Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 39

Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 10. JANUAR 1993 39 JPft. | Sálfræðingur Staða sálfræðings hjá Barnaverndarráði er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% starf. Umsóknir berist skrifstofu ráðsins, Lauga- vegi 36, fyrir 20. janúar 1993. Upplýsingar í síma 11795 eða 621588. Sölumaður Reyndan sölumann vantar til sölustarfa í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Vinsamlegast sendið viðeigandi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Reynsla 100“. Kennari Vegna forfalla vantar áhugasaman kennara að Vopnafjarðarskóla. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-31256 og heima í síma 97-31104. Fóstra - Dalvík Fóstra óskast til starfa við leikskólann á Dalvík. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 96-61372 eða 96-61045. Vélavörður óskast Vélavörður óskast á 147 tonna bát frá Árskógssandi. Upplýsingar í símum 96-61946 og 96-61098. Lagermaður Leitað er að reglusömum starfsmanni til birgðavörslu (pökkun og móttöku) hjá raf- magnsvöruheildverslun. Laun samkvæmt launataxta V.R. Skriflegar umsóknir sendist til blaðsins, merktar: „L-10175“, fyrir 14. janúar nk. Húsvarsla - gistiheimili Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða hjón til húsvörslu, reksturs gistiheimilis og ann- arra starfa. Leitað er eftir rösku, laghentu fólki, sem er tilbúið að leggja á sig mikla sumarvinnu. Nokkur tungumálakunnátta nauðsynleg. íbúð fylgir. Umsóknir merktar: „G - 10176" sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. janúar nk. llllGIilll eiiiiiiciel i ! 11! IB T. | Í iii lii lii 1 b kEIIIIIlljjni llkiiieeeeEiii IPimmiiiiii Laust starf við Háskóla íslands Fulltrúa vantar til almennra skrifstofustarfa á kennslusvið Háskóla íslands. Óskað er eft- ir starfsmanni, sem hefur góða íslenskukunn- áttu, reynslu- af skrifstofustörfum og vinnu við tölvur. Laun eru skv. kjarasamningi BSRB og fjár- málaráðherra. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist eigi síðar en 18. janúar nk. til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri kennslusviðs, í síma 694360, milli kl. 11 og 12. BORGARSPITALINN Hjúkrunarfræðingar Okkur á Borgarspítalanum vantar hjúkrunar- fræðinga vegna aukinna verkefna. I dag eru krefjandi tímar og mikið uppbyggingarstarf í gangi. Á Borgarspítalanum gefst kostur á að taka þátt í lifandi þróunarstarfi. Hjúkrunarfræð- ingar spítalans hafa frumkvæði að fjölmörg- um faglegum verkefnum. Borgarspítalinn er einn stærsti spítali lands- ins og hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Hann er aðalbráðaspítalinn og veitir lands- mönnum slysaþjónustu allan sólarhringinn. Borgarspítalinn er skemmtilegur og líflegur vinnustaður. Starfsfólki gefst kostur á sveigj- anlegum vinutíma, aðstöðu til heilsuræktar undir leiðsögn sjúkraþjálfara, afnotum af sundlaug og auk þess er möguleiki á barna- heimilisplássi. Borgarspítalinn býður ykkur velkomin til starfa. Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmanna- þjónustu, í síma 696356. „Au pair“ og nám í Bandaríkjunum Langar þig til að dvelja löglega sem „au pair" í eitt ár hjá valinni vistfjölskyldu? Síðastliðin 7 ár hafa um 4.000 ungmenni á aldrinum 18-25 ára frá 20 Evrópulönd- um dvalið á vegum samtakanna „Au pair in America". Á síðasta ári fóru tugir íslenskra ungmenna. Samtökin leggja áherslu á öryggi og góðan undirbúning með því að bjóða upp á 3ja daga námskeið á hótelinu St. Moritz f New York þér að kostnaðarlausu og góðan undir- búning hér heima hjá fagfólki. Nú er rétti tíminn til að sækja um fyrir 1993. Linda Hallgrímsdóttir, fulltrúi, Austurströnd 10, 170 Seltjarnarnesi, sími 91-611183. Samtökin „Au pair in America'' tilheyra samtökunum American Institute For Foreign Study, AIFS, sem eru virt menningarsamtök og starfa með leyfi bandarískra stjórnvalda. Einkaritari - enskar bréfaskriftir Fyrirtækið er rótgróið og vel þekkt innflutn- ingsfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið er aðallega við enskar bréfaskrift- ir í ritvinnslu, Word for Windows. Kostur er ef viðkomandi kann hraðritun („short hand"), þó ekki skilyrði. Áhersla er lögð á að umsækjendur séu með lýtalausa enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli. Reynsla af sambærilegu er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk. Vinnutími erfrá kl. 13.00-17.00. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. R Á Ð NIN G A RÞJÓNUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavík Simi 91-626488 Innheimtustjóri Óskum að ráða innheimtustjóra til starfa hjá stóru deildaskiptu verslunar- og þjónustufyr- irtæki í Reykjavík, með starfsemi um allt land. Starfssvið innheimtustjóra: ★ Skipulagning og stjórnun á innheimtu- deild. ★ Dagleg innheimta og samningagerð. ★ Eftirlit með og heildaryfirsýn yfir útistand- andi viðskiptakröfur og skil til fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs. ★ Eftirlit, stjórnun og aðstoð við umboðs- og sölumenn fyritækisins um land allt, sem gerir kröfur um ferðalög innanlands. Við leitum að manni, sem er ákveðinn og fylginn sér, en jafnframt hæfur samninga- maður. Starfsreynsla í innheimtu æskileg. Nánari upplýsinar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem þar liggja frammi á skrifstofu merktar „Innheimtustjóri - 377“ fyrir 16. janúar nk. HaevansurM m Fóstrur Lausar stöður við leikskóia Leikskólinn Fagrabrekka við Fögrubrekku, sími 42560. Verið er að taka í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólann og bæta við börnum og starfsfólki. Komið eða hringið og kynnið ykkur starfið, sem miðast við sérstakt fyrirkomulag hús- næðis. Einnig óskast fóstrur í leikskólann Marbakka við Marbakkabraut, sími 641112. - Til greina kemur að ráða fólk með aðra upp- eldismenntun í stöðurnar. Upplýsingar gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla og leikskólafulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum, sem fást í Fannborg 4, Kópavogi, og í leikskólunum. Starfsmannastjóri. Löggiltur endurskoðandi Öflug, opinber, sjálfstæð stofnun í borg- inni, með tengsl við erlendar stofnanir, óskar að ráða sérfræðing til starfa. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Þó er hægt að bíða til vors eftir réttum einstakl- ingi. Algjört skilyrði er að viðkomandi sé við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi og hafi góða enskukunnáttu, einhver frönskukunnátta kemur sér vel. Gera má ráð fyrir að viðkomandi starfi erlendis ca 1 mánuð á ári. Um er að ræða sjálfstætt og krefjandi starf. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknir, er tilgreini aldur ásamt starfs- reynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir 31. janúar nk. Gijdnt Iónsson RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.