Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 22

Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Vorum að fá stórglæsilega sendingu af sófasettum og hornsófum í leðri. Margir litir. Obreytt verð. Opib laugardagfrá kl. 10-18. Sunnudagfrá kl. 14-17. Yálhúsjiögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. / / / • / / IJOLAUMBUÐUM A JOLAVERÐI I JÓLAKOKURNAR, JOLAMATINN OG JOLAGOTTIÐ! Vímuefni o g heil- brigðisþj ónusta eftirHannes Pétursson í umræðu um nauðsynlegan nið- urskurð ríkisútgjalda hafa stjórn- völd meðal annarsjagt til að með- ferðaraðstaða SÁÁ verði skert og að Vífilsstaðadeild geðdeildar Landspítala verði lokað. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að áfengis- og sérstaklega annar vímuefnavandi hefur farið hratt vaxandi hér á landi undanfarin ár. Forsvarsmenn SÁÁ og geðdeildar Landspítala, þeir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir, og Tómas Helgason, prófessor, rituðu ítarlega grein hér í blaðið í síðustu viku og færðu veigamikil fagleg rök fyrir því, að fallið yrði frá framangreind- um tillögum um niðurskurð á með- ferðarúrræðum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Sérhæfð meðferð Vímuefnaneysla ræðst alla jafn- an af samspili flókinna þátta, þar sem hæst bera vímuáhrif viðkom- andi efna, persónugerð neytandans og samfélagsaðstæður. Meðferðar- úrræði fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga hér á landi eru að mörgu leyti ákjósanleg. Komin er veruleg reynsla á samverkun meðferðar- stofnana SÁÁ þar sem kostir fijálsra félagasamtaka eru hag- nýttir og hins vegar vímuefnaskor- ar geðdeildar Landspítala, sem byggir á áratuga reynslu í þessum efnum. Það virðist stundum gleym- ast í umræðunni um vímuefni, að geðsjúkdómar og vímuefnaneysla fara mjög oft saman hjá viðkom- andi einstaklingi og þarfnast sér- hæfðrar meðferðar ef árangur á að nást. Um nokkurra ára bil stóð hið opinbera hér á landi að hluta undir kostnaði vegna utanferða íslend- inga á meðferðarstofnanir fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga er- lendis. Rökin fyrir þeim ferðum voru oftast þau að hér skorti viðeig- andi meðferðaraðstöðu og/eða að nauðsynleg sérhæfing væri ekki til staðar. Var þá einkum átt við að sú aukning sem átti sér stað í vímu- efnaneyslu hérlendis á stuttum tíma krefðist sérhæfðari meðferð- arúrræða. Flestir gerðu sér ljóst að íslendingar sjálfir yrði að bæta úr þessu og fyrir nokkrum árum hætti íslenska ríkið að mestu að styrkja ferðir einstaklinga til með- ferðar erlendis á þessu sviði. Áframhaldandi öflug starfsemi SÁÁ er nauðsynleg og Vífilsstaða- deild geðdeildar Landspítalans er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa sérhæfða meðferð, einkum þar sem alvarlegir geðsjúkdómar eru samfara áfengis- og vímuefna- neyslu. Vímuefni og afbrot Þegar rætt er um áfengi og önn- ur vímuefni er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hve víðtækur vandinn getur verið, eins og sést m.a. í samverkandi þætti áfengis í slysum, líkamlegum og geðrænum sjúkdómum, vinnutapi og fleiru. Utleysandi þættir áfengis og ann- arra vímuefna í afbrotum, einkum ofbeldisafbrotum, eru augljósir. Fræðilegar rannsóknir hér á landi sem og annars staðar hafa sýnt fram á þýðingu áfengis og á seinni árum annarra vímuefna í þessu sambandi. Þó áfengi og önnur vímuefni séu alls ekki einu orsaka- valdarnir í afbrotum, þá hefur ver- ið sýnt fram á fylgni milli heildar- áfengisneyslu annars vegar og al- varlegra ofbeldisbrota hins vegar. Hér á landi, eins og meðal ná- grannaþjóða, eiga sér nú stað örar og að sumu leyti ógnvænlegar breytingar, sem kalla á ákveðin og skipuleg viðbrögð, m.a. í heilbrigð- is-, dóms- og menntamálum. Við getum lært að vissu marki af reynslu útlendinga í þessum efnum, en verðum í flestu að aðlaga að- gerðir íslenskum aðstæðum. Rannsóknir og forvarnir Meðferð og endurhæfing áfeng- is- og vímuefnasjúklinga hefur Afmœtistw" e sein gilclir úi deseniber! Stingsagir - borvélar o Rafhlöðuvél BSE 7,2 Verð áður: 16.086 kr. Verð áður:17.055 kr. Verð nú: 12.798 kr. Verð nú: 14.498 kr. ~T1 Borvél SB2E 650R Kapaltromla VK 43S12M Ný vél - gamalt verð Verð: 13.798 kr. Verð áður:2.285 kr. Verð nú: 1992 kr. BRÆÐURNIR fe. T ?T|7 p»i Lágmúla 8-9. Sími 38820 Hannes Pétursson „Áframhaldandi öflug starfsemi SAA er nauð- synleg og Vífilsstaða- deild geðdeildar Land- spítalans er algjör for- senda þess að hægt sé að þróa sérhæfða með- ferð, einkum þar sem alvarlegir geðsjúkdóm- ar eru samfara áfengis- og vímuefnaneyslu.“ gjarnan einkennst af nokkurri svartsýni á árangur og vist er að einstaklingar veikjast oft aftur. Eins og fram kemur í grein þeirri er getið var hér að framan virðist meðferðarárangur hér á landi þó mjög viðunandi. Þekking á eðli og orsökum vímuefnaneyslu hefur far- ið vaxandi á undanförnum árum og nú hillir undir sértækari og virk- ari meðferð. Raunhæfasta leiðin til að takast á við áfengis- og vímu- efnavandann er að efla fræðilegar rannsóknir, sérhæfða meðferð, kennslu heilbrigðisstarfsmanna og forvamir. Við þær aðstæður sem nú er við að glíma ber að efla geð- heilbrigðisþjónustu og að tryggja áframhaldandi rekstur Vífilsstaða- deildarinnar og sjúkrastöðva SÁÁ. Höfundur eryfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans og dósent í læknadeild Háskóla íslands. Hann eríhópi sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í áfengis- og vímuefnamáium. ♦ ♦ ♦----- Tíu sækja um stöðu hér- aðsdómara TÍU manns hafa sótt um stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómsmálaráðu- neytið bíður niðurstöðu um- sagnarnefndar um umsækjend- ur, en I nefndinni eiga sæti full- trúar Dómarafélags íslands, Lögfræðingafélags íslands og Hæstaréttar. Niðurstöðu umsagnarnefndar er að vænta á næstu dögum, sam- kvæmt upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu. Þeir sem sóttu um eru: Bjarni Stefánsson, deild- arlögfræðingur hjá Lögreglu- stjóraembættinu, Gréta Baldurs- dóttir, deildarstjóri hjá Sýslu- manninum í Reykjavík, Halla Backmann Ólafsdóttir, héraðs- dómsfulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ingveldur Þ. Einars- dóttir, héraðsdómsfulltrúi við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, Jón Finn- björnsson, aðstoðarmaður hæsta- réttardómara, Jónas Jóhannsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Vestfjarða, Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, og Skúli Pálmason hæstaréttarlögmaður. Tveir umsækjendur óskuðu nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.