Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGÚNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÁNÚAR 1993
EFNI
Ættartala á klettum í Jökulsárgljúfri
Taka beiðni um
þrif afar ólíklega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Göturnar ruddar
Snjómokstur í Reykjavík hefur gengið vel í vetur, að sðgn Sigurðar
Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, en hans fólk á fyrir höndum margra
vikna starf í viðbót til að borgarbúar komist milli húsa dag frá degi.
Sigurður segir að á síðasta ári hafí hálkueyðing og snjómokstur í
höfuðborginni kostað 90 milljónir króna, þar af hafí 15 farið í að
minnka hálku á stígum og stéttum og 75 í að ryðja sköflum af götum.
Náttúruverndarráð hefur sent hollensku listamönnunum
Reinout van der Bergh og Gerhard Lentink bréf, þar sem
farið er fram að að þeir greiði kostnað við hreinsun kletta-
veggs í Jökulsárgljúfrum, en þeir máluðu ættartré Völs-
unga á veggiim. Þeir tóku þessari málaleitan afar ólíklega.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í október máluðu Hollending-
amir ættartréð í Jökulsárgljúfrum,
skammt frá Upptyppingum, sumarið
1987. Þeir ljósmynduðu verkið og
lýstu tilurð þess á bók. í viðtali við
Morgunblaðið sögðust þeir hafa búist
við að merkið myndi mást af á
skömmum tíma, enda hefðu þeir
notað venjulega innanhússmálningu.
Amþór Garðarsson, formaður
Náttúruvemdarráðs, sagði að Nátt-
úruvemdarráð hefði sent listamönn-
unum bréf og farið fram á að þeir
sæju til þess að verkið yrði hreinsað
af klettaveggnum og greiddu þann
kostnað sem af því hlytist. „Við feng-
um svarbréf frá þeim í vikunni, en
Eldfjallastöðin setur upp
sjálfvirkt vöktunartæki
í NORRÆNU eldfjallastöðinni í Reykjavík má á fjórskiptum
tölvuskjá sjá hvemig ástandið er á fjórum eldfjallasvæðum
í einu. Skráðar mælmgar á staðnum birtast þar jafnóðum
í beinni útsendingu. Á undanfömum ámm hefur í eldfjalla-
stöðinni verið unnið að þróun vöktunarkerfa og sjálfvirkn-
in hefur nú náð þvi marki að mælitæki suður á Azoreyjum
getur komið boðum til visindamanns, sem situr að kvöld-
verði með fjölskyldu sinni í Reykjavík eða Lissabon á innan
við 5 mínútum frá því mælitæki nema hugsanlegan forboða
eldgoss. Nú síðast hefur verið í prófun og orðið tiltækt
boðtæki frá tölvunni, sem vísindamaður getur borið á sér.
hnöttum, upp í fjórum í einu, og
er þar kominn til starfa sérfræðing-
ur í þeim mælingum. Þetta tæki
hefur ekki fyrr verið til hér á landi,
en slíkar mælingar verið gerðar í
samvinnu við erlenda vísindamenn.
Þetta sjálfvirka kerfí er Norræna
eldfjallastöðin með á fjórum stöð-
um, í Kröflu, í Vestmannaeyjum,
úti á Azoreyjum og í evrópskri rann-
sóknastöð í Lúxemborg.
Norræna eldfjallastöðin hefur
nýlega eignast þrjú svonefnd GPS-
landmælingatæki til mælinga á
jarðskorpuhreyfíngum úr gervi-
Starfsemin verði aukin
Á Norrænu eldíjallastöðinni í
Reykjavík, sem rekin hefur verið í
20 ár af Norðurlöndunum sameigin-
lega, eru 17 ‘/2 stöðugildi og ávallt
fleiri gestir og vísindamenn að
störfum. Allir 12 fastráðnu starfs-
mennirnir eru íslendingar. Eld-
íjallastöðin hefur nýlega gengið í
gegn um mat norrænnar nefndar
og komið mjög vel út. Var lagt til
að rekstrinum yrði fram haldið og
hann aukinn. Auk þess hefur alþjóð-
lega tímaritið Nature gert úttekt á
rannsóknasviði norræns samstarfs
með þeirri niðurstöðu að aðeins
tvær stofnanir af þessu tagi séu
þekktar utan Norðurlanda, Nor-
ræna eldfjallastöðin í Reykjavík og
Nordita kjarnorkueðlisfræðistofn-
unin í Kaupmannahöfn.
Sjá nánar gfrein og viðtöl í
B-blaði á bls. 1, 2 og 4.
þeir tóku þessari málaleitan afar ólík-
lega. Við ætlum að ítreka þetta við
þá, áður en við könnum til hvaða
ráða við getum gripið, neiti þeir að
lagfæra þessi umhverfísspjöll."
Amþór sagði að vatnsmálningin,
sem Hollendingamir notuðu, væri
þeirrar náttúm, að hún gengi betur
inn í blautan náttúmlegan stein en
til dæmis olíumálning og því hefði
ættartréð ekki enn horfið.
--------» ♦ »---------
Innbrot í Garðabæ
4 mennyf-
irheyrðu’
Rannsóknarlögreglan hóf í gær-
morgun yfírheyrslur yfír fjómm
mönnum sem allir em gmnaðir um
að tengjast innbroti í íbúðarhús í
Flatahverfí í Garðabæ á föstudags-
morguninn og fyrir að hafa haft á
brott með sér mikið af verðmætum.
Mennimir vom handteknir á föstu-
dagskvöld og aðfaranótt laugar-
dags.
Bílveltur og
útafakstur
vegna hálku
MIKIL hálka er víða á vegum lands-
ins og fóru alls sjö bflar útaf Reykja-
nesbrautinni í hálku á föstudag.
Einn bíll valt á toppinn og er
mikið skemmdur en bflstjóri og far-
þegar sluppu ómeiddir. Þá valt
jeppabifreið skammt fyrir austan
Hveragerði í gærmorgun vegna
hálku en engin slys urðu á fólki.
Islendingur stjórnar flugrekstri SÞ í írak
Bjartsýnn á að flug
verði leyft fljótlega
ÞÓRÐUR Jónsson, framkvæmda-
stjóri flugrekstrar Sameinuðu þjóð-
anna í írak, var bjartsýnn á að eftir
tvo sólarhringa eða svo myndu Irak-
ar leyfa flug að nýju í landinu, þegar
Morgunblaðið ræddi við hann sím-
leiðis í gær, laugardag.
Þórður, sem hefur aðsetur í Bagdad, hefur
yfír níu flugvélum að ráða. Þær taka þátt í
flutningum Sameinuðu þjóðanna í þessum
heimshluta, era semsagt ekki eingöngu á flugi
innan íraks. Flogið er með sendinefndir Sam-
einuðu þjóðanna eins og vopnaeftirlitsmenn
sem löngum hafa verið þymir í augum íraka
og með birgðir og varahluti fyrir lið Samein-
uðu þjóðanna í landinu. Aðspurður um flug-
bannið sem írakar settu á föstudag segir Þórð-
ur: „Þetta hefur nú átt sér nokkum aðdrag-
anda. Ég varð fyrst var við að eitthvað væri
á seyði þegar ég var kallaður niður í utannkis-
ráðuneyti 4. janúar. Þeir fóra þá að fetta fíng-
ur út í flugleiðina sem ég notaði til Umm
Qasr [landamærastöðvar Sameinuðu þjóðanna
í Kúveit] og ráku mig til að vera fyrir vestan
Efrat-fljótið. Síðan þegar þeir þvinguðu mig
til að fljúga eftir 32. breiddargráðu yfír Saudi-
Arabíu vissi ég að eitthvað var í aðsigi. Síðan
kom í ljós að Irakar vora búnir að setja upp
eldflaugapalla sunnan 32. breiddargráðu. í
gær [föstudag] afturkölluðu þeir síðan allar
þær flugheimildir sem við höfðum," segir Þórð-
ur.
„Opinbera skýringin sem írakarnir gáfu var
að þeim þætti það óþolandi að Sameinuðu
þjóðimar væra að fljúga þegar þeir mættu
það ekki sjálfir. Þetta er náttúrlega tómt kjaft-
æði. Þeir vilja t.d. að við notum þeirra flugvél-
ar en ekki okkar eigin. Svo er þetta auðvitað
bara pólitík eins og hún gerist verst.“ Þórður
segir að það hafi_ verið hepgilegt að engin
vélanna níu var í írak þegar írakamir bönn-
uðu flugið. Þær geta því haldið áfram flugi
með því að krækja fyrir írak. „T.d. er ég
núna með Antonov-vél á Larnaka á Kýpur sem
ég ætla að koma til Kúveit með því að fljúga
yfír Saudi-Arabíu.“ Þórður segir að það hefði
getað skapað vandkvæði ef flugvélarnar hefðu
verið kyrrsettar í írak því að Sameinuðu þjóð-
imar hefðu ekki þann mannafla að unnt hefði
verið að gæta vélanna á flugvöllum þar í landi.
Öngþveiti í Bagdad
Þórður segir að ekki fari hjá því að spenn-
unnar í samskiptum íraka við bandamenn
verði nú vart í höfuðborginni Bagdad. „Fólkið
hefur lært af biturri reynslu að stríð er raun-
hæfur möguleiki. Fólk var hrætt hér í gær.
Það var öngþveiti á götum úti, fólk var að
hamstra bensín og eldsneyti því flest hús era
Þórður Jónsson framkvæmdastjóri flug-
rekstrar SÞ í írak.
hituð með olíu. Flestar olíustöðvar eru lokaðar
í dag vegna þess að allt er búið. Fólk hefur
sankað að sér mat og býst við hinu versta.
En spennan hefur minnkað heldur í dag, því
ekkert gerðist þegar fresturinn, sem írökum
var gefinn, rann út.“
Þórður er ekki eini íslendingurinn sem starf-
ar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Írak. Þar er
einnig Sigurður Sigurbjömsson rafeindavirki,
sem er í forsvari fyrir öllu viðhaldi og nám-
skeiðum varðandi fjarskiptabúnað SÞ. Þórður
sagði að rætt hefði verið um að eiginkona
Sigurðar, Auðbjörg Jakobsdóttir, færi til
Amman í Jórdaníu á meðan spennuástandið
stæði, en ekkert hefði verið ákveðið í því efni
enn.
Útsala, útsala
►Blaðamaður Morgunblaðsins
brá sér á útsölur í vikunni en vetr-
arútsölur hefjast nú fyrr en áður
og kaupendur og kaupmenn eru
sammála um að vöruúrval hafi
batnað og verðið lækkað./lO
Afdrifaríkt gáleysi
►Landlæknirtelur að um 13-15%
þeirra kvartana sem berast emb-
ættinu vegna læknamistaka, séu á
rökum reistar og að sjúklingur
hafi í þeim tiivikum hlotið af nokk-
um eða verulegan skaða./14
Kvonfang krónprins-
ins
►Masako Owada gaf nýverið jap-
anska krónprinsinum Naruhito já-
yrði sitt en margir Japanir voru
famir að óttast um að hann fyndi
sér ekki kvonfangvið hæfi./18
Ég gefst ekki upp
►Ásdís Jenna Ástráðsdóttir er
fjölfötluð stúlka sem lauk stúd-
entsprófi fyrir jólin og er nú við
nám í Danmörku./20
Síðasti stórmeistar-
inn fallinn
►Trompetleikarinn heimsfrægi
Dizzy Gillespie lést í vikunni./22
Ný Niirnberg-réttar-
höld
►Eagleburger utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefur sakað serbn-
eska leiðtoga um stríðsglæpi í
Bosníu./24
B
► l-28
Á eldfjallavakt
►Norræna eldfjallastöðin hefur
verið rekin í 20 ár með aðsetri á
íslandi, en þó vita landsmenn allt
of lítið um þau verkefni sem þar
em unnin. I þessari grein er kynnt
starfsemi stöðvarinnar./l
Buster Keaton
►Kvikmyndaleikarinn Buster
Keaton var sá þöglasti í þöglu
myndunum./8
íslenskar konur eru
feimnar
►Edda Rósa Sverrisdóttir versl-
unarkona á Laugaveginum hefur
reynt ýmislegt um dagana. Hún
hefur verið sjóari og kálræktandi,
hippi, puttaferðalangur, kvik-
myndagerðarmaður, eiginkona,
móðirogamma./lO
Liprarí og léttari
►Sigrún Edda Bjömsdóttir leik-
kona er í sviðsljósinu fyrir góða
frammistöðu sína í Ronju ræn-
ingjadóttur./14
sögunnar
►Abraham Ruef var meistari bak-
tjaldamakksins, kom m.a. hand-
bendi sínum í stól borgarstjóra San
Fransiskó um síðustu aldamót./lG
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Minningar 28
Iþróttir 46
Útvarp/sjónvarp 48
Gárur 51
Mannlifsstr. 6b
Kvikmyndir 12b
Dægurtónlist
Fólkífréttum
Myndasögur
Brids
Stjömuspá
Skák
Bió/dans
Bréftil blaðsins 24b
Velvakandi 24b
Samsafnið 26b
13b
18b
20b
20b
20b
20b
21b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4