Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 37

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 37
Rafeindavirki Óskum eftir að ráða rafeindavirkja í stöðu yfirmanns tæknideildar. Þarf að vera vanur viðgerðum á siglinga- og fiskileitartækjum og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar á Fiskislóð 94, sími 620233. Skiparadíó hf. Skrifstofumaður Opinber stofnun vill ráða skrifstofumann, tímabundið, í fullt starf við útgáfustarfsemi og á bókalager. Umsækjendur skulu hafa góða íslensku- og vélritunarkunnáttu. Stúdentspróf áskilið. Laun skv. kjarasamningi BSRB. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Skrifstofumaður - 1307“, fyrir 15. janúar nk. Forritari óskast til starfa hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða þekkingu í Pascal, C+ og Windows. í umsókn skal koma fram aldur, menntun og fyrri störf ásamt upplýsingum um hvenær viðkomandi getur hafið störf. Umsóknarfrestur ér til 15. janúar 1993. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „F - 1310“. Framtíðarstarf Sérhæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmann. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst nákvæmra vinnubragða og samviskusemi. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera handlagnir, stundvísir, hafa bílpróf og vera á aldrinum 25-40 ára. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og hugsanlegatrieðmælendur, sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 16. janúar nk. merkt- ar: „B - 9595“. Skrifstofustörf Leikskólar Reykjavíkurborgar Stuðningsstarf Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast í stuðnings- starf eftir hádegi í leikskólann Ægisborg. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 14810. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. | Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla í stúdentagörðum við Eggertsgötu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmdastjóri og Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri í síma 27277. Skólaritari Laus er til umsóknar staða ritara við Hvaleyr- arskóla í Hafnarfirði. Umsóknir berist skólaskrifstofu Hafnarfjarð- ar, Strandgötu 4, eigi síðar en 18. janúar nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 650200 og skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í síma 53444. Skólafulltrúinn íHafnarfirði. Snyrtivörudeild HAGKAUP óskar eftir að ráða starfsmann í snyrtivörudeild í verslun fyrirtækisins Skeifunni 15. Vinnutími er frá kl. 11 til 18:30. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: - Hafi menntun í snyrtifærði og/eða reynslu af sölu á snyrtivörum. - Hafi góða og örugga framkomu. - Geti hafið störf nú þegar. Nánari upplýsingar um starfið veitir verslunar- stjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Vélfræðingur/ iðnrekstrarfræðingur Vélfræðingur, sem er „hundvanur" og hefur auk þess iðnrekstrarfræði af framleiðslusviði, óskar eftir vinnu til sjós eða lands. Áhugasamir vinsamlega hafi samband í síma 91-653353. Hárgreiðsla Hárgreiðslusveinn eða nemi, sem er að Ijúka námi, óskast til starfa. Upplýsingar í síma 31780 (í vinnutíma) eða 24448 á kvöldin og um helgar. Fasteignasala - sölumaður Fasteignasala í fullum rekstri óskar eftir að ráða hæfan sölumann. Aðeins duglegur og traustur sölumaður kemur til greina. Umsóknir, með sem gleggstum upplýsing- um, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. janúar merktan „Dugleg(ur) - 8270“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ST.JÓSEFSSPÍTAUBB HAFNARFIRÐI Bókari. Endurskoðunarskrifstofa óskar að ráða bókara í a.m.k. 50% starf. Reynsla skilyrði. Ritari. Einnig ritara í hlutastarf. Reynsla í rit- vinnslu og kunnátta í bókhaldi nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. febrúar nk. í umsóknum komi fram upplýsingar um ald- ur, menntun og fyrri störf. Þær sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 15. janúar nk., merkt- ar: „Bók/Rit - 1309“. Kerfisfræðingur Visa ísland óskar að ráða kerfisfræðing/tölv- unarfræðing til starfa í tölvudeild sinni. Þekking á eftirfarandi er áskilin: iBM-370 tölvuumhverfi, ADABAS/NATURAL gagnagrunnskerfi, COBOL forritunarmáli. Laun samkvæmt samningum SÍB og bankanna. Umsóknir sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, fyrir 25. janúar. Gudni Iónsson RÁDCJÖF&RÁÐNINCARNÓNLISTA TIARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Þjóðminjasafn íslands óskar eftir starfsfólki til öryggisgæslu í sýn- ingarsölum safnsins. Um er að ræða fast starf og ígripsstörf. Æskilegt er að umsækjendur hafi tungumála- kunnáttu. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir safnstjóri. Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir 25. janúar á eyðublöðum sem fást á skrif- stofu safnsins. Safnstjóri. Gjaldkeri/innheimtur Lítið innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir reglusömum og samviskusömum starfs- manni í gjaldkera- og innheimtustörf sem fyrst. Viðkomandi þarf að vera ákveðinn, hafa bókhaldsþekkingu, reynslu af gjaldkera- og innheimtustörfum og geta unnið sjálf- stætt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. janúar nk. merktar: „Sjálfstæður ’93“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og allar upplýsingar endursendar. Læknaritari Staða lækriaritara er laus til umsóknar. Stað- an er hlutastarf. Umsækjandi þarf að hafa stundað nám í læknaritun. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 50188. Umsóknir berist fyrir 19. janúar nk. Framkvæmdastjóri. m Heilbrigðisfulltrúi Svæðisnefnd Heilbrigðiseftirlits Kópavogs auglýsir starf heilbrigðisfulltrúa Kópavogs- svæðis laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1993 og skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra Kópavogsbæjar. Framkvæmdastjóri framkvæmda- og tækni- sviðs gefur upplýsingar um starfið í síma 41570. Krafist er menntunar samanber reglugerð um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðis- fulltrúa. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.