Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 24
24 MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Hljóðhönnun Hallgrímskirkj u eftir Gunnar H. Pálsson Brátt rennur upp sú stóra stund að hið glæsilega orgel Hallgríms- kirlq'u stendur fullgert og verður vígt. Margir hafa beðið þessa atburð- ar sem telja verður til hinna merkari í íslenskri tónlistarsögu. Fyrirhugað er að vígsla orgelsins fari fram 13. des. nk., en smíði þess hófst fyrir réttu einu ári. Er það undravert að smíði, uppsetning og stilling á svo margbrotnum hlut skuli ekki taka lengri tíma. Allt þetta ár, samhliða smíði org- elsins, hefur verið unnið kappsam- lega að hönnun á lokafrágangi kirkjuskipsins sem að miklu leyti hefur verið tengd endanlegum hljóm- burðaraðgerðum sem frestað var þegar kirkjan var vígð og tekin í notkun árið 1986. Ekki var unnt að draga þær að- gerðir lengur, þar sem stilling („inton- ering") orgelsins er háð því að kirkju- skipið sé endanlega frágengið og ómtímanum ekki breytt frekar. Still- ing þessa mikla hljóðfæris tekur á þriðja mánuð og því mjög erfítt og kostnaðarsamt að endurstilla það væri ómtíma kirkjunnar breytt. Að- eins munu vera örfáir menn í heimin- um, sem geta annast þetta verk. Arkitekt kirkjunnar, Guðjón Samúelsson, gerði teikningar af kirkjunni kringum árið 1940 og haf- ist var handa við bygginguna árið 1945. Sérteikningar af innanhússfrá- gangi frá hendi Guðjóns voru ekki til og má því líta á teikningar hans af kirkjunni sem bygginganefndar- teikningar, sem eftir var að útfæra. Allar vinnuteikningar arkitekta hafa verið unnar af embætti Húsa- meistara ríkisins, eftir lát Guðjóns 1950, í samvinnu við verkfræðinga kirkjunnar og safnaðarstjóm. Þar hafa því margir komið við sögu á löngum hönnunar- og byggingar- tíma. Eins og eðlilegt má teljast kemur ekki neitt fram á teikningum Guð- jóns sem gefur til kynna að sérstak- lega hafi verið hugað að hljómburði í kirkjunni enda ekki um vinnuteikn- ingar að ræða og engir hérlendis sem unnt var að leita til með útreikninga eða ráðgjöf um efnisval á þeim tíma. Á ýmsum gömlum blaðagreinum má þó sjá að málið hefur verið rætt af íslenskum tónlistarmönnum, sem voru á einu máli um að hljómburður- inn yrði að vera góður, án þess þó að skilgreina það nánar. Stórar gotneskar kirkjur erlendis sem reikna má með að hafí verið hafðar til hliðsjónar eru allar með langan ómtíma (allt að 8-10' sek.). Þær eru þó flestar með afar óreglu- legum eða brotnum flötum og oft mikið um útflúr, sem dreifir hljóði vel. í hinum stóru erlendu kirkjum fara athafnir fram með orgelleik, söng eða tónun, sem þarf að viðhafa svo boðskapurinn sem fluttur er kom- ist til skila. Þessar kirkjur voru byggðar úr mjög þykkum steinhleðsl- um og eru útveggir óeinangraðir. Veðurfar er hlýrra þar en hérlendis, auk þess sem þykkir steinveggir eru betur hitaeinangrandi og hafa meiri varmageymd en 20 sm steinsteyptir veggir. Hús, sem byggð eru á íslandi, þurfa upphitun og útveggir verða að vera hitaeinangraðir. Kirkjan er hita- einangruð að innan og því verulega frábrugðin hinum stóru kirkjum er- lendis hvað innfleti varðar, og þurfti þetta sérstakrar athugunar við. Eftir að tum kirkjunnar hafði ver- ið byggður í fulla hæð árið 1973 var farið að huga að uppsteypu sjálfs kirlcjuskipsins. Þá var jafnframt haf- ist handa við hönnun hljómburðarins. Gerðar voru frumtillögur að hljóm- burðaraðgerðum og sett formlega fram markmið, sem stefnt skyldi að. Fyrstu hugmyndir um hljómburð mótuðust mjög af því að hérlendis vantaði tónlistarhús til flutnings allra almennra tónverka. Margir litu því hýru auga til Hallgrímskirkju sem lausn á þessum vanda, og var talað um ómtíma 2-2,5 sek. í því sam- hengi. Má í því sambandi benda á ýmsar frægar kirkjur af svipaðri stærð og Hallgrímskirkja sem hafa ómtíma á þessu bili. Jafnvel var ríiinnst á breytilegan ómtíma. Þessi markmið hafa breyst og þró- ast á þem tíma sem liðinn er og ætíð hefur verið náin samvinna við arkitekta, orgelleikara kirkjunnar og fleiri aðila til að ákvarða það mark- mið sem stefnt skyldi að og þætti ásættanlegt. Mjög fljótlega var tekin ákvörðun um að ómtíminn skyldi miðast við flutning orgelverka og kórsöng. Sú ákvörðun ásamt stærð lýmisins hafði í för með sér að töluðu máli yrði að koma til skila um hátal- ara með seinkunarbúnaði. Síðan kirkjan var tekin í notkun 26. okt. 1986 hefur margt verið rætt og ritað um hljómburð Hall- grímskirkju sem því miður var oft byggt á vanþekkingu um byggingar- stig kirkjuskipsins, en segja má að kirkjuskipið hafi verið þar til nú ný- verið aðeins tilbúið undir tréverk. Þegar sú ákvörðun var tekin 1985, að hefjast handa við innanhússfrá- gang svo taka mætti kirkjuna í notk- un var ákveðið að ganga frá einangr- un og múrhúðun útveggja og hvelf- inga ásamt flísalögn á gólf, gleijun og hitakerfi. Lögð var áhersla á að Ijúka endanlega þessum verkþáttum, og aðeins skyldi framkvæma hljóm- burðaraðgerðir sem tengdust þeim en annað látið bíða betri tíma. Gerðar voru tilraunir á efni, sem áður var áætlað að nota sem loka- áferð innflata. Á grundvelli þeirra tilrauna var tekin ákvörðun um ann- að yfirborðsefni, sem betur hentaði. Þá var einnig í samræmi við ómtíma- útreikninga tekin ákvörðun um efni- sval fyrir útveggi. Múrhúðaðir fletir til hliðar við ofna voru gerðir ósam- síða. Veggir í kór voru á þeim tíma endanlega frágengnir. Ólík efni og efnisþykktir voru valin til að ná fram .betri dreifingu hljóðísogs fyrir lág- tíðni. Aðalástæða þess að ekki var unnt að halda áfram árið 1986 var fjárs- kortur. Ýmsar tillögur lágu þó fyrir um framhaldsaðgerðir, en þeir sem málið varðaði voru ásáttir um að gefa sér rýmri tíma meðan verið var að koma sér saman um endanleg markmið og þróa hugmyndir. Ekki lá þá heldur fyrir endanleg ákvörðun um stærð og staðsetningu orgels. Orgelhönnuðir sem rætt hafði verið við töldu ráðlegt að bíða með frekari hljómburðaraðgerðir þar til nánari upplýsingar lægju fyrir um orgelið. Óttuðust þeir m.a. að ómtími kirkj- unnar yrði of stuttur, og lögðu mikla áherslu á verulega lengri ómtíma en stefnt var að. Af þessum sökum hefur hljóm- burður kirkjunnar ekki vefið eins og skyldi. Því miður hafa þeir, sem ekki þekkja til, gefið sér það að frágangi kirkjunnar væri lokið og miðað um- ræðu sína við það. Hörður Áskelsson orgelleikari hefur þó gert góða grein fyrir stöðu þessara mála í blaðagrein- um og viðtölum en mál hans hefur ekki komist nægilega vel til skila. Þegar um er að ræða jafn stóran sal og aðalskip Hallgrímskirkju, sem nota á jöfnum höndum til guðsþjón- ustu- og tónleikahalds eru skiptar skoðanir á því hver ómtíminn ætti að vera. Ýmsir töldu hættu á að ómtíminn yrði of stuttur þegar allt væri frágengið og'orgelið uppsett. Eins og áður er getið var snemma á hönnunartímanum stefnt að því að ómtíminn yrði miðaður við flutn- ing orgelverka og sambærileg verk, og að hann yrði sem næst 3,5 sek. á sem breiðustu tíðnisviði, en þó lengri fyrir lágtíðni og styttri fyrir hátíðni. Jafnframt var álitið nauð- synlegt að hafa bólstraða bekki, þannig að ómtíminn væri að mestu óháður fjölda kirkjugesta. Þegar kirkjan er fullsetin verður þó ekki hjá því komist að ómtíminn lækki nokkuð. Við frekari skoðanir og að ráðum ýmissa aðila, þar á meðal orgel- smiða, varð niðurstaðan sú að stefnt skyldi að ómtíma, sem væri urn 4,5 sek. og hafa hljómburðaraðgerðir Gunnar H. Pálsson „Það er því von þeirra sem hlut eiga að máli að kirlgugestir og flytj- endur taiaðs máls og tónverka geti héðan í frá verið ánægðir með þann árangur sem náðst hefur, því auk prédikana býðst hér að hlusta á stærsta og full- komnasta konsertorgel á íslandi og þó víðar væri leitað. Ekki eru líkur á því að sambæri- legt hljóðfæri verði byggt á íslandi í fyrir- sjáanlegri framtíð.“ verið miðaðar við það og jafnframt tekið mið af ómtímamælingu í tómri kirkju eftir að hún var vigð í október 1986. Þegar ómtími er eins langur og hér um ræðir, krefst það þess að töluðu máli sé komið til skila gegnum magnarakerfi og hátalara með seink- unarbúnaði, eins og áður er getið. Hátalarar þurfa að vera af réttri gerð og halla rétt að áheyrendum, svo þeir skili hlutverki sinu eðlilega og beint hljóð frá þeim nái ekki að endurkastast frá hörðum flötum, heldur lendi á áheyrendum. Lokastill- ing slíks kerfis er háð ómtíma rýmis- ins, svo ekki hefur verið unnt að stilla kerfið endanlega fyrr en nú, að hljómburðaraðgerðum er lokið. Ýmis önnur hljóðkerfi hafa komið fram hin síðari ár, sem eiga að skila töluðu máli betur en það kerfi sem valið var, en þau eru margfalt dýrari. Má þar t.d. nefna kerfi þar sem hátalar- ar eru innfelldir í sjálfa bekkina. Þá hefur verið komið fyrir loftneti sem sendir talað mál inn á tæki fyrir heymardaufa. Hafa ber í huga að hönnun á hljómburði í hús eins og Hallgríms- kirkju kostar mikla og nána sam- vinnu við arkitekta og ýmsa aðra aðila, sem málið varðar. Fara þurfa saman ísogseiginleikar, útlit og notk- unargildi. Tillögur ganga milli aðila áður en allir verða ánægðir, eða í það minnsta sæmilega sáttir. Þá þarf einnig að meta aðgerðir með tilliti til kostnaðar þar sem að- gerðir sem þessar hafa að jafnaði verulegan kostnað í för með sér. Þær hljómburðaraðgerðir sem ráð- ist hefur verið í hafa verið vel undir- búnar, m.a. með mælingum á ísogs- eiginleikum ýmissa þeirra efna eða hluta sem notaðir hafa verið. Niður- stöður mælinganna hafa stuðlað að markvissari hönnun bg því ekki þurft að endurvinna verk. Við hljómburðarhönnun þarf að skoða ýmis fleiri atriði en ómtímann, þó hann sé mjög stór þáttur máls- ins. Þar má til nefna jafna dreifing hljóðs og hindrun samþjappaðs hljóðs og hæfilegt endurkast flata. Útiloka þarf bergmál og standbylgjur milli samsíða flata, gæta að styrkleika, rýmd, og varma auk fleiri atriða. Lokaaðgerðir hafa verið þessar helstar: Smíðaðir voru bekkir með bólstr- aðri setu og baki fyrir um 500 gesti. Eins og aðrar innréttingar kirkjunn- ar eru bekkirnir hannaðir af emb- ætti húsameistara ríkisins en gerð bólstrunar og magn ákveðin með til- liti til hljómburðar. Þess má geta að bekkir eru hannaðir þannig að unnt er að snúa sér að orgeli eða altari, eftir þvi hvað fram fer í kirkjunni. Smíðaðir voru raufaflekar og hengdir í loft á hliðarskipum. Settir voru skermar yfir ofna á langhliðum, með sama skásniði og veggir til hliðar við þá. Settur var teppisrenningur langs- um eftir miðju kirkjugólfi til að hindra truflun frá gönguhljóði. Ýmislegt fleira hefur verið gert, svo sem að setja skerma á kór- veggi, og hljóðdeyfa rými á 2. hæð umhverfis bakhlið orgels. Þetta rými er tengt kirkjuskipi meðfram orgeli og með tveim 15 m2 opum til hliðar við orgel. Arkitektum þótti eðlilegra að hafa þessa fleti opna og tengja rýmið sjálfu kirkjuskipinu í stað þess að loka opunum með gleri sem virt- ist vera heppilegra m.t.t. hljómburð- arins. Ekki er þó að heyra að þetta komi að sök. Þá má geta þess að hannaður var °g byggður 10 m hár glerveggur sem myndar bakhlið orgelsins og endurk- astar hljóði fram í kirkjuna. Valinn var glerveggur eftir að ýmsir aðrir möguleikar höfðu verið skoðaðir. Þannig má sjá innviði orgelsins aft- anfrá. Veggurinn er hannaður þann- ig að orgel og veggur mynda eina heild þótt hann sé íslensk hönnun og smíð, en orgelið þýskt. Þessi lausn er skemmtileg nýjung, sem ekki er þekkt annars staðar frá og hafa org- elsmiðir lýst ánægju sinni með hana. Hafa verður í huga að í sal sem þessum verða aðeins flutt tónverk, sem krefjast langs ómtíma, svo sem orgel- og söngverk ýmiskonar. Vönt- un hefur verið á slíku húsi hér á landi og bætir Hallgrímskirkja þar úr brýnni þörf. Þegar hið nýja tónlistarhús er ris- ið við höfnina munu þessi tvö tónlist- Ný Dögun Fimm ára afmæli - Af- mælishátíð á sunnudag SAMTÖK um sorg og sorgarviðbrögð voru stofnað í Reykjavík þann 8. desember 1987, sem síðar hlutu nafnið Ný Dögun. Á þessum tíma- mótum er efnt til afmælishátíðar í Víkingasal Hótels Loftleiða sunnu- daginn 13. desember nk. kl. 15-18. Ölium aðstandendum og velunnur- um Nýrrar Dögunar er boðið tii þessa fagnaðar. Samtökin hafa á starfstíma sínum unnið að því að styðja syrgjendur og þá, sem vinna að velferð þeirra, með því að: Efna til almennra fræðslufunda og samverustunda, veita þá upplýsingaþjónustu sem auðið er á hveijum tíma, vinna að stofnun stuðningshópa, greiða fyrir samskiptum stuðningsaðila og syrgj- enda, standa fyrir námskeiðahaldi og þjálfun stuðningsaðila og efla almenna fræðslu um sorg og sorgar- viðbrögð í fjölmiðlum og sem víðast á opinberum vettvangi. Meðlimir Nýrrar Dögunar eru nú á fimmta hundrað en ennfremur eru starfandi sorgarsamtök víða annars staðar í landinu, Samtökin sinna ekki einvörðungu þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis, heldur einnig þeim sem líða vegna annars missis, svo sem vegna skiln- aðar, skerðingar á líkamsímynd o.s.frv. Ný Dögun hefur gefið út fræðslu- efni fyrir syrgjendur og vill veita stuðning í sem víðustum skilningi. Opnu hús samtakanna, námskeið, námstefnur og fyrirlestrar hafa ver- ið fjölsótt. Starfsemi samtakanna hefur teygt arma sína víða um land. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.