Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 22
22
MÖRGtÍNBLÁÐIÐ SÚNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
I MINNINGU DIZZY GILLESPIE
Dizzy Gillespie þenur kinnarnar og blæs
eins og honum einum var lagið.
SIÐASTI
STÓRMEISTARINN
FALLINN
eftir Vernharð Linnet
ÞEGAR fréttín um andlát Dizzy GUlespie barst um
heimsbyggðina síðastliðinn fimmtudag urðu margir
undrandi. Að vísu hafði sykursýki hijáð hann um
árabil og hann gengist undir mikinn uppskurð í
mars, en Iífsgleðin og baráttuandinn, sem voru að-
all hans, fengu okkur aðdáendurna til að trúa því
að ekkert fengi bugað gamla manninn. En enginn
má sköpun renna og hann hélt ekki upp á sjötíu og
fímm ára afmælið í heilt ár eins og það sjötugasta.
Dizzy hafði skipulagt tónleikaferð um Bandaríkin,
Suður- Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Japan
síðasta sumar og samningaviðræður voru hafnar
um að hann léki á RúRek djasshátíðinni í maí
sl. en hann treysti sér ekki í ferðina. Hann spil-
aði þó í mánuð á Blue Note klúbbnum í New York síðasta
sumar og hafði aldrei leikið jafn lengi í einu á sama staðn-
um. Líf hans var eitt stórferðalag um heiminn og í einu
slíku kom hann til Reykjavíkur og lék með kvartetti sínum
á Jazzvakningarhljómleikum í Háskólabíói 12. febrúar 1979.
íslendingar höfðu varla beðið annars djassleikara með
slíkri eftirvæntingu síðan Louis Armstrong kom hingað 1965
og bíóið var fullt úr úr dyrum. Dizzy hreif alla með sér, þó
sumir hefðu kosið að hann léki aðeins meira blbopp. En þó
rafhljóðfæri og karíbaryþmi væru í farteskinu voru „Night
in Tunisia" og „Salt Peanuts" á sínum stað. Dómar voru
lofsamlegir: „Frábært, frábært," sagði Tómas R. Einarsson,
þá nýbakaður ritstjóri Stúdentablaðsins. „í einu orði sagt
varð allt vitlaust. Það var ekki aðeins að Dizzy brilleraði
eins og við bjuggumst auðvitað við, eða gerðum kröfu til
af okkar norrænu heimskulegu, og þó aðallega nauðaómerki-
Iegu heimtufrekju, heldur var kallinn með eintóma snillinga
með sér. Yndislegustu hljómleikar sem ég hef heyrt hér á
landi,“ skrifaði Leifur Þórarinsson í Dagblaðið. „í stuttu
máli sagt, þá voru þessir tónleikar frábærir. Tækni hans
er slík að einhvem veginn finnst manni að lengra verði
ekki komizt, tónninn er hreinn, en mjúkur þó og „improvis-
ationimar" frábærar," skrifaði Birgir ísleifur Gunnarsson i
Morgunblaðið. „Loksins kom lifandi jazzisti," var fyrirsögn-
in á dómi Sigurðar Steinþórssonar í Tímanum og Ólafur
Stephensen sagði að andinn úr 125. götu hefði ríkt I Há-
skólabíóí.
Það var ekki aðeins tónlistin sem heillaði heldur öll sviðs-
framkoman og húmorinn - en Dizzy hefur oft verið nefnd-
ur „djóker“ djassins. Þegar hann kom fram á svið ætlaði
fagnaðarlátunum aldrei að linna og fyrstu orð hans til þjóðar-
innar 'voru þessi: „Við höfum ferðast víða og kannski emð
þið ekki bestu áheyrendur í heimi, en þið eruð þeir hjartahlý-
justu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi - ég er ekki
á Grænlandi eða hvað? - og það er mér mikill heiður." Svo
blés hann blús.
Dizzy Gillespie fæddist árið 1917 í Cheraw í Suður-Karól-
ínu og fór ungur að blása og var kominn í fræga hljóm-
sveit Teddy Hills tvítugur. Þaðan lá leiðin til söngvarans
Cab Calloways, sem var ekki of hrifinn af sumum sólóum
piltsins. Kallaði þá kínatónlist og er greinilegt að þá var
Dizzy farinn að beygja af hinum breiða sveifluvegi inn á
ótroðnar bíboppslóðir. Dvölinni með Cab lauk með ósköpum.
Þeir rifust og Dizzy stakk hann með hníf í handlegginn.
Cab rak hann, en seinna sættust þeir félagamir.
Það var í hljómsveit píanistans Earl Hines sem Dizzy hitti
Bird - Charlie Parker - þeir léku einnig saman I stórsveit
Billie Eckstiens. 1945 vom Dizzy og Bird með kvintett sam-
an og engir tveir einstaklingar áttu jafn stóran þátt í þeirri
stórbyltingu djassins sem ber nafnið bíbopp. Enn eru þeir
fyrirmyndir tugþúsunda ungra djassleikara um allan heim.
Hinir fjórir stóm I trompetsögu djassins em Louis Arm-
strong, Roy Eldridge, Dizzy Gillespie og Miles Davis. „Þeg-
ar ég gat ekki blásið eins og Roy fór ég að blása eins og
ég geri,“ sagði Dizzy eitt sinn og alla ævi blésu þeir félag-
ar saman þegar því varð við komið. Þeir vom báðir expres-
sjónískir djassmenn og höfðu unun af „djammsessjónum" -
ekki þessum penu og blóðlausu, heldur þeim þar sem barist
var og blóðið flaut.
Eftir síðari heimsstyrjöld lék Dizzy með eigin hljómsveit-
um, smáum sem stómm. Engin bíbopp-stórsveit hefur jafn-
ast á við sveit þá er hann stjórnaði til 1950 og þar leiddi
hann karíbsku áhrifm til hásætis I djassinum með hljóðritun-
inni á Cuban be, Cuban bop, þar sem Chano Pozo sló bongó-
trommumar. Lærisveinar hans spanna skalann frá Fats
Navarro til Jon Faddis og hann hefur alla tíð verið óspar á
að kenna ungum mönnum djassfræðin.
Útblásnu kinnarnar og uppvísandi trompetbjallan urðu
aðalsmerki Dizzy og ungir djassleikarar, meira að segja
Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Reynir Sveinsson upp
á íslandi, létu sér vaxa skeggtopp undir neðri vör a la Dizzy.
Hérlendis bjó að vísu enginn yfir trompettækni til að stæla
meistarann, en tónlist hans síaðist inn og lög hans eins og
Growin High, Night in Tunisia og Dizzy Athmosphere voru
spiluð, spiluð og spiluð.
Þegar Dizzy kom til íslands var hann harmi lostinn, því
Meistarinn á sjötíu og fimm ára afmælinu.
erkiklerkar í íran vom að myrða trúbræður hans þar, Bahá-
ía. Hann var sanntrúaður Baháíi og kynntist þeim trúar-
brögðum gegnum vestur-íslenska konu. Áður hafði hann
haft nokkur afskipti af stjómmálum og bauð sig tvívegis
fram til forsetaembættis í Bandaríkjunum. Á stefnuskránni
var meðal annars að taka upp stjómmálasamband við Kúbu
og Jimmy Carter sendi hann þangað seinna, fyrstan Banda-
ríkjamanna eftir viðskiptabannið, til að blása djass fyrir
Kúbani.
Dizzy er allur en tónlist hans er sígild og hana má fá á
hundmðum platna. Meðal þeirra sem mæla má með eru
hljóðritanir hans með Charlie Parker fyrir Savoy, hljóðritan-
ir hans á RCA Bluebird fyrir 1950 og af þeim nýrri dúett-
ana með Roy Eldridge á Verve, blásturinn með Sonnu Roll-
ins og Sonny Stitt á sama merki, dúettana með Oscar Peter-
son á Pablo, Dizzy at Newport og Carnegie Hall 1961 á
Verve og svo finnst mér blástur hans á tónlistinni úr kvik-
myndinni The Cool World alltaf heillandi. Nýjustu diskar
hans eru frá því í fyrra: To Diz with Love og To Bird with
Love, báðir á Telarc.