Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR 22..JANÚAR 1993 11 en annað við vattstungin teppi er efnið, svo og handverkið sjálft; þessi listgrein er sprottin út frá handverkinu, og byggir ætíð á því. Hér eru á ferðinni aldagamlar hefðir sem hafa þróast í gegnum tíðina, en byggja eftir sem áður á efnisgildum sem lítt breytast. Heidi Kristiansen stundaði sitt listnám í Þrándheimi, en sýndi í fyrsta sinn hér á landi 1982; hún hefur síðan tekið þátt í ýmsum sýningum hér, kennt við skóla, sjúkrastofnanir og hjá félagsstarfi aldraðra. 1991 saumaði hún altar- isklæði fyrir Holtskirkju í Onund- arfirði. Á sýningunni getur að líta alls átján verk, sem ýmist sækja myndefni sitt til náttúrunnar eða til kristilegra kennisetninga. Eins og vænta má er handbragð verk- anna með ágætum; samval lita, ásaumur og efnisnotkun fer vel í flestum verkanna. Hins vegar er myndbyggingin sjálf oft síðri, og nýtur sín oft ekki nema í þeirri fjarlægð, að merki handbragðsins hverfa; þetta gengur einna best upp í nokkrum dýralífsmyndum, svo sem „Himbrimar“ (nr. 11). Á sýningunni hefur listakonan lagt fram litla sýningarskrá, þar sem verktæknin er útskýrð í stuttu máli, og saga hennar rakin að nokkru; upplýsingar af þessu tagi eru vel þegnar, og auðvelda fólki að átta sig á þeim vinnu- brögðum sem fyrir augu ber. Sýningu Heidi Kristiansen á vattstungnum teppum í Gallerí Hlaðvarpanum við Vesturgötu lýkur sunnudaginn 24. janúar. hvað sterkust og vert er að vekja athygli á. Má þar nefna verk Johns Byrne, „Sjálfsmynd með sígarettu" og „Stríðsáhyggjur“ eftir Ken Currie, þar sem sú fyrri afbakar yfirborðið, en hin síðari beinir athyglinni inn í persónuna; verk Robertos Gonzales Fern- andez, „Ég elska þig / ég hata þig“ eru frábærlega unnin að öllu leyti, einkum hvað varðar teikn- ingu og lýsingu; og loks lýsir svip- ur Peters Howsons í „Vinnustofu" vel því umkomuleysi sem getur fylgt því að vera seldur undir vald listagyðjunnar. Með sýningunni fylgir fallega unnin sýningarskrá, sem ýmsir aðilar í Skotlandi hafa stutt við bakið á; þar er að fínna stutta ritgerð skipuleggjanda sýningar- innar, en síðan myndir af verkum á sýningunni, og frekari upplýs- ingar um listafólkið; heimildir af þessu tagi eru vel þegnar og nauð- synlegar fyrir sýningar sem þessa. Sýningin „Annað sjálf/Sjálfs- myndir“ í Geysis-húsinu við Vest- urgötu stendur til sunnudagsins 7. febrúar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1993. Danmörk Heimurinn í hnotskurn Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir „Kærar þakkir fyrir tilboð yðar varðandi kaup á sál minni...“ Svona formlega skrifast menn á við kölska nú til dags! Þetta er upp- hafið á Bréfí til fjandans, smásögu eftir Jens Smærup Sorenssen úr smásagnasafninu Bréf (Breve, 1992), annarri bókinni sem lögð er fram af Danmerkur hálfu til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. „Trúnaður“ Bréf hefur að geyma fímmtán smásögur sem koma víða við. Fjórar smásögurnar eru í bréfformi. Eins og allir vita er hið persónulega bréf eins konar trúnaðartal og margar af hinum smásögunum einkennast líka af trúnaði eða uppgjöri. Það leynist hins vegar fískur undir steini, því hvers vegna sýna menn hvorir öðrum trúnað? I fyrsta bréfínu skrifar kona (eða karl?) til háttsetts flokksbróður síns eftir flokksþing. Bréfritari byijar á að hrósa keppinaut sínum upp í hást- ert, maðurinn hafí bókstaflega eng- an galla! Nema náttúrlega ef vera skyldi ímyndunarveiki hans. En eng- inn færi í alvöru að nota þetta gegn honum, nema ef vera skyldi ... og svo hefst ísmeygilegur rógurinn sem skiptist á við skjall, daður og dul- búin loforð um ýmiss konar endur- gjald til hins háttsetta. Svona er hægt að nota trúnað í pólitíkinni. Aðferðin er svipuð í valdabaráttu viðskiptalífsins eins og sjá má í smásögunni Rósir. Málið og veru- leikinn. Smásögur Jens Smærup Seren- sens eru mjög vel skrifaðar en þær krefjast „góðs lestrar", flestar eru þær afar íronískar, merkingarsviðin mörg, veruleikinn óáreiðanlegur og margslunginn. Þess vegna á fólk svo erfitt með að tjá sig og ná saman. Jens Smærup Sarensen vindur sér léttilega á milli ólíkra stíltegunda, frá málfari gamals bónda á Jótlandi til kansellístílsins á bréfínu til ijand- ans. Hann er fyndinn, en gamanið er oftast grátt. Bærinn og heimurinn Hin bókin sem Danir leggja fram heitir Bærinn og heimurinn (Byen og verden, 1992) eftir Peer Hult- berg. Þessi bók er stórbók í öllum skilningi. Hún er tæpar þrjú hundruð síður, byggð upp af hundrað sjálf- stæðum textum sem byija smám saman að tengjast innbyrðis og mynda að lokum breiða lýsingu á bænum Viborg frá aldamótum til vorra daga. Hver einasti texti er svo þéttur að hann er eins og lítil skáldsaga og þess vegna er það ómaksins virði að lesa hvern texta tvisvar. En hver segir allar þessar sögur? Hver veit allt um fólkið í bænum í næstum hundrað ár? Það er enginn annar en bærinn sjálfur og næstum allt sem sagt er takmarkast við „al- Morgunblaðið/RAX Kammer plús-hópurinn; f.v. Armann Helgason, Þórunn Guðmunds- dóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Rúnar Vilbergsson. nett og píanó frá árinu 1962. Kammer plús-hópurinn hefur unnið saman nokkrum sinnum á undanförnum árum, seinast á tón- leikum í safni Siguijóns Ólafssonar síðasta vor, en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram undir þessu nafni. Peer Hultberg. Eftir hann er Bærinn og heimurinn. mannaróminn“, það sem maður hef- ur sagt manni og getið sér til um í tímanna rás. Aðeins örsjaldan af- hjúpar bærinn það sem hann veit og enginn annar. Frá því er sagt á hefðarlegri, svolítið gamaldags dönsku, með gagnorðri nákvæmni en þannig er málið áöllum sögunum. I bænum skiptir hvert einasta mannslíf máli og hver einasta per- sónusaga verður brot af mikilli mósaíkmynd, mynd af samfélagi fólks og samskiptamynstrum sem bæði eru persónubundin og almenn. í raun gæti þessi bær verið hvaða bær sem er í heiminum - Akureyri, Ósló, Búenos Aires. Frú fyrrverandi yfirpakkamóttökustjóri Glud-Pedersen í gömlu Viborg eru allar giftar konur konur mannanna sinna. Þær heita Frú landsdómari Troels Asmus Larsen, Frú slátrarameistari Mik- kelsen, Frú verkamaður Andersen o.s.frv. Það ríkir feðravelcíi en ekki eru allir feður þeirra barna sem þeir halda að séu sín. í sögunum hundrað er sagt frá ástum og vináttu en hvorugt má eiga sér stað á milli stétta sem eru í upphafi rækilega aðskildar. Og ástin er best í hófi, elskist fólk of mikið er það aðskilið Viðtalstími borgarfuiitrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Austurbær og Norðurmýri og Hlíða- og Holtahverfi Laugardaginn 23. janúar 1993 ki. 10-12 verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórn- ar, í borgarráði, formaður heilbrigðisnefndar, í umhverfismálaráði. Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingar- nefndar, formaður húsnæðisnefndar Reykja- víkur, í íþrótta- og tómstundaráði. Tekið er á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Öllum borgarbúum er boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, scmi 671800 Jens Smærup Sörensen, höfund- ur Bréfa. eða flæmt úr bænum. Það er sagt frá hefðum og venj- um, söngstríðinu mikla, handayfír- lagningum og trúarbragðadeilum. Það er sagt frá sorg og hamingju, ofbeldi, geðveiki, einmanaleika - bærinn sér allt. En hann dæmir ekki. í bókinni myndast stöðugt spenna á milli hins formlega frásagnarháttar og innihaldsins sem oft er skelfílegt. Þegar Frú múrarameistari Egon Scmidt og tvö uppkomin börn henn- ar hafa verið barin og svívirt árum saman og líf þeirra er hvort eð er eyðilagt, setjast þau saman inn í vörubíl múrarameistarans, sem þau hafa hlaðið af gaskútum, hella yfir sig þynni og kveikja í. Um leið og þau gera það segir konan: „Eigin- lega er það gott á hann að þetta er nýi bíllinn." Sögur úr sveitinni. Peer Hultberg (f. 1935) er frá Viborg, doktor í pólsku máli og bók- menntum, var um árabii kennari við Lundúnaháskóla en einbeitir sér nú að skriftum. Það gerir Jens Smærup Sorensen (f. 1945) líka en hann er afkastamikill höfundur og hefur unnið m.a. mikið fyrir sjónvarp og útvarp. Hann er frá bænum Staun við Limafjörð og báðir dönsku höf- undarnir eru þannig frá Norður-Jót- landi. Það kalla danir „sveitina" eða „próvinsinn" að hætti Frakka. Opið sunnudag kl. 14-18 Chevrolet Scottsdale K-20 4x4 ’82, 7 manna, 8 cyl. (350), beinsk., spil, talstöð o.fl. Góður bíll. V. 790 þús. Daihatsu Charade turbo '88, svartur, 5 g., ek. 57 þ., sóllúga o.fl. V. 495 þús. stgr. Fiat Tipo DGT 1600 ’89, rauður, 5 g., ek. 33 þ. Toppeintak. V. 590 þús. Ford Econoline 350 4 x 4 6.9 diesel '87, upphækk., talsverð breyttur. Úrvals feröa- bíll. V. 2.1 millj., sk. á ód. Fiat X1/9 Bertone Spider '80, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju got eintak. V. 430 þús., sk. á ód. Honda Accord 2200 EXi ’90, sjálfsk., ek.43 þ. Einn m/öllu. V. 1850 þús., sk. á ód. Isuzu Crew Cap 4x4 m/húsi '91, 5 g., ek. 41 þ. Upphækkaður o.fl. V. 1570 þús. Jaguar XJ6 ’81, sjálfsk. m/öllu, toppein- tak. V. 970 þús., sk. á góðum jeppa. MMC Lancer GLX ’86, 5 g., ek. 82 þ. V. 350 þús. MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 37 þ. V. 750 þús. Nissan King Cap Ex Cap 4x4 (USA týpa) '92, V-6, sjálfsk., ek. 10 þ. mílur. Einn m/öllu. V. 1900 þús. Nissan Sunny GTi '91, 5 g., ek. 34 þ., ABS bremsur o.fl. V. 1090 bús. MMC Gaiant hiaðbakur GLSi 4x4 '91, hvítur, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1380 þús. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk., mikiö endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þús. Peugout 309 GL Profile '91,5 dyra, rauð- ur, 5 g. Gott ástand. V. 640 þús. stgr. Jfefi-I./ \ % M. Benz 190E ’85, grásans, sjálfsk., ek. 124 þ., álfegur, sóllúga o.fl. V. 1150 þús sk. á ód. Mazda B-2600 Ex-Cap 4x4 ’92, VSK bíll, upph., ek. 12 þ. V. 1450 þús. VANTAR GOÐA BÍLAÁSTAÐINN Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! VERKSMIÐJUUTSALA! - VERKSMIDJUUTSALA! 30-70% AFSLÁTTUR ISLENSK M\v\ca q-A6 da9a ALAFOSS-ULLARTEPPI þessi gömlu góðu Heilar rúllur 30-55% - Dæmi: Óskar, Ijós beige, áður 4.430, nú 1.990 m2. Stór stykki 60-70% - Dæmi: 3,65x3,20, áður 51.742, nú 18.109. Bútar 70-85% - Allir bútar á hlægilegu verði TEPriVERKSMWIAN V/ÁLAFOSSVEG MOSFHLSBJE SÍMI667780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.