Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 66

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 66
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 ,c.-j-'U /L-iLj'UirLUí L; ?'• l~T'Pn-rtA) )Á. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Meðleigjandi óskast („Single White Female“). Sýnd í Stjörnubíói. Fram- leiðandi og leikstjóri: Bar- bet Schroeder. Handrit: Don Roos, byggt á sam- nefndri bók Johns Lutz. Aðalhlutverk: Bridget Fonda, Jennifer Jason Leigh, Steven Tobolowsky, Steven Weber, Peter Fri- edman. Laugav*9i 45 - s. 21 25 í kvöld: NÝ DÖNSK Miðvikud. 16. des. ORGILL Fimmtud. 17. des. K.K. BAND Föstud. 18. des. STJORNIN IMIUMMIl c'V'illllhll I llll Laugard. 19. des. DEEP JIMI AND ZEP CREAMS Þorláksmessa: JÓLABLÚS VINA DÓRA Annar íjólum: SÍÐAN SKEIN SÓL Gamlárskvöld: Auglýst síðar. Nýársdagur: SNIGLA- mm 2. janúar: BOGOMIL FONT OG MILLJÓNA- MÆRINGARNIR Það er snilldarbragur á verkum leikstjórans Barbets Schroeders hvort sem hann er að fjalla um útúrsukkað rónalífið í ræsinu (Barflugan) eðaúrkynjunþotuliðsins(„Re- versal of Fortune") eða þá glímir við sálfræðitryllinn eins og hann gerir í myndinni Meðleigjandi óskast eða „Single White Female“, jóla- mynd Stjörnubíós í ár. Mynd- imar sýna ótrúlega fjölhæfni og gera Schroeder að einum athyglisverðasta og besta leikstjóra Bandaríkjanna í dag, ekki síst þessi nýjasta sem er ógnarspennandi, frá- bærlega leikin og meistara- lega mynduð og uppbyggð saga um tvær stelpur sem leigja saman íbúð fram í rauðan dauðann. Þær eru einstaklega vel leiknar af tveimur ungum og upprennandi leikkonum, sem eiga glæsta framtíð fyrir sér í Hollywood ef marka má þessa mynd og eru reyndar af annarri og þriðju kynslóð leikara. Bridget Fonda (dóttir Peters) segir upp kærast- anum sínum og auglýsir eftir meðleiganda. Einn umsækj- andanna er Jennifer Jason Leigh (dóttir Vic Morrows) og hún flytur inn til Bridget. Brátt taka alvarlegir atburðir að gerast sem rekja má til Leigh og þegar Bridget tekur aftur saman við kærastann sinn og Léigh er orðin fyrir snýst hún öndverð gegn því með afleiðingum sem eiga eftir að draga þig fram á sætisbrúnina og halda þér þar á ystu nöf. Efnislega á myndin nokk- uð sameiginlegt með spennu- myndunum Höndinni sem vöggunni ruggar og Frið- helgin rofin því eins og þær íjallar hún um heimilisvin undir fölsku flaggi; heimili- svinurinn verður heimilissk- rímslið. Hann reynir að yfir- taka líf vinar/óvinar síns, grafa undan honum, sá grun- semdum og eyðileggja traust; taka yfír líf hans hægt en Vond leigukjör; úr myndinni Meðleigandi óskast, jóla- mynd Stjörnubíós í ár. örugglega. Sjálft heimilið er vettvangur átakanna. Með- leigjandi óskast er best þess- ara mynda. Schroeder vinnur upp úr safaríku og sérlega vel skrif- uðu handriti Dons Roos. Hann er spennuleikstjóri sem gefur sér tíma í nauðsynlega uppbyggingu, leggur áherslu á sterka persónusköpun og viðkvæm tengsl persóna. Hann veit að allt veltur á trúverðugleika í þessari stöðu ogtrúverðugleiki myndarinn- ar og þar með spennugafinn er ekki síst falinn í persónu Leigh, sem í aðra röndina vinnur samúð áhorfandans af því hún er utangarðs að reyna að komast inn og er haldin svíðandi sektarkennd vegna atburðar í æsku, sem líka er lykill að sálarflækju hennar. En samtímis er hún gangandi tímasprengja, sem maður veit aldrei hvenær springur. Leigh lýsir frábær- lega stöðugri hnignun hennar þar til hún missir eigið sjálf og tekur upp útlit og klæða- burð vinkonu sinnar, Bridget, en það á sér dýpri rök í for- tíð hennar sem tvíbura. Bridget er í raun lítið síðri þótt hlutverk fórnarlambsins bjóði ekki upp á jafnmikla möguleika. Hún er með öllu grunlaus, vill vel en kannski það hafí alltaf verið um sein- an fyrir hana að taka á mál- inu. Allt smellur þetta saman í æsispennandi lokakafla þar sem þriðja aðalhlutverkið, sjálft fjölbýlishúsið, hvar allir atburðir myndarinnar gerast, verður æ ógnvænlegra. Roman Polanski kunni að nota fjölbýlishús sem vett- vang spennumyndar. Schro- eder kann það ekki síður. Hann skapar í því þykkt og stigmagnandi andrúmsloft spennu og óhugnaðar sem er ekki síst komið á fram- færi með skammdegisbirtu, dökkum litum og skuggum sem boða ekkert gott. Sjálf byggingin er ógnarleg með sínum mikla og djúpa stiga- gangi og myrka kjallara og íbúðum þar sem auðvelt er að njósna og leynast. Hann hefur gert frábæra spennumynd. Djass og draumar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Dingó. Leik- stjóri Rolf de Heer. Handrit Marc Rosenberg. Tónbst Michel Legrand og Miles Davis. Aðalleikendur Colin Friels, Miles Davis, Helen Buday, Joe Petrruzzi, Bernadette Lafont,Bem- ard Fresson. FFC. Ástalía 1991. Árið 1969 verða umskipti í lífi strákhnokkans Dingós (Friels) í áströlskum smábæ. Því djasssnillingurinn Cross kemur líkt og himnasending á flugvöllinn þarna úti í miðri auðninni og trompetleikur hans hittir drenginn í hjarta- stað. Hann verður ekki samur og uppfrá þessu á hann sér það æðsta takmark í lífinu að fá að blása með Cross í París. Líða nú tveir áratugir og enn heldur Dingó í bernsku- drauminn, þorpsbúar henda gaman að og jafnvel eiginkon- an. En svo rífur hann sig uppúr ládeyðunni og heldur öllum á óvart á fund snillings- ins í París og þiggur tveggja SOLIN ER ÍÁRS mmm koMMMA tffta, FommMRoq Fiem. /cuNmmmAÐ MM MPPÁAFMÆí/EM tím?/ LAUGARDAGIHN 12. D ALDURSIAKMARK 20 ÁRA áratuga gamalt heimboð hans. Dingó er óvenjueinlæg og aðlaðandi mynd þar sem æv- intýraljóminn ræður ferðinni og vendipunkturinn er sú ákvörðun Dingós að hætta að gæla við drauma sína og láta þá rætast. Og sem í ævintýr- unum gengur allt ljómandi vel upp, hann hittir áhrifavald sinn í lífínu og í rauninni óþarft að segja meira. Þetta er fallegt ævintýri, afar sak- laust og endar vel. Það er gaman að sjá til snillingsins Davis og tónlistin þeirra Legrands er -hrífandi. Friels er geðþekkur leikari sem kemst vel frá sínu, glæð- ir hlutverkið hárréttri blöndu sjálfstrausts og sveita- mennsku. Handritið er ofur einfalt og fyrirsjáanlegt, allt að því barnalegt en það skipt- ir ekki Svo miklu máli því myndin er öll í viðfelldum „næv“-stíl, sem annaðhvort fellur áhorfandanum í geð eða ekki. Og það er alveg borð- leggjandi að enginn nýtur Dingós nema hann trúi á drauminn, hafi unun af djassi og elski ævintýrið. Vitastíg 3, simi 623137. Laugard. 12. dos. opid kl. 20 -03 JÓLAGIEDI Hljómsveitin PAPAR Eins og i gær fyrrihluta kvöldsins ríkir irsk þjoðlagastommning en þegar á líður nær rokkið yfirhöndinni! KL. 22-23: ÖL Á HÁLFVIRÐI: 2 fyrir 1 afdælu (HAPPY DRAFTHOUR) JÓLAGLÖGG OG PIPARKÖKUR A SÉRTILBOÐI Aðgangur aðeins kr. 500 Liðveislufól. fá 50% afsl. í boði spari- sjöðanna gogn framvísun skirt. Argentina steikhús byður matargest- um boðsmiða! TILVALIÐ KVOLD FYRIR ÞA SEM VILJA NJÓTA JÓLAAÐVENTUNNAR OG LYFTASÉRUPP! PÚLSINN - i enn meira jólaskapi! BINGQ! Hefst kl. 13.30 Aðalvinningur að verðmaeti ________100 bús. kr.' Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 —- S. 20010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.