Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 14
eftir Guörúnu Guðlaugsdóttur
ÞAÐ ER mannlegt að gera mistök, en þau eru misjafnlega afdrifa-
rík. Öðru hvoru berast fréttir af málaferlum sem verða vegna afleið-
inga mistaka sem Iæknar gera. Nú skömmu fyrir jól var kveðinn
upp dómur í Hæstarétti þar sem Fjórðungssjúkrahús Akureyrar var
dæmt til að greiða háar skaðabætur vegna mistaka sem sýnt þótti
að orðið hefðu við fæðingu drengs sem nú er sex ára gamall og
ollu honum óbætanlegum skaða. Öll slík mál sem upp koma hér á
landi koma í upphafi til kasta landlæknisembættisins.
■■■■■■■■IHBBMBBBBII^^^H^HBBHI í samtali við blaðamann
Fjallad um gáleysi eða mis- Morgunbiaðsins sagði
tök heÍlbrígöÍSStarfsmanna Ólafur Ólafsson landlækn-
ir að þessi mál kæmu til
embættisins af því að í lögum væri ákvæði um að embættið ætti að
• sinna kvörtunum og kærum sem upp kæmu vegna heilbrigðisstarfs-
manna. „Málarekstur í þessum málum er að nokkru leyti frábrugð-
inn málarekstri í mörgum nágrannaríkjum. Fleiri mál fara til dóm-
stóla þar, en hér verða oft sættir milli tveggja lögfræðinga. Greidd-
ar hafa verið allt að 10 milljónir króna í slíkum tilfellum, en í öðrum
tilfellum lægri upphæðir. Bætur eru mun hærri hér á landi en á
öðrum Norðurlöndum,“ Sagði Ólafur. „Fyrir 1980 komu til landlækn-
isembættisins árlega að meðaltali um 20 slík mál. Eftir 1980 hefur
þeim farið fjölgandi. Árið 1990 komu til embættisins alls 380 mál.
Af þeim voru á fimmta tug af alvarlegu tagi. Eftir athugun var
niðurstaða sú að í 25 tilvikum væri álitið að ekki væri um mistök
að ræða. 121 tilviki var álitið að um mistök væri að ræða. Mistök
voru þannig álitin hafa orðið í tæpum helmingi alvarlegra mála sem
embættinu bárust. Hér á landi kemur árlega hlutfallslega upp svipað-
ur fjöldi tilvika þar sem sjúklingur hefur hlotið verulegan eða nokk-
urn skaða af læknismeðferð og á hinum Norðurlöndunum. Það eru
um það bil 13 til 15 prósent af þeim kvörtunum og kærum sem
berast. Ekki hefur þó orðið veruleg aukning síðustu þrjú árin.
BÆTURNAR TRYGGJA KALLA
FJÁRHAGSLEGT ÖRYGGI
KALLI er hann kallaður, litli drengurinn sem
fæddist á Akureyri laust fyrir jólin 1986 og
hlaut þau raunalegu örlög að skaddast óbætan-
lega í fæðingunni. „Ég var orðin 37 ára gömul
og við hjónin áttum einn fimmtán ára son þeg-
ar ég varð ófrísk. Eins og gefur að skilja var
eftirvæntingin mikil í þessari litlu fjölskyldu
þegar leið að fæðingunni," segir Ingibjörg Auð-
unsdóttir þegar hún rifjar upp þessa atburði,
sem alþjóð eru nú lauslega kunnugir eftir að
Hæstiréttur dæmdi Karli litla Guðmundssyni 8
milljónir króna í skaðabætur fyrir skömmu. Það
var Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem gert
var að reiða fram þetta fé, enda þótti sannað
að drengurinn hefði skaddast í fæðingu vegna
vítaverðs gáleysis starfsfólks þar.
sem Hæstiréttur
Meðgangan gekk vel,“ heldur Ingibjörg
áfram frásögn sinni. „Auk hinna hefð*
bundnu mæðraskoðana fór ég tvisvar í óm-
skoðun og til Reykjavíkur í legvatnsástungu.
Ekkert óeðlilegt kom fram í meðgöngunni
þar til ég kom í síðustu mæðraskoðunina hér
heima á Akureyri 15. desember, þá hafði ég
lést um 500 g og var gengin með framyfír
skráðan fæðingartíma sem var áætlaður 10.
desember. Þá var innlögn á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri ákveðin. Þá hafði ég þegar
skoðað fæðingardeiidina þar og var þá sér-
staklega sýndur siriti og rafskaut sem notað
er til innri síritunar. Ég hafði einnig fullviss-
að mig um það hjá Jónasi Franklín fæðingar-
lækni að það yrði örugglega læknir viðstadd-
ur þegar ég fæddi. í mfnu minni er sú ákvörð-
un að koma af stað fæðingu hjá mér tekin
af Jónasi Franklín í síðustu mæðraskoðun-
inni. Hann neitaði að hafa tekið þá ákvörðun
seinna, í málaferlunum sem urðu, og einnig
aðrir fæðingarlæknar sjúkrahússins.
Samkvæmt hjúkrunarskýrslum var gerð
tilraun tii að framkalla fæðingu um miðjan
dag 16. desember en sú tilraun var árangurs-
laus og seint um kvöldið var ákveðið að hvíla
mig til morguns. Daginn eftir hafði ég óreglu-
lega verki og á ný var ákveðið að reyna að
setja fæðinguna í gang. í tólf klukkustundir
stóðu þær tilraunir. Ekkert er skráð í hjúkr-
unarskýrslur um gang mála, frá klukkan
tæplega tíu um morguninn og fram til klukk-
an sextán. En klukkan hálfsex um kvöldið
var settur á mlg síriti en hann var aðeins
hafður í gangi í eina klukkustund og sýndi
aðeins 45 mínútna langt rit, sem Jónas
Franklín skoðaði og dæmdi eðlilegt. Síritinn
var ekkert notaður í þær tæpu þijár klukku-