Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 51

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANUAR 1993 I I I I ) eftir Elínu Pálmadóttur Islenskir altmuligmenn blíva Eg óskaði þess oft að við hefð- um ekta íslenska „altmulig- menn“ þarna, menn sem vita hvað er að vinna.“ Þessi umæli í við- tali við Jóhönnu Lárusdóttur lækni, sem starfað hefur m.a. með Læknum án landamæra í Úg- anda, Pakistan, Shri Lanka og víðar við hin erfiðustu skilyrði, staðfestu enn einu sinni kenningu mína frá í haust um hvar það er sem íslendingar helst hafa tromp á hendi í samkeppninni á erlend- um vinnumarkaði. Þeir kunna að ganga í verkin og hika ekki við að leysa þau sjálf- ir. Frá því írski friðargæslumað- urinn í Líbanon lýsti við mig að- dáun á þessum makalausu ís- lendingum, eins og hann orðaði það, sem væru svo flinkir í hönd- unum og gætu allt, hefi ég lagt við hlustir þegar eitthvað slíkt ber á góma þar sem íslendingar eru að störfum við marg- vísleg verkefni í útlöndum. írinn taldi þessa kosti íslendinga á vinnumarkaðin- um stafa af því að þeir hefðu allir unnið með námi við fjölbreytt störf. Kynnu handtökin og hikuðu því ekkert við að taka til hendi. Þekktu möguleikana og væru úr- ræðagóðir að finna aðferðir við hvers konar aðstæður. Þetta sannast víða ef eftir er hlustað. Þama er fólk sem hefur unnið við húsbyggingar eða á togara, ijar- skiptafólk sem hefur prófað sig áfram við að halda tækjum gang- andi, verkfræðingar sem hafa gengið eins og vélamenn, bílstjór- ar og erfiðisvinnumenn í verkefn- in á virkjunarstöðum á hálendinu í óblíðum veðrum eða við hafnar- gerð. Þeir sitja ekki bara á fund- um eða við teikniborðin og senda frá sér tilskipanir. Þetta könn- umst við öll við. Dæmi um hvem- ig hvers kyns verkleg þjálfun get- ur komið að gagni: Halldóra Gunnarsdóttir sál- fræðingur í Svíþjóð, sem gift er Bjama Amgrímssyni lækni þar, hafði í tilefni þessarar kenningar orð á að á sænskum sjúkrahúsum væri iðulega kallað á íslenska lækninn þegar finna þyrfti í sjúkl- ingi erfiða æð fyrir sprautu. Þeim yrði ekkert um að ganga í slíkt, sem sænskir læknar hefðu enga þjálfun í. Ég bar þetta undir Jón Hallgrímsson skurðlækni, sem lengi starfaði á sjúkrahúsi í Sví- þjóð. Hann kvað þetta hárrétt, oft hefði hann verið kallaður til slíkr- ar þjálpar á sænska spítalanum. Sagði það stafa af því að lækna- stúdentum hér á íslandi var kennt þetta meðan íslenskar hjúkrunar- konur gerðu það ekki. Eldri lækn- ar og jafnvel ungir kunni því slíkt handtök, þótt hjúkrunamemar læri þau nú. Munurinn á að vinna heima sé sá að hér sé miklu færra aðstoðarfólk en í Svíþjóð, þar sem hver hefur og kann sitt afmark- aða verk. Því fái íslenskir læknar ýmiskonar þjálfun. En Svíþjóð er ekki allur heimurinn. Og víðast í veröldinni kemur í góðar þarfír fólk sem kann til allra verka. Altmuliglæknar geta þar orðið gagnlegri og eftirsóttari en þeir einhæfu. María Ingvadóttir, deildarstjóri utanlandsdeildar Útflutningsráðs, sagði í spjalli að þetta kæmi heim og saman við reynsluna á hennar vinnustað. T.d. reyndist einna best þegar viðskiptafulltrúarnir, sem að undanfömu hafa verið sendir út í heim í tímabundin störf svo sem í Chile og Kamtchatka, hefðu víða verkkunnáttu. Hefðu t.d. auk prófs frá fiskvinnsluskóla unnið sig upp í frystihúsinu, orðið verkstjórar og jafnvel fram- kvæmdastjórar lítilla frystihúsa úti á landi. Það sé ákaflega farsæl reynsla. Þá kunni þeir handtökin við allt sem upp á kemur, þekki hráefnið, tæknina og hagkvæm- ustu lausnir við tælqaskipan. Þeg- ar þeir em að ráðleggja við endur- skipulagningu á þessum svæðum geta þeir tekið þátt í öllu ferli verksins. Fræðingar án slíkrar þjálfunar hafi ekki sömu innsýn og þeir sem kunna handtökin frá upphafi. Verkþjálfun hafi reynst afskaplega mikilvæg viðskipta- fulltrúunum við aðstæður sem koma upp í þessum löndum. Eflaust finnst mörgum þetta lítil tíðindi. Þá koma í hugann ummæli Þórólfs Þórlindssonar prófessors úr ræðustól fyrir nokkm, en hann hefur sem kunn- ugt er m.a. gert kannanir og rann- sóknir á fiskni íslenskra skipstjóra og fleiru í þeim dúr. Hann lýsti því hiklaust yfir að það hefði tek- ið sig 6-7 ár eftir að hann lauk námi og kom heim að átta sig á því að maður yrði að taka mið af íslenskum aðstæðum í verkefn- um sínum. Var hann þó alinn upp í fiskibæ austur á fjörðum, en hafði í löngu námi erlendis lifað og hrærst í erlendum kenningum. Við heimkomuna kom hann að Háskóla íslands, sem þá var mest embættismannaskóli. Flutti með sér heim rannsóknakerfi en áttaði sig ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum á því að öllu máli skipti að taka mið af og nýta íslenskan veruleika. Snertingin við verkefn- ið, handtökin, hafði glatast um hríð. Kannski er þetta ekki alveg hliðstætt, en þó af sama toga. A örum tæknibreytingatímum verð- ur sveigjanleiki í kunnáttu og menntun æ mikilvægari. Og um leið hver sú þjálfun og kunnátta sem fólk aflar sér með því að vinna með námi og taka til hendi. Væri þá ekki hálfgerð synd ef við glötuðum niður fyrir miskilning eða menntasnobb þessari hefð- bundnu hæfni „altmuligmanns- ins“ á íslandi, sem greinilega er rós í hnappagatið á erlendum vinnumarkaði, hvaða menntun sem menn hafa? M STÓRÚTSRLfl IKIL V€RÐU^KKUM I DUT fl M> SCUflST. VIÐOPNUM KL. 12.00 í DAG SUNNUDAG LAUGAVEGI 95, SÍMI 25260 KVDLD' NÁMSKEID Á VORÖNN 1993 TUNGUMÁL ENSKA - DANSKA NORSKA - SANSKA FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA Stofsetning 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund UÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir UÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir VIDEOTAKA Á EIGIN VÉLAR Grunnnómskeiö 1 viku námskeið 14 kennslustundir Framhaldsnómskeiö 2 vikna námskeið 20 kennslustundir MYNDLIST 10 vikna námskeið 38 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna tiámskeið 24 kennslustundir BÓKFÆRSIA 8 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Tölvunómskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir INNANHÚSS- SKIPULAGNING 8 vikna námskeið 24 kennslustundir GARÐYRKJA 5 vikna námskeið 15 kennslustundir GÓMSÆTIR BAUNA-, PASTA-, OG GRÆNMETIS RÉTTIR 3 vikna námskeið 12 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir börn og unglinga 6 vikna námskeið 9 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir fullorðna 6 vikna námskeið 18 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir Kennsla hefst 25. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin 11.—21. janúar kl. 17—21 í símum 641507 og 44391 og á skrifstofu skólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.