Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Á meðan allt lék í lyndi. Thelma og Fredí, fyrrverandi eiginmaður hennar, með börnunum. Anton er lengst til vinstri, þá Alexander og Valentín og telpurnar, Tina og Victoria. feta sín fyrstu spor á ferlinum þeg- ar ég starfaði í London. Ég gleymi því aldrei þegar henni var fylgt inn í myndver þar sem ég var að vinna. Fyrst átti hún að fylgjast með og taka eftir hvernig ég hreyfði mig og síðan átti að mynda okkur saman fyrir franskt tímarit. Twiggy var þá fimmtán ára og helst hægt að líkja henni við lítinn gegnsæjan fugl úr gleri. Hún kom úr mjög fátækri fjölskyldu og var átakanlega horuð og föl. Hún hafði nánast lifað við hungursneyð og bar þess merki. Svo hræðilega hvít, æðaber og algjörlega flatbijósta. Óörugg og afskaplega feimin. Ég hafði það á tilfinningunni að hún gæti brotnað. í þokkabót talaði hún enskuna með sérkennilegum cockn- ey-hreim. Það var enginn eins og hún. Einhver kunningi hennar hafði fengið þá hugmynd að gera hana að fyrirsætu og láta hana vekja athygli fyrir sérstakt útlit sitt. Eg leiðbeindi henni og sýndi hvemig hún ætti að bera sig að fyrir framan myndavélamar. Hún var mjög þakk- lát fyrir hjálpina. Mér virtist þetta vera hin elskulegasta stúlka, en sannarlega gmnaði mig ekki á þeirri stundu að hún ætti eftir að slá í gegn og verða fyrirmynd milljóna stúlkna um heim allan. En Twiggy varð heimsfræg á augabragði og allar konur urðu allt í einu að vera algjörar horrenglur. I tískunni verður alltaf að koma fram eitthvað nýtt. Aðra stundina eiga konur að hafa góðar mjaðmir og bijóst en þá næstu verða þær að vera alveg flatar. Þótt konur hafí löngum haft grannar fyrir- myndir til að bera sig saman við var Twiggy-útlitið engu líkt. Sagt er að megrunarsjúkdómurinn anorexía, lystarstol, hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði á Twiggy-tímanum. Löngu eftir að við unnum saman fékk ég af og til kveðjur frá henni með fólki sem hún vissi að ég þekkti. Hún virtist ekki gleyma mér, enda hlýtur það að hafa verið eftirminnileg stund fyrir hana þegar hún var dregin í mynda- töku í fyrsta sinn, algjör nýgræðing- ur úr fátækrahverfi sem kunni ekk- ert fyrir sér í þessum efnum og hafði aldrei látið sér detta íhug að starfa sem fyrirsæta. En áður en hún vissi af var hún orðin milljóna- mæringur. Twiggy er dæmi um fyr- irsætu sem var langt frá því að vera fegurðardís. En hið sérstaka útlit hennar skapaði henni vel- gengni. Hún var horaðri en nokkur önnur og mun lágvaxnari en flestar fyrirsætur. Hún reyndi síðar fyrir sér við kvikmyndaleik en náði ekki mjög langt á því sviði. Þótt hún virt- ist ekki mikill bógur þegar ég hitti hana í fyrsta sinn er ég sannfærð um að hún er greind og hæfileika- rík, annars hefði hún ekki náð eins langt og raun ber vitni. Sjálf lét ég tilleiðast að fara í prufumyndatökur vegna kvikmyndahlutverks þegar ég var í London, en hugurinn fylgdi ekki með. Kvikmyndaleikur hefur aldrei heillað mig. Mér fannst til- hugsunin um að þurfa kannski að kyssa einhveija ókunnuga karlmenn mjög fráhrindandi. Umboðsmaður minn í London vildi að ég færi í prufutöku hjá ítölsku leikstjórunum og framleið- endunum Carlo Ponti, eiginmanni Sophiu Loren, og Antonioni. Þeir voru þá staddir í borginni og Antoni- oni var að undirbúa myndina Blow up. Ég ákvað að slá til, fremur í gamni en alvöru. Ég fór að heiman í fínu veðri og brá mér á hjólið mitt eins og oft endranær. Ég hafði haft mig til fyrir væntanlega myndatöku, greitt mér vel og farðað. Á leiðinni kom úrhellisrigning og þegar ég komst loks á staðinn var ekki sjón að sjá mig. Málningin lak niður kinnarnar og fína hárgreiðslan hafði rignt nið- ur. Carlo Ponti rak upp mikinn hlátur þegar hann sá útganginn á mér. Annars var hann mjög vingjarnlegur og þægilegur. Margar aðrar stúlkur voru mættar á staðinn og voru allar uppstrílaðar og fínar. Mér fannst hálfneyðarlegt að standa þarna blaut og klesst við hlið þeirra. Ég var heldur ekki látin gera annað en að koma fram fyrir leikstjórann og kynna mig. Verið var að leita að stúlku í aðalhlutverk myndar sem fjallaði um samband fyrirsætu og ljósmyndara. Ég, með minn dökka drengjakoll, var ekki sú týpa sem þeir voru að leita að. Sú sem var valin í hlutverkið var fræg ensk fyrirsæta, Jane Shrimpton, sem oft var kölluð Rækjan. Hún var með ljóst sítt hár niður á bak. Mér hefur alltaf þótt voðalega stressandi að koma fram fyrir framan kvikmynda- tökuvélar. Ef ég hef þurft að tala í sjónvarpi hef ég haft miklar áhyggjur af tungumálinu, því ég hef sífellt verið að læra ný mál og þá á kostnað íslenskunnar. Það hefur örugglega líka haft áhrif á að ég sóttist aldrei eftir kvikmyndahlut- verki. Minningar mínar frá London snú- ast nær eingöngu um vinnu og aft- ur vinnu. Eg vann frá morgni til kvölds og var vinnudagurinn oft 12-14 tímar. Ég komst að hjá allra færustu Ijósmyndurum þess tíma og fékk himinhácr upphæðir í laun. Sömu sögu var ekki að segja um Ole. Hann náði ekki þeim árangri sem vonir hans stóðu til og fékk ekki næg tækifæri. Því fór honum fljótt að leiðast. Þótt hann hefði sannarlega hæfileika til að ná langt hafði hann ekki tök á þeirri list að koma sér áfram. Ákveðna fram- komu og lagni þarf til að ná á topp- inn, ekki síst þegar komið er út fyrir heimahagana og samkeppnin verður enn harðari. Það er mjög mikilvægt að kunna að koma sér á framfæri og kynna sig og vinnu sína á réttan hátt. Ole tókst það ekki. Fljótt varð málum þannig háttað að ég vann fyrir heimilinu á meðan hann beið eftir verkefnum. Það fyr- irkomulag reyndi mjög á samband okkar. Ole átti erfitt með að þola að ég væri sá aðilinn sem aflaði fjár og sæi um uppihald okkar. Ég hafði miklar telqur og markmið mitt var að safna peningum, því ég vissi að það gæti komið sér vel síðar að eiga varasjóð upp á að hlaupa. Dvölin í London varð ekki ýkja löng, aðeins tæpt ár. Um mitt sumar 1966 ákváðum við enn að leggja land undir fót og reyna að koma okkur á framfæri í háborg tískunnar, Par- ís. Ole eygði þá von að hann næði betra sambandi við Frakka en Breta og þar ætti hann möguleika á meiri vinnu en í London. Mig langaði til að reyna aftur fyrir mér í París og þóttist vita að nú gengi mér betur en í fyrra skiptið. Allt frá því ég man eftir mér hef ég verið ber- dreymin. Mig hefur dreymt drauma sem ég hef getað túlkað og litið á sem vísbendingu um hvað ætti eftir að henda mig. Einnig dreymir mig fyrir daglátum. Ég held að draumar SJÁ NÆSTU SÍÐU frá ÍSLENSKUM MATVÆLUM Jóla- / Krydd- SÍLD Konfekt-/ Marineruð- SILD Hádegis- / Sinneps- SÍLD Karrí- ^Hvítlauks- SILD Portvíns- / Tómat- SÍLD HOLL OG NÆRINGARÍK 'káW □®\] ÍSLENSK IMI MATVÆLI ICEFOOD Slysavarnafélag íslands Gjöf á Gjöf, til bjargar mannslífum Útsölustaðir á höfuðborgarsvæðinu eru: Flestir stórmarkaðir, bókaverslanir, blóma- búðir, útsölustaðir Lottós, bensinstöðvar Olís og skrifstofa SVFÍ. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS, sími 627063. ARGUS/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.