Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 60

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ IJVUGARDAGUK 12. DESEMI3ER 19þ2 Mezzoforte á gömlum slóðum Jass Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðjón Guðmundsson ÁHEYRENDUR hylltu félagana í Mezzoforte í lok tónleikana á Tveim vinum sl. fimmtudagskvöld og slepptu þeim ekki af sviðinu fyrr en þeir höfðu leikið tvö auka- lög, Garden Party og Rockall. Þar með lauk fyrstu tónleikum sveit- arinnar í Reykjavík í rúm þijú ár, frábærum tónleikum góðra tón- listarmanna. Efnisskráin var að mestu byggð upp af lögum sem hljómsveitin hefur áður gefíð út, en einnig voru flutt lög af sólóskífu Friðriks Karlssonar, Point Blank. Mezzo- forte er nýkomin úr tónleikaferða- lagi frá Noregi, þar sem hún á sér dyggan hóp aðdáenda. Hún var því vel slípuð fyrir tónleikana á Tveim vinum og keyrði áfram prógrammið af krafti. Með þeim félögum, Eyþóri Gunnarssyni, Jóhanni Asmunds- syni, Friðriki Karlssyni og Gunn- laugi Briem lék norski saxafón- leikarinn Kare Kalve. Hann féll vel inn í heildarmyndina og stóð fyllilega fyrir sínu í sólóköflum. Tónlist Mezzoforte í gegnum árin er uppfull af fallegum laglín- um en aðalsmerki sveitarinnar er þéttur rytmaleikur og góður spuni. Tónleikarnir hófust á Hitc- hiker og Fjörkippum af Mezzó 4. Síðan var keyrt á Expressway af næstsíðustu hljómplötunni, Play- ing for time. Hratt fönkbítið í þessu magnaða lagi fékk hárin til rísa. Eitt af bestu lögum Mezzo- forte, að mati þess sem þetta rit- ar. Jóhann sýndi hve flinkur raf- bassaleikari hann er og fékk unga bassanemendur sína í salnum til að standa á öndinni í sólóköflum. Friðrik er rokkaðri en áður í sínum sólóum en á það enn til að vera rómantískur, eins og í ballöðu sinni, GK-straumar, sem var eina nýja lagið á tónleikunum. Eyþór stendur næst djassinum í sínum spuna. Hann var með heilt safn af sándum innbyggt í hljóðgervil sinn og hljómaði vel. Gaman hefði verið að heyra meira af nýju efni frá Mezzoforte á tónleikunum, en alltof lítið fór fýrir því. Einlægir Mezzoforte- aðdáendur þó huggað sig við það að sveitin er komin saman á ný, og miðað við orð Jóhanns Ás- mundssonar ætla þeir ekki aftur að láta líða jafnlangan tíma á milli tónleika. Einnig það að Mezzoforte ætlar að gefa út nýja plötu, líklega á seinnihluta næsta árs. Jólasveinarnir munu skemmta í Kringlunni JÓLASVEINARNIR eru að koma til byggða og á sunnudaginn verður flokkur jólasveina í Kringlunni og munu þeir skemmta kl. 13.30 og 14.30. Verslanir í Kringlúnni verða opnar lengur nú um helgina. í dag, laugardag, er opið til kl. 18 og á morgun, sunnudag, verður opið frá kl. 13 til 17. Á sunnudaginn verður opið í Kringlunni og jólasveinar verða á ferðinni í húsinu og skemmta þeir kl. 13.30 og 14.30. Á vegum versl- ana verða bóka- og plötukynningar og m.a. munu Jet Black Joe og Bubbi Morthens flytja 2-3 lög. Einnig verður tískusýning kl. 15.15. Þetta er annar sunnudagurinn í desember sem allar verslanir og veitingastaðir Kringlunnar eru opn- ar. Verslanimar verða opnar frá kl. 13 til 17 en veitingastaðirnir verða opnir lengur. Nýtt greiðslukortatímabil hófst hjá flestum fyrirtækjum í Kringl- unni þann 10. desember. Vörukaup sem gerð eru nú út á kort koma því til greiðslu í byijun febrúar, Viðskiptavinir geta um helgar til jóla nýtt bílastæði í nágrenni Kringlunnar. Heimilt er að leggja á lóð Verslunarskólans og norðan við Útvarpshúsið. í dag, laugardag, verða starfsmannastæði Kringlunn- ar austan við húsið einnig rýmd og viðskiptavinir geta lagt bílum sínum þar. --..-.+-»-»---- Aðventu- kvöld í Að- ventkirkjunni AÐVENTUKVÖLD verður í Að- ventkirkjunni í Reykjavík á sunnudagskvöld kl. 20. Kirkjukór Aðventkirkjunnar í Reykjavík syngur undir stjórn Krystynu Cortes. Einsöngur, tví- söngur og almennur söngur. Hug- leiðingu flytur Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðing- ur. Kveikt verður á kertum meðan sunginn verður sálmurinn Heims um ból. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur á eftir. Allir eru velkomnir. JOLAMALTIÐ Þá er það jólamáltíðin, sú máltið sem allir leggja mikla alúð við. Yfírleitt hafa fjölskyldur komið sér upp hefðum með matinn á aðfangadagskvöld. En þegar bömin fara að búa, verða stundum árekstrar, þar sem bæði vilja hafa matinn hennar mömmu. Ég er ein af þeim sem ólst upp upp við rjúpur á aðfangadags- kvöld, en ég giftist manni, sem ekki gat hugsað sér að borða rjúp- ur, enda mikill fuglavinur. Ég gat hæglega skipt um og borðað ánnað en ijúpur. Fyrir nokkram áram dvaldist skosk stúlka hjá okkur og hún átti ekki orð til að lýsa hneykslan sinni á því að ég borðaði þennan fallega, gæfa fugl. Hún átti heima í stóru skógar- svæði á Norður-Skotlandi, þar sem pabbi hennar var skógræktar- stjóri. Ég er nú komin á þá skoðun, að við eigum að láta þennan fugl í friði, við höfum nóg annað að borða. Hins vegar fínnst mér allt í lagí að borða þá fugla, sem við ræktum til manneldis, svo sem kjúklinga eða endur, en það er einmitt pekingönd sem ég ætla að bjóða upp á í þessari jólamál- tíð. Forrétturinn verður laxaís, en ábætisrétturinn trifli. Máltíð- in er ætluð handa 6. Gleðileg jól. Laxaís með melónu 250 g reyktur lax 1 hálfdós niðursoðnirtómatar 3 skvettur úr tabaskósósu- flösku 1 tsk. sítrónusafi 3 blöð matarlím 1 frekar lítil melóna. 1. Takið roðið af laxinum og fjarlægið öll bein. Setjið í kvöm (mixara) og malið mjög fínt. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 3. Takið 1 dl af tómatsafanum úr dósinni, hitið að suðu, vindið matarlímið upp úr vatninu, setjið í tómatsafann og látið bráðna. Kælið án þess að þetta hlaupi saman. Setjið saman við laxinn í kvöminni, setjið tabaskósósu og sítrónusafa samari við. Setjið í djúpa skál og fiystið. 5. Skerið hýðið utan af melón- unni, skerið síðan heila melónuna í sneiðar þversum. Fjarlægið steina. 6. Leggið eina melónusneið á smádisk, skafið laxaísinn upp með skeið og setjið í hringinn inni i melónusneiðinni. Setjið steinselju- grein ofan á til skreytingar. Fyllt pekingönd 2 endur, um 2 kg hvor 3 lítrar vatn + 1 msk. gróft salt 3 tsk. sykur 3 tsk. salt 6gráfíkjur 10 döðlur Vi dl rúsínur 50 g valhnetur 1 dl sherry 2 msk. soyasósa rifínn börkur af Vi appelsínu 1 meðalstór laukur 6 hvítlauksgeirar 1 msk. matarolía + 1 msk. smjör fyrir laukinn 2 msk. hunang, 2 msk. smjör og safí og börkur af Vi appelsínu til að pensla með. 1. Takið harða stilkangann af gráfíkjunum, saxið síðan gróft ásamt döðlum og rúsínum, valhnetum og rifnum appelsínuberki. Setjið í skál og hellið sherry og soyasósu yfír. Látið standa í 5-6 klst. 2. Afhýðið lauk og hvítlauk, saxið fínt. Setjið smjör og matarolíu í pott og sjóðið lauk og hvítlauk í feitinni við vægan hita. Má alls ekki brúnast. Setjið laukblönduna saman við ávaxtablönduna. 3. Setjið vatn og salt í pott, sem rétt rúmar endumar. Setjið endumar í sjóðandi vatnið og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur. Þannig rennur mikil fíta af þeim. Takið endurnar úr vatninu, setjið á grind og látið þoma þar við opinn glugga. Þerrið þær síðan vel að utan og innan og nuddið með sykri og salti að utan og innan. Setjið síðan fyllinguna inn í þær. Festið opið saman með kjötpinnum eða stórum stoppunálum. 4. Hitið bakaraofn í 150°C, blástursofn í 130°C. Setjið endumar í steikingarpott eða annað ílát með loki, bringan snúi upp. Setjið 1-2 dl af vatni á botninn. Steikið í 75 mínútur. 5. Aukið hitann á bakaraofninum í 210°C, blástursofni í 190°C. Athugið hvort bæta þarf vatni í botninn. 6. Blandið saman smjöri, hunangi og appelsínusafa. Penslið endumar með því. Setjið endurnar á grind og steikið áfram í 30 mínútur. Penslið öðra hveiju með hunangs/smjörblöndunni. Sósan 1. Búið til uppbakaða sósu. Notið smjör og soð af innyflum og úr steikingarpottinum, en fleytið alla fítu ofan af. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKEtSSON 2. Bragðbætið sósuna með madeira, sherry eða rifsbeijahlaupi. Trifli 6 dl ijómabland (mjólk og i , -1 iu .JlAi hjört-um, Pvi -1 J J drott-iiM þóm. a j. m J61- í myrkr-um næt-ur Ji. JlJti J J J ir r >n ff-VAJi. Æ 1. =r=c=J Kk-i.-v-.-7 u r 1 f-1 v' r'trr ir- T'jTb ^ r r r -r--. sól._ Er m nmt retr- ar g^ts-ar storm-ur' J)J) J) f r strið-nr, J J- fi p ■ slend-ur J> JJ) n fl B hjá onsfHO-ar engr-Lu t' P p ÍU r bUð - ur, Og- tj J.|.J' V r r -i . rj Jii i' > Jl -j-.t- t~r r dvtn, Oss ti p:p rT P'P r r drjtt-tn^bírt - *> krinf-um P | )>e(r-ar ljös-10 ds^s-lmi drott- ins blrt - a krlng-um giAÍ.-! J skin, Oss J J •fe=.V= skin. ijómi til helminga) Vi 1 vanillustöng 3 msk. sherry 7 eggjarauður 4 eggjahvítur 3'/2 msk. sykur 8 blöð matarlím u.þ.b. 150 g möndlumakkarónur, íslenskar, þær eru betri 1 Vi dl góð jarðarbeijasulta Vi hálfdós niðursoðin jarðarber J Vi dl af sherry til viðbótar fersk jarðarber til skreytingar. 1. Setjið makkarónukökur í þunnt lag á botninn á flatbotna skál. Hellið 1 Vi dl af sherry yfir og látið blotna vel. 2. Meijið dósajarðarberin lauslega með gaffli og setjið saman við sultuna. Setjið yfír markkarónukökurnar. 3. Hrærið eggjarauðprnar með sykrinum. 4. Hritið ijómablandið, kljúfíð vanillustöngina og skafíð úr henni saman við. Látið sjóða, hellið þá ögn af ijómablandinu saman við eggjahrærana, takið pottinn af hellunni á meðan. Bregðið aftur á hitann og látið þykkna án þess að sjóða. Hafið hröð handtök og hrærið stöðugt og hratt í og setjið pottinn ofan í kalt vatn í eldhúsvaskinum á meðan. Setjið sherry saman við. 5. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur, vindið síðan úr vatninu og bræðið í íláti yfír heitu vatni. Hellið því síðan í mjórri bunu út í mjólkurblönduna. Látið kólna þar til þetta er við að hlaupa saman, en hellið þá yfir það sem er í skálinni. Látið standa í kæliskáp í minnst 6 klst. 6. Skreytið með þeyttum ijóma og ferskum jarðarbeijum, þegar borið er fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.