Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 ■ CHARLES Barkley tók út leik- bann er lið hans Phoenix Suns tap- aði fyrir Cleveland 123:119. Bar- kley var úrskurðaður í eins leiks bann og 10 þúsund dollara (630 þúsund ISK) sekt fyrir að nöldra í dómurum eftir tapleik Phoenix gegn New York á mánudaginn. ■ MARK Price átti mjög góðan síðari hálfleik og gerði þá 17 af 26 stigum sínum fyrir Cleveland. Larry Nance kom næstur með 20 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Richard Dumas var stigahæstur í liði Phoenix með 23 stig og Kevin Johnson og Dan Majerle gerðu 21 stig hvor. ■ RICKY Pierce gerði 26 stig fyrir Seattle er liðið vann Lakers í Los Angeles 101:111. Þetta var 14. sigur Sonics í síðustu 17 leikjum, en Lakers tapaði ijórða leiknum af síðustu fimm. ■ PORTLAND er á mikilli sigl- ingu þessa dagana og í fyrrakvöld vann liðið þriðja leik sinn í röð, gegn Minnesota á útivelli 94:110. Cliff Robinson var stigahæstur gestanna með 22 stig, tók 14 fráköst og átti átta stoðsendingar. Minnesota hef- ur tapað sjö af síðustu átta átta leikj- um sínum. ■ PATRICK Ewing var í miklu stuði er New York sigraði Charl- otte 114:91. Hann gerði 30 stig og tók 13 fráköst. Larry Johnson var stighæstur gestanna með 19 stig og Kendall Gill kom næstur með 18. ■ TIM Hardaway var með 28 stig og 13 stoðsendingar er Golden State vann efsta lið miðvesturriðils Utah Jazz 120:113. Karl Malone gerði 30 stig fyrir Utah og tók 12 fráköst í öðrum tapleik liðsins í röð. ■ ROBERT Parish, leikmaður Boston, komst í hóp með Kareem Abdul-Jabbar og Elvin Hayes er hann lék 1.300. leik sinn gegn Atl- anta Hawks. Boston sigraði 121:106 og gerði Xavier McDaniel 27 stig fyrir Iiðið. Þetta var í annað sinn í tíu leikjum sem Boston nær að vinna Atlanta. Boston hefur unnið níu af siðustu 11 leikjum sín- um. ■ JEFF Hornacek var hetja Philadelphiu og gerði 27 stig er liðið vann Miami á útivelli eftir framlengdan leik 112:117. Rony Seikaly var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig. Steve Smith lék fyrsta leik sinn á tímabil- inu fyrir Miami eftir hnéuppskurð og gerði 16 stig. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Miðvikudagur: Cleveland — Phoenix..........123:119 Boston — Atlanta.............121:106 Miami Heat — Phiiadelphia....112:117 ■Eftir framlengingu. NewYork —Charlotte...........114: 91 Minnesota — Portland..........94:110 Golden State — Utah Jazz.....120:113 L.A. Lakers — Seattle........101:111 Tennis Opna ástralska meistaramótið í tennis, 2. umferð: Einliðaleikur kvenna: 5-Mary Joe Femandez (Bandar.) vann Shi- Ting Wang (Tævan)’7-6 (7-1) 6-4 4-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Laura Gildemeister (Perú) 6-0 6-1 2- Steffi Graf (Þýskal.) vann Jennifer Santrock (Bandar.) 6-1 6-1 15- Magdalena Maleeva (Búlgaríu) vann Petra Langrova (Tékkneska lýðv. ) 6-1 6-0 11- Anke Huber (Þýskal.) vann Veronika 9- Manuela Maleeva-Fragniere (Sviss) vann Sandra Wasserman (Belgíu) 6-4 6-1 Einliðaleikur karla: 3- Pete Sampras (Bandar.) vann Magnus Larsson (Svíþjóð) 6-3 3-6 6-3 6-4 Christian Bergstrom (Svíþjóð) vann Henrik Holm (Svíþjóð) 7-5 2-6 6-4 1-6 6-4 16- Alexander Volkov (Rússlandi) vann Cedric Pioline (Frakkl.) 2-6 6-7 (7-5) 6-2 7-5 8-6 Alex Antonitsch (Austurríki) vann Chris Pridham (Kanada) 6-3 6-2 6-7 (10-8) 6-2 10- Wayne Ferreira (S-Afríku) vann Bemd Karbacher (Þýskal.) 6-3 4-6 6-2 7-5 Arnaud Bötsch (Frakkl.) vann Jonas Svens- son (Svíþjóð) 5-7 2-6 6-3 7-6 (7-5) 10-8 12- Carlos Costa (Spáni) vann Nicklas Kulti 4Svíþjóð) 6-3 6-7 (7-4) 6-4 6-3 TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA KNATTSPYRNA FOLK H DENNIS Smith, framkvæmd- arstjóri Bristol City var rekinn frá félaginu í gær. Bristol City hefur gengið illa í 1. deild og nú í vikunni tapaði það fyrir Luton í bikarkeppninni. ■ RUSSELL Osman, fyrrum miðvörður Ipswich, hefur leikið með Bristol City, tekur við starfi framkvæmdastjóra út keppnis- tímabilið. ■ IMRE Varadi, leikmaður Leeds, er kominn í lán til Oxford í einn mánuð. ■ DAVID Speede, sem hefur leikið sem lánsmaður með Birm- ingham í þijá mánuði, er kominn til WBA. Southampton lánaði hann þangað í tvo mánuði. ■ BRISTOL City er tilbúið að selja Andy Colt, sem hefur skorað 14 mörk í vetur, til Newcastle á tvær millj. punda, en Newcastle var búið að bjóða 1,2 millj. punda í Colt. ■ HENRIK Larsen, marka- hæsti leikmaður Dana í Evrópu- keppninni sl. sumar, hefur verið lánaður til Aston Villa frá Pisa á Ítalíu til loka keppnistímabils- ins. Reiknað er með að Villa kaupi hann fyrir eina milljón punda í sumar. I MARK Hughes, sóknarleik- maður Man. Utd., varð að fara af leikvelli í deildarleik gegn QPR á mánudaginn. Hann fékk skurð á kálfa og varð að sauma sjö spor til að Ioka skurðinum. ■ MAN. Utd. er í efsta sæti hjá veðbönkum í London. Talið er að líkurnar séu 10-11 á að félagið verði meistari. Aston Villa kemur næst á blaði með 11-8 og Black- burn er í þriðja sæti með 10-1. ■ UNITED, sem er í efsta sæti í Englandi, með jafn mörk stig og Aston Villa, en betri marka- tölu, hefur ekki tapað í síðustu tíu leikjum sínum. ■ MATTHEW Le Tissier, mið- herji Southampton, skrifaði í gær undir nýjan tveggja og hálfs árs samning við félagið. JennHér Capriati í kröppum dansi Jim Courier sektaður um 63 þúsund krónur JIM Courier frá Bandaríkjunum var ekki ánægður með dómarann íleik sínum á Opna ástralska meistaramótinu ítennis, sem nú stendur yfir í Mebourne í Ástralíu. Hann var sektaður um 1.000 dollara, 63 þús. ÍSK, fyrir að nöldra í dómara. Táningurinn Jenni- fer Capriati lenti í kröppum dansi f 2. umferð í kvennakeppninni. Jim Courier, sem er efstur á styrk- leikalistanum, lét mótspyrnu landa síns, Robbie Wiess, fara í taugarnar á sér og mótmælti oft úrskurði dómara í 1. umferð móts- ins á þriðjudag. Leiknum lauk þó með sigri Couriers 6-2 7-5 og 6-4, en sigurvegarinn varð að greiða 1.000 dollara (63 þúsund ISK) í sekt fyrir framkomu sína. „Ég var svolítið reiður. Allir „vafasamir" boltar voru dæmdir úti en allir „vafasamir" boltar sem hann sló voru dæmdir inni,“ sagði Courier. Þjóðverjinn Michael Stich missti einnig stjórn á skapi sínu í leik sín- um gegn Fabrice Santoro frá Frakklandi og varð að greiða 500 dollara í sekt. Stich hafði betur eftir erfiðan leik sem stóð yfír í þijár klukkstundi og 27 mínútur. Michael Chang og Hollendingur- inn Richard Krajicek töpuðu báðir í 2. umferð og eru úr leik eins og Boris Becker og Ivan Lendl, sem féllu úr í 1. umferð. í kvennaflokki bar það helst til tíðinda að Jana Novotna tapaði fyr- ir Robin White frá Bandaríkjunum. Monica Seles, sem reynir nú við þriðja sigurinn í röð á Opna ástr- alska, átti ekki í erfíðleikum með sænsku stúlkuna Maria Strandlund og Gabriela Sabatini, Steffí Graf, Arantxa Sanchez Vicario og Mary Joe Fernandez hafa enn ekki tapað setti á mótinu. Jennifer Capriati frá Bandaríkj- unum lá rúmföst á miðvikudag vegna magapínu og varð að taka inn lyf til að geta leikið gegn Flor- enciu Labat frá Ástralíu í gær. Capriati, sem er aðeins 16 ára, sigr- aði þó naumlega í leiknum 6:7, 7:5 og 6:2 og stóð viðureignin yfír í 2 klst. og 17 mínútur. Leikurinn þótti einn sá besti sem spilaður hefur verið í kvennakeppninni til þessa. Capriati ætlaði að leika með Steffi Graf í tvíliðaleik á mótinu en treyst- ir sér ekki vegna veikinda. Jennifer Caprlatl (stóra myndin) lét magapínu ekki hafa áhrif á sig er hún sigraði Florenciu Labat. Courier (litla myndin), varð að greiða sekt fyrir slæma framkomu gagnvart dómara. OLYMPIUNEFND ISLANDS Miklar breytingar Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands, til- kynnti eftir að hafa verið endur- kjörinn með lófaklappi á aðalfund- inum í gærkvöldi að hann myndi aðeins starfa áfram sem formaður fram að næsta aðalfundi að ári. Framkvæmdastjómarmenn voru kjömir til fjögurra ára og urðu miklar breytingar á stjórninni. Fundurinn kaus Júlíus Hafstein, Bjarna Friðriksson, Öm Eiðsson og Einar Vilhjálmsson í 24 manna stjórn Óí, en til vara voru kjörin Birna Björnsdóttir, Kristín Gísla- dóttir, Kjartan Páll Einarsson og Vildís K. Guðmundsson. Ellert B. Schram var sjálfkjörinn fyrsti varaformaður sem forseti ÍSÍ og Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, var kjörinn annar varaformaður með lófaklappi, en Ari Bergmann Einarsson fékk sams konar kosningu í stöðu rit- ara. Margrét Bjarnadóttir, formað- ur Fimleikasambandsins, var kjör- inn meðstjórnandi, en varamenn þeir Sigurður Einarsson, formaður Skíðasambandsins, Kolbeinn Páls- son, formaður Körfuknattleiks- sambandsins, Hákon Örn Halldórs- son, formaður Júdósambandsins, og Ágúst Ásgeirsson, fulltrúi Fijálsíþróttasambandsins, vara- menn í sömu röð. Sigurður verður sjöundi maður í framkvæmda- stjórn. Tveir framkvæmdastjórnar- menn gáfu ekki áfram kost á sér; Gunnlaugur J. Briem sem gjald- keri og Guðfinnur Ólafsson sem ritari. Þá voru Ágúst Ásgeirsson og Hreggviður Jónsson meðstjórn- endur í fyrri stjóm. Velta nefndarinnar var 29,4 miHj. kr. á síðasta starfsári, sem var reyndar aðeins 10 mánuðir. Hagn- aður var rúmlega 3,6 millj. og tvær millj. vora lagðar í sjóð vegna Smá- þjóðaleikanna á íslandi 1997, en samþykkt var að sækja formlega um að halda keppnina með sam- þykki borgarstjómar Reykjavíkur og menntamálaráðherra. KNATTSPYRNA Guðrún Jóna lék tábrotin Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, einn besti leikmaður kvennaliðs KR í knattspymu og Iandsliðsmaðurinn, tábrotnaði í fyrsta leik liðsins á íslandsmótinu innanhúss á dögunum. Hún er í gifsi og verður frá æfingum í þijár vikur. Guðrún Jóna var þó með í öllum leikjum KR, og gerði sigur- markið gegn UBK í undanúrslitunum. Arnar til Víkings Amar Amarson, 23 ára, sem hefur leikið með KR tvö sl. ár sem miðvallarspilari og fram- heiji, gekk í gær frá félagaskiptum í Víking. Faðir Arnars er Öm Guðmundsson, fyrrum miðvörður Víkingsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.