Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 26

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Kreppa kjarksins eftir Friðrik Daníelsson Að undanfömu hefur maður gengið undir manns hönd að sann- færa íslendinga um að skollin sé á hin hatrammasta kreppa og að at- vinnulíf landsins sé búið að vera. Fréttir hljóða uppá aflasamdrátt, gjaldþrot stórra atvinnufyrirtækja, vaxandi atvinnuleysi og aukna glæpi. Ríkisstjóm og vinnumarkaðs- samböndin leggja nótt við dag að móta efnahagsaðgerðir sem mættu bjarga því sem bjargað verður. Mynduð kreppa En sannleikurinn er hinsvegar sá, að þó samdráttur sé víða tilfínn- anlegur, er hér engin kreppa og geta landsmenri vel við unað miðað við mörg nágrannalönd þar sem allt er á niðurleið, atvinnuleysi komið yfir 10% og vaxandi, stórfyrirtækin loka einni verksmiðju af annarri o.s.frv. Atvinnuleysið hér er eitt hið minnsta sem þekkist í Evrópu. Sjaldan hefur verið flutt á land eins mikið magn af físki (þó verðmætið hafi verið meira áður). Stjórnmála- mönnum okkar, sem fáir hafa haft trú á, hefur meira að segja tekist að ná tökum á lykilþáttum efna- hagslífsins, svo sem verðbólgunni, og er með vissum árangri verið að stinga á hinum kýlunum, þar má nefna fyrst og fremst fimbuleyðslu ríkisins. Og vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd hefur upp á síðkastið verið hagstæðari en oft áður. Vissulega er samdrátttur á mörg- um sviðum atvinnulífsins, því er ekki að neita. En sá kreppuhugs- unarháttur sem lagst hefur yfír land og þjóð er miklu meiri en sem svar- ar samdrætti efnahagslífsins. Það er kjarkur íslendinga til að lifa sjálf- stæðu menningarlífi af eigin hugsun og verkum, sem kominn er í kreppu: Kreppu kjarksins. Örþrifaráð Og nú er svo komið að menn eru famir að hugsa til örþrifaráða til þess að bjarga landsins hag og þjóð- ar. Ýmsir halda að okkar hag sé best borgið með að láta stjóm eigin mála sem mest af hendi til ein- hverra bandalaga af því að við get- um hvorki stjómað eigin málefnum né höfum bolmagn til þess að lifa 'sómasamlegu lífi af kostum eigin lands og miða. Og nú þegar hin Norðurlöndin, eftir áratuga sukk ríkisbáknsins og uppeldis tveggja kynslóða styrk- þega, sem hvorki kunna né vilja bjarga sér sjálfir, flýja hvert á fæt- ur öðm í faðm Evrópubandalagsins, heyrast hér raddir um að íslending- ar ættu að ganga í Evrópubandalag- ið. Umræðumar um EES-málið hafa líka borið keim af þessum örþrifar- áðahugsunarhætti og gæti illa farið ef emnn gæta sín ekki. Þó að EES- samningurinn hafí ýmsa kosti í för Fríðrik Daníelsson með sér gæti hann rústað miklum hluta atvinnulífsins og fengið okkur evrópskt atvinnuleysisstig auk gíf- urlegs reglugerðarfargans og skrif- stofukostnaðar. Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur Eftir Jónínu Leósdóttur. Rósa Ingólfsdóttir er orðin þjóðsaga í lifanda lífi. Hún hef- ur haft kjark til þess að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum hispurslaust og oft hefur hún valdið bæði úlfaþyt og pilsaþyt fyrir bragðið. í bókinni, þar sem Rósa segir frá óvenjulegu lífshlaupi sínu, dregur hún ekkert undan. Hún fjallar um feril sinn sem leik- kona, söngkona, myndlistar- maður og sjónvarpskona. Harmur/ ást og erfið lífsbar- átta koma einnig við sögu svo og samferðarmenn sem Rósa segir álit sitt á án þess að draga nokkuð undan. Og álit sitt lætur Rósa óhikað í Ijós, hvort heldur er á kyn- lífi og körlum, konum og kökum, kommum og krötum, læknum og lyfj- um. Umfram allt; Rósa Ingólfsdóttir kemur til dyranna eins og hún er klædd! Góð bók frá Fróða IRÓDI BÓKA & BI AÐAÚTGÁFA „Vissulega er samdrátt- ur á mörgum sviðum atvinnulífsins, því er ekki að neita. En sá kreppuhugsunarháttur sem lagst hefur yfir land og þjóð er miklu meiri en sem svarar samdrætti efnahags- lífsins. Það er kjarkur Islendinga, til að lifa sjálfstæðu menningar- lífi af eigin hugsun og verkum, sem kominn er í kreppu: Kreppu kjarksins.“ Keyrir um þverbak Og nú hefur keyrt um þverbak: Með borgarstjóm Reykjavíkur í broddi fylkingar ætla menn nú að selja fallvatnsorkuna, sem veita á bömum okkar og bamabömum at- vinnu, beint úr landi gegnum sæ- streng til Evrópu. Hafa menn í hyggju að athuga með sölu 1.000 megawatta fyrst, en hugur margra stendur til 200 MW. Þetta er obbinn af öllu virkjanlegu vatnsafli á ís- landi. Vonast einhverjir til að fá tekjur upp á svo sem 40 milljarða útúr þessum 2000 MW, sem er kannski helmingur af því sem bara sjávarútvegurinn gefur okkur þegar í dag. Reykjavíkurborg telur sig fá ein þrjúhundruð verksmiðjustörf út úr dæminu, þó aðeins í vissan tíma. Sá hængur er á að að hver 1.000 MW kosta með virkjunum eitthvað um 250 milljarða króna sem er álíka fé og bundið er nú í öllum sjávarút- vegi og virkjunum landsmanna til samans! Og 2.000 MW ævintýri tvö- falt það. Hver 1.000 MW sem við gætum selt væru þó aðeins týra í ljósaflóði Evrópu, svipað og einn kjamakljúf- ur, en bara á Bretlandseyjum eru tugir slíkra, meira að segja í Svíþjóð eru á annan tug kjarnakljúfa, og þá eru ótalin stóru lönd Evrópu eins og Frakkland og Þýzkaland. En með 2.000 megavöttum gæt- um við kynt svo sem eins og hálfan tug Keilisnesálvera eða rúmlega það og veitt tugþúsund manns vinnu beint og óbeint og meir en tvöfaldað útflutningstekjur landsins.! Vandamálið Og þá er komið að kjama máls- ins, og hann er þessi: Helsta efna- hagsvandamál íslendinga er það að okkur hefur ekki tekist að nýta or- kulindir landsins til atvinnusköp- unar sem skyldi. Lítið hefur verið framkvæmt undanfarinn aldarfjórð- unginn (að frátöldum minni verk- efnum með Jámblendiverksmiðjunni og Steinullarverksmiðjunni), eða frá því að Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn og ÍSAL vom byggð. Þessi tvö góðu fyrirtæki hefðu átt að vísa okkur veginn inn í framtíðina. Við emm búin að missa dýrmætan tíma. Það er ekki ástæða til að grípa til örþrifaráða eins og að leggja hund til Evrópu, ekki ennþá. Ámar fara ekkert í burtu. Það er mikið af orkuiðjufyrirtækjum út um allan heim sem myndu vilja starfa með íslendingum sé rétt á málum haldið. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að gerast virkari þátttakendur með því að íslendingar fjárfestu eitthvað sjálfir í orkuiðnaði. Þar er margt '&teá í tilefni af 50 ára afmæli fyrir- tækisins bjóðum við iOÍJ&3 vörur á afmælistilboði út þessa viku. NÝBÝLAVEGUR 12, sími 44433.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.