Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
&anskar buxar.
C/anskar stretsbuxur.
i i Nýbýlavegi 12, sími 44433.
/ V
30-70% AFSLÁTTUR
af dömu- og herrailmum.
Einnig mikið úrval af fallegum
gjafavörum á góóu veröi.
Snyrtivörubúóin,
Laugavegi 76, sími 12275.
\____________________________/
Einar Amason skip- __
aður prófessor við HI
FORSETI íslands hefur skipað
Einar Arnason í embætti prófess-
ors í þróunarfræði við líffræði-
skor raunvísindadeildar Háskóla
íslands.
Einar er fæddur 26. júní 1948.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1968, BS-
gráðu í líffræði frá líffræðiskor Há-
skóla íslands 1972, meistaragráðu
(M.Sc.) frá McGill-háskóla í Montre-
al, Kanada, 1974 og doktorsgráðu
(Ph.D.) frá Kaliforníuháskóla í Santa
Barbara árið 1980. Að loknu dokt-
orsprófi starfaði Einar í tvö ár
(1980-1982) við rannsóknir við Har-
vard-háskóla í Massachusetts í
Bandaríkjunum í rannsóknahópi pró-
fessors Richards C. Lewontins. Arið
1981 var hann skipaður dósent í
þróunarfræði við Háskóla íslands.
Veturinn 1988-1989 var Einar ge-
staprófessor við Harvard-háskóla.
Einar hefur hlotið ýmsan stuðning
til fræðistarfa í Bandaríkjunum,
m.a. hefur hann verið styrkþegi
Fulbright-Hayes og Fogarty stofn-
ananna. Einnig hefur hann hlotið
fjölmarga styrki til rannsókna frá
vísinda- og rannsóknasjóðum hér
heima og erlendis.
Einar hefur stundað rannsóknir á
fjölbreyttum viðfangsefnum. Fyrstu
verk hans fjalla um fæðuatferli kjó-
ans og breytileika brekkubobbans
cepaea. í síðari rannsóknum sínum
hóf Einar mælingar á náttúrulegu
vali á breytileika ensíma í tilrauna-
FULLHUGAR A
FIMBULSLÓÐUM
- þættir úr Grænlandsfluginu
eftir Svein Sæmundsson
Bókin hefur að geyma frásagnir af merkum þætti í ís-
lenskri flugsögu. Um langt árabil hafa íslendingar
stundað flug til Grænlands og áttu þar með ríkan þátt í
að rjúfa einangrun þessara granna okkar í vestri. Oft
voru aðstæður í Grænlandsfluginu ótrúlega erfiðar,
ekki síst í sjúkraflugi þegar teflt var á tæpasta vað
enda oft líf að veði. Margar frásagnir í bókinni taka
öllum spennusögum fram. Þær eru ótrúlega magnað-
ar en samt sannar. Þetta eru frásagnir af fullhugum
sem létu sér það ekki fyrir brjósti brenna að fljúga á
fimbulslóðir. Oft hékk líf þeirra á bláþræði en auðna
réði að alltaf komu þeir heilir heim.
j!
Góð bók frá
FROÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Fróða
stofnum vínflugna, drosophila. Til-
raunir Einars eru þær fýrstu sem
greina skýrt á milli vals á geninu
sjálfu og vals á tengdum genum.
Þetta eru langtímarannsóknir sem
standa enn yfír.
Nýverið hefur Einar hafið athug-
anir á breytileika í DNA í orkukorn-
um hjá íslenskum fiskum, t.d. þorski
og laxfiskum. Ýmsar merkar niður-
stöður hafa fengist, til dæmis vís-
bendingar um að þorskstofninn við
ísland, Noreg og Nýfundnaland sé
einn og hinn sami. Að áliti dóm-
nefndar eru rannsóknir Einars í
háum gæðaflokki og hafa niðurstöð-
umar verið birtar í virtustu alþjóð-
legum vísindaritum.
Einar hefur stundað kennslu við
háskóla allt frá því hann var í námi
í Kanada. Við Háskóla íslands hefur
hann skipulagt og kennt m.a. nám-
skeið í lífmælingum, þróunarfræði
og stofnerfðafræði og tekið þátt í
málstofu í vistfræði. Jafnframt rann-
sóknum og kennslu hefur Einar sinnt
viðamiklum stjómunarstörfum.
Hann var formaður líffræðiskorar
1984-1986 og aftur 1991-1992.
Einnig hefur Einar verið formaður
í Félagi líffræðinga og Félagi töl-
fræðinga. Árin 1989-1991 var hann
ritari og gjaldkeri Samtaka nor-
rænna erfðafræðinga og skipulagði
XIV. þing samtakanna sem haldið
var í Reykjavík 18.-21. júní 1991.
Einar er áhugamaður um hesta
og hestamennsku, tónlist og Darwin
og Darwinismann. Hann er einn sex
systkina, sonur Áma Einarssonar
fýrrverandi framkvæmdastjóra Rey-
kjalundar, sem nú er látinn, og konu
hans, Hlínar Ingólfsdóttur. Einar er
kvæntur Betty Nikulásdóttur skólar-
áðgjafa við Menntaskólann í Hamra-
hlíð.
Brauóríst meö hitahlíf,
uppsmellanlegrí
smábrauðagrind og
útdraganlegrí mylsnuskúffu
Verð kr. 4300.
Handryksuga í vegghöldu
Þráðlaus og þægileg. Helsti
óvinur smákusksins.
Verðkr.3300.
Stílhrein veggklukka með
hita- og rakamæli. Einnig til
svört.
Verðkr. 1900.
mat, sérstaklega góður til
kleinubaksturs.
Verðkr. 11.700.
Heimilistækin frá SIEMENS eru beimsþekkt fyrir
hönnun, gæði og góða endingu.
Gefðu vandaða jólagjöf- veldu SIEMENS heimilistæki.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300