Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
Karlmennskan er ekkert grín
eftirÁsþór
Ragnarsson
„Karlmenn eru orðnir of hlédræg-
ir,“ sagði ein góð vinkona mín við
mig um daginn og bætti svo við:
„Það er nánast liðin sú tíð að karl-
menn fari á fjörumar við konur,
nema þá kófdrukknir." Þessi vin-
kona mín er einstæð, en saknar
samfélags við karlmann og sér ekki
aðra leið til að nálgast hann, en
taka sjálf fmmkvæðið. Það er vissu-
lega brot á „gömlu reglunum" um
samskipti kynjanna, þar sem segir
að karlmaðurinn skuli taka fmm-
kvæðið. Breytingar á samfélaginu
og stöðu og hlutverki kynjanna hafa
verið svo hraðar á undanförnum
ámm, að margir karlmenn em í
óvissu um hvort þær reglur sem
þeim vom innrættar í uppeldinu séu
enn í gildi. Karlmenn fá einnig tvö-
föld skilaboð um hegðun sína og
þversagnakenndar kröfur umhverf-
isins hafa valdið óöryggi og óvissu
meðal þeirra. Nú dugar ekki lengur
að vera eins og pabbi, góð fyrir-
vinna, sterkur og þögull. Kröfur
nútímans em aðrar. Karlmenn em
ekki lengur eina fyrirvinna heimilis-
ins, og hinn „sterki" og þögli maður
nær ekki því sambandi við böm sín
sem nú er talið æskilegt. Á sama
tíma og þess er krafist að karlmað-
urinn sýni á sér nýjar hliðar við-
kvæmni og veiklyndis, er einnig
krafa um styrk. Streitan í þessari
óvissu leikur hann svo grátt að hann
endar oft með of háan blóðþrýsting,
alkóhólisma eða hjartasjúkdóm.
Hvemig er að vera karlmaður
árið 1992? Em karlmenn að breyt-
ast, eða draga þeir sig aðeins lengra
inn í skel sína? Ættu þeir að breyt-
ast? Hvemig? Er karlmannshlut-
verkið hættulegt heilsunni? Drottna
þeir yfir konum? Hvemig öðlast
drengir karlmennsku? Mundu karl-
menn hafa það betra ef þeir inn-
rættu sér meira af kvenlegum gild-
um? Þessar spumingar leita á
marga karlmenn og lýsa vel óöryggi
þeirra um stöðu sína og hlutverk.
Umræðan um stöðu og hlutverk
kynjanna hefur á undanfömum
ámm að mestu verið meðal kvenna
og mótast af þeim og segja má að
þær hafi skilgreint flest hugtök fyr-
ir karlmenn á sviði þeirrar umræðu.
Hún snerist í fyrstu mest um jafn-
rétti á vinnumarkaði og í skóla,
sömu laun fyrir sömu vinnu og út-
víkkun kvenhlutverksins. Reynt var
að örva konur til að leita sér nýrra
leiða í menntun, m.a. var reynt að
auka þátttöku þeirra í tæknimennt-
un og þeim greinum sem vora
„karlagreinar". í atvinnulífinu átti
hið sama sér stað. Konur vom hvatt-
ar til að fara í störf sem eingöngu
karlar höfðu sinnt áður, s.s. lög-
gæslu, bílstjórastörf og gert var
átak í því að þjálfa konur til að
koma upp eigin atvinnurekstri. Þrátt
fyrir nokkur skipbrot hefur konum
orðið talsvert ágengt og staða og
hlutverk þeirra em allt önnur en
fyrir 20-30 ámm. Það verður þó að
taka það fram að þessi breyting
hefur ekki eingöngu orðið vegna
áhuga kvenna, atvinnulífið þarfnað-
ist þeirra út á vinnumarkaðinn og
nú krefst einnig fjárhagsstaða heim-
ilanna oftast tveggja fyrirvinna.
Skilaboð kvenna til karla á
undanfömum ámm hafa verið: „Nú
er komið að ykkur að breytast.“ Þær
segja að það gangi ekki lengur að
þegar þær komi heim úr vinnu, taki
þær alltaf „seinni vaktina" og beri
ábyrgð á uppeldinu og heimilisstörf-
unum. Þær hafa vakið athygli á
kynferðislegri misnotkun og heimil-
isofbeldi, þar sem gerendur em
flestir karlar og krafist að þessu
linni. Karlar hafa daufheyrst við og
þrátt fyrir að í landinu séu karla-
klúbbar í alþjóðlegu úrvali hefur
enginn þeirra tekið þessi mál til al-
varlegrar umfjöllunar. Þeir em
flestir uppteknir í umræðu um það
hvemig best megi stjóma fyrirtæk-
inu/sveitarfélaginu/landinu/heim-
inum. Þess á milli friða þeir sam-
viskuna með söfnun af ýmsu tagi
til að geta gefið sjúkrahúsum ný
tæki eða fátækum í Afríku lopa-
peysur og lesgleraugu. Hvers vegna
tekst ekki að virkja karlmenn í
umræðu um þessi mál?
E.t.v. má finna ástæðu þess í
uppeldi okkar karla og kröfunni um
að sýna af okkur karlmennsku.
Gerðar em kröfur til okkar og við
erum aldir upp til framkvæðis,
ábyrgrar rökhugsunar, að taka
áhættu, láta ekki í ljós ótta á hættu-
stundum, að rýna ekki {eigin tilfinn-
ingar og leysa málin frekar með
verkum en umræðu. í umræðum
karla getur rökfimin verið að-
dáunarverð, enda íþrótt í sjálfri sér,
en við eigum erfitt með að setja
okkur í spor annarra og hlusta á
tilfínningaleg rök. Mikilvægi þess-
ara karlmannlegu gilda hefur breyst
á undanfömum áratugum með
breyttri stöðu og hlutverki kvenna
án þess að við karlar (og reyndar
konur líka) höfum gert okkur fylli-
lega grein fyrir þvn Við emm „að
heyja rangt stríð“. Staða okkar er
ekki ósvipuð stöðu bandarískra her-
manna sem komu heim úr Víetnam-
stríðinu forðum. Þeir héldu að þeir
væm að fóma sér fyrir Bandaríkin
og það sem þau standa fyrir, en
þegar heim kom var þeim ekki fagn-
að og framlag þeirra Iítils virt. Við
emm ennþá að reyna að vera góðar
fyrirvinnur, taka áhættu (oft
óþarfa), vera sterkir og þögulir.
Virðingin fyrir þessum eiginleikum
karla er ekki sú sama og áður. Af-
leiðingin er m.a. aukið heimilisof-
beldi, áfengisvandi og að karlar
draga sig meira inn í skel sína.
Önnur hugsanleg ástæða fyrir
áhugaleysi karla á umræðu um
breytta stöðu og hlutverk kynjanna
er sú að flest í þeirri umræðu er
skilgreint af konum. Körlum er
gjama stillt upp sem kúgumm
kvenna og það er ekki fýsilegt fyrir
karlmann að taka þátt í umræðu
um hlutverk og stöðu kynjanna út
frá þeirri skilgreiningu. Það hefur
ekki tekist að koma því inn í þessa
umræðu að karlar geta verið „fóm-
arlömb“ sinnar eigin félagsmótunar
og þarfnast skilnings og samúðar
ekki síður en konur.
Það er vissulega rétt sem margar
konur segja, að nú sé komið að
karlmönnum að breytast og að taka
umræðuna um stöðu sína og hlut-
verk alvarlega. Málin em þó ekki
svo einföld að hægt sé að skoða
karlmanninn eingöngu sem kúgara
og konuna sem fómarlamb. Karl-
menn hafa lítinn áhuga á umræðum
á þeim nótum og komast heldur
ekki í samband við hana með því
móti. Fjalla verður um félagsmótun
karla á breiðum gmnni, jafnt í upp-
eldi sem á fullorðinsámm.
Konur em ekki komnar í höfn í
jafnréttisumræðunni. Þær hafa t.d.
ekki mikið rætt um „völd“ sín yfir
karlmanninum/bömunum. Konur
hafa tilfínningalega yfirburði og vald
samkvæmt því. Þær hafa einnig vald
FÓTANUDDTJEKID
PUNKTANUDD SEM
EYKUR BLÓÐSTREYMIÐ
Fzst hjá: Heilsu, Kringlunni, Fjarðar-
kaupum, Hellsuvali, Grænu línunni,
Heilsuhorninu Aknreyri n.fi.
SENDUM í PÖSTKRttFU.
BIO-SELEN UMBOÐIÐ
SÍMI 76610
Um söngrerk
Skúla Halldórssonar
eftir Marínó
Guðmundsson
Dr. Victor Urbancic hafði oft orð
á því við mig í tímum að sér þætti
alltaf stórmerkilegt hvað margir
íslendingar væm tónskáld eða
semdu auðveldlega falleg lög. Hygg
ég að hann hafi þá einkum haft í
huga sönglög, en vafalaust líka
stærri tónverk með kór. Hann var
yndislegur maður og frábær kenn-
Eru jólin verk
Satans?
Svarið er að finna í bókinni.
*
„Eg tel það dásamlegt
þegar góð tónskáld
gefa út verk sín í eigin
útsetningu.“
ari, sem fór mjög mildum höndum
um nemendur sína, ólíkt sumum
öðmm tónlistarkennumm, t.d.
þýskum, sem oft móðguðu þá af
minnsta tilefni.
Eitt sinn kom ég með lítið lag
til hans sem ég hafði ekki, raddsett
að hætti gamallar kirkjutónlistar
eins og ætlast var til, og hljómaði
það því öðmvísi. Hann spilaði þetta
tvisvar, hlustaði vel og sagði svo:
Heldurðu ekki að þetta sé einhver
misskilningur?
Síðan breytti hann nokkmm nót-
um svo þetta hljómaði eins og
kirkjutónlist, spilaði verkið aftur og
brosti. Svo bætti hann við: Ég er
ekkert á móti nútímamúsík og í
raun og vem getur enginn sagt
hvernig á að semja og útsetja mús-
ík. _
Árið 1947 var ég enn í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík, en var
kominn í vaktavinnu og gat því
ekki alltaf mætt í tíma. Þá sagði
dr. Urbancic að lítið mál væri að
bjarga því. Ég skyldi bara hringja
Uppboð í Svarto markaðnum kl. 16 í dag
Allt frá rafmagnsáhttldum upp í húsgðgn.
Gerið stórkostleg kaup.
Grýla og jólasveinninn
mæta kl. 15 á sunnudag.
og koma heim til sín. Og það varð
mjög skemmtilegt. Yngsta bam
þeirra hjóna var þá enn í vöggu og
þau geislandi glöð og hamingjusöm
með það. Var sjálfsagt og eðlilegt
(fannst mér) að koma inn til okkar
með bamið, svo hjónin gætu leikið
við það saman um stund og það
hló og skríkti. Hafði ég mikla
ánægju af þessu líka. Að því búnu
héldum við áfram að skoða það sem
ég hafði samið á gítarinn, en ég
hafði ekki píanó og dr. Urbancic
fannst alveg ágætt og skemmtilegt
að femndir vom oft með, þar sem
þríundir vom algengari.
Þó dr. Urbancic væri góður pían-
isti og kennari hygg ég að manns-
röddin, fínasta, vandasamasta og
kannske fullkomnasta hljóðfærið,
hafi verið honum kæmst. Á þessum
ámm, 1945-48, vom margir í Tón-
listarskólanum sem síðar áttu eftir
að semja hin ágætustu sönglög.
Sumir, eins og t.d. Skúli Halldórs-
son, höfðu reyndar spilað undir og
samið falleg lög frá unga aldri.
Hann lék t.d. úndir hjá Pétri Jóns-
syni, svo einhver sé nefndur.
Þegar þess er gætt að stór hluti
tónlistarflutnings í landinu er ein-
mitt söngur, með eða án undirleiks,
tel'ég það dásamlegt þegar góð
tónskáld gefa út verk sín í eigin
útsetningu. Mér fínnst það líka
mikið afrek hjá Skúla Halldórssyni
að vera byijaður á því og vil ég
hvetja þá sem ekki eiga fyrsta heft-
ið af söngverkum hans að skoða
það vel, því þarna em falleg lög
og frábær útsetning á undirleik.
Mér finnst alltaf sérstaklega gaman
að því hve vel Skúli notar kontra-
punkt.
Við sem eldri emm þekkjum
Skúla Halldórsson auðvitað, en fyr-
ir hina yngri sem e.t.v. gjama vilja
vita hver hann er, þá er Skúli fædd-
Ásþór Ragnarsson
„Það er mikilvægt að
bæði kynin sameinist
um að skilgreina hug-
takið VALD og þá um
leið nátengt hugtak,
OFBELDI. Slík skil-
greining gæti orðið
einn af hornsteinunum
í jafnréttismálum kynj-
anna.“
í krafti fegurðar og þess að þær
þurfa ekki að taka fmmkvæði í sam-
skiptum. Það er mikilvægt að bæði
kynin sameinist um að skilgreina
hugtakið vald og þá um leið nátengt
hugtak, ofbeldi. Slík skilgreining
gæti orðið einn af homsteinunum í
jafnréttismálum kjmjanna.
Höfundur er sálfræðingur.
Skúli Halldórsson tónskáld.
ur 28. apríl 1914. Hann lærði píanó-
leik m.a. hjá Áma Kristjánssyni og
Rögnvaldi Siguijónssyni, en lauk
námi í hljómfræði o.fl. hjá dr. Ur-
bancic 1948.
Skúli hefur einnig samið mörg
verk fyrir hljómsveit, en hér ætla
ég aðeins að segja lítillega frá fyrr-
nefndu hefti, 1. hluta söngverka
hans. Sigfús Halldórsson teiknaði
stafí á kápu, en hana prýðir einnig
lítil mynd eftir Mugg, hafmey með
hörpu, en þetta 110 bls. hefti er
bundið með gormkjöl sem er mikill
kostur. í því em alls 32 lög og það
sem mér frnnst sérstaklega gaman
er að allmörg kvæðin hafa verið
þýdd á ensku, þýsku og jafnvel
norsku.
Ifyrstu lögin em Smaladrengurinn
og Smalastúlkan, sem allir kannast
við. Þegar ég heyri þessi æskuverk
hans dettur mér alltaf í hug myndin
af unglingnum við ána á kápu gömlu
íjárlaganna. Hann notar gjaman
vísur eftir skyldmenni sín, Jón Thor-
oddsen og Theódóm Thoroddsen, en
líka ljóð eftir Öm Amarson, Sigurð
Grímsson, Vilhjálm frá Skáholti,
Tómas Guðmundsson, Guðmund
Böðvarsson, Hannes Pétursson,