Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 45

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Steinþór Eiríksson listmálari. Egilsstaðir Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Steinþór sýnir í Rarik STEINÞÓR Eiríksson heldur um þessar mundir málverka- sýningu í sal Rarik á Egilsstöð- um. Á sýningu Steinþórs eru 32 landslagsmyndir frá Austurlandi sem ýmist eru málaðar í akrýl eða olíu. Steinþór hefur að und- anförnu dvalist í fræði- og lista- mannaíbúðinni á Skriðuklaustri og eru þessar myndir árangur af dvölinni þar. Steinþór, sem nú er 77 ára, hefur haldið á milli 30 til 40 einkasýningar og tekið þátt í flölda samsýninga. - Björn. Leikendur í uppfærslu Leikfélags Fljótdalshéraðs á Ég er meistar- inn. Guðlaugur Gunnarsson, Jóhanna Harðardóttir og Orn Ragnars- son. Egilsstaðir Ég er meistariiin frumsýnt Egilsstöðum. LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs frumsýnir leikritið Ég er meist- arinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í dag, laugar- daginn 12. desember. Tónlist í verkinu er eftir Pétur Jónasson. Verk þetta var frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í fyrra og var sýnt á Norrænum menningardögum í London fyrir nokkru. Ég er meistarinn vakti feikna athygli þegar það kom út og naut mikilla vinsælda í uppfærslu Borg- arleikhússins. Einnig hefur verkið unnið til verðlauna hér á landi og erlendis. Leikritið fjallar um ungt par sem bæði eru gítarleikarar ásamt kennara þeirra. Hún er snill- ingur en hann einungis venjulegur og kennarinn eða meistarinn kemur ýmist fram sem kennari, faðir eða elskhugi. Leikstjóri er Margrét Guttormsdóttir en leikendur eru Örn Ragnarsson sem leikur meist- arann ásamt Guðlaugi Gunnarssyni og Jóhönnu Harðardóttur. - Björn. Amerfsku sófarúmin ---komin aftur — Langholtsvegi 111, sími 680 690 Tónlistarskóli Borg- arfjarðar 25 ára Borgarnesi. Tónlistarskóli Borgarfjarðar hélt upp á 25 ára afmæli sitt fyrir skemmstu. Tónlistarlíf er blómlegt í héraðinu og stunda um 230 nemendur nám við skólann. Starf Tónlistarskólans er samofið grunnskólum héraðsins en þeir ljá húsnæði undir tónlistarkennsl- una. í tilefni afmælisins voru haldnir nokkrir tónfundir í grunnskólun- um. Fyrsti tónfundurinn var hald- inn í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þar léku nemendur á ýmis hljóð- færi og bamakórinn söng undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur, með- al annars var frumflutt lag eftir Borgnesinginn Sigríði Jónsdóttur. í hléi bauð Kaupfélag Borgfirðinga upp á kaffi og konfekt. Einnig voru tónfundir haldnir í öðrum grunnskólum í héraðinu en þar fer ■ SKRÁ yfir vinningshafa í verð- launagetraun í tilefni Þakkagjörð- arhátíðar í Perlunni 27.-29. nóv- ember 1992. Aðalvinningur: Silicon Calley 486-tölva frá Kjama hf.: Arni Ingvarsson, Markarvegi 8, Rvk. Aukavinningar hafa verið sendir til vinningshafa í pósti. Gjafakort — kvöldverður fyrir tvö í Perlunni: Lovísa Ósk Skarphéð- insdóttir, Álfhólsvegi 97, 200 Kóp., Jónína Sigurðardóttir, Reykási 45, 110 Rvk. Gjafavöru- sett frá heildverslun Ingvars Helga- sonar: María Kristín Þrastardótt- ir, Blikastíg 11A, 225 Bessa- staðahr., Þórhildur Sveinþórs- dóttir, Engjasel 33, Reylyavík. Gjafakarfa frá íslensk-ameríska verslunarfélaginu: Jóna Jón- mundsdóttir, Stórholti 21, Rvk., Elísabet Jenný, Fannafold 72, Rvk. aðallega fram gítar- og píanó- kennsla. Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók til starfa haustið 1967. Fyrsti skólastjóri var Jón Þ. Bjömsson, organisti í Borgarnesi. Ifyrsta árið störfuðu fjórir kennarar við skól- ann auk skólastjóra og vora nem- endur 39 talsins. í dag stunda 230 nemendur nám við skólann og skólastjóri er Theodóra Þorsteins- dóttir. Sveitarfélög í Mýra- og Borgarfyarðarsýslu standa að rekstri Tónlistarskólans í samein- ingu að undanskildum hreppunum sunnan Skarðsheiðar. Starf Tón- Blokkflautunemendur á samæf- ingu á Varmalandi. Frá vinstri, Asthildur Gunnarsdóttir, Elín Albertsdóttir, Sigrún Einarsdótt- ir og Snorri Þ. Davíðsson. listarskólans er samofíð grannskól- um héraðsins en þeir ljá húsnæði undir tónlistarkennsluna. Kennt er á fimm stöðum í héraðinu; í Borg- arnesi, Andakílsskóla, Kleppjáms- reykjaskóla, Varmalandsskóla og nú í haust hófst kennsla í Lauga- gerðisskóla. TKÞ Morgunblaðið/Theodór Barnakórinn í Borgamesi syngur í Grunnskólanum. Þessi auglýsing er birl í uppljsingaskyni ogfelur ekki í sér tilbód um sölu hlutabréfa. kt. 541185-0389 Norðurgarði 1,101 Reykjavík. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands Frá og meö 15. desember 1992 verða hlutabréf í Granda hf. skráð á Verðbréfaþingi Islands. Grandi er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Reykjavík. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir Granda liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, Armúla 13a. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.