Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 SKAFRENNINGUR hefur víða gert mönnum lífið leitt undanfarið. Verða steðjandi umferð svo tími gefist til að sýna rétt viðbrögð þegar bifreið kemur ökumenn ekki of oft minntir á gildi þess að fara sér hægt og huga að að- út úr kafaldinu. Bakvið þennan einmana ferðalang rís Kotstrandarkirkja. Meira atvinnuleysi o g minni skatttekjur auka á vanda ríkissjóðs Horfur á að fjárlagahalli verði á áttunda milljarð Hitaveita Suðurnesja Rafmagns- framleiðsla aukin á fjórumárum i SAMKOMULAG hefur náðst milli Landsvirkjunar og Hita- 1 veitu Suðurnesja um að hitaveit- an taki í áföngum í notkun fjór- ar strompgufuvélar sínar, sem samtals eru 4,8 megavött, á ár- unum 1993 til og með 1997. Samkvæmt þessu eykur Hita- veita Suðurnesja orkufram- leiðslu sína úr 75 gígavattstund- um 1992 í 82 gígavattstundir 1993 og síðan í áföngum í 92 gígavattstundir á árinu 1997 eða um tæp 23%. Að sögn Halldórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar er liður í þessu samkomulagi að Hitaveita Suðurnesja taki á sig 30% af kostn- aðinum við fiskeldisafslátt Lands- virkjunar á orkuveitusvæði hita- veitu Suðurnesja, og kaupi jafn- framt rannsóknir Landsvirkjunar á jarðhitasvæðinu í Eldvörpum á 50 milljónir króna, sem greiðist með jöfnum árlegum afborgunum á árunum 1993 til 1995. HORFUR eru á að halli á fjárlögum yfirstandandi árs verði a.m.k. einum milljarði króna meiri en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjár- laganna í desember en þau voru afgreidd með 6,2 milljarða kr. rekstrarhalla. Samkvæmt bráðabirgðatölum um afkomu rikissjóðs á síðasta ári varð hallinn á ríkissjóði 7,2 milljarðar kr. árið 1992 saman- borið við 12,5 milljarða kr. halla árið 1991. Friðrik Sophusson fjármálaráð- „Við getum ekki búist við því að herra sagði í gær að þrátt fyrir að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum á náðst hefði mikilvægur árangur á síðasta ári þá væru horfur á að hallinn á þessu ári geti orðið heldur meiri en á síðasta ári. næstu árum og á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir heldur meiri rekstr- arhalla en á síðasta ári enda eru niðurstöðutölur fjárlaga á þessu ári Sorphirða Tólf staðir hækka gjald SORPHIRÐUGJALD og tunnu- leiga hækka í nokkrum kaup- stöðum landsins á þessu ári sam- kvæmt gjaldskrám sem borist hafa til skrifstofu Sambands sveitarfélaga. Þannig hækkar gjaldið á hverja íbúð á Seltjamamesi um 1.000 kr. eða úr 5.800 kr. í 6.800 og í Garðabæ einnig um 1.000 kr. eða úr 5.000 í 6.000 kr. í Reykjavík hækkar gjaldið úr 800 kr. í 900 kr. og í Hafnarfirði verður nú inn- heimt 2.800 kr. sorpeyðingargjald af hverri íbúð en ekkert gjald var innheimt í Hafnarfírði á síðasta ári. Önnur bæjarfélög sem ákveðið hafa hækkun sorphirðugjalds eru Kópavogur, sem hækkar gjaldið um 300 kr. eða úr 6.000 í 6.300, Bolungarvík um 2.200 kr. eða úr 2.800 í 5.000, Egilsstaðir um 1.100 kr. eða úr 3.900 í 5.000 og Blöndu- ós um 500 kr. eða úr 5.000 í 5.500 kr. Þan hækkan sonp- tiirflugjaM, tunnuleíga og soppeyölngargjald kr./íbúð 1992 1993 Reykjavík 800 — 900 Kópavogur 6.000 — 6.300 Seltjarnarnes 5.800 — 6.800 Garðabær 5.000 — 6.000 Hafnarfjörður - —2.800 Ólafsvik 4.530 — 4.700 Stykkishólmur 4.700 — 4.800 Bolungarvlk 2.800 — 5.000 Blönduós 5.000 — 5.500 Dalvik 3.500 — 4.000 Egilsstaðir 3.900 — 5.000 Hveragerði 4.950 — 5.220 Meðal kaupstaða sem verða með óbreytt gjald frá síðasta ári eru Keflavík þar sem það verður áfram 2.180 kr. á íbúð, ísafjörður 5.000 kr., Sauðárkrókur 4.000, Húsavík 4.000, Vestmannaeyjar 7.000 og Eskifjörður 2.374 kr. Upplýsingar um gjaldskrár hafa ekki borist frá 10 kaupstöðum. um 2 milljörðum hærri en var 1992. Nú þegar er ljóst að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta geta orðið enn meiri en áætlað var við fjárlaga- gerðina og horfið hefur verið frá lækkun endurgreiðslu virðisauka- skatts sem rýrir tekjur ríkisins um 400 milljónir," sagði Friðrik. Samkvæmt mati fjármálaráðu- neytisins á afkomu ríkissjóðs á síð- asta ári lækkuðu útgjöld ríkissjóðs að raungildi um 5,3 milljarða kr. frá árinu á undan og hrein lánsfjár- þörf ríkissjóðs nam 7,2 milljörðum samanborið við 14,6 milljarða kr. lánsú'árþörf árið 1991. Sjá einnig á bls. 21. -----....»---- Sunday Times-mótið Guðmundur og Þorlákur í öðru sæti GUÐMUNDUR Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson eru í öðru sæti á Sunday Times bridsmótinu sem nú stendur yfir í London þegar 9 af 15 umferðum er lokið. Bandaríkjamennirnir Bobby Levin og Gaylor Kasle eru langefstir á mótinu með 374 stig, Guðmundur og Þorlákur hafa 320 stig, Frakkam- ir Herve Mouiel og Alaín Levy eru í 3. sæti með 317 stig og Bandaríkja- mennirnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell fjórðu með 303 stig. Sunday Times mótið er í hópi sterkustu bridsmóta sem haldin eru í heiminum og er það takmarkað við 16 pör árlega. Því lýkur í kvöld. í dag Hægt og kalt_________________ Útlit er fyrir hægviðri um allt land í dag og talsvert frost 4 SameinuÖum verktökum stefnt Tveir hluthafar í Sameinuðum verktökum hafa stefnt félaginu vegna aðalfundar 20 Ópera í Eyjafirði Óperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti verður frumsýnd í Eyja- fjarðarsveit í.kvöld á vegum Tón- listarskólans á Akureyri 28 LeiÖari Stöðugleikinn og verðlagning opin- berrar þjónustu 24 Daglegt líf ► Clio S, viðbót við frönsku bíla- línuna - Skútufólk á Hispanola - Á Ítalíu er ísl. mokkafatnaður í tísku - Skiði á Akureyri - Alís með umboð fyrir Spies - Um kaffi Fasteigtiir ► Arkitektar í Ásmundarsal - Endurbætur á íbúðarhúsnæði - Hreinsaðu stéttina - Skoðun á húsnæði - Kreppa bygginga- tækninnar Morgunblaðið/Sverrir Meira en mannhæðarhá grýlukerti SLÖKKVILIÐSMENN í Reykjavík brutu niður meira en mannhæðarhá grýlukerti sem slúttu fram af þaki Laugardalshallarinnar í gær. Slökkvil- iðið sinnir því enn að hreinsa grýlukerti af húsum í eigu borgarinnar og borgarstofnana en er að sögn Bergsveins Alfonssonar aðalvarðstjóra hætt að brjóta af húseignum annarra. Bergsveinn sagði að eftir að slökkviliðið hafði hreinsað af húsum við Laugaveginn hefði komið i ljós að eigandi kranabílafyrirtækis hefði verið búinn að semja við húseigendur við götuna um að hreinsa grýlukerti af húsunum og hafi slökkviliðið því ákveðið að hætta að sinna beiðnum af þessu tagi og vísa heldur á krana- bílafyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.