Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 21
Ásdís Jenna hefur verið brautryðj- andi í mörgu og það er víst að al- menna skólakerfið hefur varla fengið flóknara viðfangsefni en að veita henni almenna menntun, fötlun hennar er þess eðlis.“ Jákvœd vióhorff i MH Ásdís Jenna lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut, hún tók 148 ein- ingar, þótt aðeins sé krafist 132 ein- inga til stúdentsprófs. „Mér er minn- isstæðast hvað krakkamir tóku mér vel,“ segir Ásdís Jenna um mennta- skólaárin. „Tungumálin og félags- fræði þóttu mér skemmtilegustu greinamar. Ég held að ritgerðimar í íslensku hafi verið leiðinlegastar. Það ríkja mjög jákvæð og skemmti- leg viðhorf í MH og mikil sam- heldni." Ásdís Jenna naut hjálpar margra við námið, komu þar við sögu nemendur, kennarar og námsráð- gjafar. Kennarar og táknmálstúlkur, Morgunblaðið/Kristinn sem jafnframt er sjúkraliði, hjálpuðu við umönnun hennar á skólatíma. „Ég hafði aðstoðarmenn úr hópi nemenda, þeir skrifuðu glósur og hagræddu bókunum svo ég sæi á þær. Skólasystkinin lögðu mikið á sig til að hjálpa mér, einn skólabróð- ir minn kom alltaf of seint í tíma, nema þegar hann átti að aðstoða mig, þá mætti hann stundvíslega!" Fjölskylda Ásdísar Jennu lýkur miklu lofsorði á forráðamenn MH. Þegar Ásdís Jenna hóf nám við skólann var aðstaða fyrir fatlaða fremur frum- stæð. Það hefur mikið breyst til batn- aðar og hefur skólastjómin kapp- kostað að koma til móts við þarfír fatlaðra. Nú stunda 17 fatlaðir nem- endur nám við skólann. Vegna fötlunarinnar vinnst Ásdísi hægt, hún sat oft uppi fram á nætur við að ljúka verkefnum. í prófum var tekið tillit til þessa og fékk hún lengri tíma til að leysa verkefnin en ófatlað- ir nemendur. Sumir kennarar út- bjuggu sérstaklega krossapróf fyrir hana, enda er hún fljótari að svara þeim en skriflegum prófum. „Mér fínnst að öll próf ættu að vera krossa- próf eða munnleg," segir Ásdís og minnist þess að hafa setið samfleytt átta klukkustundir við að svara eðlis- fræðiprófi. Á lýóháskóla Ásdís hyggur á frekara nám og er farin til Danmerkur til náms við Egmont lýðháskólann í Hou, nálægt Árósum. Þar ætlar hún að dvelja fram á sumar, ef allt gengur að ósk- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR' 1993 21 um. Hugurinn stendur síðan til há- skólanáms og koma þá rómönsk mál helst til greina. Egmont lýðháskólinn var stofnaður af fötluðum manni fyrir fatlaða nemendur. Nú eru 140 nemendur við nám í skólanum, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Ásdís innritaði sig á fjölmiðlabraut, enda hefur hún áhuga á að starfa við þýðingar og skriftir í framtíðinni. Það er stórt skref fýrir hana að flytjast að heim- an, en hún óttast það ekki. „Aum- ingja fjölskyldan hefur svp miklar áhyggjur af mér,“ segir Ásdís og hlær. Hún er búin að fá samskipta- búnað í tölvu sem hún tekur með sér til Danmerkur. Önnur samskonar tölva er svo heima hjá henni og þann- ig getur hún skrifast á við fjölskyld- una í gegnum símamótald eða fax- tæki. Tölvutæknin og rafknúinn hjóla- stóllinn hefur gjörbreytt tilveru Ás- dísar. Hún kemst allra sinna ferða þar sem er hjólastólafært og tölvan hjálpar henni að tjá sig. Tölvunni og hjólastólnum stjórnar Ásdís Jenna með því að styðja á tvo hnappa með Nýslúdentinn Ásdis Jenna Ástráósdóttir lætur mikla fötlun ekki hindra sig á námsbrautinni og er ffarin til Danmerkur á lýóháskóla. hökunni. í augnhæð Ásdísar er lítill tölvuskjár og úr hátalara berast hljóðmerki þegar hún styður á val- hnappinn. Flókið samspil skjátákna og hljóðmerkja gefur til kynna hvað valið er hveiju sinni. Ásdís er mjög leikin í að stjórna þessum búnaði, en fjölskylda hennar segist lítið botna í tækninni. Ásdís bindur miklar von- ir við talgervil sem nú er að koma á markað. Þá getur hún ritað hugsan- ir sínar og tölvan ljær þeim mál. „Mér fínnst ekki alltaf gaman að lifa við þessa fötlun," segir Ásdís Jenna. „Það er oft erfítt að geta ekki tjáð sig, kennarnir misskildu mig oft í skólanum. Mér fínnst andlega hliðin samt skipta meira máli en sú líkam- lega. Að geta hugsað og lært er mikilvægara en að geta gengið." Áhugamálin eru mörg Ásdís hefur mörg áhugamál, skemmtilegast þykir henni að lesa góðar skáldsögur og hún les mikið. Hún hefur gaman af að fara í sund og bíó, hitta kunningjana og vera með íjölskyldunni. Hún á marga vini. Meðan blaðamaður stóð við í heimili Ásdísar linnti ekki símhringingum þeirra sem boðuðu komu sína til að kveðja hana. „Hún hefur kynnst ótrúlega mörgum á lífsleiðinni," seg- ir Ásta móðir hennar. „í skólanum eignaðist hún marga vini, svo hefur hún verið í þjálfun á Reykjalundi á sumrin og kynnst þar fjölda fólks." Fyrir jólin 1990 kom út ljóðabók Ásdísar, Ég hugsa eins og þið. Vakti bókin mikla athygli og var tvíprent- uð, sem er fátítt þegar um ljóðabæk- ur ungra skálda er að ræða._„Ég hef ekki ort um sinn,“ segir Ásdís og segir námið hafa krafíst allrar henn- ar orku og tíma. Hún ætlar að halda áfram að yrkja og er einnig með barnaævintýri í smíðum. Ásdís Jenna á ekki langt að sækja skáldskapar- gáfuna, því barnabókahöfundamir vinsælu, Jenna og Hreiðar Stefáns- son, eru föðurforeldrar hennar. „Mér fínnst gaman að nota ímyndunarafl- ið. Stundum streyma hugmyndimar fram og stundum er ég alveg tóm,“ segir skáldkonan unga. Ásdís Jenna er mjög viljasterk og hefur það oft og einatt hjálpað henni.„Hún hefur aldrei sætt sig við að ekki sé hægt að gera hlutina,“ segir Ásta móðir hennar. Þessi skap- gerð hjálpar Ásdísi vafalaust yfír þröskuldana sem hún mætir á lífs- leiðinni, og eru margir óyfirstígan- legir í annarra augum. „Ég gefst ekki upp,“ segir Ásdís Jenna. X-Iöföar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! MÁLUN - TEIKNUN Myndlistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði kennd í teiknun og meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun eftir kl. 1 3 í dag og næstu daga. Kennari: Rúna Gisladóttir, listmálari, simi 611525. ÚTSALA - ÚTSALA ] LOKAÐ Á MORGUN UTSAIAN HEFST ÞRIÐJUDAG Kl. 10 ^ÓBÚ0/ SKÆEN MÍLANÖ KR/NGLUNN/8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63, SÍMI 10656 . FLUGLEIÐIR BJÓÐA DAGLEGAR FERÐIR TIL KAUPM/ HA Verð frá. 26.940 kr* Frá Kaupmannahöfn til Hamborgar, Frankfurt, Hannover, Berlínar, Míinchen, EINSTÖK KJÖR TIL EVRÓPUBORGA Stuttgart og Dusseldorf: Verð 9060 kr. Frá Kaupmannahöfn til Aþenu, Feneyja, Barcelona, Alicante, Rómar, Mílanó, Malaga, Madrid, Lissabon, Nice, Parísar og Brússel: Verð miðast við gengi 7. janúar 1993. Flugvallarskattar eni ekki innifaldir í verði, ísland 1250 kr., Danmörk 670 kr. Verð 12.490 kr.** *Hámarksdvöl er 4 nætur. Lágmarksdvöl aðfaranótt sunnudags. Bókunarfýrirvari enginn. **Ef höfð er viðdvöl í Kaupmannahöfn bætist danskur flugvallarskattur við verðið, 670 kr. Verð gildir til 15. janúar; síðasti heimkomu- dagur er 31. mars. Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn félagsins um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferðafélagt. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.