Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 43

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 43
 M Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður Álþýðuflokks Mikilvægt að sljóniai'aiid- staðan haldi vöku sinni ANNARRI umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1993 lauk kl. 3.05 í fyrrinótt. Þá hafði umræðan staðið yfir í samanlagt 13 klukku- stundir. Undir lok þessarar umræðu ásakaði Ossur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðuflokks stjórnarandstæðinga um að van- rækja á næturstundu mikilvægt hlutverk sitt í lýðræðisþjóðfélagi. Önnur umræða um frumvarp til fjárlaga hófst kl. 13. í fyrradag. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) for- maður fjárlaganefndar gerði grein fyrir þeim breytingum sem nefndi stendur sameiginlega að. Karl Stein- ar gerði einnig grein fyrir þeim breytingartillögum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Eftir að for- maður nefndarinnar hafði lokið sinni ræðu_ tóku aðrir nefndarmenn til máls.'en þar á eftir aðrir þingmenn og gagnrýndu stjórnarandstæðingar frumvarpið og jafnframt stefnu rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Fundi var frestað kl. 19. en þá voru 14 þingmenn á mælendaskrá. Kl. 20.30 var aftur tekið til við umræðuna. Urðu ráðherrar að þola nokkra gagnrýni fyrir ráðsmennsku sína í ríkisfjármálum og áherslur þær sem kæmu fram í frumvarpinu í fjárveitingum til einstakra mála- flokka. Egill Jónsson (S-Al) formaður landbúnaðarnefndar dró enga dul á að hann teldi að búvörusamningur- inn milli Stéttasambands bænda og landbúnaðarráðherra væru um margt dýr og óhagkvæmur fyrir landbúnaðinn. En það væri samt skelfilegt að bijóta þennan samning. Og Egill gerði grein fyrir því að Ríkisendurskoðun teldi verulegar fjárupphæðir vanta í þetta fjárlaga- frumvarp til þess að búvörusamning- urinn teldist uppfylltur. Egill vildi trúa því og treysta að fjárlaganefnd myndi taka þessi mál til meðferðar milli 2. og 3. umræðu og ganga þannig um að þrifalegra yrði um Skólamáltíðum og fjölg- un kennslustímda frestað Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að framlengd verði ákvæði laga nr. 1. frá 23. janúar 1992 um að fresta gildistöku ákveðinna lagagreina í grunnskólalögum varðandi skólamáltíðir og fækkun nemenda í bekkjardeildum. Frumvarp menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að frésta fram- kvæmd ákvæðis um að nemendur skuli eiga kost á málsverði á skól- atíma. Einnig er því slegið á frest að lengja kennslutíma nemenda í grunnskóla en grunnskólalögin gera ráð fyrir að fjölga vikustund- um um 15 á þremur árum. Á næsta ári verður miðað við þann kennsl- utíma sem gert er ráð fyrir í fjár- lögum 1992 og frumvarpi til fjár- laga 1993. Ennfremur er því frest- að að fækka nemendum í 18 í 1. bekk og í 22 í 3 bekk. Að endingu er einnig gert ráð fyrir því að fresta framkvæmd ákvæðis þar sem kveðið er á um að komið skuli á skólaathvörfum við hvern grunn- skóla. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir sama spam- aði í grunnskólum og gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Til að ná fram spamaði á fjárlögum þessa árs var lögum um gmnnskóla nr. 49/1991 breytt með lögum um ráðstafanir í ríkisfj ármálum nr. 1/1992; svonefndum „bandormi", sem samþykktur var 23. janúar síðastliðinn að lokinni nokkurri umræðu. Þær breytingar sem þá vom gerðar vom tímabundnar og giltu aðeins fyrir árið 1992 og skólaárið 1992-93. Nú er talið nauðsynlegt að framlengja þessi ákvæði vegna þess spamaðar sem áformaður er á næsta ári. Það kemur fram í umsögn fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis að ætla megi að frestun á fækkun nemenda í bekkjardeildum spari um 55 milljónir króna. Spamaður vegna frestunar á stundafjölda er áætlaður um 45 milljónir króna, samtals 100 milljónir króna. Þingsályktunartillaga Tvísköttun lífeyris- greiðslna verði afnumin ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um að fjármálaráðherra verði falið að breyta lögum um tekju- og eignaskatt á þann veg sem leiði til afnáms tvísköttunar af lífeyris- greiðslum og jafnræðis í skattalegri meðferð vaxtahluta lífeyris. Fyrir nokkru var útbýtt þings- ályktunartillögu svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela fjármálaráð- herra að leggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eigna- skatt, sem leiði til afnáms tvísköttun- ar af lífeyrisgreiðslum og jafnræðis í skattalegri meðferð vaxtahluta líf- eyrisins." Fyrsti flutningsmaður er Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) en meðflutningsmenn eru, Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) og Þuríður Páls- dóttir (S-Rv). Flutningsmenn segja í greinargerð að hér sé um að ræða mikið mann- réttinda- og réttlætismál gagnvart þúsundum aldraðra sem hafi með ráðdeild og sparsemi lagt til hliðar mikið fé af takmörkuðum tekjum til að mæta ellinni. Sé þetta mál flutt í trausti þess að eftirlaunafólk fái framkvæmd þessa samnings. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) fór hörðum orðum um rikis- stjórnina og stjórnarflokkanna. M.a. um meint svik á búvörusamningn- um. Steingrímur gerði og grein fyrir nokkrum breytingartillögum sem Alþýðubandalagsmenn stóðu að, m.a. tillögu um að veita 10 milljónum 'króna til rannsókna á hrygningu og klaki þorsks. Steingrímur innti eftir afstöðu og áliti Össurs Skarphéðins- sonar (A-Rv) formanns þingflokks Alþýðuflokks og doktors í hrygning- arfræði fiska. Össur Skarphéðinsson vildi fá að að njóta þessa spamaðar, lífeyris- greiðslnanna, með sama hætti og aðnr sparifjáreigendur. Á 113. löggjafarþingi, 1990-91, var samþykkt þingsályktunartillaga svipaðs eðlis og nú er fram lögð. Flutningsmenn vitna til greinargerð- ar þeirrar tillögu en þar segir m.a: „Afar brýnt er að afnema það rang- læti sem viðgengst í skattalegri með- ferð iðgjalda til lífeyrissjóðanna ásamt því hvemig lífeyrisgreiðslur frá sjóðunum valda lækkun greiðslu tekjutryggingar frá Tryggingastofn- un. Þannig má í raun segja að ið- gjald sjóðfélaganna til lífeyrirsjóð- anna sé skattlagt í þrígang, fyrst iðgjaldjð, síðan greiðslur frá sjóðun- um og hvemig þær valda skerðingu tekjutryggingar frá Tryggingastofn- un sem auðvitað er líka skattlagn- ing.“ vita nánar hvernig væri fyrirhugað að verja þessum fjár- munum. Stein- grímur sagði að Hafrannsóknar- stofnun hefði sam- ið ágæta rann- sóknaráætlun fyrir þetta verkefni. Eftir þessi svör sýndist Össuri til- lagan allrar athygli verð, enda væri hann mikil áhugamaður um æxlun- artækni þorskfisks. Össur taldi hins vegar að gagn- Össur Skarphéðinsson rýni Steingríms J. Sigfússonar á rík- isstjórnina og stjómarflokkana hefði verið nokkuð vanstillt. En hann vildi þó leggja áherslu á mikilvægi þess hlutverks stjómarandstöðunnar í virku lýðræði að gagnrýna og veita aðhald. En nú lægi honum við að segja að allt loft væri úr stjórnarand- stöðunni að Steingrími J. Sigfússyni frátöldum. Á þessari næturstund var honum spurn hvar stjómarandstað- an væri. Lægi hún á bekkjum í þing- húsinu eða væri hún horfín heim og svæfi? (Um þetta leyti vom 5 stjórn- arandstæðingar og 5 stjómarliðar í þinghúsi. Innsk. blm.). Kl. 3.05 voru ekki fleiri á mæl- endaskrá og sleit Valgerður Sverr- isdóttir þingforseti þá fundi. Auk þingforseta voru þrír aðrir þingmenn í þinghúsinu. Flokkssystkini Val- gerðar í flokki Framsóknar, þau Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) og Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl). Einn þingmaður var úr stjómarliði, Össur Skarphéðinsson (A-Rv). Við atkvæðagreiðslu í gær var tillaga Alþýðubandalagsmanna um fjárveitingar til rannsókna á hrygn- ingu og klaki þorsks kölluð til baka til 3. umræðu. Tveir stjórnarliðar greiða atkvæði með stjómarandstöðu TVEIR Alþýðuflokksmenn studdu breytingartillögu frá stjórnarand- stöðu við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ársins 1993. Rann- veig Guðmundsdóttir (A-Rn) og Össur Skarphéðinsson (A-Rv) þing- flokksformaður Alþýðuflokksins eru þvi andvíg að færa innritunar- gjöld eða skólagjöld framhaldsskóla sem sértekjur í fjárlögum. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hins vegar telur að einungis sé verið að færa innheimtu sem lengi hafi viðgengist til bókar. I fjárlagafrumvarpi ársins 1993 hefur verið gerð sú breyting að inn- ritunar- og pappírsgjöld em færð skólunum til tekna undir liðnum „sértekjur". í greinargerð með frum- varpi til fjárlaga segir m.a: „Á móti hækkun rekstrargjalda er gert ráð fyrir nokkurri hækkun sértekna af efnis- og innritunargjöldum og er þá tekið mið af rekstrarreikningum skólanna. Gert er ráð fyrir að setja reglugerð um innritunar- og efnis- gjöld á framhaldsskólastigi. Gjöld þessi em nú innheimt í öllum fram- haldsskólum en með reglugerð er stefnt að aukinni samræmingu og meiri festu um ráðstöfun þessara gjalda. Mörgum stjómarandstæðingum sýnist að hér sé verið að koma á með dulbúnum hætti skólagjöldum fyrir menntun. Og að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum 32. grein- ar laga um framhaldsskóla: „Ríkis- sjóður greiðir samkvæmt lögum þessum rekstrarkostnað þeirra framhaldsskóla sem ríkið rekur eitt sér eða í samstarfi við sveitarfélög." Fjórir þingmenn stjórnarandstöðu lögðu því fram breytingatillögu við 2. umræðu um _ fjárlagafrumvarpið 1993, Kristín Ástgeirsdóttir (SK- Rv), Svavar Gestson (Ab-Rv), Val- gerður Sverrisdóttir (F-Ne) og ólaf- ur Þ. Þórðarson (F-Vf). Tillaga þing- mannanna gerir ráð fyrir 49,9 millj- ón króna framlagi til þess að bæta framhaldsskólum upp tekjutap sem þeir yrðu fyrir ef þeir innheimtu ekki skólagjöld. Stjómarliðar hafa hins vegar vís- að til 8. greinar sömu laga: „Skóla- nefnd ákveður upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við inn- ritun í námsáfanga svo sem innritun- argjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld. Halda skal bók- hald um fjárreiður þessar og um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur." í gær voru greidd atkvæði um breytingartillögur við fjárlagafrum- varpið að aflokinni 2. umræðu. Breytingartillögur sem fjárlaga- nefnd stóð sameiginlega að voru samþykktar samhljóða eða mótat- kvæðalítið. Breytingartillögur meiri- hluta fjárlaganefndar voru sam- þykktar með atkvæðum stjórnarliða en stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn eða sátu hjá. Tillögur stjórnandstæðinga vom allar felldar. Lengi tíðkast Nokkrum sinnum voru _greidd at- kvæði með nafnakalli. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði að í öllum framhaldsskólum væra innheimt skólagjöld. Þar af væra þau lægri í fimm skólum held- ur en lagt væri til; 3.000 krónur. Og fyrir þessum gjöldum væri ótví- ræð heimild framhaldsskólalögum. Því sem nú væri breytt í fjárlaga- frumvarpinu væri aðeins það að 3.000 krónur á nemanda væru færð- ar til bókar. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þingmaðurinn sagði að skóla- nefndir framhaldsskólanna hefðu haft heimildir til að innheimta greiðslur frá nemendum sem hefðu að hluta til gengið til nemendafélaga og að hluta til í efnisgjöld o.fl. ÞeSs- ar greiðslur hefðu verið utan við hefðbundnar sértekjur framhalds- skólanna eins og þær birtust í fjár- lögum þar sem t.d. greiðslu vegna öldungadeilda væri að finna. Rann- veig benti á að þess vegna hefðu engar sértekjur verið færðar í fjár- lögum á skóla með hefðbundna kennslu. En nú væri í fyrsta sinn færðar sértekjur á slíka skóla. - Nú væru þau rök færð fram að eingöngu væri verið að færa inn á fjárlög þær greiðslur sem fram að þessu hefðu verið innheimtar og væri því ekki um skólagjöld að ræða. Það hlyti því að vera rökrétt að álykta að þau útgjöld sem þessar greiðslur hefðu gengið til, væri þá jafnframt að finna í útgjaldalið fyrir viðkomandi skóla. Grundvallaratriði Rannveig sagðist vera andvíg þessari uppfærslu í fjárlögum. Hún liti svo á að með því að taka inn á íjárlög ríkisins sértekjur fyrir alla framhaldsskólana og binda upphæð- ina við nemendur, væri verið að stíga afdrifaríkt spor í þá átt að hér eftir verði innheimt skólagjöld, í bókstaf- legri merkingu þess orðs í þeim al- mennu skólum landsins sem fram- haldsskólarnir væru. Rannveig sagði að hún dæmdi það svo að hér væri um grandvallar- atriði að ræða. Eini möguleiki sinn í þessari stöðu væri að styðja tillög- una. Enda liti hún svo á að ef tillag- an yrði hún samþykkt yrði sá kostn- aður sem tengdist þessum greiðslum felldur út úr frumvarpi fyrir 3. um- ræðu. Hér væri um að ræða inn- og útgreiðslur sem ekki hefðu verið áður verið á fjárlögum. Fleiri þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. T.d. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) og Svavar Gestsson (Ab-Rv) sem fagnaði stuð- ingi Rannveigar, sögðu að í fjárlaga- framvarpinu væri haldið út á þá braut að skíra skólagjöld sértekjur. Hér væri á ferðinni ólögleg gjaldtaka sem ætti að renna til almenns rekstr- ar framhaldskólanna. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) hins vegar taldi að i fj árlagafrumvarpinu væri verið að laga rekstur framhaldsskólanna að almennri bókhaldsvenju. Inn- heimta innritunargjalda hefði við- gengst lengi. Hér væri það staðfest. Tillaga stjórnarandstæðinga var felld með 32 atkvæðum gegn 26. Auk Rannveigar Guðmundsdóttur greiddi annar stjórnarliði atkvæði með tillögunni, Össur Skarphéðins- son (A-Rv) formaður þingflokks Al- þýðuflokksins. Aðlögnn búvörulaga að búvörusamningi LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til breytinga á búvörulög- um. Tilgangur frumvarpsins er einkum sá að gera lagabreyting- ar í framhaldi af búvörusamn- ingi um stjórnun mjólkurfram- leiðslu. í búvörusamningnum felst með- al annars sú breyting að ríkið hættir að greiða útflutningsbætur vegna mjólkur. Horfið er frá verð- ábyrgð ríkissjóðs á umsömdu magni mjólkur og í stað niður- greiðslna á heildsölustigi koma beinar greiðslur til bænda. Þá er í frumvarpinu lagt til að fallið verði frá innheimtu verðmiðl- unargjalda nú um áramótin, en gjöldin verði þó innheimt lengur að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla tilteknar skuldbind- ingar Verðmiðlunarsjóðs við úreld- ingu mjólkursamlaga og niður- færslu fullvirðisréttar. Verðmiðl- unargjald er nú tæplega 4%. í stað- inn er gert ráð fyrir sérstöku gjaldi til að jafna flutningskostnað og numið geti allt að 1%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.