Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 37
.MOKGUNBIADIÐ LAUGARDAGUR ) 2. DKSKMBKR, 1 &92 í87 Reuter Vopnaðir Sómalir á verði við „grænu Iínuna“, sem skiptir Mogadishu í tvennt og skilur að liðsmenn tveggja sómalskra stríðsherra. Tilkynnt var í gær að stríðsherramir hefðu náð samkomulagi um vopna- hlé og að skipting sómölsku höfuðborgarínnar yrði afnumin og liðsmenn þeirra fluttir á brott þaðan. Sómalskir stríðsherr- ar semja um vopnahlé Mogadishu. Reuter. TVEIR helstu stríðsherrar Sómalíu tilkynntu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um vopnahlé sem tæki þegar gildi. Þeir brostu og féllust í faðma eftir að hafa gengið frá samkomulaginu á fyrsta fundi sínum eftir rúmlega árs bardaga, sem hafa valdið algjöru stjórnleysi í landinu, auk þess sem að minnsta kosti 300.000 manns hafa dáið af völdum hungursneyðar og sjúkdóma. Talsmaður stríðsherranna, Alis liðsmenn þeirra verða fluttir frá Mahdis Mohameds og Mohameds Farahs Aideeds, las fréttatilkynn- ingu þess efnis að þeir hefðu fallist á áætlun í sex liðum sem miðar að því að binda enda á bardagana. í henni felst meðal annars að vopna- hlé tekur þegar gildi og vopnaðir höfuðborginni, Mogadishu. Þeir samþykktu einnig að stuðla að því að allir Sómalir hættu að beijast. Þeir sögðu brýnt að kalla saman „einingarnefnd" og að „græna línan“ svokallaða í Mogadishu, þ.e. mörk yfirráðasvæða þeirra í borg- £ Ozonlagið yfir Suðurskautinu Aðstæður til gatmynd- unar lengur til staðar San Francisco. Reuter. VÍSINDAMENN sögðust í gær hafa fengið mikilvægar nýjar upplýsingar frá bandarískum gervihnetti um ózoneyðingu yfir Suðurskautlandinu. Aðstæður til gatmyndunar í ózonlaginu væru þar fyrir hendi rniklu fyrr á árinu en hingað til hefur verið talið. Gat hefur myndast í ózonlagið yfír Suðurskautinu að vetri til, í september-október, þegar magn klórgas er þar í hámarki en það vinnur á ózonlaginu. Nú sýna nýju rannsóknirnar, sem gerðar hafa verið við rann- sóknarstofnun bandarísku geim- vísindastofnunnarinnar (NASA) í Pasadena í Kalifomíu, að skil- yrði til gatmyndunar eru fyrir hendi þegar í júní. Klórgasið virð- ist þó ekki vinna mikið tjón á ózonlaginu fyrr en seinna á ár- inu, eða síðla í september. Reynt verður að komast að því með frekari rannsóknum hvers vegna svo er. Vísindamennirnir segja eng- ann vafa lengur leika á því hvað- an klórínið, sem étur ózonið, kemur. Það sé afurð klórflúrkol- efnis sem notað sé í úðabrúsum og kælitækjum. inni, yrði afnumin. Fundur stríðsherranna fór fram í sendiráði Bandaríkjanna í Moga- dishu. Nokkrum mínútum eftir að tilkynnt var um samkomulagið féll- ust þeir í faðma og tókust í hend- ur. Banarískar þyrlur, brynvarðar bifreiðar og skriðdrekar fylgdu Ali Mahdi, sjálfskipaðum forseta lands- ins, til fundarins með Aideed, sem var haldinn tveimur sólarhringum eftir að bandarískir hermenn komu til Mogadishu til að tryggja að matvæli bærust til sveltandi fólks í landinu. Sómalir sögðu að bandarískir hermenn væru aðeins 40 km austan við Baidoa, sem nefnd hefur verið „Borg dauðans". Vopnaðir hópar Sómala hurfu af götum borgarinnar um leið og þessi tíðindi spurðust. Þýskt dagblað hafði í gær eftir embættismanni franska utanríkis- ráðuneytisins að þróuðum ríkjum eins og Þýskalandi bæri „siðferðileg skylda“ til að aðstoða við að binda enda á bardagana og hungursneyð- ina í Sómalíu. Volker Ruhe, varnar- málaráðherra Þýskalands, kvaðst aðspurður um þetta vera óánægður með stjórnarskrárákvæði sem banna að þýskum hermönnum verði beitt nema til að verja vamarsvæði Atlantshafsbandalagsins. „Sómalir geta einfaldlega ekki beðið eftir úrskurði þýska stjórnlagadómstóls- ins,“ sagði Ruhe og bætti við að þýska stjómin væri að kanna hvort hún gæti sent hermenn til Sómalíu til að annast verk sem ekki tengj- ast hemaði, svo sem vegagerð og hjúkrunaraðstoð. Bretar vilja heilsa jólasveminum FJÖLMARGIR Bretar að jóla- sveinninn eigi heima í Finnlandi þvi einungis í þessum mánuði fara 29 leiguflugvélar fullar af Bretum í dagsferð til ætlaðra heimkynna sveinka í Lapplandi. Á ferðakaupstefnu sem haldin var í London nýlega naut rauð- klæddur og hvítskeggjaður jóla- sveinn, sem flogið var frá Lapp- landi, mestrar hylli. Snotrar stúlkur í • þjóðbúningum féllu í skuggann af sveinka sem hvatti til ferðalaga til heimaslóða sinna við Rovaniemi. Kynningarátakið heppnaðist vel því nú þegar er nær fullbókað í 29 Rovaniemi: Opinber flugvöllur jólasveinsins, segir á skilti sem blasir við farþegum sem þangað koma er þeir stíga frá borði. þotur sem fljúga munu beint frá 11 flugvöllum víðs vegar í Bret- landi til jólasveinaflugvallarins í Rovaniemi. Þá verður einnig efnt til sérstaks leiguflugs frá Dublin, írska höfuð- staðnum, til Rovaniemi. Fyrir utan leiguflugið býður finnska flugfélag- ið Finnair einnig upp á pakkaferðir til Rovaniemi um Helsinki. Einnig var efnt til dagsferða frá Bretlandi til jólasveinaslóða í Finn- landi í desember í fyrra og fóru 5.200 Bretar í þær. Verða þeir fleiri Bretamir sem heilsa upp á finnska jólasveininn í ár. Richard Cheney varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna Mið- og Austur- Evrópuríki fái aðild að NATO Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins. Richard Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að hann liti svo á að Atlands- hafsbandalagið (NATO) ætti að leggja meiri áherslu á aðstoð og samskipti við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu í framtíðinni. Cheney sagði að hann teldi að stefna ætti að aðild nokkurra þeirra um leið og þau uppfylltu skilyrðin fyrir aðild að NATO. Cheney sagði að aðgerðir um þess herafla sem þau réðu Bandaríkjanna í Sómalíu væru staðfesting þess að allar áhyggj- ur í Evrópu af því að Bandarík- in hyggðust draga sig inn í skel og einangra sig frá umheimin- um væru ástæðulausar. Hann sagði að Bandaríkin ætluðu að standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi og aðildin að NATO væri lykilatriði í þeim efnum. Cheney kveðst telja mikil- vægt að NATO búi sig enn frek- ar undir friðargæslu og aðgerð- ir til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni. Það væri ljóst áð hægt væri að komast af með minni her í framtíðinni en hann yrði að sama skapi að vera tæknilega fullkomnari. Það væri þess vegna mikilvægt að aðild- arríkin skæru ekki niður fram- lög sín til þessara mála svo mjög að það kæmi niður á gæð- yfír. Cheney lagði áherslu á nauð- syn þess að ríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu yrði veitt sama aðstoð og styrkur og Vestur Evrópuríkjunum stóð til boða að lokinni seinni heimsstyijöld- inni. Hann sagði nauðsynlegt að veita þeim allan mögulegan stuðning á meðan lýðræði væri treyst í sessi í ríkjunum. Aðspurður sagði varnarmála- ráðherrann að búist væri við því að meginhluti bandaríska heraf- lans í Sómalíu hyrfí á brott inn- an þriggja mánaða en þá gætu friðargæslusveitir tekið við. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir því að sérsveitir ýmiss konar s.s. í mannvirkjagerð og samgöngum yrðu í Sómalíu eitt- hvað lengur á meðan þeirra teld- ist þörf. Glæsilegur náttfatnaður í úrvali -100% silki og bómull LONDON Ansturstræti 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.