Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 68

Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 fíftmnfí „þ&ttZK [/erðix /75Ö fcroruJr. " Mamma. Geturðu ekki kom- ið? Lilli litli er að kalla á þig. Þetta er sennilega ekkert rómantískt, en auðveldara er það. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þyngd á deigi er önnur en þyngd á brauði Frá Hauki Leifi Haukssyni: I tilefni verðkönnunar Neytenda- samtakanna á brauðum og kökum leyfir Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaðurinn sér að gera eftirfarandi athugasemdir: 1. Með stofnun Ódýra brauð- og kökumarkaðarins hefur verið leitast við að bjóða brauð og kökur á lægra verði en almennt gerist á þessum markaði. Hefur í verðlagningunni verið sleppt smásöluálagningu og brauðin og kökurnar seldar á heild- söluverði. 2. Fyrirtækin tvö Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaður- inn eru rekin af sama aðila. Hafa þau leitast við sitt í hvoru lagi og saman að verðkannanir fari fram sem oftast til að gefa neytendum til kynna hvar ódýrast og best sé að versla hverju sinni. 3. Hefur verðlagning í Ódýra brauð- og kökumarkaðnum leitt til harðra andsvara annarra brauð- og kökugerðarhúsa. 4. í könnun Neytendasamtak- anna var tekin til samanburðar verðlagning í fjórum bakaríum á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjöl- mörgum á landsbyggðinni. Af þess- um fjórum í Reykjavík voru Borgar- bakarí og Ódýri brauð- og köku- markaðurinn eða helmingur bakarí- anna. 5. Eftir því sem fram kemur í ijölmiðlum var könnunin gerð með tvennt í huga: a) að finna út kílóverð á brauð- um. b) að staðreyna hvort þær upp- lýsingar væru réttar sem viðkom- andi bakarí gæfi upp. Var könnunin þannig fram- kvæmd að viktuð voru fimm brauð og síðan reiknað út frá því kílóverð- ið. Síðan var borin saman þyngdin sem gefín var upp af viðkomandi bakara og hún borin saman við vikt- aða þyngd. 6. I tilvikum Borgarbakarís og Ódýra brauð- og kökumarkaðarins var bakarinn spurður um þyngd brauðsins og gaf hann upp þyngd- ina á deiginu en sú viðmiðun er ætíð notuð þegar Verðlagsstofnun framkvæmir sínar kannanir. Var þetta sérstaklega tekið fram við þann starfsmann Neytendasamtak- anna sem sá um könnunina. Vitað er að brauð rýrna um 13 til 15% við bakstur. Gengið var út frá því að starfsmenn Neytendasamtak- anna gerðu sér grein fyrir þessari staðreynd. 7. I fréttatilkynningu Neytenda- samtakanna er sérstök athygli vak- in á því og ein helsta niðurstaða könnunarinnar að Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaðurinn svíni á neytendum og brauð frá þessum bakaríum aðeins 87% af þeirri þyngd sem gefin er upp. 8. Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaðurinn geta ekki set- ið undir þessum ásökunum Neyt- endasamtakanna og telja sig því knúin til að senda frá sér þessa fréttatilkynningu. Harma þau jafn- framt að Neytendasamtökin neiti að draga til baka þessar tilhæfu- lausu og röngu fullyrðingu. 9. Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaðurinn mun hér eftir sem hingað til leitast við að halda verðum sínum í iágmarki. Frábiðja þau sig jafnframt kannanir af því tagi sem Neytendasamtökin stóðu fyrir og telja slíkar kannanir ekki til þess fallnar að auka verðskyn neytenda. HAUKUR LEIFUR HAUKSSON Borgarbakarí og Ódýri brauð- og kökumarkaðurinn, Grensásvegi 26, Reykjavík. HEILRÆÐI Yíkveiji skrifar Ymis tilboð eru nú í gangi rétt fyrir jólahátíðina. Kona ein, sem á ungt bam, fór bæði í Kaup- stað og Hagkaup á dögunum og með barn sitt og lenti þá í því að starfsfólk var að gefa krökkum sæl- gæti, stóra og mikla sleikjubrjót- sykra. Auðvitað urðu börnin himin- lifandi, og sleiktu bijóstsykurinn í erg og gríð. En frá sjónarhóli mæðranna eru slíkar sælgætisgjafír enginn sérstak- ur fagnaður. Þær beijast hetjulegri baráttu við freistingar, sem börnin verða alls staðar fyrir og fjöldi mæðra hefur komið þeirri reglu á á heimilum sínum að aðeins einn dag- ur vikunnar sé sérstakur „nammi- dagur", eins og krakkamir gjaman nefna hann. Þessar óvæntu gjafir stórmarkaðanna eru því ákveðið nið- urbrot á þessum reglum, því að auð- vitað þýðir ekkert fyrir mömmuna að rífa bijóstsykurinn af bamjnu og halda því fram, að það megi ekki neyta hans fyrr en á laugardag. Þama er sem sagt óviðkomandi að- ili að þrengja sér inn í einkamál fjöl- skyldunnar, þar sem mamman vill hafa tögl og hagldir og er þetta svo annarlega til vansa. Það mætti segja Víkveija, að mamman forðist verzlun, sem slíkt hefur hent, næst þegar hún fer f innkaupaferð og er þá tilgangurinn sjálfsagt orðinn þveröfugur við ásetning kaupmannsins. xxx Og þar sem Víkveiji er farinn að ræða um sælgæti, þá kom kunningi hans, sælkeri mikill að máli við hann allhneykslaður og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði sem sé fengið tilboð með gull- kortinu sínu, þar sem honum voru boðnar jólakökur frá Texas. Hann gat pantað slíkar kökur og fengið þær heimsendar með hraðpósti frá fyrirtækinu Collin’s Street Bakery, bandarískar „Christmas Cakes“, sem mjög eru vinsælar þar vestra. Hann pantaði tvær kökur eða öllu heldur tertur og kostuðu þær 75 dollara eða á genginu, þegar þær komu 4.820,88 krónur. En það var ekki verð tertanna, sem hneykslaði kunningjann, heldur var hann bæði sár og reiður yfír því að þurfa að greiða í tolla 2.589 krón- ur áður en hann fékk kökumar í hendur. Það verður nú að segjast að Víkveiji er ekki sama sinnis og kunninginn, auðvitað verða menn að greiða tolla af slíku luxusgóm- sæti, en hins vegar hefur Víkveiji haft spumir af því að sendi einhver þriðji aðili slíkar kökur til aðila hér- lendis, er litið á kökumar sem gjafir og sé verðmæti þeirra innan hæfí- legra marka, er ekki greiddur tollur af þeim. Annars er þessi kökuþjónusta í Texas dálítið skemmtileg. Það getur verið gaman að eiga möguleika á að senda rétt fyrir jól gómsæta köku heim til kunningja sinna með jóla- kveðju og nýársóskum, og slíka þjón- ustu býður þetta ameríska bakarí upp á. Annars verður Víkverji bara að vona, að tvær tertur, sem kosta hingað komnar 7.409,88 krónur hafí smakkazt vel. XXX Víkveiji heyrði hádegisfréttirnar svona rétt með öðra eyranu í fyrradag. Þar var verið að fjalla um frumvarp um veiðar í náttúru ís- lands, sem lagt hefði verið fyrir Al- þingi og ekki heyrði Víkveiji betur en verið væri að setja enn eina ríkis- nefndina á stofn með heitinu „villi- dýranefnd". Skyldi formaðurinn vera refur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.