Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 7 Talsmenn bænda um gjaldtökunum við Dyrhólaey I samræmi við friðlýsinguna Umræður um fjármögnun náttúruverndar tímabærar SÚ ákvörðun bænda við Dyrhólaey að heimta gjald af ferða- mönnum sem um staðinn fara ætti ekki að koma Náttúru- verndarráði á óvart að sögn Gunnars Á. Gunnarssonar tals- manns bændanna. Hann segir að bændurnir hafi leitað laga- legs álits á gjaldheimtunni og telji sig vera í fullum rétt, enda að vinna að markmiðum og tilgangi laga um friðlýsingu. Gunnar sagðist fagna því ef gjald- takan yrði upphaf frjórrar umræðu um fjármögnun umhverfisverndar. Hér væri ekki síst um að ræða spurn- ingu um framtíðarhagsmuni þ.e. varðveislu ímyndar hreinleika og feg- urðar sem gjarna væri notuð í mark- aðssetningu landsins. Aðspurður sagði hann að fyrirhug- uð gjaldtaka hefði ekki átt að koma Náttúruverndarráði á óvart. Því hefði verið gerð grein fyrir hugmyndinni í sumar og hefðu efasemdir þegar orðið ljósar. I beinu framhaidi hefðu bændurnir í bréfi til ráðsins komið því á framfæri að þeir teldu sig ekki vera að bijóta gegn lögum um frið- lýsingu. „Þvert á móti telja bændur að þeir séu að vinna í samræmi við friðlýsinguna enda má minna á að það voru þeir sjálfir sem gengust fyrir því að eyjan var friðlýst,“ sagði Gunnar. Náttúruverndarráð fjárvana Léptíslysi m í Astrálíu starfsmönnum ferðaskrifstofa við gjaldheimtunni enda sýndu menn skilning á því að með einhveijum hætti yrði að fjármagna starfsemi af þessu tagi. Gunnar sagðist skilja gagnrýni sem komið hefði fram á tímasetningu tilkynningar um gjald- töku en því miður hefði ekki verið hægt að flýta henni. Ekki gróðafyrirtæki Gunnar sagði að misskiinings hefði gætt um í hvað gjaldið ætti að fara. Það rynni í kostnað við leið- sögn, varðveislu og umhirðu lands- ins, rekstur hreinlætisaðstöðu og til að kosta nauðsynlegar öryggisráð- stafanir, girðingar og göngustíga. Hér væri ekki um gróðafyrirtæki að ræða heldur einungis að halda staðn- um þannig að hann þyldi álagið sem á honum væri. Morgunblaðið/Kristinn Tími til að tengja Iðnaðarmenn hafa þessa dagana unnið hörðum höndum að því að leiða hið endurbætta atkvæðagreiðslukerfí í borð alþingismanna. Endurbætur gerðar á atkvæðagreiðslukerfi Alþingis Afstaðan ljós um leið ENDURBÆTT atkvæðagreiðslukerfi verður tekið í notkun þegar Alþingi kemur á ný saman tíunda næsta mánuðar. Nú er unnið að uppsetningu kerfisins í þingsalnum. Af- staða einstakra þingmanna mun birtast samstundis á ljósa- töflum í þingsalnum. ÍSLENSK kona, Sædís Hrefna Gunnlaugsdóttir Norman, lést í umferðarslysi í Ástralíu á þriðjudag. Sædís Hrefna var á ferð með eiginmanni sínum og tveimur bömum frá Brisbane, þar sem fjölskyldan er búsett, til Sidney. Bifreið var ekið í veg fyrir bif- reið fjölskyldunnar, sem valt á veginum. Dóttir Sædísar Hrefnu slasaðist mikið, en er ekki talin í lífshættu. Sædís Hrefna var 38 ára, fædd 26. september árið 1954. Hún lætur eftir sig eiginmann, Clive Norman, og tvö börn, Dianne 18 ára og Clive 14 ára. Hann sagði að kannað hefði verið hvort Náttúruvemdarráð gæti staðið straum af kostnaði við vernd og við- hald svæðisins. Skýrt hefði komið fram að það væri ekki hægt og því hefði verið ákveðið að fara þessa leið. „Bændur teija að ekki sé hægt að treysta á ótrygg og takmörkuð framlög úr hinum ýmsu sjóðum þ.á.m. ríkissjóði til að fjármagna, ekki einungis framkvæmdir og fjár- festingar, heldur ekki síður rekstur staðarins," sagði Gunnar og benti jafnframt á að bændur hefðu ekki útilokað að leita til slíkra sjóða til að koma í veg fyrir að hækka þurfi fyrirhugað gjald. Sjálfur sagðist hann hafa fengið tiltölulega jákvæð viðbrögð frá Þær endurbætur sem nú standa yfir eru liður í þeirri uppbyggingu gagnasafns um þingmál sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Upplýs- ingar um þinghaldið skulu þá skráð- ar í gagnagrunn jafnóðum og þing- störf fara fram. Haustið 1991 hófst sjálfvirk skráning á atkvæðagreiðsl- um og var þá tekið í notkun at- kvæðagreiðslukerfi með tölvubún- aði. Þess hefur gætt að þingmenn hafa stundum átt í erfiðleikum við að nota tölvubúnaðinn á réttan hátt og mörgum einnig þótt atkvæða- kerfíð seinvirkt. Tvær ljósatöflur í þinghléinu nú er tækifærið notað til að setja nýja búnaðinn upp. Tvær ljósatöflur verða settar upp í þing- salnum og um leið og þingmaður ýtir á hnapp birtist afstaða hans á töflunum. Þegar slík samtímaskrán- ing er viðhöfð sér þingmaður sam- stundis hvort honum hefur orðið það á að ýta á rangan hnapp og getur leiðrétt þau mistök meðan á at- kvæðagreiðslu stendur. Samtíma- skráningin gefur einnig öðrum þing- mönnum tækifæri til að fylgjast með því hvernig aðrir þingmenn greiða atkvæði, og þeir sem næstir eru vakið athygli viðkomandi á meintum mistökum. Einnig eru gerðar breytingar í borðum þingmanna. Hnöppum fækkar úr fimm niður í þijá. Á hægri hönd þingmanna verða ein- ungis takkar til að gefa til kynna afstöðu þingmanna til þess málefnis sem greitt er atkvæði um. Grænt ljós mun tákna jáyrði. Rautt nei- kvæða afstöðu. Hvítt að viðkomandi greiði ekki atkvæði. ALLT AÐ 70% AFSLATTUR HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.