Morgunblaðið - 21.01.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 21.01.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 Uttekt á rekstri Akureyrarbæjar Lögfræðistofu falið að annast innheimtu Oskað tilboða í hádegismat starfsmanna AKUREYRARBÆR hefur auglýst eftir tilboðum í hádegismat fyrir starfsmenn sína, en í tillögum svokallaðs stýrihóps um út- tekt á rekstri Akureyrarbæjar er lagt til að slíkt verði gert. Þá veitti bæjarstjórn bæjarstjóra heimild til að leita eftir samningi við lögfræðistofur um innheimtu fyrir bæinn, en hópurinn lagði einnig til að það yrði gert. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur bæjarráðs sagði að hugmyndin með útboði á hádegismat væri sú að starfsmenn bæjarins gætu keypt léttan hádegisverð á viðun- andi verði. Vísaði hann til rafveitu- starfsmanna þar sem þessi háttur er hafður á og hefði hlutdeild starfsmanna veitunnar lækkað. Taldi Sigurður að með þessu fyrir- komulagi mætti ná fram umtals- verðum spamaði, vonast væri til Segir frá suður- pólsferð SJUR Mördre, einn þekktasti heimskautafari Norðmanna, flytur fyrirlestur á Akureyri annað kvöld, föstudagskvöld- ið 22. janúar. Sjur Mördre er einn af fáum sem bæði hefur farið á suður- og norðurpólinn og náð alla leið. Hann verður staddur á íslandi dagana 21. janúar til 25. janúar. Sjur heimsækir Akureyri í boði Vöruhúss KEA og Skáta- búðarinnar og mun hann haida fyrirlestur á Hótel KEA annað kvöld, 22. janúar, og hefst hann kl. 20. Þar segir hann frá ferð- um sínum í máli og myndum og hvaða reynslu hann hefur öðlast hvað varðar útbúnað og að sigrast á náttúruöflunum, en suðurpólsferðin er um 3.200 km. að fara og náði hann því ásamt þremur félögum sínum á 120 dögum. að með útboðinu væri hægt að lækka hlut starfsmanna þannig að hann yrði innan við 100 krónur og eins væri hugmyndin að matar- hlé yrði hálftími í stað klukku- stundar nú. Slíkt þýddi meiri við- veru starfsmanna á vinnustað og vænta mætti betri árangurs í kjöl- farið. Eins árs reynslutími Hvað varðar tillögu stýrihópsins um að fela lögfræðistofu inn- heimtu fyrir Akureyrarbæ sagði Sigurður að tvímælalaust væri skynsamlegt að reyna slíkt. Bæj- arlögmaður hefði ærið nóg að snú- ast og gæti ekki sinnt innheimtu- störfum án þess að ráðið yrði við- bótarstarfsfólk. Bæjarstjóm sam- þykkti að veita bæjarstjóra heimild til að leita eftir samningi við lög- fræðistofur um að taka að sér lög- fræðilega innheimtu fyrir Akur- eyrarbæ og yrði slíkur samningur til eins árs til reynslu. ♦ í I ♦ 4 l í-4 i . V I ♦ *' Morgunblaðið/Rúnar Þór Sæfari á hálum ís Eyjafjarðarfeijan Sæfari þurfti að bijóta sér leið gegnum ísinn þeg- ar hún sigldi inn Pollinn að Torfunefsbryggju í frostinu í gær, en af myndinni að dæma mætti ætla að feijan skriði eftir ísnum áleiðis til lands. Sumarstörf hjá Akureyrarbæ Áætlað að ráðið verði í um 200 störf í suinar ÖLL sumarstörf á vegum Akureyrarbæjar verða hér eftir auglýst af starfsmannadeild og ráðningar fara fram í samráði við deildina. Gert er ráð fyrir að Akureyrarbær ráði tæplega 200 manns til starfa, ýmist við afleysingar eða störf sem tengjast sumrinu næsta sumar. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði á fundi bæjar- stjómar í vikunni, að áður hefði sá háttur verið hafður á að sumarfólk hefði verið ráðið hjá hverri deild bæjarins. Hugmyndin með því að skráningar fari fram hjá starfs- Sölumenn - fastagestir Ókeypis gisting á Akureyri Hótel Harpa býður verðandi fasta- gestum upp á ókeypis gistingu í eina nótt í janúar og febrúar. Komið og kynnið ykkur þjónustu okkar og hagstætt verð, sem sniðið er að ykkar þörfum. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Simi 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni. mannadeild sé sú að allir þeir sem hyggi á sumarvinnu hjá Akur- eyrarbæ hafi jafna möguleika á að sækja um starf. Búist við að atvinnu- lausir sæki um Sigurður sagði að fram til þessa hefði skólafólk verið í meirihluta þeirra sem sóttu um sumarstörf hjá bænum, en vegna bágborins ástands á vinnumarkaði mætti eiga von á að þeir sem væm á atvinnu- leysisskrá og þeir sem hefðu ekki rétt til bóta myndu sækjast eftir sumarstörfum nú. Gert er ráð fýrir að bærinn ráði um 200 manns til starfa í sumar, þar af um helming til afleysinga og helming til ýmis konar sumar- starfa. Þá nefndi Sigurður að við athugun hefði komið í ljós að mögu- leiki væri á að skipta um helmingi þeirra starfa sem boðin verða næsta sumar á milli tveggja starfsmanna, þannig að hægt verði að ráða fleiri. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri Fræðslufundur um ígulkeraveiðar og -vinnslu Tími: Föstudagur 29. janúar kl. 13.00 til 18.00. Staður: Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, Glerárgötu 36. Dagskrá: Líffræði: Veiðitækni: Vinnsla: Afkoma: Markaður: Sólmundur Einarsson, Hafrannsókna- stofnun. PéturÁgústsson, skipstjóri, Stykkishólmi. Gissur Skarphéðinsson, ísafirði. Þórarinn Sólmundarson, Sauðárkróki. Ellert Vigfússon, íslensk ígulker hf. Robin Kawada, íslensk ígulker hf. Hilmar Viktorsson, rekstrarráðgjafi. Sigurður Ágústsson, SH. Umræður. Þátttökugjald kr. 2.500. Þátttökutilkynningar: Fyrir 25. janúar til Gunnars Ringsted, sími 96-11780, milli kl. 8.00 og 12.00. Dýrara í strætó ogsund FRÁ áramótum hefur starfsfólki Akureyrarbæjar staðið til boða að kaupa afsláttarkort í sund- laugarnar, en þar er um tilraun að ræða sem gerð er til að hvetja bæjarstarfsmenn til sundiðkun- ar. Gjaldskrá í sundlaugarnar sem og fyrir Strætisvagna Akur- eyrar hækkaði fyrir skömmu. Gjaldskrá í laugamar var hækk- uð um áramótin, þannig að nú kost- ar einstakur miði fyrir fullorðna 140 krónur og fyrir börn kostar nú 60 krónur. Tíu miða kort fýrir full- orðna kosta 1.000 krónur og sami skammtur fýrir böm kostar 350 krónur. Þá er hægt að kaupa árs- kort í laugarnar og kostar það 17.300 krónur ef keypt er í janúar og lækkar verðið smám saman eft- ir því sem líður á árið og þeir sem kaupa um mitt ár þurfa að greiða 8.900 krónur fyrir. Gjaldskrá fyrir Strætisvagna Akureyrar hækkaði einnig um ára- mót, einstök fargjöld fullorðinna hækkuðu úr 70 krónur í 75 krónur og barnafargjöld úr 27 í 28 krón- ur. Þá kosta 20 miðar fýrir full- orðna nú 1.200 krónur, en 25 mið- ar fyrir framhaldsskólanema kosta nú 1.050 krónur, en þama er um 50 króna hækkun að ræða. Aldrað- ir og öryrkjar greiða nú 515 krónur fyrir 20 miða kort, en þau kostuðu fyrir hækkun 500 krónur. Iþrótta- maður Þórs valinn íþróttamaður Þórs árið 1992 verður útnefndur í hófi í Hamri, annað kvöld, föstu- dagskvöldið 22. janúar kl. 20. Atta íþróttamenn hlutu til- nefningu í kjörinu, tveir í hverri grein sem stunduð er innan fé- lagsins, þ.e. körfubolta, hand- bolta, fótbolta og skíði. Hinir tilnefndu eru skíða- mennimir Eva Jónasdóttir, sem keppir í alpagreinum og Rögn- valdur Ingþórsson, skíðagöngu- maður, handknattleiksmennimir Sigurpáll Aðalsteinsson og Her- mann Karlsson, knattspymu- mennimir Hlynur Birgisson og Sveinbjöm Hákonarson og körfuknattleiksmennirnir Haf- steinn Lúðvíksson og Konráð Oskarsson. (Úr fréttatilkynningu) Stálu léttvíni og peningum BROTIST var inn í fyrirtækið Straumrás við Furuvelli 1 í fyrri- nótt og þaðan stolið léttvíni og peningum. Hjá rannsóknarlögreglunni á Ak- ureyri fengust þær upplýsingar að litlar skemmdir hefðu verið unnar i innbrotinu. Þeir sem þar voru að verki í fyrrinótt höfðu á brott með sér nokkrar léttvínsflöskur og pen- inga auk þess sem þeir tóku einnig með lítinn peningakassa sem í voru verðmæti, sem að sögn rannsóknar- lögreglu gagnast engum nema eig- endunum. I I I 1 I i I I i I í i I í i:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.