grímskirkju segir stefnt að því að breyta líknarsjóði kirkjunnar þannig að hægt verði að veita fólki sem kom- ið er í þrot úrlausn árið um kring. í Breiðholtskirkju verður farið að safna í hjálparsjóð næsta sunnudag og segir séra Gísli Jónasson að lík- lega verði leitað samstarfs við verslun um afslátt af matarinnkaupum. I Dómkirkjunni hefur verið stofn- aður hjálparsjóður og leitað eftir framlögum tvo undangengna sunnu- daga. Safnaðarsjóður kirkjunnar mun jafnframt styrkja hjálparsjóðinn. Prestum Dómkirkjunnar er ætlað að úthluta illa settum sóknarbörnum úr sjóðnum, án þess að bíða umfjöllunar sjóðsstjórnar eins og gildir um líknar- sjóð kirkjunnar. Ákveðið hefur verið í safnaðar- stjóminni að setja saman innkaupa- lista nauðþurfta sem duga ættu móð- ur með tvö böm í viku. Séra Jakob Hjálmarsson segir að miðað verði við 4.000 krónur í hvert skipti, traust fólk úr söfnuðinum muni fara og kaupa inn þegar þarf og koma matn- um heim til fólks. „Ef fólk í örbirgð leitar til okkar og við sjáum að það þarf snarar hend- ur getum við nýtt hjálparsjóðinn," segir séra Jakob. „Við munum leita leyfís fólks til að grennslast fyrir um hag þess, þannig að ljóst sé að hjálp- ar sé þörf og reyna að aðstoða fólk í samskiptum við opinberar hjálpar- stofnanir, ræða við félagsmálafull- trúa og Tryggingastofnun." í dag verður miðbærinn fullur af fólki, fallegum skreytingum, jólasveinum, söngvurum, leikurum o.fl. o.fl. Söguleikur miðbæjarins ífullum gangi og gjafirnar í Geysisglugganum. 100 ára lystikerra ekur um bæinn með farþega frá kl. 13.30 til 15.30. Auk þess nær lystikerran í Stekkjastaur í Þjóðminjasafnið og ekur honum um bæinn. Kl. 14.00 Jólasveinamir koma, ganga um bæinn, syngja jólalög, leika við börnin og líta í búðir. Kl. 15.00 Upplestur úr nýjum bókum í nýja, gamla Sögufélagshúsinu í Fischersundi. Kl. 15.00 Grýla leikur á als oddi í porti Hlaðvarpans. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg flytja lög af nýútkominni hljómplötu. Kl. 15.10 Lúðrasveit verkalýðsins. Kl. 15.30 KórVesturbæjarskóla gengur um götur og syngur jólalög. _ Kl. 16.00 Kórog hljómsveitfrá Mosfellsbæflytur jólalög. Allar nánari upplýsingar á Aðalstöðinni 90.9 kl. 11.00 OPIÐ FRÁKL. 10-18 /er-/S v-Momin í b&m MIÐBÆJARFÉLAGIÐ GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lœkjartorgl. ULLARHUSIÐ Aðalstræti 4 — Tel.: 2 69 70 Reykjavík — lceland (HLAÐVARPINNl Vesturgötu 3 LITSEL Austurstræti 6 TOMMA hamborgarar uciSartorgi PARÍSARbúðin AUSTURSTRftTI 8 SÍMI M2M Gujfeka Dúoir^M Fischersundi Austurstræti 1 9Mf9M AÐALSTÖÐIN Aðalstræti 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.