Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 30

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 30
 ^ÖRGUMIiÁBÍÐtTAljGÁRDÁÖUfcttót1 DÉSBMfiÉíí' l<te2 Lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts og gengisfelling Svínakjöt, kjúklíngar og e þyrftu að hækka um 10-11% - segja forystumenn búgreinafélaganna SVÍNAKJÖT, kjúklingar og egg þurfa að hækka um 10-11% í verði vegna kostnaðarhækkana í kjölfar gengisfellingarinnar á dögunum og þó sérstaklega vegna fyrirhugaðrar lækkunar á endurgreiðslu ríkissjóðs á virðisaukaskatti. Segja talsmenn bú- greinanna að reynt verði að hækka afurðaverðið því framleið- endur standi illa og geti ekki tekið þessa tekjuskerðingu á sig. Það verði þeir þó að gera að einhveiju leyti í upphafi því mark- aðsaðstæður séu þannig að ekki sé grundvöllur til hækkana nú. Þeir segja að með þessum aðgerðum hækki matarskatturinn á svínakjöt, kjúklinga og egg úr tæplega 15% upp í 20% en þeir segja að eðlilegra hefði verið að setja afurðirnar í 14% skatt- þrep um leið og endurgreiðslurnar væru felldar út. Þá eru þeir óánægðir með að virðisaukaskattskerfið skuli vera notað til mismununar búvara á markaðnum, því á sama tíma og virðis- aukaskattur hefðbundinna búvara sé endurgreiddur orðalaust séu endurgreiðslur vegna annarra lækkaðar um meira en helm- ing. Þetta hafi ekki verið markmið virðisaukaskattskerfisins. Eggjabóndi með hluta af af- rakstri dagsins. Hugað að sláturgrísum. Foiystumenn Svínaræktarfélags íslands, Félags kjúklingabænda og Félags eggjaframleiðenda hafa tekið saman upplýsingar um afleið- ingar aðgerða ríkisstjórnarinnar að undanförnu, sérstaklega fyrirhug- aða iækkun endurgreiðslu á virðis- aukaskatti vegna afurða þessarra búgreina, og önnur atriði sem snerta rekstrarskilyrði þeirra sér- staklega. Hafa þeir komið þessum upplýsingum á framfæri við stjóm- völd, þingmenn og ýmsa aðra til að reyna að hafa áhrif á ákvarðan- imar. „Matarskatturinn" hækkaður úr 12 í 20% Frá árinu 1988 hefur söluskattur og síðar virðisaukaskattur verið endurgreiddur að hluta af innlendri búvöruframleiðslu, m.a. svínakjöti, kjúklingum, eggjum, nautgripa- lcjöti og hrossakjöti. í upphafí sam- svaraði endurgreiðslan því að eftir stæði 12% skattur af þessum afurð- um. Síðan hefur endurgreiðslan haldist í krónutölu og því rýmað hlutfallslega. í ár situr eftir 14,75% virðisaukaskattur þegar tekið er tillit til endurgreiðslna. í fjárlaga- framvkrpi næsta árs er boðuð lækkun endurgreiðslna um 200 milljónir kr., úr 460 í 260 milljónir kr. Fyrirhugað er að skera fjárlög meira niður og er rætt um að lækka endurgreiðslumar um 50 milljónir til viðbótar þannig að þær verði 210 milljónir kr. Eftir þessa lækkun endurgreiðslnanna situr 20% virðis- aukaskattur eftir af svínaafurðum, samkvæmt útreikningum Svína- ræktarfélags íslands. Staðan er svipuð í eggjum og kjúklingum. Að sögn Kristins Gylfa Jónsson- ar formanns Svínaræktarfélagsins mun þessi lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts og hækkun fóður- verðs í kjölfar gengislækkunarinn- ar í nóvember hafa í för með sér rúmlega 10% hækkun smásölu- verðs svínaafurða eða 9% lækkun á afurðaverði til bænda. Áhrifín era svipuð á egg og kjúklinga, að sögn Bjama Asgeirs Jónssonar for- manns "Félags iqúklingabænda og Bjarna Stefáns Konráðssonar framkvæmdastjóra Félags eggja- framleiðenda. Segja þeir að þessi 250 milljóna króna lækkun á endur- greiðslum þurfí að koma fram í verði afurðanna. Telja þeir að þeg- ar milliliðimir og ríkissjóður hafi fengið sitt hækki útgjöld heimil- anna í landinu vegna auka á þess- um afurðum um 400 milljónir kr. Leggja þeir áherslu á að nú þeg- ar búið sé að bijóta grundvallar- regluna um að hafa aðeins eitt skatthlutfall í virðisaukaskatti, með nýju 14% þrepi á húshitun, fjöl- miðla, bækur og fleira, sé ekki með nokkru móti hægt að réttlæta það að láta matvæli vera í efsta þrepinu með 24,5% virðisaukaskatt. Benda þeir á að endurgreiðsla virðisauka- skatts vegna þessarra búgreina í ár hafí haldið matarskattinum í 14,75% þannig að ef afurðimar yrðu settar í 14% skattþrep og endurgreiðslumar felldar út stæðu bændur og neytendur í svipuðum sporum og áður. Samkeppnisaðstaðan skekkist Talsmenn búgreinanna segja að bændur hafi ekki svigrúm til að taka lækkun endurgreiðslnanna á sig. Aðstæður séu hins vegar þann- ig nú á yfírfullum en jafnframt minnkandi kjötmarkaði að ekki sé mögulegt að hækka verðið og lendi lækkunin því á bændum fyrst í stað. Þessar búgreinar hafa allar gengið í gegn um þrengingar á undanfömum áram og nú stendur kjúklingaræktin sérstaklega illa, að sögn þeirra félaga. Segja þeir að þessar aðgerðir muni senda fjölda bænda til skiptaráðanda. Kristinn Gylfí segir að bændum í þessum þremur búgreinum þætti illa að sér vegið mpð þessum að- gerðum og segir þær stríðsyfírlýs- ingu við framleiðendur innan þeirra. Hann segir að búgreinamar framleiði um 7.500 tonn af afurð- um á ári sem er litlu minna en fram- leitt er af lambakjöti í landinu. Benda þeir á að þrátt fyrir það hafí þeir ekki málsvara í landbún- aðarkerfínu. Ef ráðast eigi á hefð- bundnu búgreinamar bregðist bændaforystan hart til vamar og hóti meðal annars málsókn. Því sé alltaf farið í ftjálsu greinarnar þeg- ar þurfí að skera niður útgjöld eða skattleggja. Með slíkri mismunun sé vegið að þessum búgreinum og neyslunni stýrt frá þeim í afurðir hefðbundnu búgreinanna. Þeir segja að þessar búgreinar hafí gengið á undan með hagræð- ingu og lækkun afurðaverðs á und- anfömum áram. Benda þeir á að afurðirnar hafí lækkað veralega að raunvirði. Bjarni Stefán segir sem dæmi um þetta að egg hafi lækkað í verði um 20% á fjórum áram. Segja þeir að íslensk búvörufram- leiðsla standi nú frammi fyrir vax- andi samkeppni frá erlendum starfsbræðrum. Bændur þurfí að geta mætt þessari samkeppni með því að auka hagræðingu og lækka afurðaverð enn frekar. Þær aðgerð- ir sem að þeim beinist nú sérstak- lega veiki aftur á móti stöðu inn- lendu framleiðsiunnar og geri bændum í þessum búgreinum erfið- ara um vik að keppa á markaðnum. í viðræðum sínum að undan- fömu við fulltrúa stjómvalda og stjómmálamenn hafa fulltrúar svínabænda, kjúklingabænda og eggjabænda óskað eftir því að tvö átriði í rekstrarskilyrðum þeirra verði sérstaklega tekin til skoðun- ar. Leggja þeir til að 25% grann- gjald á kjamfóður verði fellt niður og að gjöld í sjóði landbúnaðarins lækkuð. Kjarnfóðurskattur verði felldur niður Kjamfóður er langstærsti kostn- aðarliðurinn í rekstri þessarra bú- greina. Kjamfóðurverð hefur hækkað að undanfömu og mun fóðurbætisskatturinn hækka sem því nemur. Telja framleiðendur sig ekki eiga um aðra kosti að velja en að hækka afurðaverðið sem þessu nemur þegar færi gefst eða afla fóðurvara með hagkvæmari hætti. Nú er lagt 25% gjald á kjamfóð- ur, svokallað granngjald, og rennur það í ríkissjóð. Gjald þetta mun nema um 60 milljónum kr. á næsta ári og samsvarar 2,4% af verði afurðanna. Leggja talsmenn bú- greinanna til að skattur þessi verði felldur niður í tengslum við lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts. Peningar úr matarbuddum til að leiðrétta mistök Þá leggja þeir til að hætt verði að innheimta svokallað neytenda- og jöfnunargjald af afurðum svína og alifugla en þetta gjald, sem rennur í Stofnlánadeild landbúnað- arins, hækkar verð afurðanna um 2%. Gjald þetta var upphaflega lagt á til að brúa bil milli óverðtryggðra útlána Stofnlánadeildarinnar og verðtryggðra lána sem hún þurfti að taka. Ríkið hafí greitt mótfram- Iag. Benda talsmenn búgreinanna á að gjald þetta hafí á seinni áram verið notað til annars, það er að byggja upp afskriftareikning hjá Stofnlánadeildinni og að ríkið hafí hætt að greiða sinn hluta. Nú eigi að nota sjóðinn til að afskrifa lán loðdýraræktarinnar í landinu. Þar með sé verið að taka peninga úr matarbuddum almennings til að bæta fyrir mistök stjómmálamanna við lánveitingar til loðdýraræktar. Samkvæmt útreikningum félag- anna greiðir alifugla- og svína- ræktin 41-43 milljónir kr. í neyt- enda- og jöfnunargjald til Stofnl- ánadeildarinnar í ár. Það er fyrir utan umsamda vexti, verðbætur og afborganir lána hjá deildinni. Benda talsmenn félaganna á að ef neytenda- og jöfnunargjaldið rynni til að greiða höfuðstól útistandandi lána Stofnlánadeildarinnar til sér- hæfðra bygginga í þessum búgrein- um myndu þau öll greiðast upp á tæpum fjóram áram. Væra gjöldin talin með vöxtum teldust greinam- ar greiða 27% vexti af lánum sín- Bjami Ásgeir kjúklingabóndi sagði að óréttlæti þessarar gjald- töku væri yfirþyrmandi. Nefndi hann sem dæmi að bú hans greiddi 4,5 milljónir í neytenda- og jöfnun- argjald á ári en höfuðstóll lána hans þar væri einungis 9 milljónir kr. Með þessu gjaldi gæti gæti hann greitt lánið upp á tveggja ára fresti. Þá benti hann á að stærðar- takmarkanir væra í útlánareglum Stofnlánadeildarinnar og því væri fjöldi framleiðenda í þessum bú- greinum að greiða háar fjárhæðir til lánasjóðsins án þess eiga kost á lánafýrirgreiðslu. Fram kom hjá þeim félögum að ýmsir teldu að gjaldheimta sem þessi stæðist ekki stjórnarskrá lýðveldisins. Kristinn, Bjami Ásgeir og Bjarni Stefán nefhdu fleiri dæmi um það sem þeir telja mismunun búgreina þeirra miðað við aðra búgreinar. Á það bæði við skattheimtu og gjald- töku af framleiðslu og möguleika þeirra til að njóta þjónustu og fjár- muna til þróunarverkefna. Lögðu þeir áherslu á að rekstrar- skilyrði búgreinanna yrðu löguð þannig að þær gætu mætt harðn- andi samkeppni á næstu mánuðum og áram. um. « * Starfsmannafélag Islandsbanka og Samband bankamanna Bankaráði óheimilt að ráða Asmund til starfa STARFSMANNAFÉLAG fslandsbankav og Samband íslenskra bankamanna, SÍB, hafa sent bankaráði íslandsbanka, ályktanir þar sem ráðningu Ásmundar Stefánssonar í sérfræðingsstörf hjá bank- anum er mótmælt. í ályktun Starfsmannafélagsins segir m.a. að ráðning Ásmundar sé brot á kjarasamningi við starfsmenn bank- ans. Þar er því einnig harðlega mótmælt að á sama tíma og sextán manns hafi verið sagt upp störfum I íslandsbanka sé maður utan hans ráðinn tU starfa. í ályktunum þessara samtaka er þess krafist að bankaráð íslandsbanka afturkalli ráðningu Ásmundar og aug- Iýsi stöðuna. í ályktun Starfsmannafélagsins segir: „Þann 8. desember sl. ákvað bankaráð íslandsbanka að ráða Ásmund Stefánsson til starfa í bankanum. Samkvæmt tilkynningu bankaráðs er Ásmundur ráðinn til starfa sem sérfræðingur. í grein 11.1.1 í kjarasamningnum segir: „Nýtt starf eða starf sem losnar skal auglýsa laust til umsóknar með fjögurra vikna fyrirvara i viðkom- andi banka ogtilkynning send skrif- stofu SÍB. I auglýsingu skal þess getið hvaða starfsheiti samkvæmt grein 1.6 hið auglýsta starf tilheyr- ir. Heimilt er að stytta umsóknar- frest að fengnu samþykki formanns Starfsmannafélagsins. Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um stöðu aðstoðarbankastjóra og aðrar hliðstæðar stöður. Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um störf nýliða, bankaritara, varða, gjaldkera og aðstoðarfulltrúa." Stjóm Starfsmannafélags ís- landsbanka áteiur harðlega það brot á kjarasamningi starfsmanna bank- ans sem felst í þessari ráðningu. Sérstaklega mótmælum við því að á sama tíma og verið er að segja upp 16 starfsmönnum bankans skuli vera ráðinn til starfa aðili utan bankans. Við teljum að í íslands- banka starfí mjög hæft fólk og þurfí því ekki að leita út fyrir raðir' starfsmanna til að ráða í nýjar stöð- ur eða stöður sem losna. í grein 11.1.3 kjarasamningsins segir: „Bankastarfsfólk skal að jafnaði sitja fyrir við ráðningar í stöður þessar. Við viljum taka það sérstak- lega fram að mótmæli okkar bein- ast ekki gegn Ásmundi Stefánssyni persónuiega.““ Undir ályktunina ritar Geir Þórð- arson, formaður Starfsmannafélags íslandsbanka. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil ólga væri í starfsmönnum bankans vegna þessa máls. Hins vegar hefði ekki verið ákveðið hvort gripið yrði til frekari aðgerða vegna þessa máls. Hann sagði að ályktun SÍB væri í meginatriðum samhljóða ályktun Starfsmannafélagsins. í henni segir m.a. að samkvæmt lögum um viðskiptabanka mega bankaráð eingöngu ráða banka- stjóra, innri endurskoðendur, úti- bússtjóra og aðstoðarbankastjóra. Með ráðningu Ásmundar sé banka- ráð íslandsbanka að fara út fyrir starfsvið sitt. Ásmundur Stefánsson sat í bank- aráði íslandsbanka þegar það gerði fyrrgreindan kjarasamning við starfsmenn bankans. Hann vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.