Morgunblaðið - 21.01.1993, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1993
t
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR '21. JANÚAR. Í19S3
H '25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sfmi 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Forsetaskipti í
Bandaríkjunum
Tólf ára stjómartíð repúblik-
ana lauk í gær er Bill Clint-
on sór embættiseið forseta
Bandankjanna. Mikið hefur verið
rætt og ritað um umskipti þessi
og nýju kynslóðina, sem nú hefur
tekið völdin í Hvíta húsinu í
Washington. Bill Clinton leit
fyrst dagsins ljós ári eftir að
George Bush, fráfarandi forseti,
hafði unnið hreystiverk sín á
Kyrrahafi á árum síðari heims-
styijaldarinnar. Clinton og fylg-
ismenn hans munu hins vegar
fljótt verða þess áskynja, að
furðu lítill eðlismunur er í raun
á þeim verkefnum, sem fyrir
stjómvöldum liggja á hveijum
tíma. Skiptir þá litlu hver heldur
um valdataumana. Hið sama
gildir um væntingar almennings.
Seinni heimsstyijöldin, fóm-
imar sem lýðræðissinnar færðu
í helgri baráttu gegn öflum kúg-
unar og mannhaturs, mótaði alla
afstöðu George Bush fráfarandi
forseta. Og það kom í hans hlut
að leiða til lykta sigur lýðræðis-
aflanna í Kalda stríðinu sem lauk
með hruni kommúnismans og
Sovét-heimsveldisins sem svo
margir trúðu á í hróplegri
blindni. George Bush verður
minnst fyrir þetta og þá stefnu-
festu sem hann sýndi almennt á
vettvangi utanríkismála. Hann
skynjaði á hinn bóginn ekki kall
tímans á heimavelli og kaus að
leiða hjá sér efnahagsþrenging-
ar, fjárlagahalla og áhyggjur al-
þýðu manna af framtíðinni.
Miklar vonir eru bundnar við
Bill Clinton enda hefur hann sýnt
að hann er stjórnandi góður,
maður raunsær og sveigjanlegur.
í Bandaríkjunum jafnt sem er-
lendis er þess vænst, að Clinton
takist að koma hreyfingu á efna-
hagsmálin vestra og að uppgang-
ur þar muni verða til þess að lina
efnahagskreppuna, sem gengið
hefur yfir hinn vestræna heim á
undanfömum missemm. Þessar
vonir eiga einnig við hér á ís-
landi.
í Bandaríkjunum verður eink-
um horft til tveggja þátta; hvern-
ig forsetanum nýja tekst upp í
glímunni við fjárlagahallann gíf-
urlega og hvernig hann hyggst
koma á boðuðum umbótum á
vettvangi heilbrigðismála. Nái
forsetinn skjótum og mælanleg-
um árangri á þessu sviði mun
honum takast að treysta stöðu
sína mjög. Þetta eru þeir mála-
flokkar, sem efst eru í huga al-
mennings vestra og úrbætur þær
sem Clinton boðaði tryggðu kjör
hans.
Clinton hefur sýnilega haft í
hyggju að endurtaka afrek
stjómar Ronalds Reagans árið
1981 er forsetinn fékk sam-
þykktar á þingi umfangsmiklar
breytingar á fjárlagagerð og
skattheimtu á fyrstu þremur
mánuðunum sem hann gegndi
embætti. Er þetta skólabókar-
dæmi um hvemig nýr forseti
getur nýtt sér velvild, skýrt um-
boð og vinsældir á fyrstu 100
dögunum sem hann gegnir emb-
ætti. Fyrir liggur að Clinton hef-
ur hugsað sér að gera einmitt
þetta á vettvangi innanríkismála
en ljónin í veginum eiga eftir að
reynast ótalmörg.
Clinton mun komast að því að
starfsvettvangur forseta Banda-
ríkjanna er ekki takmarkaður við
heimahagana. Nú þegar liggja
fyrir erfið verkefni á sviði utan-
ríkismála og nægir þar að nefna
ástandið við Persaflóa og ögran-
ir Saddams Husseins, einvalds í
írak. Líklegt má telja, að Clinton
gefist minni tími en hann telur
æskilegt til að takast á við brýn-
ustu verkefnin í Bandaríkjunum.
Forsetinn mun ekki geta leitt hjá
sér atburði þá sem upp kunna
að koma á vettvangi alþjóðamála
og horft verður til fomstu
Bandaríkjamanna á því sviði hér
eftir sem hingað til.
Ætla verður, að liður í undir-
búningi fyrir valdatöku Clintons
hafi falist í því að raða stærstu
verkefnum í forgangsröð. Sagan
sýnir, að þeir forsetar náðu mest-
um árangri sem höfðu, áður en
þeir sóru eiðinn dýra, undirbúið
vandlega þau mál, sem þeir
hugðust leggja mesta áherslu á
í upphafi embættistíðar sinnar.
Fyrstu tvö árin sem Bill Clinton
var ríkisstjóri Arkansas féll hann
í þá gildru að ætla sér um of og
niðurstaðan varð sú að kjósendur
höfnuðu honum. Hann dró rök-
réttar ályktanir af þeirri reynslu
og vann marga glæsta sigra í
heimaríki sínu eftir það. Clinton
og undirsátar gera sér vafalaust
ljóst, að nákvæmlega hið sama
á við um embætti forseta Banda-
ríkjanna. Skýr forgangsröðun
verkefna og glöggur skilningur
á því sem unnt er að framkvæma
á tilteknu tímaskeiði er það
tvennt sem tryggir árangur.
Hátíðahöldin em nú um garð
gengin, flugeldunum hefur verið
skotið á loft og lúðrarnir hafa
þagnað. Bill Clinton og eiginkona
hans, Hillary, eru sest að í Hvíta
húsinu. Fylgst verður með fram-
göngu forsetans nýja af miklum
áhuga næstu mánuðina og fljót-
lega rnun koma í ljós, hvort Clint-
on megnar að hrinda í fram-
kvæmd þeim grundvallarbreyt-
ingum sem hann lagði mesta
áherslu á í kosningabaráttunni
og ítrekaði í ræðu sinni í Wash-
ington í gær. Þær breytingar eru
þarfar og þær eru tímabærar en
verkefnið er risavaxið.
BILL CLINTON SETTLR 1 LMB LTTI F0RSET4 BANDARIKJANNA
1993
Meiríhluti á þiuginu
gæti reynst haldlaus
UNDANFARNAR vikur hefur vart verið hægt að þverfóta í Washing-
ton fyrir boðberum „nýrrar dögunar" í bandarískum stjórnmálum.
Ungur demókrati tekur loks við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu,
demókratar hafa meirihluta í báðum þingdeildum og þess vegna ætti
samkvæmt bókinni að takast gott samstarf milli forseta og þings.
Stjórnmálaskýrendur keppast um að lýsa því hvemig ný kynslóð tekur
nú við kyndlinum. Nýi forsetinn, sem annars reynir að þóknast sem
flestum, storkar vanaföstu yfirstéttarfólki með því að hlusta á rokktón-
list og háma í sig skyndibita. Hann er greindur, alþýðlegur og af fá-
tæku fólki en jafnframt hámenntaður og ólíkt betri ræðumaður en
fyrirrennarinn, meira að segja repúblikanar viðurkenna það. Bam-
marga kynslóðin, sem reyndi að setja allt á annan endann 1968, tekur
nú við af þeim sem börðust í síðari heimsstyijöld og unnu kalda stríðið.
Volvo-bílar, eitt af táknum rétt-
hugsandi demókrata í röðum
menntamanna, eru nú aftur í tísku.
Eftir 12 ára eyðimerkurgöngu er
loksins orðið gaman að vera demó-
krati. Forsetafrúin, Hillary Clinton,
er holdtekja hugmynda framsækinna
demókrata um nútímakonuna, glæsi-
leg, hámenntuð og ætlar sér stóran
hlut við hlið eiginmannsins.
Kennedy-minningar sækja á hugann,
fáir verða til að minna á að John
F. Kennedy kom nær engum baráttu-
málum sínum í framkvæmd. Frjáls-
hyggja uppanna er kistulögð, lítið
fjallað um staðfastatrú miðjumanns-
ins Clintons á markaðshagkerfi.
Ymsir þrýstihópar, sem verið hafa
úti í kuldanum, kunna sér vart læti.
Þeir gera sér enga rellu vegna yfir-
lýsinga nýja forsetans sem segir að
stjórnkerfið sé að lamast vegna að-
gangshörku hagsmunahópa; þetta
hefur heyrst fyrr.
Rætast vonirnar?
Þótt bölsýni sé slæmt vegarnesti
getur einnig reynst varasamt að
binda óraunsæjar vonir við áhrifa-
mátt forsetaembættisins og eftir
ýmsum sólarmerkjum að dæma ætla
furðu margir að heimta pólitísk
kraftaverk.
Bill Clinton reynir frá upphafí að
friða sem flesta. Hann hefur gætt
þess betur en nokkur fyrirrennari
hans að allir kynþættir eigi fulltrúa
í æðstu röðum embættismanna, að
flestir séu kunnir að hinum einu réttu
skoðunum vinstri- og miðjuafla
bandarísks samfélags, að hugað sé
að afstöðu til umhverfismála. Hann
sagði í fyrradag að mestu skipti
hvernig honum gengi að auka von
og samheldni meðal þjóðarinnar.
Margt bendir til þess að honum
muni ganga verr að standa við kosn-
ingaloforðin sem eru grundvöllur
vonanna.
Martröð frjálshyggju
Clinton hefur heitið því að leiða
Bandaríkjamenn út úr því sem hann
hefur kallað langa martröð mishepp-
naðrar fijálshyggjustefnu í efna-
hagsmálum og þráteflis í skák þings
og forseta. Hann hefur heitið að
gera alríkisstjórnina skilvirkari án
þess að láta hana þenjast út. Þetta
eru mikil fyrirheit. Sagt hefur verið
að flestir forsetar hafi að eðlilegum
ástæðum beðið með að svíkja kosn-
ingaloforðin þar til þeir voru búnir
að sveija eiðinn en Clinton er þegar
byijaður að draga í land.
Hann segir nú að erfítt geti reynst
að helminga fjárlagahallann fyrir
árslok 1996, bregst reiður við þegar
hann er minntur á loforð um skatta-
lækkanir til handa miðstéttarfólki
og hefur ákveðið að beita strand-
gæslunni til að stemma stigu við
flóttamannastraumi frá Haiti. í utan-
ríkismálum er Clinton enn óskrifað
blað en boðar í aðalatriðum lítt
breytta stefnu.
Gamlir ráðherrar
Einnig hefur vakið athygli að sum-
ir voldugustu ráðherrar Clintons,
manns hins nýja tíma, skuli vera
ráðsettir menn á sjötugs- og áttræð-
isaldri sem ekki virðast allir atkvæð-
amiklir. Meðal þeirra eru einnig al-
þekktir milligöngumenn ýmissa
hagsmunaafla. Flestir nánustu ráð-
gjafanna eru þó af sama toga og
forsetinn og eiginkona hans: Ungt
eða miðaldra, yfirleitt vinstrisinnað
fólk sem notið hefur menntunar í
gamalgrónum háskólum á borð við
Yale og Harvard. Oftast er um að
ræða harla stjómlynt fólk sem trúir
því í fyllstu einlægni að stjórnmála-
menn geti með réttum ákvörðunum
leyst flest vandamál hins almenna
borgara. Vandinn er sá að lausnir á
brýnum félagslegum vandamálum
kosta fé sem á endanum verður ávallt
sótt í vasa skattgreiðenda. Og það
er af skomum skammti.
Með loforð Clintons um skatta-
lækkanir í fersku minni og vaxandi
halla á ríkisbúskapnum er svigrúmið
lítið. í kosningabaráttunni hafnaði
Clinton (og Bush) staðfastlega öllum
hugmyndum um að hala inn nokkra
tugi milljarða dollara með því að
hækka álögur á bensín. Slíkar hug-
myndir eru afar óvinsælar og hann
tók enga áhættu. Óhjákvæmilegt
verður að hrófla við stórum liðum
eins og heilbrigðisþjónustunni sem
gleypir æ stærri hluta ríkisútgjald-
anna en er nánast heilög kýr í augum
margra demókrata.
Hik og lélegt tímaskyn
Helsta einkennið á stjómmálaferli
Clintons er varkámi og jafnframt
að hann forðast ætíð að styggja fólk
ef hann getur því við komið, reynir
Kynslóðaskipti
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary Clinton, veifa til mannfjöldans í Washington eftir embættistökuna í gær.
Reuter
að fara bil beggja. Þessir eiginleikar
hafa reynst honum misjafnlega á
þeim tíma sem liðinn er frá kjörinu
í nóvember. Jafnvel dyggir sam-
starfsmenn láta í það skína að eigin-
konan komi Clinton stundum til
bjargar þegar hann er búinn að
splundra öllum tímasetningum með
því að ræða hvert smáatriði í þaula
og leyfa öllum viðstöddum að tjá
skoðanir sínar. Ólíklegt er að slík
mildi dugi oft gagnvart uppivöðslu-
sömum þingmönnum, þar er hætt
við að jafn mikil þörf verði á ákveðni.
Forsetinn virðist oft eiga erfitt með
að raða verkefnum i forgangsröð,
kunningi hans bað hann eitt sinn að
nefna þijú mál sem hann myndi
leggja megináherslu á fyrsta árið í
embætti. Clinton tók því vel en áður
en yfir lauk voru málefnin orðin 15
- og öll afar mikilvæg.
Þröskuldar á þingi
Bent hefur verið á að demókrata-
meirihlutinn á þingi ætti að koma
sér vel fyrir Clinton en þar getur
tvíeggjað vopn verið á ferð.
Kjósendur hafa gagnrýnt þing-
menn harkalega fyrir spillingu og
nokkrir grónir fulltrúar fengu ráðn-
ingu í nóvember, þeir féllu. Nýir
þingmenn eru samtals vel á annað
hundraðið í báðum deildum en ekki
er víst að þeir reynist Clinton vel.
Ein af nefndum fulltrúadeildarinnar
fjallar um opinber verkefni, oft nefnd
Pot-miðstöðin enda hentugt að
stunda kjördæmapotið með árangri
á þeim vettvangi.
Nýir þingmenn úr báðum flokkum
voru eftir síðustu kosningar svo
áfram um að fá þar sæti að ákveð-
ið var að ijölga í henni, úr 57 í 63,
þar af er nær helmingur nýliðar á
þingi.
Clinton þarf mjög á því að halda
að þingmenn reynist fúsir til að
sætta sig við niðurskurð á framlög-
um til ýmissa gæluverkefna, að ekki
sé minnst á viðamestu útgjaldaliðina.
Hann þarfnast hugrakkra þing-
manna sem eru reiðubúnir að taka
þá áhættu. Kjósendahópar munu
víða reka upp ramakvein og senda
marga stuðningsmenn niðurskurðar-
ins út í ystu myrkur við næstu kosn-
ingar ef kjörnir fulltrúar þeirra rækja
loksins skyldu sína.
Enn sem komið er nýtur Clinton
hylli flestra nýrra demókrataþing-
manna og margra eldri, að minnsta
kosti í orði. Engin teikn eru samt á
lofti um að sömu menn myndu hætta
eigin pólitísku skinni fyrir forsetann.
Öðru nær, fyrstu ummæli flestra
nýliða benda til þess að hugurinn sé
bundinn við hefðbundna stjómmála-
baráttu, makk og hrossakaup, frem-
ur en þá fórnarlund sem Clinton
hefur allra síðustu vikumar lýst ák-
aft eftir hjá þjóð sinni.
Þingmenn repúblikana eru flestir
jafn hræddir um atkvæði sín heima
í héraði og demókratar og munu
gráta vandkvæði Clintons þurrum
táram.
Þótt bandarískir kjósendur
hneykslist á braðli með skattfé era
þeir yfirleitt, eins og kjósendur fleiri
Vesturlandaþjóða, sammála um að
rétt sé að herða mittisólina - mittisól
annarra. Clinton mun reynast ókleift
að standa við mikilvægustu loforð
sín um efnahagsumbætur ef ekki
tekst að breyta áðumefndum hugs-
unarhætti svo að um muni.
Kristján Jónsson.
Bush kveður Hvíta húsið
Stóð í stað á meðan
heimurínn snerist
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á HÁDEGI í gær varð George Herbert Walker Bush óbreyttur borg-
ari á ný eftir hartnær þijá áratugi i opinberu starfi. Erlendir leiðtog-
ar eiga ekki lengur von á upphringingu frá Bush. Nú munu aðrir
fást við Saddam Hussein, forseta Iraks. Bush var síðasti forsetinn
af kynslóð þeirri, sem mótaðist af heimsstyrjöldinni síðarí. En hvað
skilur Bush eftir sig? Hann var á vaktinni þegar járntjaldið hrundi
og harðsljórar um heim allan sáu sæng sína upp reidda. Engu að
síður ákváðu kjósendur í síðustu kosningum að segja honum upp.
Bush á glæstan feril að baki.
Hann hefur setið á þingi, verið
sendiherra Bandaríkjamanna hjá
Sameinuðu þjóðunum og í Kína,
gegnt stöðu yfirmanns bandarísku
leyniþjónustunnar (CIA), setið í stóli
varaforseta og gegnt valdamesta
embætti heims að auki.
Engu að síður var Bush lítt áber-
andi þar til hann vann glæsilegan
sigur í forsetakosningunum árið
1988 eftir að hafa unnið upp 17
prósenta forskot andstæðings síns
og oft er erfitt að henda reiður á
honum.
Bush er borinn og bamfæddur
norðurríkjamaður, en eftir að hafa
barist í heimsstyijöldinni síðari fór
hann í olíuviðskipti í Texas, þar sem
hann ákvað í upphafi sjöunda ára-
tugarins að demba sér út í stjórn-
mál. Hann kann að vera suðurríkja-
maður í eigin augum, en að sjá
hann við hlið auðkýfingsins Ross
Perots tekur af öll tvímæli um að
svo er ekki.
Miðjumaður
Þegar Bush bauð sig fram til
þings í Texas árið 1966 kom hvergi
fram í kosningaritum hans úr hvaða
flokki hann var. Bush var maður
miðjunnar og í Texas vora meira
að segja íhaldssamari demókratar
en hann.
Bush var enn á miðjunni þegar
hann atti kappi við Ronald Reagan
í forkosningunum árið 1980. Þá
gekk hann svo langt að líkja hug-
myndum væntanlegs lærimeistara
síns urn efnahagsmál við vúdú-sær-
ingar. í janúar árið 1981 sór hann
embættiseið varaforseta og át allt
ofan í sig.
Eftir átta ár bak við tjöldin rann
tími Bush upp. Fyrsta ár hans í
embætti forseta hefur verið nefnt
annus mirabilis — árið undursam-
lega. Einræðisherrar austantjalds-
ríkjanna féllu einn af öðram og Þjóð-
veijar gengu í eina sæng.
Utanríkismál era hans ær og
kýr, en þegar á reyndi var Bush
óundirbúinn. Hans hugmyndaheim-
ur var steyptur í mót kalda stríðs-
ins. Reagan skoraði á Míkhaíl Gorb-
atsjov, fyrram Sovétleiðtoga, að rífa
niður Berlínarmúrinn. Þegar Berlín-
arbúar veifuðu kampavínsflöskum
uppi á múrnum í nóvember árið
1989 var Bush felmtri sleginn.
Aðgerðalaus heima fyrir
Fyrstu átján mánuði sína í emb-
ætti gerði Bush næsta lítið. Hann
sagðist í kosningabaráttunni ætla
að vera menntamálaforseti og um-
hverfismálaforseti og boðaði í setn-
ingarræðu sinni „betri og blíðari"
þjóð. Hans trúa er hins vegar sú
að afskipti ríkisins geri aðeins illt
verra — að minnsta kosti heima
fyrir. Loforð hans um aðgerðir inn-
anlands reyndust því yfírleitt vera
orðin tóm.
Stóra stundin rann upp þegar
Saddam Hussein tók Kúveit her-
skildi og Bush fékk að sýna hvað í
honum bjó. Honum tókst undir
merkjum Sameinuðu þjóðanna að
fá Vesturlönd til liðs við sig ásamt
Sovétmönnum til að hrekja ógnvald-
inn brott.
Aldrei hafði forseti Bandaríkj-
anna átt jafnmiklum vinsældum að
fagna og Bush í kjölfar sigursins
yfir írökum. í augum demókrata var
hann ósigrandi og þeirra óskasynir,
sem áður höfðu haft forsetablik í
augum, skoraðust nú undan.
hins vegar ekki að nýta sér meðbyr-
inn, sem Persaflóastríðið veitti hon-
Reuter
Bush kvaddur með þökkum
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, heilsar fyrirrennara sínum í embætt-
inu, George Bush, eftir að hafa svarið embættiseiðinn í gær. Á bak við
Clinton er kona hans, Hillary, en að baki Bush er Dan Quayle, fyrrver-
andi varaforseti. í ræðu sinni þakkaði Clinton Bush fyrir „hálfrar aldar
þjónustu við Bandaríkin".
um. Nú var efnahagurinn á niður-
leið, stöðnun allsráðandi og í frétta-
tímum voru sýndar biðraðir atvinnu-
lausra um leið og forsetinn sást
ýmist á golfvellinum, með veiði-
stöngina eða um borð í hraðbátnum
sínum.
Bush hefði átt að grípa til að-
gerða heima fyrir, en hann vildi
ekki vera maður meiri ríkisafskipta
en Reagan. Hann hafði í þokkabót
sýnt kjósendum hvers hann var
megnugur þegar á reyndi. Með að-
gerðaleysinu, sem sigldi í kjölfarið,
gaf hann til kynna að sér stæði á
sama um innanríkismál og kjósend-
ur voru ekki ánægðir.
Skorti pólitíska sannfæringu
Ellefu mánuðum fyrir kosning-
arnar lýsti Bush yfir því að hann
myndi gera hvað sem er til að sigra
og hann hafði fjóram árum áður
sýnt að hann gat verið óvandur að
meðulum þegar því var að skipta. í
kosningabaráttunni á síðasta ári
gleymdi hann hins vegar einu lykil-
atriði; honum láðist að gefa kjósend-
um ástæðu til að kjósa sig.
Bush hamraði á reynslu sinni í
kosningabaráttunni. Sér mætti
treysta umfram andstæðing sinn.
Óttinn við hið óþekkta var hins veg-
ar ekki nægilegur til að kjósendur
gerðu sér að góðu það sem þeir
þekktu fyrir. Repúblikanar höfðu
verið tólf ár í Hvíta húsinu og Bush
bjó ekki yfir þeim endurnýjunar-
mætti, sem hefði getað glætt hug-
myndir þeirra nýju lífi.
Bush reyndi að standa í stað, en
heimurinn hélt áfram að snúast.
Hann skorti þá pólitísku sannfær-
ingu sem gerði Reagan samkvæman
sjálfum sér. Hans verður sennilega
helst minnst fyrir að hafa verið for-
seti á tímamótum sögunnar, en ekki
fyrir að hafa verið áhrifavaldur er
kalda stríðinu lauk.
t
Málsverð-
ur á 90
þús. ÍSK
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
ÞÁTTTAKA í hátíðahöldunum
vegna embættistöku forsetans
er ekki gefíns. 90 þúsund ÍSK
kostaði að sitja kvöldverðarboð
víða í Washington á mánudag.
Gestir vora varaðir við því að
koma svangir enda reyndist ör-
tröðin slík að þjónar náðu ekki
að bera mat á öll borð. Hins
vegar komust viðstaddir í nám-
unda við Bill Clinton, sem fór á
milli staða. í flestum tilvikum
borguðu fyrirtæki brúsann og
buðu síðan viðskiptavinum út.
Vonin dofnar
Bill Clinton kemur frá þorpinu
Hope í Arkansas. Nafnið þýðir
von og hefur verið honum tilefni
til orðaleikja. Mikilli flugelda-
sýningu á mánudagskvöld lykt-
aði með því að orðið von lýsti
upp himininn. Fréttaskýranda
dagblaðsins The Boston Globe
þótti þetta misráðið því að þegar
orðið dofnaði var eins og hinar
glæstu vonir, sem bundnar eru
við nýja forsetann, yrðu að engu.
Dýr veisla
Hátíðahöldin í tilefni af inn-
setningunni hafa staðið frá því
á sunnudag og kosta litlar 27
milljónir dollara (um 1,7 millj-
arða ÍSK). 13 milljónir dollara
eru framlög og lán frá fyrirtækj-
um, en afgangsins hafa demó-
kratar aflað með miða- og
minjagripasölu, auk þess sem
sjónvarpsútsendingarrétti hefur
verið komið í verð.
Reuter
Clinton og Michael Jackson.
Streisand
ósmekklegust
Leik- og söngkonan Barbra
Streisand lét smekkvísina lönd
og leið er hún söng skyrtulaus
í vesti og jakka fyrir Bill Clinton
og Hillary Rodham Clinton
ásamt þúsundum annarra í
Washington á þriðjudagskvöld-
ið. Við þetta var hún í kostulegu
pilsi, sem virtist saumað saman
úr buxnaskálmum. Clinton
horfði hugföngnu brosi á þessa
flegnu múnderingu. Michael
Jackson var væmnasti maður
kvöldsins. Sykursætir tónar
hans rannu sem hunang um
hlustir manna um öll Bandarík-
in.
Þá vil ég held-
ur Bagdad
Rithöfundurinn Fran Lebow-
itz frá New York hallast að því
að hún myndi fremur kjósa
Bagdad undir loftárásum en
vígsluhátíðirnar í Washington:
„Þetta er eins og að þurfa að
horfa á [söngleikinn] Cats fimm
daga í röð. Þetta er eins og að
hafa Andrew Lloyd Webber fyr-
ir forseta. Hann [Clinton] hefur
sál og huga Andrews Lloyds
Webbers og vantar aðeins einn
íspinna upp á að hafa líkama
hans.“