Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 anasonic KX-T9000 - Kr. 30.326 stgr. Þráðlaus sími -10 númera minni Langdrægni innanhús allt að 200m Lltanhús altt að 400m. KX-TR 2395 - Kr. 10.825 stgr. Sími með símsvara -12 númera minni Handfrjáls notkun - Veggfesting. KX-T 2322 E - Kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E - Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun KX-T 2322 E hálfhandfrjáls notkun 26 númera minni - Veggfesting. FARSÍMI - Frá kr. 96.773 stgr. Panasonic farsíminn er léttur og meðfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg með rafhlöðu. Hægt er að flytja tækið með sér, hvert sem er, ótal möguleikar á að hafa símtækið fast í bílnum, bátnum eða sumarbústaðnum. HEKLA LAUGAVE6I 174 - S 695500/695550 KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími, sýnir klukku, símanúmer sem valið er, timalengd símtals - Handfrjáls notkun - 28 númera minni - Veggfesting. KX-F50 - Kr. 69.379 stgr. Telefax, sími og símsvari í einu og sama tækinu. PANAFAX UF 121 - Kr. 64.562 stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni - Sendir A4síðu á aðeins 17 sekúndum - í fyrirtækið - Á heimilið. ALLTAF TIL í SLAGINN Brot úr ævisögu Sigurðar Þorsteinssonar skipstjóra sem Friðrik Erlingsson skráði Sigurður Þorsteinsson skipstjóri hefur verið á sjó frá fermingu — í hartnær hálfa öld. Vaka-Helga- fell hefur gefið út ævisögu hans, Alltaf til í slaginn, sem Friðrik Erlingsson, ungur rithöfundur, skráði. Morgunblaðið birtir nú nokkur kaflabrot úr bókinni með leyfi útgefanda. Sigurður Þorsteinsson hefur jafnt kynnst vosbúð og illviðrum á Islandsmiðum sem mildum vindum Karíbahafsins. Hann hóf feril sinn á íslenskum togurum en hefur siglt um öll heimsins höf á ýmsum fleyt- um, allt frá litlu björgunarskipi til risaflutningaskipa og lent í ótrú- legum ævintýrum á sjó og í landi. Fastur í Amazon Eftir að hafa verið stýrimaður og skipstjóri á strandferðaskipum á íslandi réð Sigurður sig á Hvíta- nesið, flutningaskip í eigu íslend- inga sem var í verkefnum erlendis. Aðstandendur útgerðarinnar komu fljótlega auga á æði álitlegt verk- efni sem enginn virtist hafa áhuga á að taka að sér. Franska ríkið leitaði að skipi til að sækja góðvið úr Amazon-frumskóginum sem átti að gera tilraunir með til hús- gagnaframleiðslu. Þeir tóku verkið að sér og héldu til Suður-Ameríku og sigldu upp fljótið. Þar komust þeir að því af hveiju enginn hafði haft áhuga á verkinu: Þetta var erfið og áhættusöm sigling. Sig- urður fór á undan á hraðbát til að kanna aðstæður og lagði síðan af stað upp fljótið á Hvítanesinu. „Siglingin upp ána var mjög þægileg og allt gekk eins og í sögu. Af og til sáum við allsnakta indí- ána inni á milli tijánna en þeir gáfu sig aldrei neitt að okkur eða virtu okkur viðlits. Þegar okkur bar þar að sem verið var að höggva trén var komið þó nokkurt ijóður. En um leið og við skriðum fram- hjá og virtum þetta fyrir okkur vaknaði ég upp við vondan draum. Nú þurfti nefnilega að huga að því að snúa skipinu við. En það var hægara sagt en gert. Ég áttaði mig skyndilega á því að áin væri ekki nógu breið til að snúa því. Það var það eina sem mér hafði láðst að athuga. Sambandslausir við umheiminn Ég gætti þess að halda andlitinu og láta engan sjá hversu mér brá en bölvaði í hljóði og reyndi að láta mér detta eitthvað í hug. Ég vildi ekki að áhöfnin vissi í hvers lags klípu við værum svo ég þagði og braut heilann. Ég sigldi í róleg- heitum eina mílu upp ána til að athuga hvort þar væri nokkurt svigrúm en áin var alls staðar jafn- breið. Trén uxu út fyrir árbakkana beggja vegna. Nú voru góð ráð dýr. Annaðhvort varð ég að finna lausn í skyndi eða við sætum fastir inni í miðjum frumskóginum, sam- bandslausir við umheiminn. Þarna er frumskógurinn svo þykkur að hann gleypir öll radíóboð og það var engin leið að ná sambandi. Eina leiðin virtist vera sú að keyra á fullri ferð inn í árbakkann, láta skipið reka aftur til baka og keyra svo aftur inn í bakkann þar til svigrúm myndaðist til að snúa þvi. Þetta lét ég gera og enginn virtist undrandi á þessari tilhögun því ég leit að minnsta kosti út fyrir að vita hvað ég var að gera. Þetta tók þijá daga og hafðist í rólegheitum og alveg hávaðalaust. Öllum virtist þetta vera hið eðlilegasta mál og ég varð auðvitað guðs lifandi feg- inn að þetta skyldi heppnast svona vel. Þegar við komum út úr þykkn- inu og gátum farið að hlusta á radíóið fréttum við af morðinu á Kennedy Bandaríkjaforseta. Þá voru tvær vikur liðnar frá þeim atburði en við komum auðvitað af fjöllum, ef svo má segja.“ Ennið á brúarglugganum Á sjöunda áratugnum var Sig- urður á Haferninum, birgðaskipi íslenska síldarflotans. Veturinn 1968-69 var mikill hafís hér við land. Þann vetur komu þeir á Haf- erninum eitt sinn með olíufarm frá Evrópu, losuðu á Siglufirði, Akur- eyri og Húsavík en komust ekki fyrir Melrakkasléttu fyrir ís. Að lokum lentu þeir í sjálfheldu. „ísinn þrýsti að okkur frá öllum hliðum og við gátum ekkert gert. Við vor- um fastir. Ég svaf ekkert í heila viku, stóð bara í brúnni og fylgdist með ísnum þangað til fæturnir bólgnuðu og hugurinn var gjör- samlega kominn í hring. Þá fer maður að hætta að hugsa rökrétt sem er hættulegt í stöðu sem þess- ari ... Eitt skiptið hlýt ég að hafa sofnað standandi því ég hrökk upp við það að ennið á mér var frosið fast við rúðu í brúarglugganum. Ég varð að rífa mig frá og skilja ennið eftir á rúðunni en gekk með grisju það sem eftir var ferðar. Isinn allt um kring náði eins langt og augað eygði. Upp úr breiðunni stóðu tveir borgarísjakar sem mér fannst stöðugt nálgast, líkt og þeir væru að elta mig.“ Bjarni Þorsteinsson, Sigurður og Guðmundur Bjarnason inni í frum- skógum Amazon. Hvítanesið er í baksýn. ERLENDI BOKAMARKAÐURINN Þúsundir titla af erlendum bókum á ótrúlega lágu verði. Jólavörur með helmings afslœtti. Opið alla helgina. ÍÐUNN Forlagsverslun, Bræðraborgarstíg 16, sími 628973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.