Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 54
54
Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlis-
fræðingur.
Fékk þýsk-
an styrk
ÞORSTEINN Þorsteinsson, jarð-
eðlisfræðingur, fékk nýlega þýsk-
an Alfred-Wegener styrk til fram-
haldsrannsókna á borkjömum úr
hájökli Grænlands.
Þorsteinn hefur á undanfömum
áram unnið að rannsóknum í tengsl-
um við hið fjölþjóðlega GRIP-rann-
sóknaverkefni á hájöklinum, sem
beinist meðal annars að því að koma
upp nákvæmu yfirliti um veðurfars-
sveiflur á ísaldartímabilinu.
Þorsteinn Þorsteinsson lauk B.Sc.
prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla ís-
lands árið 1985 og mag.scient prófí
við Kaupmannahafnarháskóla árið
1991. Hann vinnur nú við Alfred-
Wegener heimskauta- og' haffræði-
stofnunina (Alfred-Wegener Institut
fiir Polar- und Meeresforschung) í
Bremerhaven.
, lóla-
þrennan
Skemmtileg í SKÓINN
kjörin með JÓLAKORTINU
og gerir JÓLAPAKKANN
ennþá meira spennandi.
_____MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992_
RÉTTLÆTI - EKKIHEFND \
Endurminningar
Simonar Wiesen-
thals á íslensku
í BÓKINNI rekur Wiesenthal
sögu baráttu sinnar fyrir því að
nasískir glæpamenn yrðu dregn-
ir fyrir dómstóla og hvernig
hann hefur keppst við að minná
heiminn á helförina gegn Gyð-
ingum. Hann segir frá því hvern-
ig nasistar fóru í felur í stríðslok
og undirbjuggu flóttann með
stolnum fjármunum. Þá segir
Wiesenthal frá afskiptum sínum
af Waldheim-málinu, samskipt-
um við Bruno Kreisky kanslara,
Sakharov-réttarhöldunum og
mörgu öðru.
í tilefni af útkomu bókarinnar
átti Morgunblaðið stutt viðtal við
Simon Wiesenthal. Sagði hann að
búið væri að selja útgáfurétt að
bókinni í 23 löndum og er hún að
koma út á íslensku og pólsku þessa
dagana. Wiesenthal, sem er orðinn
84 ára, fer daglega til starfa á
skrifstofu sinni í Vín og nokkuð
hress. Hann var spurður að því
hvort ekki færi að sjá fyrir endann
á leitinni að stríðsglæpamönnum
nasista, nú þegar meira en hálf öld
er frá því að Helförin stóð sem
hæst.
„Margir stríðsglæpamenn voru
ungir að árum þegar helförin stóð
og innan við fertugt í stríðslok.
Við eram að reyna að draga fyrir
dómstóla menn sem nú era á átt-
ræðisaldri og það segir sig sjálft
að við getum ekki haldið áfram
nema tvö til þrjú ár til viðbótar að
eltast við þá. Þegar gamalmenni
eru dregin fyrir dóm njóta þau sam-
úðar aldursins vegna. Nýlega fund-
um við níræðan stríðsglæpamann
á Kanaríeyjum, er hægt að draga
hann fyrir dóm? Fólk segir að gam-
alt fólk eigi að fá að deyja í friði,
en þessir menn eiga ekki að deyja
sem sakleysingjar. Um það snýst
málið. Ef við getum ekki dregið
Simon Wiesenthal
mennina fyrir dóm eigum við að
fletta ofan af verkum þeirra og
segja frá þeim.“ Við þíðuna í Aust-
vi
ur-Evrópu hefur opnast aðgangur , is
að skjalasöfnum sem áður voru B
lokuð. Wiesenthal segir að nú hafi ei
þessi skjalasöfn meira gildi fyrir ^ sl
sagnfræðinga en lögfræðinga, því fe
upplýsingarnar í þeim séu í flestum hi
tilvikum um látna stríðsglæpa- V
menn. Segir hann að meðan kalda te
stríðið stóð hafi tapast dýrmætur g'
tími. le
Nýnasistar og öfgahópar af því ig
sauðahúsi hafa haft sig talsvert í hi
frammi undanfarið. Er skemmst sl
að minnast ofsókna gegn tyrknesk- A
um innflytjendum í Þýskalandi.
Wiesenthal var spurður álits á s[
þeirri þróun. „Nýnasmisminn í Evr- fr
ópu er orðinn vandamál. I mörgum ui
löndum era hægri öfgahópar til ví
vandræða. Hluti þeirra er ungt fólk
sem einfaldlega er að gera upps- k<
teit án nokkurrar hugmyndafræði. I lö
Það vinnur ekki skipulega eftir G
áætlun, veit einungis hvað því mis- lö
líkar. Meira en 90% íbúa Þýska-
lands er gegn nýnasistunum. Það ai
er þögull meirihluti en þessi meiri- b<
hluti verður ekki virkjaður fyrir se
Hver er Símon Wiesenthal?
Simon og Cyla Wiesenthal giftust 1936. Þau voru aðskilin í fangabúð-
um og héldu hvort annað látið. Árið 1946 hittust þau aftur með
undraverðum hætti.
í bókinni ritar samstarfsmaður
Wiesenthals, P.M. Lingens, per-
sónulýsingu á Wiesenthal. Þar kem-
ur margt fram sem varpar ljósi á
hvaða mann „nasistaveiðarinn"
Simon Wiesenthal hefur að geyma
og hvemig hann hefur mótast. Hér
fylgir kafli í þýðingu Ásgeirs Ing-
ólfssonar úr þessari persónulýsingu.
„Hvemig Simon Wiesenthal er í
raun og vera, vill enginn vita. Það
gæti breytt honum úr guðdómleg-
um hefnanda í venjulegan mann.
Maðurinn sem valdi Vín sem hin
nýju heimkynni sín er frá Buczacz,
litlum bæ austarlega í tvíveldinu
Austurríki-Ungveijalandi (fyöl-
skylda Sigmunds Freuds er þaðan
líka en tengdamóðir Wiesenthals
var fædd Freud). Þótt flestir gyð-
ingar alist upp í umhverfí, þar sem
þeir eru í minnihluta eða þá öfugt,
í gettói, bar mest á gyðingum í
Buczacz. Þeir voru um sex þúsund
en Pólverjar aðeins um tvö þúsund
og Úkraínumenn um þúsund. Þetta
vakti sérstaka sjálfsmeðvitund.
Gyðingamir vora ekki neðstir í virð-
ingarstiganum. Þeir voru stoltir af
gyðinglegum uppruna sínum.
Gagnstætt öðram gyðingum,
sem vöndust því að vera niðurlægð-
ir, þekkti Wiesenthal ekki þá niður-
lægingu, og því varð líkamlega
þjáningin í Þriðja ríkinu ekki eins
sársaukafull og andlega niðurlæg-
ingin. Að vera gyðingur gat í hans
augum aldrei orðið þrá eftir að vera
það ekki, en þannig komst einn
aðalandstæðingur hans í Austur-
ríki, Brano Kreisky, að orði. En það
hefur aldrei fólgist í því að telja sig
hluta útvalinnar þjóðar. Wiesenthal
er gyðingur og fínnst það eitt af
því eðlilegasta í heiminum.
Eins og næstum allar gyðinga-
fjölskyldur í Buczacz var fjölskylda
hans trúuð. Tilhneigingar gætti til
að kynnast dulspeki Austurlanda,
en einmitt á þeim tíma jókst áhugi
á henni þar.
Galisía er land kraftaverkarabb-
ínanna. Rabbíninn, ekki prestur
heldur vitringur, var æðsti fulltrúi
réttar og réttlætis. Þar sem gyðing-
ar vora næstum alltaf umluktir af
einhveijum, sem vora þeim mátt-
ugri, urðu þeir, að svo miklu leyti
sem unnt var, að leysa innri deilu-
mál sin sjálfir. Alveg eins og þeir
héldu uppi sterkri kynferðislegri
siðgæðisvitund (sem hafði síðar
mikil áhrif á Sigmund Freud), þann-
ig var einnig hugmynd þeirrá um
réttlæti bæði hörð og ákveðin. Sim-
on Wiesenthal segir oft frá því,
hvemig hann sem barn var látinn
ganga fram hjá ákveðnu húsi. Fyr-
ir innan gluggana sat maður, sem
hafði ekki mælt orð af vörum árum
saman og snæddi aðeins það sem
hann þurfti til að halda lífí. „Hinn
þöguli,“ eins og hann var kallaður,
hafði dag einn lent í rifrildi við
konu sína og hrópað til hennar í
bræði sinni: „Guð gefí að þú logir
upp!“ Sömu nótt brann hús hans,
án þess þó að hann væri valdur að
því, og konan fórst í eldsvoðanum.
Maðúrinn, sem var þrúgaður af
samviskubiti, fór til rabbínans til
að létta af sér byrðinni. Hann ákvað
að maðurinn mætti ekki mæla það
sem eftir væri ævinnar og að hann
skyldi án afláts biðja um fyrirgefn-
ingu synda sinna.
Þetta dularfulla dæmi um rétt-
læti hefur haldið gildi sínu fyrir
Simon Wiesenthal fram til þessa
dags. Hann er sannfærður um, og
yfír því skyldi enginn undrast, að
í lífí hvers manns gæti jafnvægis
milli sektar og friðþægingar, og
þessi sannfæring tengist orðum,
sem minna stöðugt á sig: „Allt í
lífínu kostar sitt.“ í huga hans verð-
ur sekt ekki gefín eftir. Fyrir hana
verður að friðþægja í áföngum.
Simon Wiesenthal fyrirgefur ekki
auðveldlega, og að því leyti svarar
hann til þeirrar skoðunar, sem al-
menningur hefur á honum. Það á
þó ekki svo mjög við um vitsmuna-
hliðina á honum. Hann er vitur og
hefur allt of margþættar skoðanir
á sekt til þess að geta ekki, fyrr
eða síðar, hætt að leggja fæð á ein-
hvem fyrir það, sem hann hefur
gert. En tilfínningasviðinu veitir
hann ekki fyrirgefningu. Hann
skiptir bara á henni og hæfílegri
yfirbót.
Wiesenthal hefur hvað eftir ann-
að rætt vandamál fyrirgefningar-
innar, en sjálfur nefnir hann það
sína „óuppgerðu fortíð". í síðustu
bók sinni, „Sólblóm", lýsir hann
atburði í stríðinu, þar sem hann
tekst á við þetta vandamál með
hvassri sjálfsgagnrýni. Hann var
þá settur til starfa á sjúkrahúsi.
Skyndilega kallaði hjúkranarkona á
hann og tók hann með sér inn í
stofu, þar sem maður lá fyrir dauð-
anum. Maðurinn sem var að deyja
var SS-maður. Hann tók um hönd
Wiesenthals og fór að skrifta. Hann
sagði honum, rekinn áfram af ótta
við dauðann, frá hræðilegum af-
brotum, sem hann hafði framið
gegn gyðingum. Þegar hann hafði
sagt allt, sem hann vildi segja, bað
hann gyðinginn, sem var þarna í
nauðungarvinnu og sat þögull við
rúm hans, að fyrirgefa sér. Wiesent-
hal stóð á fætur og gekk burt án
þess að segja eitt einasta orð. Síðar
heimsótti hann móður hins látna,
sem hafði misst allt sitt, en þagði
um illvirki sonarins.
Maður getur einnig komið öðra-
vísi fram við sömu aðstæður. í Pól-
landi var hópur fyrrverandi fanga
í útrýmingarbúðunum tekinn fastur
af kommúnistum, því að þessir
menn fengust ekki heldur til að
þegja undir nýja einræðinu. Nokkr-
ir þeirra voru dæmdir til dauða, þar
á meðal kona ein. Árið 1946 beið
hún á dauðagangi fangelsisins eftir
því að vera tekin af lífi. Dag einn
.
KAFFIBRENNSLA
AKUREYRAR HF