Morgunblaðið - 21.01.1993, Side 2

Morgunblaðið - 21.01.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 Nýstárleg kynning á vetraferðum til íslands á ferðasýningum í Hollandi Sérútbúinn fjalla- bíll tU að draga ferða- menn til landsins FORD Econoline sem breytt hefur verið til aksturs um fjöll og fim- indi að vetrarlagi vakti mikla athygli í Hollandi í síðustu viku, en þangað flutti Amgrímur Hermannsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Addis, bílinn í samvinnu við Bílabúð Benna. Arngrímur var með þessu að vekja athygU á íslandi sem valkosti fyrir ferðamenn að vetrarlagi. Að sögn Arngríms voru vetrar- ferðimar á vegum Addís kynntar á ferðakaupstefnu í Maastricht sem 35 þúsund manns sóttu, og einnig í Utrecht þar sem tæplega 950 ferða- heildsalar komu saman, en um 180 þúsund gestir komu á þá ferðakaup- stefnu. „Ég ákvað að vekja athygli á ís- landi að vetrarlagi á nokkuð sér- stakan hátt með þvi að taka þennan bíl með út. Okkur langaði einnig að sýna þama fallegan bíl sem hefur verið breytt héma heima af Bílabúð Benna. Það er ekki hægt að segja annað en okkur hafi tekist að ná gríðarlegri athygli, og stöðugur straumur var við básinn hjá okkur að skoða bílinn. Hann sagði að margar hugmyndir hefðu komið fram við sýninguna á bílnum og hugsanlega notkun hans í öðmm löndum, og til dæmis hefði Norðmaður sem sjá mun um fólks- flutninga fyrir vetrarólympíuleikana í Noregi 1994 lýst yfir áhuga á bíln- um. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Örtröð í básnum hjá Addís Ford Econoline sem breytt hefur verið hjá Bílabúð Benna var notaður til að vekja athygli á vetrarferðum Addís á tveim ferðakaupstefnum í Hol- landi í síðustu viku. Fjöldi fólks lagði leið sína í sýningarbás Addís og kynnti sér bflinn og vetrarferðir hér á landi. Tap Landsbankans í fyrra um 150 milljónir Afskriftasjóður bankans nálægt þremur milljörðum króna LANDSBANKI íslands var með neikvæða rekstramiðurstöðu á síðastliðnu ári um sem svarar 140 til 150 milljónum króna. Þótt endanlegar niðurstöðutölur liggi ekki enn fyrir, herma heimildir Morgunblaðsins að tapið verði á þessu bili. Þess ber þá að gæta að bankinn lagði í afskriftasjóð tapaðra útlána 100 milljónir króna á mánuði allt árið, eða samtals 1,2 milljarða króna. Landsbankinn mun því samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins una vel þeirri afkomu sem bankinn hafði á síðastliðnu ári. Þessi niðurstaða á einungis við um Landsbanka íslands, en þegar fyrir liggur sam- stæðureikningur Landsbankans og fyrirtækja hans, sem hann ýmist á hlut í eða öll, er fastlega búist við að rekstrarafkoma sl. árs verði I jafnvægi. Landsbankinn á nú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins af- skriftasjóð sem samtals mun vera í kringum þrír milijarðar króna. í árslok 1991 stóð sjóðurinn í 2,5 milljörðum króna og í hann bætt- ust síðan 1,2 milljarðar króna á liðnu ári, en enn liggur ekki endan- lega fyrir hversu miklar upphæðir bankinn þurfti að afskrifa á sl. ári. Mun það vera mat bankans, að ekki veiti af að hafa afskrifta- sjóðinn jafnsterkan og raun ber vitni. Engar lausafjársektir Bankinn þurfti á síðastliðnu ári ekki að greiða neinar lausafjár- sektir, sem bankinn þurfti á árum áður að glíma við. Landsbankinn mun t.d. á árunum 1987 og 1988 hafa þurft að greiða Seðlabanka Íslands nálægt hálfum milljarði króna, vegna ófullnægjandi lausafjárstöðu og á árinu 1991 þurfti Landsbankinn að greiða Seðlabankanum 185 milljónir króna í lausafjársektir. Starfsmönnum fækkar Morgunblaðið hefur upplýsingar um að stöðugildum Landsbanka íslands hafi á síðastliðnu ári fækkað um á milli 60 og 70 og jafngildir þessi fækkun 150 til 175 milljóna króna sparnaði. Yfirvinnustundir í bankanum hafa að meðaltali dregist saman um liðlega 10 þúsund stundir á ári í bankanum síðstu fimm ár en í fyrra fækkaði þeim um 11.600 stundir sem er einnig umtalsverður spamaður. í dag Rottur Þær svörtu hafa þrisvar sloppið í land úr Austur-Evrópuskipum 4 Bláa lónið Miklar breytingar eru fyrirhugaðar fyrir ferðamannavertíðina í sumar 19 Vaxtalækkun____________________ Meðalvextir almennra skuldabréfa- lána lækka um 0,4% 20 Leiðari________________________ Forsetaskipti í Bandaríkjunum 24 Dagskrá ► Reynum að vera í kviku tón- Iistarlífsins - Tvær manneskjur í einum líkama - Tuttugu ár liðin frá upphafi eldgoss í Vestmanna- eyjum Spánn vill nýjan Gætiþýtt frekaritöf XAVIER Solana, utanríkisráð- herra Spánar, sagði á blaða- mannafundi í Strassborg í gær að Spánverjar gætu ekki sætt sig við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) í núverandi mynd. „Þetta eru mér ekki nýjar fréttir. Fulltrú- ar spænskra stjórnvalda hafa lýst þessari afstöðu áður,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég tel að breytingamar á EES þurfí að vera meira en útlitsleg- ar,“ sagði Solana á blaðamanna- fundinum. Það að Svisslendingar hefðu hafnað samningnum í þjóð- aratkvæðagreiðslu hefði vandamál í för með sér fyrir Spán og þyrfti því að semja um EES upp á nýtt að hans mati. „Ég sé ekki hvernig þing okkar á að geta staðfest samninginn án þess að samið sé upp á nýjan leik,“ sagði utanríkis- ráðherrann. Framkvæmdastjóm EB hefur lagt til að ekki verði samið að nýju um EES heldur verði gerður samning um EES Jón Baldvin Hannibalsson viðauki við samninginn þar sem tekið er fram að hann eigi ekki við Sviss. Þá eigi ríki Fríverslunar- bandalags Evrópu ekki að greiða 28% hlut Sviss í sérstökum þróun- arsjóð fyrir bágstödd ríki EB. Þetta eiga ríki á borð við Spán erfítt með að sætta sig við. Jón Baldvin sagði að fram- kvæmdastjórnin hefði lýst því mati sínu að Spánverjar mundu ekki láta brotna á þessari afstöðu sinni. „Ef Spánveijar hins vegar halda þessu til streitu og fá aðrar suðurþjóðir til liðs við sig mun það vafalaust þýða frekari töf á fram- kvæmd samningsins ,“ sagði utan- ríkisráðherra. VmSKEFTIAIVINNUIÍF sölu i Phammco hf. íslcnski lífcyrissjóöurinn - Vrr%nMfVKif i um>(i U/Mtuhrtti hf Viðskipti/Atvinnulíf ► Hlutabréf í Pharmaco til sölu - Allir ætla í vatnsútflutning - Leigubflar hækka gjaldskrá í samdrætti - Líflegt hjá líkams- ræktarstöðvunum Verkfall hjá Heijólfi Stýrimannafélag íslands hefur boðað verkfall stýrimanna á Her- jólfi 3. febrúar náist ekki samn- ingar um kjarabætur fyrir þann tím— a. Guðlaugur Gíslason, framkvæmda- stjóri félagsins, sagði að farið væri fram á samræmingu launakjara áhafnarinnar. Sumir hefðu fengið launabætur en aðrir, t.d. og stýri- menn, ekki. Hann sagði að verkfallið næði aðeins til stýrimanna á Heijólfi þar sem ekki væri hægt að bera störf þeirra saman við störf annarra í stétt- inni. Fram kom að við síðustu samn- inga hefði verið gerð bókun þess efn- is að samningar áhafnarinnar á Her- jólfí yrðu endurskoðaðir en úr því hefði ekki orðið enn. Léstí vinnuslysi íslenskur skipasmiður, Ág- úst Pálsson, lést í vinnuslysi í skipasmíðastöðinni í Fredericia í Danmörku á sunnudag, 17. janúar. Ágúst Pálsson lætur eftir sig eiginkonu og son. Tók togara ítog VARÐSKIPIÐ Óðinn kom með Arnarnesið IS í togi til Reylqavíkur um ld. 21 í gær- kvöldi. Varðskipið tók Arnarnesið í tog útaf Homafirði á mánudag þar sem aðalvél togarans hafði brætt úr sér. Ætlunin var að fara með togarann inn til Þor- lákshafnar í gærmorgun en það reyndist ekki mögulegt. Þess í stað var ákveðið að fara með togarann til Reykjavíkur og var komið þangað um kl. 21. Leystu mál- ið á svip- stundu LÖGREGLAN í Breiðholti brást hart við þegar skóla- stjóri Hólabrekkuskóla fór fram á að hún kannaði hverj- ir hefðu brotist inn í skólann í fyrrinótt. Síðdegis í gær sátu tveir piltar í fanga- geymslum, en lögreglan hafði gripið þá með hluta þýfisins. í innbrotinu var útihurð skemmd og stolið bankabók, myndbandsvél, myndavél ofl. Innbrotið var tilkynnt til lög- reglu og síðar um daginn leit- aði skólastjóri Hólabrekkuskóla beint til lögreglumanna á Breiðholtsstöð. Þeir brugðust við skjótt og innan skamms höfðu þeir fengið vísbendingar, sem leiddu til þess að tveir 16 ára piltar voru handteknir þeg- ar þeir voru að reyna að selja myndbandsvélina. Arekstrar tíðir í ófærðinni ÁREKSTRAR voru margir á svæði lögreglunnar í Reykja- vík í gær, en um hádegi var búið að tilkynna um 13 og á þriðjudag voru þeir alls 29. Færð og veðri er oftast kennt um, svo og ógætilegum akstri. Tvö slys urðu í umferðinni í gær. Bílar skullu saman á mót- um Sogavegar og Grensásveg- ar um kl. 12 og slasaðist annar ökumannanna, þó lítið. Þá varð árekstur á Gullinbrú við Stór- höfða og var farþegi úr öðrum bílnum fluttur á slysadeild, en ekki mikið meiddur. * Ok undir áhrifum á ofsahraða LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði bifreið á þriðjudags- kvöld, sem var ekið á 110 km hraða eftir hálli Njarðvíkur- braut. Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Þegar bifreiðin var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var í annarlegu ástandi. Við leit á honum fannst lítið magn af hassi ogvið frekari leit í bílnum fannst einnig smáræði af hassi og ýmis tæki og tól til fíkni- efnaneyslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.