Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 52

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 52
 FORGANGSPÓSTUR UPPL ÝSINGASÍMI 63 71 30 ------k----------- MORGVNBLAÐJD, ÁDÁLSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691101, PÓSTHÓLF 1556 / ÁKVREYRl: HAFNÁRSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. NYARSKVOLD IALFAKIRKJU IÞORSMORK Morgunblaðið/Haukur Snorrason Lækkun endurgreiðslna vsk. af vinnu iðnaðarmanna hækkar lánskjaravísitölu Verðtryggðar skuldir aukast um 4 milljarða Læknamistök 380 kvart- anir á ári .KVÖRTUNUM og kærum til landlæknis vegna hugsanlegra læknamistaka hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Fyrir 1980 komu þangað að meðaltali 20 slík mál á ári en árið 1990 voru þau orðin 380, þar af á fimmta tug af alvarlegra tagi. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að í 21 tilviki hafi verið álitið að um mistök væri að ræða en í 25 tilvikum ekki. Sjá Afdrifaríkt gáleysi bls. 14. ----* * *--- Maríuhænur ájólatrjám landsmanna ÓVENJU margar maríuhænur gerðu sig heimakomnar í stof- um landsmanna um jólin, þær komu með dönskum jólatrjám og ná ekki að taka sér ból- festu, að sögn Erlings Ólafs- sonar skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun. Hann segir flest hafa verið með kyrr- um kjörum í skordýralífi hér- lendis á liðnu ári, geitungum fjölgi stöðugt og þeir hafi aldr- ei verið fleiri en síðasta sumar. Erling segir óljóst hvort nýjar teg- undir skordýra hafí hreiðrað um sig hér í fyrra og af flóttaflugum sé helst að geta hunangsflugna. 1992 hafí verið frekar venjulegt pödduár, mun minna hafi verið um smákvik- indi heldur en árið áður enda veður- blíða það sumar með eindæmum. Meira er um að fólk komi til Erl- ings á vetuma vegna lítilla innflytj- enda á heimilum. „Á sumrin heldur fólk að padda í gluggakistunni hafí bara komið úr garðinum," segir hann, „en menn kippa sér frekar upp við skordýr inni hjá sér þegar kalt er úti. Á hverjum degi hefur einhver samband út af óvelkominni eða óvenjulegri pöddu, íslendingar eru fremur viðkvæmir gagnvart þessum dýrum. Og hámarki nær æsingurinn í hreingemingunum fyrir jólin, þá kemur ýmislegt fram úr homum, jólatré og jólastjömur eru oft lífleg og i valhnetukjömum þrífast stund- um lirfur sem margir fúlsa við.“ LÆKKUN á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðn- aðarmanna við íbúðarhúsnæði hefur í för með sér 1,1% hækk- un lánskjaravísitölunnar í jan- úar og veldur því að verð- tryggðar skuldir landsmanna hækka um fjóra milljarða kr. að því er fram kemur í sameig- inlegu mati VSÍ og ASÍ sem sent hefur verið til ríkisstjórn- arinnar. Þá hækkar persónuaf- sláttur, barnabætur og vaxta- bætur um 260 mil{jónir króna vegna þessara áhrifa. Með þess- ari aðgerð hyggst ríkið spara 400 miiyónir króna á þessu ári og tæplega 500 milljónir á heilu ári. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir ráðu- neytið hafna flestu sem fram komi í mati VSÍ og ASÍ á þessari breyt- ingu og segir að þrátt fyrir að út- reikningar séu réttir séu áhrifín stór- lega ofmetin, fyrst og fremst vegna þess að ekki sé gert ráð fyrir því að eignir hækki einnig samhliða hækkun skulda. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, segir að þessi ráðstöfun hafi valdið 1,5 pró- sentustigs hækkun í þeirri vaxta- hækkun sem ákveðin var um áramót. Bolli Þór Bollason segir að ýmis- legt í mati ASÍ og VSI sé beinlínis rangt. Hann segir að þótt það sé rétt reiknað að persónuafsláttur, barna- og vaxtabætur hækki um 260 milljónir geri aðilar vinnumarkaðar- ins sér ekki grein fyrir hvernig tekjuáætlun ríkisins sé gerð. íjár- málaráðuneytið hafí reiknað með hækkun vísitölunnar og því verði tekjuáhrifín hin sömu. Ef ekki hefði verið gripið til þessarar aðgerðar hefði þurft að tryggja tekjurnar á annan hátt. Þá ofmeti aðilar vinnumarkaðar- ins áhrifin á vaxtahækkunina og geri ráð fyrir að hún verði varanleg. Hins vegar sé búist við að vextir muni aftur fara lækkandi og því sé ekki hægt að meta áhrif á hækkun skulda eins og um varanlega hækk- un væri að ræða. Mikil fjölgun atvinnuauglýsinga eftír lægð sem var í haust og vetur Endurmat á fjölda starfsmanna FJÖLDI atvinnuauglýsinga hefur nú aukist á ný, eftir lægð í haust og vet- ur. Að sögn Þóris Þorvarðarsonar, ráðningastjóra hjá Hagvangi, virðist sem stofnanir og fyrirtæki séu nú að endurmeta starfsmannaþörf sína eftir niðurskurð og samdrátt í fyrra. Senni- lega væri því ekki um að ræða ný at- vinnutækifæri, heldur væri verið að koma málum í framkvæmd, sem hafi verið í biðstöðu fram að þessu. Þórir sagði að það væri tilfínning sín, að á síðasta ári hafí farið fram mikil endurskipulagn- ing og niðurskurður í rekstri hjá mörgum fyrir- tækjum. „Þegar menn sáu fram á erfiðleika á fyrri hluta síðasta árs vegna of mikilla birgða og of mikils mannskaps, var farið að huga að niðurskurði," sagði Þórir. „Slíkt aðhald og niður- skurður tekur tíma, og kannski hefur verið skor- ið of mikið niður í mannahaldi." Þórir kvaðst víða hafa heyrt að skorið hefði verið niður til að ná settum áætlunum, en nú gæti verið að menn væru að „núllstilla" á ný. „Það eru ekki ný atvinnutækifæri sem eru að skapast eða ný fyrirtæki sem eru að líta dags- ins ljós,“ sagði hann. „Þetta eru sennilega frek- ar fyrirtæki sem eru farin að setja mál í gang, sem hafa verið í bið.“ Dregið að auglýsa fram yfir áramót Að sögn Guðna Jónssonar hjá ráðgjafar- og ráðningastofu Guðna Jónssonar, kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að fyrirtæki og aðrir aðilar skuli draga að auglýsa þar til eftir ára- mót. „Desember hefur alltaf verið heldur róleg- ur mánuður, og þessi helgi er fyrsta alvöruhelg- in á árinu,“ sagði hann. „Það kemur mér því ekki á óvart að nú sé eitthvað að fara af stað.“ Meðal starfa sem auglýst eru laus til umsókn- ar í Morgunblaðinu í dag, er embætti skattrann- sóknastjóra ríkisins, staða vöruhússtjóra KEA, sölumanns á fasteignasölu, löggilts endurskoð- anda, markaðsfulltrúa, sölustjóra, innheimtu- stjóra, kerfísfræðings, forritara hjá hugbúnðað- arfyrirtæki, töjvunarfræðings í tölvudeild, for- stöðmanns listasafns, ijósamanns við Þjóðleik- húsið, fulltrúa á lögfræðistofu, læknaritara, aðstoðarmanns tannlæknis, nema ( ljósmynda- smíði, hjúkrunarfræðinga, rafeindavirkja og leikskólastjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.