Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 27
annað en ál sem kemur til greina, mun minni fyrirtæki. Og fjárfesting- arþátttaka Islendinga þyrfti ekki að vera stór til að byija með, en þátt- taka samt. Þó illa ári hjá mörgum orkuiðnaðarfyrirtækjum Vestur- landa núna er ekki ástæða til að missa kjark og þolinmæði, nota má tímann betur til undirbúnings og athugana. Það þarf að herða róðurinn Menn þurfa að herða róðurinn í leit að orkunýtingarverkefnum, ég er viss um að Reykjavíkurborg muni ekki láta sitt eftir lgigja þar. Eins og menn vita á Reykjavíkur- borg eitt mesta þjóðþrifafyrirtæki íslandssögunnar, Hitaveit'u Reykja- víkur, og auk þess góðan hlut í Landsvirkjun. Borginni er því í lófa lagið að leggja lóð á vogarskálina til vitrænnar nýtingar orku til iðnað- ar. Og meðan verið er að leita að nýjum orkunýtingarkostum gætu menn notað aurana sína til þess að nýta þá raforku sem ónotuð er í raforkukerfinu. Hverflarnir við há- lendisbrúnina standa margir kyrrir og bíða eftir verkefnum en safna vöxtum. Frekar en að gera ekki neitt gætu menn til dæmis reynt að bjóða gróðurhúsaeigendum lýs- ingarrafmagn á góðu verði meðan birgðir (les afkastageta) endast, eða togurum sem kynda ljósavélar inná höfnum. Hvemig væri að ráða sölu- menn, eins og önnur fyrirtæki gera, sem færu í fyrirtæki og reyndu að selja þeim meiri orku á því verði sem þau geta borgað? Kannski væri bara best að láta Aflvaka, þróunarfélag Reykjavíkurborgar, hafa þessar litlu 20 milljónir sem fara eiga í hundana (þeir eru tveir, hver 500 MW). Við þurfum ekki að missa kjarkinn Sjávarútvegurinn er ennþá kröft- ugur og vaxtarbroddarnir margir. Eftir er að nýta hvalina, hákarlinn, selinn, ígulkerin og fleira og fleira. En íslendingar eru ekki bara fiski- þjóð, við erum líka orkuiðnaðarþjóð þó uppbyggingin hafi gengið hægar en efni stóðu til. Menn ættu að hefj- ast handa um að innræta ungum íslendingum þessa stöðu okkar og búa þá undir að nýta orkuna sér til verks. Þó Reykjavíkurborg hafi efni á að leggja einar 20 milljnir í athugun tel ég það hinn mesta óþarfa þar eð sama er hvað sú hagkvæmniat- hugun segir, fallvatnsorkuna þarf að nýta til atvinnu innanlands. Einn- ig er óþarfi að stuðla að því að ágæt erlend fyrirtæki eyði fé í at- huganir sem hafa aðeins „háskóla- legt“ gildi. Svo vill líka til, að innan borgarstjórnarinnar sjálfrar er fólk sem hefur þekkingu til að átta sig gjörla ám álinu og forsendum þess, þeirra ráð kosta borgina ekki neitt. Ég legg til að borgarstjórn Reykjavíkur endurskoði afstöðu sína strax og leggi ekki frekari drög að því að fallvatnsorka landsins fari í hundana. Höfundur er efnaverkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 „,2'í --------------------n;-:vl~rTriv‘rU rr V í.‘ • n'Ul*- -----------------------------------:----------Her- Aðventukvöld í Keflavíkur- kirkju AÐ VENTUK V ÖLD verður í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 13. desember kl. 20.30. Einsöngvar- arnir Dagný Jónsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Böðvar Þ. Páls- son, Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlingsson syngja. Fjórir kórar koma fram. Kór Keflavíkurkirkju, Bamakór Kefla- víkurkirkju undir stjórn Einars Arnar Einarssonar, Kór eldri borgara á Suðurnesjum undir stjórn Hlífar Káradóttur og The Youth Gospel Choir frá Keflavíkurfiugvelli. Flutt verður tónlist í anda aðventunnar og í lokin syngja allir kóramir saman við kertaljós og jólaguðspjallið verður lesið. /Vám s&m witir fíot*s£ot íato-ÍKKu.ftfiiKa TÖLVUNOTKUN í FYRIRTÆKJAREKSTRI A Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja Skaftáhlíð 24, 105 Reykjavík Símar 62 10 66 og 69 77 69 (ath. nýtt númer) SVEFNSOFAR [ NICE Stærð: 175 x 100 x 80 Útdreginn: 130x 195 Verö: 57.500 kr. OOÐAN DAG - eftir góða nótt !; REBECCA Stærð: 136 x 90 x 73 Útdreginn: 130x200 Verð: 37.500 kr. PAULINE Stærö: 165 x 80 x 86 Útdreginn: 120 x 195 Verö: 51.500 kr. Fallegu svefnsófarnir og svefnstól- arnir frá Lystadún - Snælandi eru góðir daga sem nætur. Þeir eru sannkölluð híbýiaprýði og þægi legir að sofa á. Hönnunin er glæsi- leg og fjölbreytt, form og litir marg- víslegir. Stærðirnar eru mismunandi svo auðvelt er að fá sófa eða stól sem hentar vel í allar stærðir herbergja. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi er tilvalinn í gestaher- bergið eða sjónvarpskrókinn og unglingarnir kunna vel að meta >ina þægindin að því að hafa bæði rúm og sófa til umráða. Og til að lífga upp á tilveruna enn frekar er til mikið úrval af púðum í fallegum litum. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi tryggir þér góðan dag eftir góða nótt. JOSEPHINE Stærö: 130x80x86 Útdreginn: 130 x 190 Verö: 32.500 kr. Stærð: 157x70x70 Útdreglnn: 135x190 Verö: 34.000 kr. ISESAM Stærö: 145x85x70 Útdreglnn: 140 x 190 Verö: 56.000 kr. ell ess ■ REBECCA-svefnstóll Stærð: 71 x 90 x 73 Útdreginn: 65 x 200 Vcrö: 23.000 kr. LYSTAOÚN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 • 124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588 Sendum í póstkröfu um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.