Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 Orkuútflutningur frá Islandi um sæstreng Eðli, takmarkanir og möguleikar tækninnar Síðari hluti eftir Egil B. Hreinsson Orkuflutningur með notkun jafnstraumssæstrengja Háspennt jafnstraumstækni er eina nothæfa leiðin við orkuflutn- inga langa leið yfír sjó. Lengd slíkra sambanda og spenna eykst sífellt. Lengsta samband í heimin- um í dag er um 200 km iangur strengur milli Svíþjóðar og Finn- lands (Fenno-Skan), tekinn í notk- un 1989. Rekstrarspenna þar er 400 kV og 500 MW afl er flutt með einpóla flutningi. Mesta dýpi jafnstraumssæ- strengs er í Skagerak-sambandið milli Danmerkur og Noregs um 560 m, en verið er að þróa jafn- straumsstreng fyrir 2000 m dýpi í Hawai eyjaklasanum. Víkjum aðeins að nokkrum þátt- um þessarar tækni. Mjög stór hluti kostnaðar við löng neðansjávar- sambönd er kostnaður við sjálfan sæstrenginn, og leiðarann sem er venjulega úr kopar. Einangrun strengsins byggist á olíuvættum pappír. Ef um tvípóla flutning er að ræða þarf 2 eða fleiri aðskilda strengi venjulega í tiltekinni fjar- lægð hver frá öðrum til að minnka hættu á sameiginlegu sliti. Slík sambönd eru ýmist einpóla eða tvípóla. Þannig er Skagerak-sam- bandið (130 km, 500 MW), og sambandið yfir Ermarsund (2000 MW, 50 km) tvípóla en samböndin Svíþjóð-Gotland, Danmörk-Svíþjóð og Svíþjóð-Finnland einpóla. Sæstrengjum stafar mikil hætta frá akkerum eða botnvörpum tog- ara og skipa, sem sigla yfir streng- inn. Þessi hætta minnkar að vísu með auknu dýpi, en á móti eykst kostnaður og erfíðleikar við við- gerðir strengsins. Við bilun þarf Egill B. Hreinsson „En markaðssetning raforku lýtur svipuðum lögmálum og önnur vara. Ef búið er um hana á viðeigandi hátt, t.d. á fijálsum orku- markaði eða í orku- kauphöllum, sem nú eru að ryðja sér til rúms erlendis, getur hún allt eins birst sem háþróuð neytendavara sem markaðurinn vill greiða hátt verð fyrir.“ að lyfta strengnum upp af sjávar- botninum og skeyta hann saman með nýjum bút í stað þess bilaða. Viðgerðir geta tekið margar vikur, og þurfa viðgerðarskipin oft að bíða eftir góðu veðri til viðgerða. Því er oft nauðsynlegt að grafa ÞEGAR ÞÚ NOTAR BOÐKERFIÐ HRINGIR ÞÚ FYRST í 984 og í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis. Þá heyrist rödd sem segir: II VELDU TALNABOÐ Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt eða það númer sem handhafi boðtækisins á að hringja í. Að lokum ýtir þú á Röddin heyrist þá aftur og staðfestir: „BOÐIN VERÐA SEND Leggðu síðan á. ■I BOOKERFI PÓSTS OG SÍMA strenginn að hluta niður í sjávar- botninn, og minnka þá mjög líkurn- ar á bilun. Þetta er hins vegar mjög dýr aðgerð, en mikið notuð. Nefna má, að allir strengirnir yfir Ermars und hafa verið grafnir nið- ur með þar til gerðurn neðansjávar- búnaði. Voru sagaðar 1 m djúpar raufar í kalksteinsbotninn og strengir lagðir í. Jarðskaut eru í báðum endum einpóla sambands svo straumurinn „komist í jörð“, en straumurinn getur valdið trufl- unum á siglingatækjum svo sem áttavitum vegna seguláhrifa straumsins. Stundum er reynt að draga úr þessum áhrifum með því að leggja bæði fram- og bakleiðara nálægt hvor öðrum. Þá er hættara að báðir leiðarar slitni eða bili í einu, nema þeir séu kyrfilega nið- urgrafnir. I dýpsta sambandi heims yfir Skagerak lagði sérhannað skip, Skagerak, strenginn og annast við- gerðir. Þyngd strengsins var meiri en áður þekktist og var strengur- inn styrktur með tilliti til dýpisins til að verjast sliti. Hann var og grafinn niður í sjávarbotninn að hluta. Útflutningur orku frá íslandi um sæstreng Hugmyndin um beinan útflutn- ing raforku frá íslandi um sæ- streng er ekki ný af nálinni. Talið er að dr. Uno Lamm, einn af frum- kvöðlum jafnstraumstækninnar, hafi varpað henni fyrst fram á raffræðingamótinu í Reykjavík 1952. Jakob Gíslason, fv. orku- málastjóri hélt síðan erindi um verkefnið á ráðstefnu Verkfræð- ingafélags íslands árið 1962. Á árunum 1975 og 1980 voru gerðar allítarlegar athuganir á vegum Orkustofnunar, en þær einskorð- uðu sig við 2000 MW flutningi til Skotlands. Frá árinu 1984 hefur höfundur þessarar greinar haft þetta verk- efni sem rannsóknaverkefni og á árunum 1985 og 1986 endurvakti hann og kynnti þessa möguleika í iðnaðarráðuneytinu í tíð tveggja iðnaðarráðherra, fór kynnisferðir til Bretlands, lagði verkefnið fyrir forsvarsmenn Landsvirkjunar og vann síðan frumskýrslur um hag- kvæmni og tæknilegar forsendur fyrir Landsvirkjun. Síðan hefur verið unnið að málinu á vegum Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins auk þess sem erlendir aðilar hafa nú sýnt málinu áþreif- anlegan áhuga eins og áður er bent á. Orkuútflutningur frá íslandi út- heimtir mjög langan sæstreng að lengd 900-1800 km eða um 5-9 sinnum lengri streng, en þekkist í dag. Hvernig breytir þessi lengd eðli vandamálsins? Kostnaður við strenginn er í beinu hlutfalli við Jafnstraumssæstrengur lagður á úthafi. lengdina og einnig eykst óöryggi vegna bilana í hlutfalli við lengd. Orkutöp í flutningi eru viðráðanleg jafnvel fyrir langan streng og eru talin vera um 10% af heildarorku- flutningi. Það má í raun segja að eðli verkefnisins breytist ekki en stigsmunur getur verið á hag- kvæmni og kostnaði. Ekki er tilgangur þessarar greinar að fara frekar út í við- skiptaleg sjónarmið né markaðs- möguleika fyrir íslenska orku er- lendis. Nefna má hins vegar nokk- ur þýðingarmikil tæknileg atriði varðandi slíkan orkuútflutning. Sæstrengs frá íslandi til Evrópu fer yfir sérstaklega erfítt veðurf- ars- og hafsvæði, þ.e. Norður-Atl- antshafið, sem er annars eðlis en þau innhöf (Eystrasalt, Miðjarðar- haf) þar sem flestir sæstrengir liggja í dag. Sérstaklega búið skip þarf að geta athafnað sig við lagn- ingu strengsins og viðgerðir á hvaða árstíma sem er. Norður- Atlantshafið er eitt vindasamasta hafsvæði jarðarinnar. Þetta getur haft áhrif á möguleika skips til að annast viðgerðir, þegar þeirra er þörf. Strengurinn liggur einnig á sigl- ingaleiðum eða veiðisvæðum og er í hættu vegna akkera og botn- varpa, nema að hann sé kyrfilega niðurgrafinn. Mikilvægt er að ákvarða af öryggi hvar grafa þarf strenginn og rannsaka þá áhættu sem felst í skipaumferð. í grein þessari hefur verið leit- ast við að gera lauslega grein fyr- ir eðli þeirra tækni sem í dag er notuð við raforkuflutninga með notkun jafnstraums. Fjölmörgum þýðingar-miklum atriðum hefur þó verið sleppt, svo sem umfjöllun um viðskiptaleg, umhverfisleg eða pólitísk sjónarmið. Þó verður í Iokin vikið að því sjónarmiði að hér sé um útflutning á óunnu hráefni að ræða, sem bet- ur væri nýtt til verðmætasköpunar innanlands t.d. í álverum. Hafa verður í huga að rafmagn- ið hefur mörg andlit og stundum getur það birst sem hráefni til iðn- aðarframleiðslu þar sem samið er um viðskipti með mikið magn í einu til langs tíma. En markaðs- setning raforku lýtur svipuðum lögmálum og önnur vara. Ef búið er um hana á viðeigandi hátt, t.d. á fijálsum orkumarkaði eða í orku- kauphöllum, sem nú eru að ryðja sér til rúms erlendis, getur hún allt eins birst sem háþróuð neyt- endavara sem markaðurinn vill greiða hátt verð fyrir. Ólíklegt er að annar kosturinn sé í öllum til- fellum hinum fremri heldur er lík- legt að báðir geti þróast hlið við hlið eftir aðstæðum. Því þarf beinn orkuútflutningur ekki að útiloka nýtingu íslenskra orkulinda í álver- um eða á annan hátt, heldur eðli- legast að báðir kostir geti orðið að raunveruleika samhliða. (1) Robert Bourassa: Power from the North. Prentice-Hall, Canada Inc. Ontario, 1985. (2) J. Arrillaga. High Voltage Direct Current Transmission. Peter Peregrinus Press Ltd, 1983. (3) Halldór Jónatansson: Útflutningur á raforku. Árbók Verkfræðingafélags íslands 1991/92, Reykjavík 1992. (4) Londwatt Consultants Ltd., Virkir. Report on HVDC Transmission. Orkustofn- un, Apríl, 1975 og maí 1980. (5) Egill B. Hreinsson: Export of Ice- land’s Hydro-electric Power Using HVDC Submarine Cable. Verkfræðistofan Streng- ur, skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun, 1986. (6) Egill B. Hreinsson: Tæknileg vanda- mál við raforkuflutning með jafnstraumi. Erindi á ráðstefnu Rafmagnsdeildar Verk- fræðingafél. 13. nóv., 1992. (7) Jakob Gíslason: Að flytja raforku út frá íslandi sem háspenntan rakstraum. Tímarit Verkfræðingafélags íslands 1962, bls. 26-27. (8) 400 kV jafnstraumssæstrengur milli íslands Færeyja og Skotlands. Landsvirkj- un, rekstrardeild/verkfræðideild, janúar, 1988. (9) Opportunities for Landsvirkjun in the UK electricity industry. Caminus Energy Ltd, skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun, Sept. 1991. (10) T.J. Hammons, A. Olsen, T. Gud- mundsson: Feasibility of Iceland-United fKingdom Submarine Cable Link. IEEE Transactions on Energy Conversion, Vol 4, No. 3, september 1989, bls. 414-424 (11) Bolli Björnsson: Miðlun raforku með háspenntum jafnstraumi, Afmælisrit Verk- fræðingafélags íslands 80 ára 1992, bls. 95-101. Höfundur er prófessor í raforkuverkfræði við Háskóla íslands. Heilbrigðisráðherra um heilsuvernd í vísitölunni Hækkun ekki óeðlileg Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, segir að rúmlega 20% hækkun heilsuverndar í myndun framfærsluvísitölu sé ekki óeðlileg ef litið sé til þess að hversu stórt hlutfall útgjalda vegna þessarar þjónustu sé kostað af sameiginlegum sjóðum landsmanna. Hann minnir á að útgjöld vísitölufjölskyldunnar vegna drykkjarvara og tóbaks séu mun hærri en útgjöld hennar vegna heilsuverndar. fjölskyldunnar vegna heilbrigðis- þjónustu. Hvort telja menn vera mikilvægara? Svo má benda á að gjöld ríkissjóðs til heilbrigðis- og tryggingarmála eru 40% af öllum útgjöldum ríkisins. Útgjöld vísitölu- fjölskyldunnar til heilbrigðismála Sighvatur lagði áherslu á að að- eins væri verið að tala um lítinn hluta af framfærslukostnaði heimil- anna. „Ég bendi á til viðmiðunar að útgjöld vísitölufjölskyldunnar vegna drykkjarvöru og tóbaks eru þriðjungi hærri en útgjöld vísitölu- eru um 2,9%,“ sagði hann. Aðspurður sagðist hann ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort hlutfall vísitölufjölskyldunnar í kostnaði vegna heilsuverndar væri enn of lágt. „En það eru mjög fáar þjóðir í veröldinni þar sem fólk þarf sjálft ekki að bera meiri kostnað af heilbrigðisþjónustunni en hér á íslandi. Og fyrir þetta fá menn ein- hveija þá bestu þjónustu í heil- brigðiskerfinu sem til er í heimin- um,“ sagði ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.