Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 58
’MÓ'RéÖNBLA'ÐÍÖ LAÖGÁ’RÓA'GÚR íb".1 'DESEMB’ER 1992
58
+ Systir mín og mágkona, SOFFÍA ODDNÝ ANDRÉSDÓTTIR, Skipasundi 72, lést í Landspítalanum 17. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Dýrleif Andrésdóttir, Jóhann Helgason, Leirhöfn.
+ Ástkær móðir okkar, KRISTJANA ALEXANDERSDÓTTIR, Stigahlíð 36, lést í Borgarspítalanum 17. desember. Alla Óskarsdóttir, Daníel Óskarsson.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EMIL BOGASON, Haðalandi 16, Reykjavík, lést fimmtudaginn 17. desember. Steingerður Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Bróðir okkar, RAGNARHERMANNSSON cand. ing. chemie, Hraunbæ 90, Reykjavik, lést 15. desember. Jarðað verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 10.30. Systur hins látna.
+ Elskuleg sambýliskona mín og móðir okkar, ANNA HJÁLMARSDÓTTIR, Varmalandi, sem lést af slysförum 15. desember, verður jarðsungin frá Hvammskirkju mánudaginn 21. desember kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á björgunarsveitina Heiðar. Guðmundur Finnsson og börn.
+ Sonur minn, bróðir okkar og mágur, RÚNAR JÓHANN NORDQUIST, Strandgötu 37 B, Hafnarfirði, sem lést í Borgarspítalanúm 10. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 15.00. Fanney Sigurlaugsdóttir, Sigurlaug Rögnvaldsdóttir, Reynir Helgason, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir, Reynir Njálsson.
+ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 21. des- ember kl. 13.30. Ólafía Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Kári Friðriksson, Sigrún Siguröardóttir, Magnús Torfason, Jón Sigurðsson, Jónina Thorarensen.
+ Þökkum auðsýnda vinsemd og samúð við andlát og útför föður míns, sr. KÁRA VALSSONAR frá Hrísey. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Elín Káradóttir, Karl Sigurgeirsson og synir.
Kveðjuorð
*
Guðný Amadóttir
„í niðamyrkri nætursvörtu upp
náðar rennur sól.“ Það reyndu
hirðar Betlehemsvalla forðum er
óþekktar lífsvíddir opnuðust þeim
og engill Drottins stóð hjá þeim
skyndilega og dýrð Drottins ljóm-
aði í kringum þá, til að boða fæð-
ingu frelsarans í borg Davíðs.
Leiðarstjama björt leiddi um líkt
leyti vitringa svonefnda úr austri,
að þeir mættu finna frelsarann,
sem þeir þráðu að kæmi og fædd-
ist inn í sögu manns og heims, og
þeir færðu honum fundnum og
nýfæddum gull, reykelsi og mirru.
Er ég hugsa nú í þökk og sökn-
uði um Guðnýju Ámadóttur, sem
lést hinn 5. þessa mánaðar í byrjun
aðventu, undirbúningstíma jóla,
leitar frásögnin helga mjög á mig
og ekki einvörðungu vegna þess
að sú bjarta hátíð, sem lýsir upp
mannlíf og vetrarmyrkur, er nú í
nánd.
Ókunnugt var mér um veikindi
hennar undangengna mánuði en
síðast mun fundum okkar Stellu,
en svo var hún nefnd meðal kunn-
ingja og vina, hafa borið saman á
málverkasýningu Bjargar dóttur
hennar í Norræna húsinu fyrir
nokkram áram. Hún sýndi þar fín-
legar og framlegar myndir, unnar
á japanskan pappír. Þá var svipur
Stellu sem fyrr heiður og bjartur
og yfírbragð hennar allt fágað og
fjörlegt. Það lýsti innri ró og yfír-
vegun, sem einkenndi hana jafnan,
og fór einkar vel við þessar mynd-
ir, er vora í senn einfaldar að gerð
og nærtækar en leyndu þó á sér
vegna fjölbreyttra skirskotana. Sú
var tíð að ég hafði komið nær
daglega á heimili þeirra Þorsteins
Davíðssonar í Faxaskjóli 16, sem
var mér þá eins konar „Davíðs-
borg“ því Davíð sonur þeirra var
mér þá kærastur vina.
Það hafði verið sérlega ánægju-
legt að líta inn til vinafólksins í
Faxaskjóli um jólaleytið, fá að
bragða á smákökunum hennar
Stellu og vera tekinn nánast sem
einn úr ijölskyldunni.
Það var hrífandi, að horfa þar,
inni í hlýjunni, út um stofuglugga-
na móti fjöra og sjó, sem svarraði
í kambinum skammt undan og sjá
þaðan Reykjanesíjöllin í hvítum
skrúða, Keili tignarlegan og
Helgafellið — eins og við blasti
fagurt jólakort og vera líkt og inni
í því sjálfur á þessum góða stað.
Þau Stella og Þorsteinn tengd-
ust lika jólum með nokkuð sér-
stæðum hætti. Þau áttu verslun í
miðbænum, sem hét Mirra, og þar
fengust ilmsmyrsl margs konar og
minnti nafnið á eina af gjöfunum
dýra, sem vitringarnir úr austri era
sagðir hafa gefið sveininum ný-
fædda, er himninstjaman skæra
benti þeim á. Innihaldsríkt nafn
verslunarinnar sæmdi þeim báðum
því þau höfðu miklu að miðla af
lífsvisku og skilningi. Stella var
enda af gáfu- og andans fólki kom-
in. Víðsýni hennar og viska átti
sér djúpar rætur, en sú auðmýkt
og yfirlætisleysið, sem einkenndi
hana, lét ekki á því bera.
Jól, ár og dagar hafa margir lið-
ið frá því, að við Davíð vorum á
unglingsaldri og áttum daglega
samleið, sem varð til þess að móð-
ir hans Stella varð ein af mínum
góðu leiðarstjörnum.
Við eram nú orðnir nokkuð
+
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför
PÉTURS JÓNSSONAR
bifvélavirkja.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristbjörg Stefánsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar elsku
litlu dóttur minnar og barnabarns,
ELÍNAR ÓLAFAR HELGUDÓTTUR,
Heiðarbóli 8,
Keflavík.
Helga Jóna Guðbrandsdóttir,
Guðbrandur Guðmundsson, Elín Ólöf Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Hallgiisstöðum
á Langanesi.
Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, vinum og
vandamönnum, er sýndu okkur svo mikla samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns mins, sonar, föður, tengdaföður og afa,
KRISTINS STEINGRÍMSSONAR
frá Tjaldanesi,
Nóatúni 31.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki heimahlynningar Krabba-
meinsfélags íslands fyrir þá miklu umhyggju og hlýju, sem það
sýndi í veikindum hans, og þann mikla styrk, er þau veittu okkur.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur sanna jólagleði.
Una Jóhannsdóttir,
Steinunn J. Guðmundsdóttir,
Yvonne Johansson,
Eggert Kristinsson, Sesselja Gunnarsdóttir,
Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir, Ari Jóhannesson,
Steinunn Grima Kristinsdóttir, Pétur Einarsson,
Boga Kristín Kristinsdóttir, Bjarni Ingvarsson,
Kolbrún Rut Stephens
og barnabörn.
reyndir í lífsins ólgusjó enda komn-
ir út á hann miðjan en metum þó
eflaust báðir að geta átt okkur
áfram öragg leiðarmerki.
Aldan fellur enn með líkum
hætti og fyrr við Faxaskjól og
Ægissíðu og kýs sér takt og þunga
eftir árstíðum og veðram hveiju
sinni. Slag hennar og ómur minnir
mig nú á margt sem heyrir til
horfinni tíð en verður þó áfram
hluti eigin sögu, reyndar veigamik-
ill þáttur hennar eins og framþætt-
ir jafnan era og fyrsta gerð sem
lengi er búið að, þó þess sé sjaldan
gætt í amstri daga og það þakkað
sem skyldi, er gaf þeim veig og
styrk.
Það er nú nokkuð um liðið frá
því að ég kom síðast á heimilið
góða í Faxaskjóli og fann þar sem
fyrr viðmótið ljúfa og heimilisbrag-
inn listræna og þýða.
Fjölskyldan var þar þá saman-
komin öll eins og ég hafði þekkt
hana frá fyrri tíð, Stella og Þor-
steinn, Björg, Davíð og Dóra að
viðbættri yngstu kynslóðinni,
barnabömunum og yngstur þeirra
var þá Þorsteinn Davíðsson, sem
ég var kominn til að skíra. Hann
er nú á líku reki og við Davíð þeg-
ar við urðum nánir félagar og vin-
ir og á sér vonandi trausta og
trygga vini.
Hann saknar nú og syrgir Stellu
ömmu sína. Það gera allir sem
nutu kærleika hennar, vináttu og
samfylgdar og áttu hana að bjartri
leiðarstjömu, en þeir fá sefað sorg-
ina í vitundinni um að „Stella"
mun áfram varpa birtu á þeirra
veg þó með öðram hætti sé en fyrr.
„Þér elskaðir nú þegar erum vér
Guðs böm og það er enn þá ekki
orðið bert hvað vér munum verða,“
segir postulinn Jóhannes í fyrsta
bréfí sínu og þau orð hans era
gild á hverri tíð, líkt og skírnin er
það, aðventan og jólin.
Djúpur lífsskilningur Stellu hef-
ur byggst á trúarvitund og virð-
ingu fyrir lífsleyndardómum, sem
yfírborðsskoðun áþreyfanlegra
efnisfyrirbæra fær hvorki skilið né
túlkað. Það er mér ljóst nú, er ég
sé hana fyrir rnér brosandi með
leiftrandi augnsvip, athugula og
glögga, uppörvandi og alúðarríka.
Og þó hún hafi átt í erfiðu loka-
stríði er það þessi mynd hennar
sem mun enn verða skírari og full-
komnast, vegna þess ljóss af hæð-
um, sem lýsir í gegnum vetrar og
dauðans myrkur, og jólin boða og
allar himins stjörnur. Lýsi það
bjarta stjörnuskin nú og jafnan
ástvinum Stellu.
„Ljómar nú jata lausnarans/
ljósið gefur oss nóttin hans./ Ekk-
ert myrkur það kefja kann/ kristin
trú býr við Ijóma þann.“
Gunnþór.
-------♦■ ♦ ----
Kveðja
Franz E.
Siemsen
Fæddur 14. nóvember 1922
Dáinn 30. október 1992
Við viljum minnast Franz E.
Siemsen, ræðismanns Islands í
Schleswig-Holsteins. Þau ár sem
við sáum um íslandskynningu á
alþjóðlegri siglingaviku Kiel-borg-
ar voram við þess aðnjótandi að
Franz E. Siemsen studdi okkur
með ráðum og dáð og þá sérstak-
lega miðlaði hann á milli okkar og
embættismanna Kielarborgar og
lagði góð orð til okkar í þeirra
eyru. Forráðamenn Kiel-vikunnar
fóra heldur ekki dult með það að
þeir mátu Franz E. Siemsen mikils.
Nú hefur þessi heillastjarna
slokknað en geislar hennar munu
lýsa áfram í bijóstum okkar.
Um leið og við minnumst starfs
Franz E. Siemsen sendum við
eiginkonu hans og öðram aðstand-
endum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Lovísa, Daníel, Erla.