Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 46
ARGUS/SÍA I ■ *| Hif'' > 46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Jólaþrennan á jólapakkana tvöföld ánægja! SJONARHOLL Dauðsföll af völdum elds- voða tengd neyslu áfengis DAUÐSFÖLLUM af völdum kolmónoxíðeitrana (koloxíð-) af útblásturslofti bifreiða hefur farið fjölgandi hér á landi á síð- ustu árum. Þetta er niðurstaða rannsókna sem gerðar voru á Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í lyfjafræði og birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem nú er að koma út. Að rann- sóknunum stóðu Jakob Kristins- son dósent og prófessor Þorkell Jóhannesson, prófessor Ólafur Bjarnason og Rannsóknastofa Háskólans í réttarlæknisfræði. Þeir hafa einnig nýlega kynnt niðurstöður skyldra rannsókna sem sýna að kolmónoxíðeitranir eru ein aðalorsök dauðsfalla í eldsvoðum hér á landi. Við báðum Jakob og Þorkell um að lýsa þessum rannsóknum nánar og skýra niðurstöðurnar. Dauðsföll af völdum slysa Jakob sagði að við rannsóknir á dauðsföllum vegna eldsvoða hefði vakið athygli hve mjög þeirra virt- ust tengjast neyslu áfengis. Rann- sakað var alkóhól og kolmónoxíð í blóðsýnum úr þessum einstakling- um og kom í ljós að flestir sem létust á þennan hátt höfðu verið með banvæna kolmónoxíðeitrun. Rannsóknin náði til 30 einstak- linga sem fórust í eldsvoðum í húsum eða skipum á árunum 1971-1990, en það voru 51 pró- sent allra dauðsfalla af völdum eldsvoða hér á landi. í hópnum voru 28 karlmenn og 8 konur á aldrinum þriggja til 74 ára og var meðal aldurinn rúm 45 ár. Í öllum tilvikum var talið að um slys hafi verið að ræða. Alkóhólmagn í blóði mjög hátt Mælingar leiddu í ljós að margir þeirra, eða þrír af hveijum fjórum, höfðu mjög mikið alkóhólmagn í blóði. Það þykir áhugavert vegna þess að erlendis hefur athyglin ekki beinst að alkóhólsneyslu þeg- ar kannaðar hafa verið orsakir eldsvoða. Hér kemur fram að þess- ir einstaklingar sem neytt höfðu áfengis voru mjög ölvaðir. Einnig kemur í ljós við samanburð að ölv- unin var mun meiri og algengari en í öðrum banaslysum sem urðu á þessu 20 ára tímabili. Jakob sagði að e.t.v. hefði þetta mikla alkóhólmagn getað átt sinn þátt í því að þessir einstaklingar hafi ekki orðið eldsins varir, eða það hefði komið í veg fyrir að þeir hafi getað bjargað sér. Kolmónoxíðeitrun orsakast af ófullnægjandi bruna - Hvernig verður kolmónoxíð- eitrun? „Kolmónoxíðeitrun orsakast af ófullnægjandi bruna,“ sagði Þor- kell. „Það getur orðið við bruna á tijávið, kolum, koxi eða nánast hvaða efni sem er.“ Hann nefndi sem dæmi kolmónoxíðeitrun sem varð af völdum viðarkola á grilli sem notuð voru til að halda hita í lokuðu tjaldi og olli dauða. Eitran- ir verða á þann hátt að kolmónox- íð keppir við súrefnið í bindingu við blóðrauðann í blóði og binst honum 200-300 sinnum fastar þannig að hann getur ekki flutt súrefnið. Þetta dregur mjög úr flutningi súrefnis og veldur súrefn- isþurrð í vefjum líkamans, en það getur hæglega leitt til dauða. Þorkell sagði að við venjulegar aðstæður ætti kolmónoxíðmettun í blóði að vera eitt prósent eða minna. Hjá miklum reykingamönn- um getur mettunin farið upp í 10-20 prósent en mettunin verður banvæn þegar kolmónoxíðmettun í blóðrauða nær 50 prósentum. Fleiri lofttegundir geta verið meðvirkandi við bruna Jakob bætti við að hjá þeim sem farast í eldsvoða úr kolmónoxíð- eitrun sé í mörgum tilvikum enga aðra dánarorsök að finna. Á síðari árum hefði athygli manna einnig beinst að öðrum eitruðum loftteg- undum sem einnig geta myndast við bruna eins og blásýru, koltvíox- íð og klórvetni. Mælingar sem gerðar hafa verið á blóði fólks sem látist hefur í eldsvoða þykja bendir til þess að um fleiri efni geti verið að ræða, en vægi þeirra er mun minna en kolmónoxíðs og sjald- gæft er að þau finnist í banvænu magni í blóði. Dauðsföll af ásetningi Dauðsföllum af völdum kol- mónoxíðeitrana af útblæstri bif- reiða hefur farið fjölgandi hér á landi undanfarin ár. Þetta eru næstum alltaf dauðsföll sem verða af ásetningi (sjálfsvíg). Rannsókn- imar náðu yfir 20 ára tímabil frá 1971-1990. Meðalaldur hópsins var 40,6 ár og var yngsti einstakl- ingurinn 16 ára piltur og elsti 75 ára gömul kona. Athygli hefur vakið að á fyrri hluta tímabilsins frá 1970-80 voru dauðsföllin til- tölulega fá og engin í elsta eða yngsta aldurshópi, en þeim fjölgaði þegar fór að líða á seinni hluta tímabilsins 1980-90 og urðu þau flest árið 1990, eða 16. Aukning í flestum aldurshópum Þorkell sagði að þegar bornar væru saman niðurstöður á dánar- tíðni eftir 1980 í hinum ýmsu ald- urshópum hafí komið í Ijós að hún hafði aukist í öllum aldurshópum nema hjá 30-39 ára, en hún hafi vaxið mest hjá fólki á aldrinum 50-59 ára. Dánartíðnin var hæst hjá körlum sem komnir voru um og yfir miðjan aldur, eða á aldrin- um 40-59 ára, en vom fátíðust hjá ungu fólki, 15-29 ára. Mæling- ar sýndu að 46 prósent hinna látnu 1 Jólaþrennan kemur þér strax í hátíöarskap. Hún er skemmtileg í SKQINN. kjörin með JÓLAKORTINU meira spennandi. HAppAþRENNAN hefttd rinnMfjmnf N Æ R F Ö T Það besta næst pér! HAGKAUP KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.