Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 76

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 76
SÍMI 691100, AÐIÐ, AÐA \ SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hætta er á að Jökulsá rjúfí veginn Grímstungu. HÆTTA ER talin á að Jökulsá á Fjöllum hlaupi yfír veginn, því farið er að hækka verulega í ánni vegna knapastíflu fyrir neð- an brúna á þjóðvegi 1. Mikil snjókoma undanfarið og frost síðustu daga hafa orðið til þess, að mikill krapi hefur myndast á grynningum neðan við brúna, en áin hefur annars verið auð það sem af er vetri. Hækkað hefur töluvert í Jökulsá og hætta talin á að hún hlaupi yfir veginn. Áin hefði þegar rofið veginn, ef ekki hefði verið gerður varnargarður við brúna í haust. - Bragi Golfvöllur við Korp- úlfsstaði FRAMKVÆMDIR við nýjan 18 holu golfvöll í landi Korp- úlfsstaða hefjast á næsta ári og á að taka hann í notkun innan tveggja ára, að því er fram kom í máli Júliusar Haf- stein, borgarfulltrúa og for- manns íþrótta- og tómstunda- ráðs, á aðalfúndi GR. Teikningar af fyrirhuguðum golfvelli GR í landi Korpúlfs- staða eru nú til sýnis í golfská- lanum í Grafarholti. Áður voru hugmyndir uppi um að byggja völl í Keldnalandi eða á gömlu sorphaugunum í Gufunesi, en fallið hefur verið frá því. Sjá íþróttasíðu, bls. 75. Heilbrígðisráðherra Framtíðar- stefiiu vantar Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, sagði á ársfundi Ríkisspítalanna í gær að framtið- arstefna í uppbyggingu sjúkra- húsþjónustu hefði ekki verið mót- uð og væri brýnt að ráða bót á því. Ráðherra greindi frá því að um- ræður um nánara samstarf.Landspít- ala og Borgarspítala hefðu staðið yfír frá því í haust. Ekki yrði langt að bíða niðurstöðu. Sjá bls. 39. Jólasveinarnir eru komnir til byggða Morgunblaðið/Kristinn Eflaust hafa mörg börnin glaðst í morgun þegar þau aðgættu hvort fyrsti jólasveinninn hefði laumað einhveiju í skóinn þeirra í nótt. Góðu börnin fengu sitthvað fallegt eða bragðgott, en trúlega hefur einhver óþekktaranginn fengið skemmda kartöflu í sinn skó. Ráðherrafundur EFTA í Genf um framtíð Evrópska efnahagssvæðisins Afar mikilvægtað staðfest- ingn samnings ljúki án tafar Þessum orðum er beint til íslendinga, segir utanríkisráðherra Genf. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐHERRAR annarra EFTA-rílga en Sviss lýstu því yfir á fundi í Genf í gær að afar mikilvægt væri að staðfestingu samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið yrði lokið án tafar svo samningurinn gæti tekið gildi eins skjótt og unnt væri á fyrri hluta ársins 1993. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessum orðum væri beint til íslendinga. Samningurinn hefur nú verið samþykktur á öllum þjódþingum EFTA-ríkjanna nema á Alþingi. Þjóð- aratkvæðagreiðsla verður um samninginn í Liechtenstein á morgun, sunnudag. „Ráðherrarnir höfðu áhyggjur af stöðu mála á íslandi," sagði Jón Baldvin. „Ég varð að róa þá og fullvissa um að það væri ástæðulaust að óttast um meirihluta með samningnum á Alþingi." Efnt var til ráðherrafundarins í Genf til að ræða þá stöðu sem upp er komin vegna þess að Svisslend- ingar felldu EES-samninginn í þjóð- aratkvæðagreiðslu síðastliðinn sunnudag. Jón Baldvin sagði á blaðamanna- fundi að loknum ráðherrafundinum að Alþingi myndi væntanlega sam- þykkja samninginn með 33 atkvæð- um, 22 yrðu á móti og 8 sætu hjá; það væri aðeins tímaspursmál hve- nær af því yrði. „Á elsta þingi Evr- ópu ríkir hin einstæða og stundum leiðinlega hefð að takmarka ekki ræðutíma þingmanna," sagði hann. Bjöm Tore Godal viðskiptaráð- herra Noregs sem er forseti EFTA- ráðsins sagði á blaðamannafundin- um í gær að ráðherramir vonuðust til að EES-samningurinn gæti geng- ið í gildi ekki síðar en 1. júlí 1993. Fundir árdegis um EES Ráðherrar í ríkisstjóminni munu ijalla um niðurstöðuna af fundi ráð- herranefndar EFTA fyrir hádegi í dag en Jón Baldvin var væntanlegur til landsins í nótt. Einnig hefur utan- ríkismálanefnd verið boðuð til fund- ar kl. 10 til að fjalla um málið. Er búist við að utanríkisráðherra gefí Alþingi síðan skýrslu um niðurstöð- una eftir hádegi en önnur umræða á þingi um EES-frumvarpið á að hefjast kl. 13 í dag samkvæmt dag- skrá þingsins. Sjá nánar bls. 35 Alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki telur gármálafrísvæði á íslandi ekki fýsilegan kost Stofna ber markaðsfyrirtæki vegna erlendra fiárféstinga ALÞJÓÐLEGA ráðgjafarfyrirtækið KPMG Management Consulting sem ríkisstjórnin réð til að kanna möguleika á stofnun alþjóð- legs fjármálafrísvæðis leggur til að stofnað verði sérstakt markaðsíyrirtæki hér á landi sem hafi það hlutverk að örva erlenda fjár- festingu í landinu. Ráðgjafarfyrirtækið telur hins vegar að stofnun Qármálafrísvæðis á íslandi sé ekki fýsilegur kostur að sinni. Við athuganir sínar á því hvort mögulegt væri að stofna alþjóðlegt Qármálafrísvæði hér á landi komust ráðgjafar KPMG Management Consulting að raun um að hér á landi eru marg- víslegar hugmyndir uppi um ný atvinnutæki- færi i samvinnu við útlendinga. Hins vegar skortir ákveðna og samræmda stefnu um það hvemig eigi að laða erlendar fjárfestingar til landsins. Telja þeir m.a. þörf á stofnun sem veiti erlendum flárfestum upplýsingar, aðstoð og ráð. Einnig þurfí hún að geta komið fram fyrir hönd íslenskra stjómvalda þegar það eigi við og haft frumkvæði. Ráðgjafamir telja jafnframt íslenskar skatta- reglur mjög óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og þess vegna sé nauðsynlegt að endurskoða reglurnar með tilliti til þess. Rekja þeir ýmsar skattaívilnanir sem frland og Noregur beita til að örva fjárfestingu í atvinnulífi hjá sér. Þá telja þeir nauðsynlegt að unnið sé skipulega að því að örva ijármagnsmarkaðinn, bæta fram- leiðni á honum og efla vöxt hans og þroska. Ennfremur benda þeir á nauðsyn hagræðingar í lífeyrissjóðakerfinu. Sjá einnig miðopnu. DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.