Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
82
Frá tískusýningn.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
HVOLSVOLLUR
Fjör á fjölskylduhátíð
Nýlega efndi félagsmiðstöðin
Tvisturinn á Hvolsvelli til ár-
legrar fjölskylduhátíðar í Hvolnum.
Hátíðin er haldin til fjáröflunar fyr-
ir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar
og sjá krakkar á aldrinum 5-16
ára um að skemmta með ýmsum
hætti.
Að þessu sinni var mikið fjör og
margt um manninn en alls voru um
350 manns á hátíðinni en ríflega
50 manns sáu um fjörið. Að venju
var spilað bingó, dans- og tískusýn-
ing og hæfileikakeppni. I ár heillaði
Maríanna Másdóttir alla viðstadda
með söng sínum og sigraði í keppn-
inni.
Boðið var uppá vöfflur og kaffi
og síðan stiginn dans fram eftir
miðnætti. Tvær ungar og efnilegar
hljómsveitir sáu um danstónlistina
en þær heita Óskírð og Fínn mór-
all og er meðalaldur meðlima þeirra
um 12 ár.
- S.Ó.K.
Sóley Sigurðardóttir og Arni Þór Guðjónsson sýndu tískusýningu
ásamt fleirum krökkum.
Marianna Másdóttir sigraði í
hæfileikakeppninni.
COSPER
íOPIB...
wimi.lUl JJ.120
COSPER >'•■
MYNDLIST
Krakkarnir í
Vesturbænum
Krakkamir sem eiga myndir á sýningunni.
Ihljómplötuversluninni Hljóma-
lind, sem staðsett er í Austur-
stræti 8, var opnuð fimmtudaginn
10. desember sl. myndlistarsýning
krakka á aldrinum 5 til 10 ára
sem voru fengin til að tjá sig um
jólin á myndmáli. Sýningin hefur
fengið yfírskriftina Krakkarnir í
Vesturbænum.
í samtali við Kolfínnu Bergþóru
Þorsteinsdóttur fóstru, sem er
umsjónarmaður sýningarinnar,
kom fram að sýningin hefði verið
sett upp í þeim tilgangi að leyfa
krökkunum sem búa í Vesturbæn-
um að taka þátt í því sem er að
gerast í miðbænum, jólaundirbún-
ingnum og jólastemmningunni.
í tilefni af sýningunni ætla börn
sem eiga myndir á sýningunni að
mæta í verslunina Hljómalind og
syngja jólalög með ýmum tón-
listarmönnum. Á opnunardaginn
tóku þau lagið með Rúnari Júlíus-
syni og Otis. KK Band mætti einn-
ig og hélt uppi jólastuði. Sýningin
Krakkarnir í Vesturbænum stend-
ur fram yfír jól.
Morgunblaðið/Sverrir
Eitt verkanna
sem eru á
sýningunni.
Það voru stoltir og ánægðir krakkar sem mættu á opnun sýningar-
innar Krakkarnir í Vesturbænum.
BINGO!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinninqur að verðmæti
________100 þús. kr._______
Heildarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010