Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 50

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 50
J 50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 tn ’ ’ | .!,• 11 ii ' i • / (M /: i ' / • (i Hverju breytti bjórinn? - aukin neysla unglinga eftírÁsu Guðmundsdóttur Er Alþingi samþykkti að aflétta banni við sölu áfengs bjórs í land- inu áttu sér stað miklar umræður meðal landsmanna um það hvaða áhrif sala bjórs myndi hafa á áfengisneysluvenjur íslendinga. Sumir spáðu að draga myndi úr ofdrykkju og ölvun er menn tækju upp erlenda drykkjusiði og færu að neyta bjórs í stað sterks áfeng- is. Aðrir höfðu áhyggjur af að áfengisneysla myndi aukast og vandamál tengd henni einnig. Áhyggjurnar beindust einkum að unglingum, sem þegar neyttu áfengis í talsverðum mæli. Á geðdeild Landspítalans hafa í undanfarin tuttugu ár verið gerðar kannanir meðal almennings til þess að fylgjast með breytingum á áfengisneysluvenjum íslendinga. Nú síðustu árin hefur athyglinni verið beint að því að fylgjast með hugsanlegum breytingum á drykkjusiðum með afnámi banns við sölu á áfengum bjór. Fylgst hefur verið verið með breytingum á áfengisneysluvenjum fullorðinna Islendinga, en einnig með ungling- um sérstaklega. Breyting á neyslu Lögleiðing bjórsölu virtist hafa ólík áhrif á neysluvenjur kvenna og karla. Bjórinn bættist við heildarneyslu karlanna en kom að einhveiju leyti í stað sterks áfengis eða léttra vína hjá konum. Eftir að sala bjórs var lögleidd drukku karlar bjór oftar og í meira magni en áður. Bjórinn virtist hafa heldur meiri áhrif á víndrykkju en neyslu sterks áfengis. Sambærilegar neyslukannanir sem voru gerðar meðal 13 til 19 ára unglinga sýndu að áfengis- magnið sem þeir neyttu jókst um 40% á því ári sem byrjað var að selja bjór. Á þessum sama tíma jókst áfengisneysla í þjóðfélaginu um 23%, sem þýðir að hlutur ungl- Ása Guðmundsdóttir inga í heildarneyslunni jókst veru- lega á meðan fullorðnir drógu úr neyslu sinni. Þessi mikla aukning „Nú eru liðin þrjú og hálft ár frá því að byrj- að var að selja bjór á Islandi og nýjabrumið ætti að vera farið af. Því er tímabært að end- urtaka kannanir á áfengisneyslu til þess að sjá hvort bjórinn hefur valdið varanleg- um breytingum á drykkjuvenjum Islend- inga eða hvort ein- göngu var um að ræða tímabundið ástand.“ á áfengisneyslu unglinga, sem á svo til eingöngu við um ungling- spilta, hefur vakið mikla athygli.. Það sem vakti þó sérstaklega at- hygli var að aukin áfengisneysla Minningarmót Aljekíns Anand og* Gelfand sigruðu Skák Margeir Pétursson Á fámennu en geysisterku minningarmóti um Aljekín í Moskvu urðu tveir ungir skák- menn hlutskarpastir, þeir Vys- vanathan Anand, Indlandi, og Boris Gelfand, Hvíta-Rússlandi. Gata Kamsky frá Bandarílgun- um varð þriðji. Anatólí Karpov, fyrrum heimsmeistari, varð fyr- ir enn einu áfallinu er hann varð að láta sér 4.-6. sætið nægja og Jan Timman er ennþá í nyög djúpri lægð, hann .varð lang- neðstur. Það var einnig teflt í geysisterkum opnum flokki í Moskvu. Þar sigraði ungi rússn- eski stórmeistarinn Sergei Ti\j- akov á undan mörgum heims- þekktum skákmönnum. Mótið var haldið í tilefni af því að liðin eru eitthundrað ár frá fæðingu Alexanders Aljekíns, heimsmeistara í skák, á árunum 1927-1935 og frá 1937 þar til hann lést ósigraður árið 1946, þá 58 ára að aldri. Hann var af rúss- neskum aðalsættum og eftir bylt- inguna fluttist hann til Frakklands árið 1921, þá 29 ára að aldri. Ævi hans var litrík og hefur lífshlaup hans verið afar umdeilt. Ekki síst vegna þess að á árum seinni heims- styijaldarinnar lokaðist hann inni á valdasvæði nasista og birtust þá undir hans nafni greinar sem gengu út á það að gera lítið úr taflmennsku gyðinga. Æ síðan hafa geisað harðar ritdeilur um það hvort þetta hafi verið hans eigin skoðanir, hvort hendi hans hafi verið stýrt eða greinunum hrein- lega klínt á hann. Þetta mál bar mikinn skugga á stórkostlega skáksnilld hans. Dauða hans bar síðan að í Portúgal 1946 undir óljósum kringumstæðum. Jafnvel eftir andlátið fékk Aljek- ín ekki að vera í friði fyrir pólitísk- um áróðursmönnum sem vildu hagnýta sér hann í ábataskyni. Það bætti ekki úr skák fyrir minningu hans að sovéskir kommúnistar „endurreistu" hann og hafa haldið um hann nokkur fræg’ minningar- mót, t.d. árið 1971 þegar Friðrik Ólafsson var meðal þátttakenda og Karpov sló fyrst í gegn. Sögu- falsanir kommúnistanna eru grát- broslegar, en þeir gerðu m.a. kvik- mynd um ævi hans sem undirritað- ur hefur séð. Samkvæmt henni eyðilögðu kapítalistar líf Aljekíns, vegna þess að þeir báru ekki virð- ingu fyrir list hans og urðu þannig til þess að hann leitaði félagsskap- ar við Bakkus. Alla ævi átti hann að hafa séð eftir „mistökunum“ 1921 og þráði ekkert annað heitar en að snúa heim til ættjarðarinnar. Um síðustu jól kom út á íslensku bókin „Skákarfur Aljekíns“ eftir sovéska kommúnistann Alexander Kotov. Þetta er athyglisvert rit, ekki bara fyrir skákmenn. Hug- myndaflugið sem Kotov notar til að heimfæra lífshlaup Aljekíns í kommúnísku fræðin og vísvitandi lygar sem hann beitir fyrir sig eru aumkunarverð og sláandi and- stæða við glæsilegar fléttumar í skákunum. Að þessu sinni var lokaða minn- ingarmótið haldið á sama tíma og Evrópumeistaramót landsliða í Debrecen í Ungverjalandi. Gary Kasparov, heimsmeistari, kaus að leiða rússneska liðið þar til sigurs fremur en að tefla í Moskvu. Keppnin á mótinu var geysilega spennandi, en niðurstaðan varð enn einn sigur ungu kynslóðarinn- ar: 1.—2. Gelfand og Anand 4 Vi v. af 7 mögulegum 3. Kamsky 4 v. 4-6. Karpov, Salov og Júsupov 3»/2 V. 7. Shirov 3 v. 8. Timman V/i v. Nokkru áður hafði verið haldið mót opið öllum stórmeisturum og urðu úrslitin fremur óvænt: 1. Tivjakov 6'/2 v. 2-8. Asejev, Rússlandi, Ehlvest, Eistlandi, Malanjuk, Úkraínu, Episín, Rússlandi, Anastasjan, Armeníu, Serper, Úsbekistan og Novik, Rússlandi 6 v. 9-15. Júdasín, Kramnik og Dol- matov, Rússlandi, 011, Eistlandi, Snejder, Úkraínu, Sjérbakov og Svesjnikov, Rússlandi 5'/2 v. Af árangri þekktra stórmeistara má nefna að þeir Dreev og Psak- his hlutu 5 v., Mikhail Gurevich, Vassily Smyslov, fyrrum heims- meistari, og Lputjan, Armeníu, hlutu 4 '/2 v. og Ákopjan, Armeníu, 4 v. Engir vestrænir skákmenn tóku þátt í opna flokknum. íslensku stórmeisturunum var boðið til leiks með stuttum fyrirvara og sáu sér ekki fært að vera með, þótt vissu- lega sé mikill akkur í því að kom- ast í svo öfluga keppni. Sergei Tivjakov er tvítugur Rússi sem hefur tekið miklum framförum í haust. Á útsláttarmót- inu í Tilburg náði hann að leggja Anand að velli. Hann þykir þó ekki nærri því eins efnilegur og hinn 17 ára gamli Kramnik, sem var að þessu sinni ijarri sínu besta. Alexander Aljekín Við skulum líta á úrslitaskákina í opna flokknum sem tefld var í næstsíðustu umferð: Hvítt: Sergei Tiyjakov Svart: Konstantin Aseev Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - Be7 8. 0-0-0 - 0-0 9. f4 - h6 10. Bh4 - e5!? Þetta svar gegn hinni svonefndu Richter-Rauzer-árás hvíts þótti um tíma traust. T.d. beitti Kasparov því með svörtu gegn Karpov í 35. Eru rénumthkir draumar þínir * Iii ‘ik mnfaMtega í hmtum blmbrigéum ? o Þeir litaglöðu velja sér nýju mynstrinfrá BORAS, • ANEMON eða HAMBOSTINTA, aðrir kjósa hvítt ss. TRIANON eða OLYMPIA. Straulétt 100% bómull, laus við sterkju og aukaefni. Góður og fallegur sœngurfatnaður, alveg eins og rómantíkin. Sœngurver 140 x 200 srn og koddaver 50 x 70 sm Fœst í öUum helstu vefhaðarvöruverslunum um land aUt. —-------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.