Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 33

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 33
MOKGUNBMUIB 1AUGAKDAGUK 12. Dg^EMBEJR 1992 33 Sölusýning og kynning á Kópavogs- hælinu SÖLUSÝNING verður í vinnustof- um Kópavogshælis á rnorgnn, sunnudaginn 13. desember, á milli kl. 14 og 17, i tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrstu þroskaheftu einstaklingarnir komu þangað til dvalar. Á sölusýningunni verða ýmsir munir, sem unnir hafa verið á vinnu- stofunum, til sölu. Einnig verður starfsemi vinnustofanna kynnt. Kópavogshæli tók á móti fyrstu þroskaheftu einstaklingunum til dvalar þann 13. desember 1952 og heldur þannig upp á 40 ára starfsaf- mæli sitt á sunnudag. Kópavogs- hæli tekur tii lækninga, meðferðar og vistunar einstaklinga af öllu land- inu með alvarlega þroskahömlun, svo og þá sem vegna veikinda eða slysa.er líkt á komið með og þurfa þá sérhæfðu meðferð sem Kópavogs- hæli býður upp á. Nú dvelja 133 einstaklingar á Kópavogshæli á 14 heimiliseining- um. Þar af eru fimm sambýliseining- ar, þrjár bama- og unglingadeildir, tvær atferlismótunardeildir og fjórar blandaðar deildir. Auk þess er veitt sérhæfð læknis-, hjúkrunar- og sál- fræðiþjónusta, þroskaþjálfun og sjúkra- og sundþjálfun. Á vinnustof- um Kópavogshælis er hæfing og vinnuþjálfun auk launaðrar vinnu sem íbúar staðarins og fólk af sam- býlum sækir. Nýendurbætt húsnæði, þar sem fyrirhugað er að hafa iðjuþjálfun og Þjálfunarskóla ríkisins verður til sýnis á sunnudag. Einnig verður sjúkraþjálfun staðarins, ásamt leik- fangasafni og tómstundum, með opið hús til að kynna starfsemi sína. ..........♦ ♦ ♦----- Alls engin hætta var á ferðum - segir flugstjórinn sem hætti við lend- ingu vegna ruðnings- tækis á brautinni „ÞAÐ VAR alls engin hætta á ferðum, heldur fórum við auka- hring, eins og svo oft er gert, til að fyllsta öryggis væri gætt,“ sagði Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri. Hann stýrði þotunni, sem var látin hækka flugið að nýju fyrir lendingu á Keflavíkur- flugvelli á fimmtudagsmorgun, þar sem snjóruðningstæki var á vellinum. Ingimar sagði að tækið hefði verið á leiðinni út af brautinni og vélin hefði ekki farið á það, þó hún hefði lent. „Það kemur oft fyrir að menn fari aukahring fyrir lendingu, til dæmis vegna vindhviðu, vegna þess að öryggiskröfur eru svo strangar. Hins vegar var alls engin hætta á ferðum og óþarfi að hafa um þetta mörg orð,“ sagði Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri. FYRIR Ævintýraleg saga úr furðuheimum í Glerfjallinu lenda Gúndína og Halli í ótrúlegum ævintýrum er þau leita að Frikka sem týndist með dul- arfullum hætti. Þau kömast m.a. í tæri við óhugnanleg illfygli og villast í musteri morgundrauganna. Myndræn saga og spennandi! ÓDAR B/EKUR BESTA ACÆZIKX Á53E8SSIGI3ESSQgC filÆPF.IAUJn FÓLICIÐ! M Glerfjallið er önnur barnabók Aðalsteins Asbergs Sigurðssonar sem AB gefur út. Hin fyrri, verðlauna- sagan Dvergasteinn, hlaut mjög góðar viðtökur. f Glerfjallinu má sjá gullfallegar myndskreytingar Rebekku Ránar Samper. Adda - barn allra tíma! ddubækurnar hafa notið feikilegra vinsælda frá því þær komu fyrst út fyrir nokkrum áratugum. Adda er fyrsta bókin í þessum frábæra og sígilda bóka- flokki sem nú er haftn endurútgáfa á. Velkomin aftur Adda! FÓLKIÐ í STEINUNUM @ EinarMár Guðmundsson hefur getið sér afbragðsgott orð fyrir fullorðins- sögur sínar og ljóð. Fólkið í stein- unum er fyrsta bamabók hans og hér er hann ekki síður í essinu sínu! Sérlega fsllegar myndir Erlu Sigurðardóttur prýða bókina. < > i o 00 ■ ólkið í steinunum fjallar um ævin- týraheim bamanna, holtin með stóru «sm steinunum. Hvemig bregðast bömin við þegar vinnuflokkamir koma og Vémrricir í ^da að slétta yfir holtin? Og hvað . .. taka vinir þeirra, íbúar steinanna, til UlClKSniim bragðs? Falleg bók fyrir náttúmböm! 1 Hvenær er maður öðruvísi? latnsberarnir em aðlaðandi lífverar, öðruvísi en menn í útliti en hugsa líkt. Hvernig bregðast þeir við þegar ung vatns- berahjón eignast dreng sem er allt öðmvísi en allir hinir vatns- beramir? Hann er nefnilega eins og afkvæmi manna - sem þessar vemr hafa aldrei séð! Bókin er unnin út frá sömu ein- stæðu hugmynd og samnefnt leikrit Herdísar sem naut mikilla vinsælda. Vatnsberamir örva í senn ímyndunarafl bama og vekja þau til umhugsunar um það að allir eiga sinn tilverarétt! StOILDAB I. ISUItfKAR BARtUUUEKUR Adda JL JHL |ENNA OG HREIDAR ■H ■■ Wh Fáir höfundar eigajafn auðvelt með að ná til bama með það sem skipt- ir þroska þeirra máli og Herdís Egilsdóttir. Vatnsb’eramir hennar em prýddir fádæma fallegum mynd- um Erlu Sigurðardóttur. é> ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólin! f| Jennaog Hreiðar em meðal ástsæl- ustu höfunda íslenskra bamabóka. Endurútgáfa Öddubók- anna er gleðiefni öllum þeim sem unna góðum bókmenntum. Rebekka Rán Samper myndskreytti Öddu. HVAR ER VALLI NÚNA? LEITUN LÐ ÖÐRUM EINS BÓKUM! ækurnar um Valla hafa farið sigurför víða um lönd. Um leið og bókin er opnuð hefst æðis- gengin leit að furðufuglinum Valla sem hefur einstakt lag á að láta sig hverfa í mannhafinu. Valli leynist víða: Á ströndinni, íþróttavellinum, tjaldstæðinu, járnbrautarstöðinni - alls staðar í iðandi mannþrönginni. Hann ferðast einnig um tímann og hann má finna ef grannt er leitað á meðal hellisbúa, Fom-Egypta, Rómverja, víkinga, riddara, smábænda, Asteka, geimvera og margra annarra. Bók sem getur reynst erfitt að ná af pabba og mömmu! ALMENNA BOKAFÉLAGIÐ H F - góó bók um jólln!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.