Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 57

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 57 Kveðjuorð Katrín Þórisdóttir Nú þegar svartasta skammdeg- ið ríkir og vetrarkuldinn nístir dimmdi skyndilega hjá ij'ölskyldu Katrínar Þórisdóttur og sorgin gerði skammdegismyrkrið enn svartara. Kata, eins og hún er kölluð meðal Ijölskyldu og vina, lést aðfaranótt 6. desember sl., af þeim válega sjúkdómi sem sigr- aði hana að lokum. Hún hefði orð- ið 31. árs í janúar nk., fædd 7. janúar 1962. Kata var í lokaáfanga í við- skiptafræði við Háskóla íslands og hafði rétt náð að hefja vinnu á Borgarspítalanum, þegar sjúk- dómurinn greindist 15. júní fyrir hálfu þriðja ári. Allt í einu var þessi lífsglaða og hressa stúlka orðin sjúklingur í stað þess að vera vinnukraftur. í upphafi veik- indanna var mjög tvísýnt með Kötu og svo sannarlega ekki mik- il von fyrst. En bænum var svarað og Kata fékk tækifæri til að komast í gegn- um erfítt ferli meðferðar í góðum höndum lækna og hjúkrunarliðs á krabbameinsdeild Borgarspítal- ans. Og hún sigraði veikindin með óbilandi baráttuþreki og lífslöng- un. Ég fylgdist náið með Kötu eins og fleiri þetta sumar og sá undursamlega skjótan bata. Um leið og hún var komin yfir versta hjallann fór hún heim í litlu íbúðina sína á Gullteignum og naut sumarsins um leið og hún safnaði kröftum. Meðan hárið var að endurnýjast bar hún oftast listi- lega bundna klúta, sem klæddu hana vel eins og flest annað sem hún bar, enda Kata bæði há og falleg stúlka. Það sem var hvað aðdáunarverðast á þessum reynslutíma var óbilandi bjartsýni hennar og óttaleysi. Aldrei kvartað þó útlitið væri dökkt og veikindin settu mark sitt á um tíma. Þrekið óx og fyrr en varði var safnast saman til að gleðjast með Kötu og aðstandendum hennar er Minning Kristín Blöndal Mig langar til að skrifa nokkrar línur í minningu Kristínar Blön- dal. Ég þekkti hana ekki bara sem Stínu hans Árna frænda, heldur átti ég því láni að fagna að kynn- ast henni líka sem Kristínu Blön- dal íslenskukennara í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Við ís- lenskukennslu var hún á heima- velli og hafði mjög gaman af því að ræða hvort heldur fornsögur eða nútímasögur. Egilssaga var aðalviðfangsefni annarinnar hjá henni og voru oft líflegar umræður um Egil og frægðarverk hans. Einnig voru Völuspá og Hávamál á námsskrá og lét hún okkur glíma við að túlka ljóðin sjálf og gaf enga forskrift um hvað þau þýddu. Leiddi þetta til mikilla umræðna og var Kristín opin fyrir öllum tillögum um þýð- ingar og hjálpaði það eflaust, því mörgum fannst erfitt að túlka þau. Sl. vor lauk ég stúdentsprófi og finnst mér svo stutt síðan að hún, hress og kát, og fjölskylda hennar voru héma heima hjá mér að fagna því. Hún rétti mér pakka og sagði að ekkert annað hefði komið til greina að gefa mér á þessum degi. Grunaði mig strax hvað þetta var og er ég svo opnaði pakkann þá sá ég að það var rétt. Það gat ekki verið neitt annað en Hávamál og Völuspá. Fallegri gjöf var ekki hægt að hugsa sér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Þetta erindi á vel við núna, þó mig hafí ekki grunað það í vor að ég ætti eftir að nota það af þessu tilefni. Það er mikill missir að Kristínu Blöndal íslenskukennara. Elsku Árni, Lalli, Tóti og Jói, missir ykkar er mikill og megi Guð styrkja ykkur í þessari raun. Kolbrún Jónatans. Kristjón Þ. Isaks- son - Kveðjuorð Fæddur 23. nóvember 1913 Dáinn 29. maí 1992 Mér er ljúft að minnast hans Kristjóns með nokkrum orðum. Þó kynni okkar væru ekki löng skilur hann eftir góðar minningar. Ég minnist þess er ég réðst til hans til heimilisstarfa og frétti að hann væri bundinn hjólastól. Æ, hugsagði ég, skyldi hann ekki vera erfiður í umgengni og beiskur í lund. Ég man þann dag er ég skyldi hefja störf, að ég drap létti- lega á dyr og beið átekta en til dyranna kom gamall maður í hjólastólnum sínum, raulandi lag- stúf með bros á vör. Samstundis hvarf allur ótti og þannig reyndist hann í allri umgengni. Kristjón lærði snemma prentiðn og starfaði við það í mörg ár. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og starfaði alla tíð með Val. Fyrir fáeinum árum varð Kris- tjón fyrir því áfalli að nema þurfti burtu annan fótinn. Aðgerðin var það mikil að hann gat ekki notast við gervifót og var bundinn við hjólastól upp frá því. Þrátt fýrir það var hann ævinlega léttur í lund og mjög þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann. En fátt er svo með öllu illt og þrátt fyrir að Kristjón væri bundinn hjólastól var hann mikill málari og átti sín- ar góðu tómstundir. Kristjón kvæntist Karenu 01- geirsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Þórunni, gifta Bjarna Ing- ólfssyni og eiga þau þijú börn og Olgeir, giftan Rut Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Kristjón og Karen slitu samvistir og er Karen nú einnig látin. Síðustu árin bjó Kristjón í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar í Beykihlíð 21 og naut þess að umgangast barnabörnin. Eg þakka Kristjóni góðar sam- verustundir og bið Guð að blessa hann í nýjum heimkynnum. Hvað sem þér mætir og hvað sem það er, hvort það er hryggð eða gleði. Best er að taka því eins og það er öllu með jafnaðargeði. (Höf. ókunnur.) Elín S. Kristinsdóttir. hún útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur í lok febrúar árið 1991, aðeins rúmlega hálfu ári eftir að hún stóð við dyr dauðans. Það var ánægjulegt að fylgjast með henni á þessum tíma. Geisl- andi af lífsgleði í fallega rauða silkikjólnum sem hún lét sauma fyrir útskriftina, Kata var reglu- lega stórhuga þegar gera átti skemmtilega hluti og kunni að njóta tilverunnar. Fyrr en varði hóf hún aftur vinnu á Borgarspítalanum, við bókhaldsstörf o.þ.h. Kata þekkti vinnustaðinn sinn betur en margur annar og átti þar marga góða að, eftir baráttu sína og sigra. Hún ætlaði heldur aldrei að gefast upp og gerði það ekki eitt andartak svo séð væri. En jafnvel sterkustu hetjur verða að kveðja að sinni og við sem eftir stöndum getum aðeins reynt að gleðjast yfír því að tíminn, sem leið frá því að vágesturinn knúði fyrst dyra, var dýrmætur og ómetanlegur fyrir bæði Kötu og hennar nánustu. Sterkasti suðningsaðili Kötu hlýtur að teljast móðir hennar, sem öllum öðrum fremur gaf dóttur sinni alla sína athygli og ástúð, meðan hún gekk í gegn um verstu veikindin. Hvert sinn sem ég kom að heim- sækja Kötu á spítalann var Þór- hildur þar og sat hjá dóttur sinni daga og nætur, án þess að bug- ast. Sambandið milli þeirra var sérlega náið við þessa raun og sú dýrmæta reynsla sem fengin var og sá stundarsigur sem vannst verður aldrei tekinn frá þeim sem nú syrgja sárt. Kynni mín af Kötu hófust sumarið 1976, í júní, þegar hún kom með systrum sínum að fá að passa hálfs árs gamla dóttur mína. Þá bjuggum við á Sauðárkróki og Kata varð tíður gestur á heimili mínu ásamt systrum sínum og góð vinátta tókst með okkur og sam- gangur varð töluverður milli heim- ila okkar. Þá, eins og ætíð, var hún hrókur alls fagnaðar og full af þrótti og lífsgleði, sem smitaði út frá sér og kveikti bros. Örlögin eru oft undarleg því daginn sem Kata var lögð til hinstu hvíldar ber upp á 15. desember, nákvæmlega tvemur og hálfu ári frá því að sjúkdómurinn greindist. Við sem söknum hennar nú getum þakkað fyrir þennan tíma og lært um leið að meta lífið enn betur, eins og Kata sýndi okkur með lífs- gleði sinni og kjarki. Foreldrum hennar og systkinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið hinn eina Guð, sem þerrar að lokum hvert tár, að styrkja ástvini Kötu og veita huggun. Þórdís Malmquist. Ef hann hefði verið Þjóðverji! Ásgeir Sigurvinsson, knattspymumaður. „Hjá Stuttgart skein frœgðarsól hans skærast, og þar náði Ásgeir þeim ein- stœða árangri að verða Þýskalands- meistari og vera valinn besti leikmað- ur keppnistímabilsins íþýsku deildinni ... var hann því sannkölluð stórstjarna í knattspyrnuheiminum, og voru margir þeirrar skoðunar, að efhann hefði verið Þjóðverji hefði hann verið leik- stjórnandi þýska landsliðsins. Ekki er hœgt aðfullyrða neitt um hve há laun Ásgeir hefur haft á ferlinum, en ef tekið er mið af tekjum annarra at- vinnumanna í knattspyrnu hefur Ásgeir ekki haft undir..." Bókin íslenskir auðmenn segir á vand- aðan og umfram allt skemmtilegan hátt frá alls konar fólki með ólíkan bakgrunn og úr margvíslegum atvinnugreinum. Bókin er í senn lærdómsrík fyrir bjartsýnt fólk og skemmtileg aflestrar fyrir alla þá sem vilja fræðast um það hvernig í ósköpunum er hægt að verða ríkur á íslandi! íslenskir auðmenn - verulega auðug bók! - góð bók um jólin! Þann sem hefur þennan staf undir vinstri hendi munu óvinirnir óttast. (Sjá nánar í bókinni Galdrará íslandi. bls. 307-308). EFTIR Matthías VlÐAR Sæmundsson 15. GALDUR: • é A til að halda óvinum í skefjum Kynngimögnuð BÓK! <á ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - gói) lník IIiii jólin! VjS / QISQH ViJAH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.