Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 16
16 MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ‘10. JANÚAR 1993 AFDRIFARÍKT GÁLEYSI gerðar fullkomlega samkvæmt því sem vera ber, en sýnir sig svo að hafa verið gerðar á hæpnum forsend- um. „Það er ótrúlega stutt síðan miklu minna var gert í virkum lækningum, heldur en er gert í dag,“ sagði Sverr- ir Bergmann ennfremur. „Læknar kunnu miklu færri ráð, það var ekki skorið upp við jafnmörgu, það var ekki eins kröftug lyfjameðferð og er í dag. Rannsóknir voru miklu færri en gerðar eru í dag. Þetta hafði í för með sér að mistök hlutu að verða færri. Fólki var ekki boðið upp á eins margt og það átti heldur svo sem ekki von á neinu. Því datt held- ur ekki í hug að það að gera ekkert gæti verið skaðabótaskylt eins og getur verið í dag. Síðan hefur tækn- inni fleygt fram og það hefur í för með sér margvíslega lækningu en áhættan hefur líka vaxið að sama skapi. Nú eru einfaldlega gerðar aðrar kröfur en áður. Læknir sem býr yfir þekkingu getur ekki neitað sjúklingi um að fá upplýsingar um þá hjálp sem hann telur hugsanlega. Um leið og við höfum margfalda möguleika til lækninga verða líka hættumar meiri.“ Æ fleiri tryggja sig Allmargir læknar hafa keypt sér ábyrgðartryggingar hjá Sjóvá- Almennum tryggingum. Þar varð Þorvarður Sæmundsson, deildarstjóri markaðsdeildar, fyrir svörum. „Ábyrgðartrygging fyrir atvinnu- rekstur er sú trygging sem læknar kaupa. Sú trygging hefur verið til í áratugi. En það er ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að læknar fóru í ein- hveijum mæli að kaupa slíkar trygg- ingar. Nokkur sjúkrahús hafa einnig keypt slíkar tryggingar og ná þær þá til allrar starfsemi sjúkrahússins, við höfum ekki orðið fyrir miklum fjárútlátum vegna þessara aðila,“ sagði Þorvarður. I bæklingi um slíka tryggingu kemur fram að vátrygg- ingin tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan. „Sjúkrahús- ið ber húsbóndaábyrgð á sínu starfs- fólki og getur þar af leiðandi verið skaðabótaskylt vegna mistaka starfsfólks þess,“ sagði Þorvarður. Grundvallaratriði í þessum málum er að lækni eða einhveijum aðila sem að aðgerð eða meðferð kemur hafi sannanlega orðið á mistök og sé þess vegna skaðbótaskyldur. Ef starfsmaður missir kaffikönnu ofan á höfuð sjúklings, og aðstandanda hans skrikar svo fótur í kaffipollinum vegna þess að ekki var þurrkað nægilega vel af gólfinu gæti þessi sama vátrygging náð yfir bæði tilvik- in, svo eitthvað sé nefnt. „Slík trygg- ing tekur til flestra þeirra tilvika sem geta leitt til þess að sjúkrahús verði skaðabótaskyld vegna sannanlegra mistaka eða sannanlegs athafnaleys- is sem rekja má til gáleysis. Sönnun- arbyrðin hvílir á þeim sem gerir kröf- una,“ sagði Þorvarður. Ef vátryggingaratburðurinn verð- ur rakinn til ásetnings, stórfellds gáleysis, ölvunar vátryggðs eða neyslu hans á ávana- eða fíkniefnum á hann enga kröfu á hendur félaginu, segir í skilmálum um ábyrgðartrygg- ingu fyrir atvinnurekstur. Einnig segir þar að félagið greiði ekki bæt- ur vegna sekta eða annarra refsivið- urlaga og vátryggingin taki aðeins til tjóns, er verði á íslandi. „Ef sjúkl- ingur er t.d. sendur utan, á vegum íslensk læknis eða sjúkrahúss, til aðgerðar þar sem sannanleg mistök eiga sér stað, myndi væntanlega ábyrgðartrygging hins erlenda sjúkrahúss, væri hún fyrir hendi, taka til tilviksins. Eigi sannanlegu mistökin sér hins vegar stað í ís- lenskri flugvél eða á íslensku skipi yrði tryggingaraðilinn sem greiða myndi bætur væntanlega íslenskur," sagði Þorvarður ennfremur. Komi afleiðingar atviks sem tjón hefur hlotist af og gerst hefur á vátryggingartímanum ekki í ljós fyrr en vátryggingartíminn er runninn út greiðir félagið samt sem áður bætur, segir í umræddum skilmálum. Þetta er þýðingarmikið þar sem af- leiðingar læknamistaka koma oft ekki endalega í ljós fyrr en eftir tals- vert langan tíma. „Álmenna reglan myndi vera sú að sjúklingur myndi leita sér lögfræðilegrar aðstoðar við úrlausn sinna mála. Væntanlega myndi fyrst í stað sjúkrahúsið vera sá aðili sem hann myndi beina sinni kröfugerð að. Það myndi væntanlega vísa kröfugerðinni áfram til trygg- ingafélagins og lögmaður tjónþola væntanlega taka upp viðræður við félagið." Samtrygging lækna staðreynd „Það er engin algild regla að sjúkrahús séu tryggð gegn mistökum starfsmanna sinna,“ sagði Jón Stein- ar Gunnlaugsson lögfræðingur sem farið hefur með mörg máí sem tengj- ast slíkum mistökum. „Það var t.d. held ég ekki fyrr en í fyrra sem Borgarspítalinn keypti fyrst ábyrgð- artryggingar og ríkisspítalamir hafa engar slíkar tryggingar. Spítalar úti á landi eru í mörgum tilvikum með ábyrgðartryggingar en það er sem sagt síður en svo algild regla. Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir skaða sem rekja má til lækna eða annars starfsfólks sjúkrahúss beinir kröfugerð sinni að sjúkrahúsinu. „Þegar mál er höfðað er tvennt til í þessum efnurn," sagði Jón Steinar. „Menn geta höfðað málið bara gegn sjúkrastofnuninni þar sem mistökin áttu sér stað og svo er líka hægt að höfða mál bæði gegn lækninum sem hlut átti að máli og sjúkrastofnun- inni. Það er líka hugsanlegt réttar- farslega að stefna aðeins lækninum, þá bæri hann skaðann sjálfur ef hann væri ekki tryggður gegn slíkum mistökum. Spítalar bera bótaábyrgð á starfsfólki sínu eftir reglu sem kölluð er í lögfræðinni reglan um húsbóndaábyrgð, það merkir ábyrgð vinnuveitenda á skaðaverkum starfs- manna sinna. Oft er spítalanum bara stefnt en ekki starfsmönnum hans vegna þess að ekki er hægt að benda með vissu á þann sem mistökin gerði. Þannig var það t.d. í málinu sem dæmt var í fyrir skömmu í Hæsta- rétti og ég var með. Þar var um að ræða atvikakeðju sem hafði þessar afleiðingar. Komi fram bótakrafa á sjúkrahús sem keypt hefur ábyrgðartryggingu er kröfunni vísað til tryggingafélags- ins. Lögmenn þess og starfsmenn annast um andsvar í nafni hins vá- tryggða. Sönnunarbyrði í læknamis- takamálum er erfið. Þar verður að fá álit annarra lækna. Engir nema sérfróðir menn geta skorið úr um hvort gerð hafi verið mistök eða ekki. Til þess getur fólk snúið sér til landlæknis, sem getur óskað eftir Dr. Sverrir Bergmann formaður Læknafélags fslands Jón Steinar Bunnlaugs- snn hæsta- réttar- lögmaður. áliti Læknaráðs. Einnig er hægt að snúa sér til lögskipaðrar þriggja manna nefndar til að fá álit á skaða- bótaskyldu. í þeirri nefnd sitja lög- fræðingur, læknir og hjúkrunarfræð- ingur sem ekki vinna við sjúkrastofn- anir. í hæstaréttardóminum sem kveð- inn var upp fyrir skömmu, þar sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var dæmt til að greiða skaðabætur, fékkst góð og afdráttarlaus staðfest- ing á ákveðinni sönnunarreglu sem talin hefur verið gilda á Norðurlönd- um. Hún felst í því að ef sannað er að mistök hafi átt sér stað á spítala eða hjá lækninum og tjónið, sem orðið er, geti hugsanlega átt rót sína í þessum mistökum, þá er það spítal- ans að sanna að þessar afleiðingar hefðu komið fram þótt engin mistök hefðu átt sér stað. Þetta er eðlileg regla, sem styðst við augljós rök. Væri hún ekki fyrir hendi yrði mjög fátítt að gera mætti svona kröfur. Venjulega geta afleiðingarnar fræði- lega hafa orðið vegna annars en mistakanna á sjúkrahúsinu, þótt lík- legast sé að leita skýringanna þar. Þetta verður sjúkrahúsið að sanna eða afsanna. Oft stöðvast mál vegna þess að ekki fínnst neitt haldbært sem sann- ar þá skoðun sjúklings að mistök hafí átt sér stað. Hér gerist ekki það sem sést t.d. í amerískum bíómynd- um, að mál sem þessi séu til lykta leidd í kyrrþey af því að viðkomandi sjúkrahús sé svo hrætt um orðspor sitt að það semji frekar um bætur en að fá kröfumar fram. Hér lýkur málum því aðeins með sátt að sann- að þyki að mistök hafí átt sér stað.“ En hvað skyldi Jón Steinar Gunn- laugsson segja um „læknamafíuna", er hun til? „Ég vil nú ekki nota orðið mafía, en ég hef greinilega orðið var við það í málum sem ég hef farið með, að það er ákveðin samheldni milli læknanna. Þeir virðast sumir stund- um leggja sig fram um að leggja eitthvað til sem fegrar hlut „kollega" þeirra. Mál sem ég var með og dæmt var í Hæstarétti 1989 er dæmi um þetta. Mál þetta varðaði fæðingu á fæðingardeild Landspítalans. Þar voru mjög gróf dæmi um hvemig reynt var að fegra atburðinn og þetta kemur mjög vel fram í dómasafni Hæstaréttar, bæði þegar lesinn er yfír hæstaréttardómurinn og dómur- inn í héraði. Ég vek einnig athygli á að í því máli sem dæmt var í Hæstarétti nýlega og getið var um hér að framan sátu í héraði tveir sérfróðir meðdómendur sem báðir voru fæðingarlæknar og yfirlæknar álíka fæðingardeilda og þeirrar sem rekin er við sjúkrahúsið á Akureyri, annar í Keflavík og hinn við Fæðing- arheimilið í Reykjavík. Þeir létu sig hafa það að sýkna Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri af kröfunni í hér- aði. Ég fyrir mína parta taldi bóta- skylduna þar liggja beint við, eins og var reyndar niðurstaða dómar- anna í Hæstarétti. Menn geta velt því fyrir sér hvort það hafí verið ein- hvers konar samtrygging milli lækna sem olli því að þessir menn sýknuðu sjúkrahúsið á Ákureyri í héraði. Ég tel að samtrygging á milli lækna sé örugglega fyrir hendi, en ég vil líka taka fram að frá því eru mjög heiðar- legar undantekningar. I þessum málum hefur líka orðið vart manna sem ekki hafa orðið uppvísir að neinu öðru en því að vilja finna það sem sannast og réttast er. Mér sýnist að réttlætingar manna sem hneigjast að samtiyggingunni séu gjarnan þær að tjónið sé þegar orðið og engu verði um það breytt. Því sé enginn ávinningur í því fólginn að draga einhvem til ábyrgðar. Læknar séu alltaf að reyna að lækna sjúka og þótt það takist ekki alltaf sem best sé enginn ávinningur í að draga þá til bótaábyrgðar. Svona hugsanir eiga engan rétt á sér. Það gildir það sama um starf lækna og lögfræðinga og allra annarra. Lækn- ar þurfa, eins og aðrir, að fá það aðhald sem leiðir af því, að ef þeir ekki gera það sem af þeim má krefj'- ast miðað við þekkingu þeirra og sérþekkingu, þá eigi þeir að bera ábyrgð á því. Læknar þurfa á þessu aðhaldi að halda ekki síður en aðrir.“ Loks var Jón Steinar Gunnlaugs- son spurður að því hvort hann héldi að meint samtrygging lækna myndi minnka ef allir læknar væru með ábyrgðartryggingu og yrðu ekki fyr- ir beinum fjárútlátum vegna mistaka sinna: „Ég tel að það breyti ekki svo miklu þótt mun fleiri væru vel tryggðir,“ svaraði Jón. „Mér sýnist samtryggingin beinast að því að halda hlífískildi yfir mannorði lækna og orðspori, þær forsendur liggja ekki síður til grundvallar í þessum efnum, en hinar efnahagslegu." BÆTURNAR TRYGGJA KALLA FJÁRHAGSLEGT ÖRYGGI Víð í Qölskyldunni höfum orðið að standa mjög þétt saman og hjálpast að. Staða og tengsl innan heimilis breytast mjög þeg- ar einn í fjölskyldunni þarf svona gífúrlega mikla umönnun eins og raun ber vitni með Kalla. Ég varð að hætta að vinna utan heimilis. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að ég kæmi ekki til með að geta unnið og sinnt mínum áhugamálum. Við hjónin lögðum niður nánast alla þátttöku í félagsstarfsemi. Vinnuálagið vegna Kalla var og er gríðarlega mikið. Það er miklu meira en nokkur getur gert sér í hugarlund sem ekki hefur reynt það. Kalli þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs, leik og aðra afþreyingu. Það að bam þurfi nánast alltaf að hafa einhvem fullorðinn mann með sér, sem túlkar og hreyfir hann til, reynir mik- ið á. Auk þess þarf hinn fullorðni að gæta þess að stýra ekki of mikið og taka ekki um of frumkvæðið. Það reynir einnig á að finna fyrir því skilningsleysi sem oft gætir í umhverfmu gagnvart fötluðum. Það er eins og fólk sjái fyrst og fremst fötlunina en átti sig ekki almennilega á því að um er að ræða að öðru leyti venjulegt barn. Við leituðum til margra sérfræðinga með Kalla og þeim kom saman um að hann þyrfti mikla þjálfun. Fyrir valinu varð ung- versk aðferð sem nefnd hefur verið Conduc- tive Education eða Petö-aðferðin, en sam- nefnd stofnun hefur sérhæft sig í meðferð hreyfíhamlaðra barna í tæpa hálfa öld. Árið 1988 fórum við í okkar fyrstu ferð til Ungveijalands með Kalla í þessu skyni. Síðan eru ferðimar orðnar sex og heimsókn- ir þjálfara til okkar fjórar. Kalli fær nú sjúkraþjálfun þrisvar í viku á Akureyri, 45 mínútur í senn. Samkvæmt hinni ungversku aðferð er foreldrunum kennt að verða aðal- þjálfarar hinna fötluðu barna sinna. Aðferð- in er samofín öllum athöfnum daglegs lífs. Það var tilfinningalega mikilvægt fyrir mig og einnig Kalia að þessi háttur var hafður á. Enga styrki fengum við frá kerfínu vegna þessarar þjálfunar og ástæðan sögð sú að þessa þjálfun mætti fá hér heima, sem raun- ar var ekki hægt þá. Eftir nokkurra ára þóf féllst Tryggingastofnun á að endur- greiða u.þ.b. 25 prósent af útlögðum kostn- aði. Eini fjárstyrkurinn sem við fengum fyrstu árin var frá Lionsklúbbi Akureyrar. Sá styrkur hvatti okkur til þess að halda áfram á sömu braut með þjálfunina. Það var oft erfítt að þjálfa og hugsa um Kalla eins og þurfti, samhliða því að sanna gildi sitt, faglega þekkingu og réttmæti þeirra aðferða sem við vöidum." í dómi Hæstaréttar er birt bréf landlækn- is til stjómar Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar sem skrifað var í tilefni af kvörtun hjónanna Ingibjargar Auðunsdóttur og Guðmundar Svavarssonar vegna umræddr- ar fæðingar. Þar segir m.a. að draga þurfi sem mest úr að slík tiivik geti komið fyrir og þurfi í því skyni að leggja áherslu á að síritun verði meira notuð og alltaf í áhættu- fæðingum eins og þegar fæðingu er komið af stað. í flestum tilvikum má greina súrefn- isskort í sírita. Einnig komu fram tilmæii um að kallkerfi spítalans yrði gert öruggt. Ágreiningur var um virkni kallkerfís en þar eð læknar höfðu kvartað yfir að kalltæki væru óörugg var spítalans að sjá til þess að allt væri í lagi. Einnig var í bréfi land- læknis mælst til þess að skráning atburða í meðgöngu og fæðingu yrði bætt. í bréfinu kom einnig fram að með hliðsjón af að kvensjúkdómadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tæki við vandasamari fæðingum af stóru svæði yrði að gera þá kröfu í fram- tíðinni að sérfræðingur yrði viðstaddur allar áhættufæðingar. „Við bestu aðstæður, þ.e. þar sem sérfræðingur er, eru minni líkur á að afleiðingar fæðingar verði með þeim hætti sem raun varð á.“ Fram hefur koinið f samtali við landlækni að úr þessu og fleiru í sambandi við fæðingarhjálp hafi verið bætt. Hvaða möguleika á Kalli sem fuilorðinn maður? „Eitt af því besta sem við höfum lært af ungversku þjálfurunum er að væntingar þeirra til fötluðu bamanna eru ótakmarkað- ar,“ svarar Ingibjörg. „Við höfum reynt að þroska hæfileika Kalla eins og við höfum getað en við vitum ekki hvað verður.“ Hveiju breyta þessar skaðabætur? „Kostnaður við umönnun og þjálfun Kalla hefur verið mjög mikill. Bæturnar munu létta fjárhagsstöðuna mikið og tryggja hon- um fjárhagslegt öryggi þegar okkar nýtur ekki lengur við,“ voru lokaorð Ingibjargar. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.